Morgunblaðið - 24.02.1987, Síða 13

Morgunblaðið - 24.02.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 13 Slysakaflinn í Norðurárdal: Óhugnanlegt að eiga von á slösuðu fólki - segir Sverrir Guðmundsson í Hvammi „VIÐ verðum fyrir talsverðu ónæði af þessu sem búum á bæj- unum næst veginum á þessum slysakafla, því er ekki að neita,“ sagði Sverrir Guðmundsson bóndi í Hvammi í Norðurárdal. Sverrir vakti athygli á þessum vegi í viðtali sem birtist hér í blaðinu fyrr í vikunni. Þá kom meðal annars fram hjá honum að um 200 umferðaróhöpp hafa orðið á þessum 18—20 km kafla á rúmum tveimur árum. Sverrir sagði að fólk sem lenti í því að aka út af eða í öðrum um- ferðaróhöppum kæmi heim á bæina til að leita sér aðstoðar. „Manni finnst óhugnanlegt að eiga alltaf von á slösuðu fólki, hvenær sólar- hringsins sem er og sorglegt að horfa upp á hvemig fólkið stundum er. Fyrir utan það er svo gífurlegt eignatjón á bílunum. Þeir eru ófáir bílarnir sem ég hef þurft að bjarga upp á veginn hér í kringum mig á undanförnum árum. Þetta á við um fleiri staði, til dæmis var Aðalheiður Þorsteinsdóttir á Hreimsstöðum vakinn upp fjórum sinnum eina nóttina í vetur vegna umferðar- óhappa á veginum við bæinn,“ sagði Sverrir. Umræddur vegarkafli nær frá enda bundna slitlagsins ofan við bæinn Klettstíu og upp að Forna- hvammi. Að sögn Sverris í Hvammi eru verstu slysastaðimir þessir, taldir í röð upp dalinn: 1. Beygjan á milli svokallaðs Arnarbælis og Hreimsstaða. Þetta er blindbeygja og er mikið um óhöpp þar, sérstaklega í hálku á vetmm. I vetur hafa orðið sérstaklega mörg umferðaróhpp í þessari beygju. 2. I Melkorku, ofan við Dýra- staði, er S-beygja, þar sem margir bílar velta eða fara útaf veginum í hálku, og þó sérstaklega lausamöl á sumrin. 3. Slysum hefur fækkað mjög í Hvammsleiti, neðan við Hvamm. Þama var mjög blind beygja fyrir fcHreðavatnsskáli 'BIFRÖSf/' leitið en sprengt hefur verið úr leit- inu og vegurinn lagaður. Sverrir sagði að eftir að Hvammsleitið var lagað væri eins og slysin hefðu færst að næstu beygjum, það er í Leitiskrók og Litlaleiti, rétt neðan við Hvamm. 4. Næsti slysastaður er brúin á Litluá, skammt fyrir ofan Hvamm. Nokkuð krappar beyjur em að brúnni og er bílunum ekið á hand- rið brúarinnar beggja vegna. Um daginn óku tveir bflar á brúna og festist annar svo vegurinn lokaðist um tíma. Stórir bílar komast ekki inn á brúna vegna þess hvað krappt er að henni og þurfa að fara yfír ána á vaði fyrir neðan brúna. Þess ber að geta hér að búið er að bjóða út lagningu nýs vegar frá Hvammsleitinu og að Sanddalsá. Em þetta um 3 km og verður vegur- inn lagður í vor og fyrri hluta sumars. Lagast þá þessir verstu slysastaðir vegarins, það er beygj- urnar neðan við Hvamm og Litlaá, þar sem ný brú kemur. 5. Við vegamótin hjá Króki hafa margir bilar lent útaf á undanföm- um mánuðum og ámm. Hæð og beygja á veginum virkar eins og gildra sem ökumenn falla oft í. Það sem af er þessum mánuði hafa að minnsta kosti 8 bílar farið þama út af veginum. 6. A veginum þaðan og upp að Fornahvammi hafa færri óhöpp orðið en á hinum stöðunum, en þar er þó alltaf töluvert um árekstra og veltur, sérstaklega við þröng ræsi. Það gildir um þann kafla eins og flesta aðra slysastaði í Norður- árdal að slysin verða vegna of hraðs aksturs miðað við aðstæður, að SUMARAÆTLUN 1987 . ■ ■ APRÍL APRÍL MAÍ ÁGUST ÁGUST ÁGUST OKTÓBER OKTÓBER OKTÓBER SEPTEMBER SEPTEMBER SEPTEMBER Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l. sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð. Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar- innar. Benidorm er einn sóiríkasti staðurrnn á suðurströnd Spánar, það mælast 306 sólardagar á ári. Páskaferð — 2 vikur 15. apríl — Verð frá kr. 27.200.- Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs- ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. FERÐA.. Ceniccd MIOSTOOIN Teoute AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK ■ S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.