Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 14

Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 Lánveitingar í Reykja- neskjördæmi bannaðar þegar Steingrímur sat í stjórn Framkvæmdastofnunar eftir Ólaf G. Einarsson Ritstjóri Tímans ritar grein í blað sitt laugardaginn 14. þ.m. til vamar formanni sínum og nú fyrsta manni á framboðslista Framsóknar á Reykjanesi. Tilefni vamarræðu ritstjórans, 3 manns á lista Framsóknar í Reykja- neskjördæmi, er viðbrögð Matthías- ar Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, og Karls Steinars Guðnasonar, al- þingismanns, við sérkennilegu viðtali, sem birtist við formanninn, réttara sagt frambjóðandann, í Tímann þann 30. janúar sl. Með viðtali þessu hóf Steingrímur Hermannsson kosningabaráttu sína í nýju kjördæmi, Reykjaneskjör- dæmi. Viðtal þetta olli vonbrigðum, ekki í röðum frambjóðenda annarra flokka eða þingmanna, heldur meðal kjósenda almennt. Þeir höfðu búist við að forsætisráðherrann hefði ann- að til málanna að leggja en grunn- fæmislegar ádrepur í garð þingmanna kjördæmisins. Við þingmennimir máttum svo sem vita á hveiju við ættum von. Ritstjórinn má hins vegar vita, að viðtalið við Steingrím er vottur um alveg nýjar baráttuaðferðir fram- bjóðanda í Reykjaneskjördæmi. Þingmenn kjördæmisins og fram- bjóðendur aðrir bera engan ugg í bijósti vegna framboðs Steingríms eins og ritstjórinn segir. Við höfum hins vegar hina mestu skömm á baráttuaðferðum hans vegna þess að þær eru óheiðarlegar. Við, sem í Reykjaneskjördæmi höfum háð kosningabaráttu í undan- gengnum kosningum, höfum oft barist hart, en ekki óheiðarlega. Við höfum aldrei svarist í neitt fóst- bræðralag um að gagnrýna ekki vinnubrögð hvers annars „til þess að fá að vera í friði“, eins og ritstjór- inn orðar það svo smekklega. Við höfum haldið uppi málefna- legri gagnrýni hver á annan, en umfram allt höfum við starfað vel saman að lausn vandamála, sem upp hafa komið í kjördæminu. Auðvitað hafa einstakir þingmenn haft þar misjafnlega mikil áhrif, eins og gengur, og e.t.v. einnig sýnt misjafn- lega mikinn áhuga. En þeir hafa aldrei borið hver öðrum á brýn ónytj- ungshátt. Þess vegna hafa þeir heldur ekki ráðlagt neinum að forða sér í annað kjördæmi, þótt stundum hafi illa árað hjá einstökum fyrir- tækjum. Viðbrögð þau, sem birst hafa í blaðagreinum vegna viðtalsins við Steingrím, eru ekki árásir á þann sem bendir á vandann, eins og rit- stjórinn segir. Margskonar vandi, sem að kjördæminu hefur steðjað, hefur verið þingmönnum þess ljós. Hins vegar hefur forsætisráðherr- ann ekki gert sér rellu út af honum fyrr en nú. Lánveitingar í Reykja- neskjördæmi bannaðar Það væri verðugt viðfangsefni fyrir ritstjórann að kanna orsakir þess, hvemig komið er fyrir ýmsum fyrirtækjum í sjávarútvegi, ekki síst á Suðumesjum. Til að létta honum þá rannsókn er sjálfsagt að benda hér á nokkur atriði. Eitt af fyrstu verkum vinstri stjómarinnar 1971 var að koma á fót Framkvæmdastofnun ríkisins (1972). Fyrsti stjómarformaður hennar var Ragnar Amalds og með- al sijómarmanna var Steingrímur Hermannsson. Þrír forstjórar voru ráðnir, einn frá hveijum stjómar- flokkanna, Framsókn, Alþýðubanda- lagi og Samtökum fijálslyndra og vinstri manna. Á vegum Fram- kvæmdastofnunar var gerð svonefnd frystihúsaáætlun og hafist handa um að hrinda í framkvæmd upp- byggingu frystihúsanna og varið til þess miklum fjármunum, m.a. úr Byggðasjóði. Jafnframt var ausið fé til skipakaupa og margháttaðra ann- arra verkefna, margra hverra hinna þörfustu. Það verður þó ekki sagt um allar þær fjárfestingar, en verður ekki rakið hér. Vinstri meirihlutinn í stjóm Fram- kvæmdastofnunar, Steingrímur og félagar, gætti þess vandlega á þess- um fyrstu árum, að sem allra minnst fé rynni til Suðumesja til uppbygg- ingar sjávarútvegs eða yfirleitt nokkurra annarra atvinnugreina. Til þess að tryggja það var gerð sérstök stjómarsamþykkt, sem bannaði lán- veitingar í Reykjaneskjördæmi, nema til endurbóta á fiskiskipum. Hinir „ódýru“ peningar fóru því framhjá Suðumesjum en streymdu til annarra landshluta. Þar vom frystihúsin byggð upp fyrir þetta hagstæða lánsfé. Á því kjörtímabili, sem nú er að líða, hefur orðið veruleg stefnubreyt- ing að því er varðar lánveitingar til Suðurnesja. Einkum hefur þetta breyst eftir að Byggðastofnun tók til starfa árið 1985. Þannig vom á síðasta ári lánaðar um 150 milljónir króna frá Byggðastofnun til ýmissa framkvæmda á Suðurnesjum. Breyt- ingin, sem orðið hefur er sú, að ekki er lánað einvörðungu til fyrirtækja í sjávarútvegi, heldur einnig.í iðnaði. Þetta aukna ijárstreymi hefur orðið án nokkurrar hvatningar frá forsætisráðherra. Hins vegar hefur sú ánægjulega breyting orðið, að því er virðist, að hann hefur fengið áhuga á Suðumesjasvæðinu nú Ólafur G. Einarsson „Þingmenn kjördæmis- ins og frambjóðendur aðrir bera engan ugg í brjósti vegna framboðs Steingríms eins og rit- stjórinn segir. Við höfum hins vegar hina mestu skömm á bar- áttuaðferðum hans vegna þess að þær eru óheiðarlegar.“ síðustu mánuðina. Því ber að fagna. Þannig segir hann í viðtalinu við Tímann 30. janúar varðandi togar- ann Gaut: „Ég vildi gjaman beita mér fyrir því að togarinn verði heima.“ Þessi vilji hans dugði þó ekki til. Hverjir hafa ráðið í sjávarútvegsráðuneyti? Hveijir em það, sem mestu hafa ráðið um stefnuna í sjávarútvegs- málum síðustu árin? Ritstjórinn ætti að athuga það. Og enn til að létta honum rannsóknarstarfið skal upp- lýst að frá 1980 hafa Framsóknar- menn farið með sjávarútvegsráðu- neytið, fyrst formaður flokksins, Steingrímur Hermannsson, og svo frá 1983 varaformaður flokksins, Halldór Ásgrímsson. En það er kannski skoðun ritstjórans, að þessir menn hafi mátt sín lítils. Þeirra dugnaður og áhugi á uppbyggingar- starfinu á Suðurnesjum hafi strand- að á „liðleskjunum", sem kjömar hafa verið á þing fyrir Reykjanes- kjördæmi. Það er einnig nauðsynlegt fyrir ristjórann að rifja upp, hveijir hafa valdið því verðbólgubijálæði, sem hér ríkti frá 1971 til 1983. Eina kjörtímabilið, sem einhver árangur náðist í baráttunni við verðbólguna var 1974—1978, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn fór með stjómarforystu. Sá árangur var að vísu eyðilagður í lok þess kjörtímabils af óábyrgri verkalýðsforystu. Steingrímur hrif inn af vinstri stjórn Baráttan stendur enn við þá drauga, sem vaktir vom upp á Fram- sóknaráratugnum. En forsætisráð- herrann segir í nefndu viðtali: „Ég verð að segja, að eftir því sem ég lít betur jrfír Framsóknaráratuginn því stoltari verð ég.“ Þá veit maður það. Og spurður um líklegt stjórnar- mynstur eftir kosningar segir hann m.a.: „Mér líst að mörgu leyti vel á myndun vinstri stjómar ef hún er ábyrg í efnahagsmálum." Vinstri stjómir Framsóknarára- tugarins gera forsætisráðherrann æ stoltari eftir því sem hann hugsar meira til þess tímabils. En m.a.o. vom þær ekki allar ábyrgar í efna- hagsmálum? Það hlýtur að vera, þær vora allar undir forsæti Framsókn- ar, nema sú síðasta 1980—1983. Það sýnist því ljóst af þessu hver óska- stjóm Steingríms er eftir kosningar. Þetta er verðmæt vitneskja fyrir Suðumesjamenn og raunar alla landsmenn. Sungið fyrir fugla Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Stefán Hörður Grímsson: TENGSL. Ljóð. Mál og menning 1987. Eindagar nefnist ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson sem birtist í bók hans Hliðin á sléttunni (1970). í þessu ljóði er ort um „yfirburði" mannsins og „ríkidæmi" og er mik- illeika hans lýst með eftirfarandi hætti: „Hann er þegar orðinn skæð- asta meindýr jarðar./Vegna örrar tímgunar sinnar/er hann að eyða öllu lifandi og dauðu/á láði í lofti og legi.“ Meindýrið maður er viðfangsefni í Tengslum. í bókinni er fjallað um mengun í ýmsum myndum. Mest áberandi er efnið í fyrsta hluta bók- arinnar. Þar er að fínna ljóðið Þögnuðuholt sem verður að teljast eins konar framhald Eindaga þótt það sé ekki jafn skorinort. Eg spái þvi' að þetta ljóð verði sígilt, það hefur alla burði til þess: Þegar þú gengur núna þessar beru klappir þessar urðir og blásnu mela sérðu nögur þínar þar sem þú gengur við hljóðnaðan fuglasöng horftia stíga meðal ljósra birkistofna í liðnum ilmi skógar sem féll svo að þú fengir lifað sem af mannlegri náð ert á góðri leið með að brenna allt sem fram undan er og allar brýr að baki svo að skelfingu þinni lostin stígur engilsmynd þín upp úr lindinni og rífur ímyndun þína á hol Nú þeklqumst við bræðrungar þeysandi á læmingjum og hvorugur hefur farið úr skónum Hvasst fyrir tungl Að ganga við hljóðnaðan fugla- söng er ekki tilhlökkunarefni. Það er þess vegna sem rödd skáldsins verður átakanleg í ljóðinu Spör: „Steindepill steindepill/á þessari stundu/þolir bringa mín engan söng/nema þinn.“ „Eyðimarkafari" fær í þessu ljóði kveðju frá „kvöldroðastúlku", fugl og stúlka verða tákn þess sem við þörfnumst, lífs af holdi og blóði sem um leið er vængjaður andi. Næturbón er ákaflega ljóðræn eins og fleiri ljóð í Tengslum. Á sömu opnu og Næturbón er Nóv- embermorgunn sem byijar með hinum dæmigerða ljóðræna hætti Stefáns Harðar og þeirri mystík sem honum er svo lagið að laða fram: „Morgunn þögull sem gmnað vængjatak/yfir gmni um sokkið land“. En þögnin er skyndilega rof- in og myndinni sundrað því að utan úr logndrífunni „maður nokkur ek- ur bíl/á negldum hjólbörðum/og með fullkomnum Ijósabúnaði". Eftir að maðurinn hefur ekið „inn í eitt svartholið enn“ emm við á ný köll- uð til vitundar um „vængjatak" skáldskaparins því að: „Á minning- arhof ófleyga fuglsins/hefur fallið austurlenzk sorg“. Fuglar em jafnan nálægir í fyrsta hluta Tengsla, en bókin hefst á Ijóði um fíðrildi (Húm) og Iýkur á ljóði um fiðrildi (Húm II). Það á að minna okkur á viðkvæmni lífsins og hverfulleik. Fegursta nótt í sumri er að sönnu hverful nótt. Stefán Hörður gerir dálítið af því í Tengslum að birta sama ljóðið í fleiri en einni gerð. Þetta má til dæmis segja um upphafs- og loka- ljóðið, en einnig að fyrri hluti þess birtist fremst í bókinni, en síðari hlutinn aftast. Ljóðin Flúðin og Að farga minn- ingu í þriðja hluta bókarinnar em birt í sömu opnu og gætu verið sama ljóðið í tveimur útgáfum. Einnig er líklegt að Þá sé framhald Sunnudags, en þessi ljóð em líka í sömu opnu í þriðja hluta. Stefán Hörður fer sínar eigin leiðir við röðun ljóða og uppbyggingu bókar, en allt hefur sína merkingu hjá honum þótt hún liggi ekki alltaf í augum uppi. Fyrsti hlutinn er sem fyrr segir um mengun, annar hlut- inn með mystískum ljóðum og þriðji hlutinn með ýmsum ljóðum og fijálslegri yrkisefnum. En í þriðja hluta er líka vikið að mengun og öll em ljóðin með einhveijum hætti mystísk. Sum em margræðari en önnur. Það er líka eðli ljóða Stefáns Harðar að þau birta okkur sífellt ný og ný sannindi, fá okkur til að uppgötva eitthvað nýtt í hvert skipti sem við lesum þau. Lesendur skyldu ekki láta sér detta í hug að ljóðin í þessari bók opnist við fyrstu kynni. Það þarf að lesa þau oft til þess að njóta þeirra. I Tengslum eins og fleiri bókum sínum virðist mér Stefán Hörður vera að túlka ýmsar hugmyndir um líf og framtíð mannsins á jörðinni Stefán Hörður Grímsson um leið og hann tjáir hálfsögðum orðum mikla lífsreynslu þess sem vissulega hefur verið í háska stadd- ur. í sumum ljóðanna er þessu hvíslað að lesandanum, enda ólíkt Stefáni Herði að öskra. En það vantar síst af öllu kraft í þessi ljóð. Þau geta verið beinskeytt og mis- kunnarlaus, jafnvel nöpur eins og til dæmis Hátíðleg tugga þar sem ort er í senn um „yndi blindgötunn- ar“ og „undur blindgötunnar", lífið sjálft, og komist að þeirri niður- stöðu að líklega sé „affarasælast/að sleikja úturn". í Farvegum (1981) biður Stefán Hörður okkur um að syngja fyrir fugla í ljóði sem er hvatning til að gæta þess vel sem náttúran hefur upp á að bjóða. Nú brýnir hann akkur á ný í Tengslum, syngur fyr- ir fugla og um fugla, ekki síst þá fugla sem kvaka í bijóstum manna. Sérstaða Stefáns Harðar Gríms- sonar verður enn augljósari með Tengslum. Hann hefur náð miklum árangri í þeirri vandmeðfömu list að segja hvorki of mikið né of lítið. Vel getur verið að einhveijum þyki ljóð hans gegn mengun áróðurs- kennd og sumum þykir kannski að í þeim ljóðum sem em varla nema fáein orð sé hann að skopast að lesendum. Þá er því til að svara að vissulega er skáldinu mikið niðri fyrir og við mörg mein að glíma, en lögmál skáldskaparins jafnan höfð í heiðri. Og hvað „skopið“ varðar er blekking hins sanna skáldskapar alltaf fögur og án hennar myndi ljóðið sjálft kafna eða breytast í ritgerð. Tignarlegt málfar og vandað er meðal einkenna ljóðanna í Tengsl- um. Stefán Hörður sækir ýmislegt til ævintýra eins og þegar hann yrkir um dís sem hann biður að halda áfram í slæðunum sínum sjö. í ljóði með jafn ævintýralegu heiti og Bmnnklukkan slær styðst hann líka við foma dansa: „Blíðan lagði byrinn undan“. Stefán Hörður gæt- ir þess vel að ofbjóða ekki lesendum með tilvitnunum og of mörgum vís- unum í ævintýri og danskvæði. Ekki er heldur víst að þau ævintýri sem Stefán Hörður styðst við eða sækir orðalag til séu meðal hinna kunnustu. „Hvar sem þú ert ertu margt“ stendur í Staðleysu. Frá þessu ljóði hvarflar hugur minn á ný til Flúðar- innar: Já. Dag nokkum þegar skyldufor er lokið kemur gestur þinn aftur róandi fyrir klappamefið og leggst fast á árar. Og það faðmast skuggar við lendinguna. Skýringuna á þessu máttuga ljóði er að finna í Að farga minningu: „Sá sem kemur aftur/er aldrei sá sami/og fór.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.