Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 + Minning: Pétur Ólafsson hagfræðingur Fæddur8.ágústl912 Dáinn 17. febrúar 1987 Stór er sá hópur vina, sem nú drúpir höfði með söknuði og trega vegna fráfalls öðlingsins Péturs Ólafssonar. Pétur var höfðingi í sjón og raun og manna vinsælastur vegna hinnar prúðu og ljúfu fram- komu, sem jafnan var að mæta hjá honum. Pétur átti ekki langt að sækja höfðinglega yfirbragðið. Hann var sonur Ólafs Björnssonar, Jónssonar ritstjóra og ráðherra og Borghildar Pétursdóttur Thor- steinsspn, útgerðarmanns á Bíldu- dal. í bókinni ísafoldarfeðgar kemur fram, að Ólafur faðir Péturs hafi verið með allra vinsælustu mönnum Reykjavíkur, en Ólafur lést langt um aldur fram árið 1919, 35 ára gamall. Var útför hans ein hin fjólmennasta og veglegasta á þeim árum í Reykjavík, segir í ísa- foldarfeðgar. Pétur Ólafsson kvæntist árið 1937 yndislegri konu, Þórunni, dóttur Magnúsar og Soffíu Kjaran og eignuðust þau fimm börn, Magn- ús, Olaf, Soffíu, Pétur Björn og Borghildi. Þórunn lést 1966, aðeins 49 ára að aldri. Við Aldís áttum því láni að fagna að eiga þau Pétur og Tótu að vin- um. Betri, tryggari og elskulegri félaga verður vart á kosið. Tóma- rúmið, sem myndast við fráfall slíkra vina er vandfyllt en minning- arnar lifa í huganum. Ég sendi börnum, barnabörnum og fjölskyldu Péturs allri innilegar samúðarkveðjur. Björgvin Schram Þær eru margar endurminnin- garnar, sem koma fram í hugann þegar ég nú kveð vin minn Pétur Ólafsson í hinsta sinn. Þegar við kynntumst fyrst var hann blaða- maður við Morgunblaðið en ég var nýkominn heim frá námi og höfðum við báðir numið við sama háskóla í Þýzkalandi. Hann var eilítið eldri en ég svo við vorum aldrei saman við nám en áttum samt ýmsilegt sameiginlegt, sem tengir menn gjarnan, sem verið hafa í sama skóla. Seinni heimsstyrjöldin var að fara af stað, hægt í fyrstu en þungi atburðarásarinnar óx þegar á leið. Maður fylgdist eftir föngum með því, sem var að gerast á þeim vettvangi og þá kom fljótt í ljós, að það var ekki ónýtt að þekkja Pétur því hann vissi oftast betur en við hinir hvað var að gerast eins og góðra blaðamanna er siður. Hann fylgdist mjög vel með ekki aðeins gegnum daglegar fréttir, sem hann matreiddi í blaði sínu heldur las hann mikið um heimsvið- burðina og gat oft komið manni á óvart með yfirgripsmikilli þekkingu sinni á þeim málum. Þessi þekking- arleit fylgdi honum alla ævi, löngu eftir að blaðamennskunni lauk og var alltaf gaman og gagnlegt að ræða við Pétur um heimsmálin. En það er ekki síður skemmtilegt að minnast vináttunnar við þau hjónin Þórunni og Pétur og margra gleðifunda á heimili þeirra eða í sumarbústaðnum við Þingvalla- vatn, í Lyngholti, sem þau tóku svo miklu ástfóstri við. Það sem mér er þó ef til vill efst í huga við þessi tímamót er sam- starf okkar Péturs í stjórn félagsins Germanía um fímm ára skeið á áttunda áratugnum. Þegar mér var boðið að taka við formennsku í stjórninni var nokkurt hik á mér en það hvarf fljótt þegar mér var tjáð að Pétur væri fús að vera vara- formaður, því þá vissi ég að hverju ég gekk. Hann hafði verið lengi í stjórninni og um tíma formaður og þekkti því vel til starfsins og brátt kom í ljós, að hann kunni vel til verka. Pétur lagði sig ávalt allan fram og veitti mér alla þá aðstoð, sem hann mátti og gerði það ávalt á þann veg eins og það væri sjálf- sagt. Þetta gerði samstarfið við hann auðvitað sérstaklega ánægju- legt og árangursríkt og ýmislegt, sem unnið var á vegum félagsins á þessum árum efast ég um að kom- ist hefði svo vel í framkvæmd ef Péturs hefði ekki notið við. Fyrir þetta verð ég honum ævinlega þakklátur og fyrir starfsemi félags- ins var framlag Péturs ómetanlegt. Pétur var mikill útilífsmaður og fór víða um byggðir og óbyggðir landsins en ekkert fja.ll mun honum hafa verið kærara en Esjan og ótelj- andi voru þær ferðirnar sem hann fór upp á fjallið. Börnum Péturs qg fjölskyldum þeirra sendum við Ágústa innilegar samúðarkveðjur. Davíð Ólafsson. í dag kveðjum við Pétur Ólafs- son, hagfræðing, sem lést 17. þ.m. Hann fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1912. Foreldrar hans voru Ólafur Björnsson, ritstjóri, og kona hans, Borghildur Pétursdóttir Thorsteins- son. Bæði kunn vegna ættar og atgervis. Pétur Ólafsson lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1931 og prófi í hagfræði frá háskólanum í Kiel 1934 og eftir það var hann við fram- haldsnám í London árið 1935. Ævistarf Péturs varð fjölbreytt og mikilvægt á margan hátt, en hér verður aðeins getið þess helsta. Hann starfaði sem blaðamaður bæði samfara námi og einnig eftir að því Iauk og yar formaður Blaða- mannafélags íslands um árabil. Hann var forstjóri Sænsk-íslenska verslunarfélagsins árin 1942-1953 og síðan forstjóri ísafoldarprent- smiðju og Bókaverslunar ísafoldar- prentsmiðju 1955-1969 og átti einnig sæti í stjórn prentsmiðjunnar frá 1935 til 1969. Hann tók einnig þátt í fleiri sam- tökum og sérstökum ritstörfum. Pétur Olafsson var einn af stofn- endum Lionsklúbbs Reykjavíkur 14. ágúst 1951, fyrsta Lionsklúbbsins á íslandi og starfaði í honum óslitið til æviloka. Hann var kjörinn heið- ursfélagi klúbbsins og ævifélagi í Alþjóðasambandi Lionsfélaga. Auk starfsins í klúbbnum vann hann mjög mikið fyrir íslenska Lionsum- dæmið, sem ritstjóri tímarits umdæmisins, Lionsfrétta, um 20 ára skeið og ritaði og annaðist að öðru leyti útgáfu ritsins. Kom þar vel fram ritsnilli hans og félags- þroski. Var þetta ómetanlegt starf, sem Lionsfélagar þakka að verð- leikum. Pétur Ólafsson kvæntist 16. jan- úar 1937 Þórunni Magnúsdóttur Kjaran, en hún lést 12. maí 1966. Þau eignuðust 5 mannvænleg börn, 2 dætur og 3 syni, sem öll lifa og sakna nú föður síns. Að leiðarlokum kveðjum við Lionsfélagar Pétur Ólafsson með virðingu og þakklæti. Sjálfur þakka ég honum samstarfið, vináttu hans og hjálpsemi og óska honum heillar heimkomu. . Einvarður Hallvarðsson Það er erfítt að sjá á eftir vinum sínum héðan úr þessari jarðvist. Það tómarúm, sem skapast, verður ekki fyllt. Hetjulegri baráttu Péturs Ólafs- sonar, tengdafóður míns, lauk aðfaranótt þriðjudagsins 17. febrú- ar síðastliðins, eftir rúmlega sex vikna stríð, þar af þrjá stóra upp- skurði í fyrstu vikunni. Þessar sex vikur hafa verið þungbærar fyrir okkur í fjölskyldunni, en öll él stytt- ir upp um síðir. Ég veit að innst inni hefði hann kosið að kveðja jarðlífið í leikfim- inni sinni, meðal „vaskra öldunga", eða í „laugunum", en enginn má sköpum renna. Þær eru margar og ljúfar minn- ingarnar, sem á hugann sækja nú þegar kveðjustundin er runnin upp, en ekki ástæða til að tíunda það allt hér. Ég vil aðeins þakka fyrir að hafa eignast slíkan vin sem Pét- ur var. Ég veit að „nafni" tekur vel á móti og samfundir við ástvini verða góðir. Guð blessi minningu míns kæra vinar. Gunnar Orn Gunnarsson Hann var náinn æskuvinur minn og félagi. Þau tengsl héldum við alla tíð. Samfundum fækkaði nokk- uð á síðari árum eins og verða vill í önnum líðandi stundar, þegar lífíð hefur sett mönnum verkefni á ólík- um sviðum, sem uppfylla verður af bestu getu í kappi við tímann. En það vill oft verða til þess að forn og traust vinátta verður ekki rækt sem skyldi. Við vinirnir vorum þó aldrei langt hvor frá öðrum. Fyrst á æskuárum nágrannar og leik- bræður í Þingholtunum, og að loknu stúdentsprófi 1931 atvikaðist það þannig, að við héldum saman til náms í Þýskalandi, hann í hagfræði- nám í Kiel en ég í húsagerðarlist til Darmstadt. Að námi loknu, og þegar við báðir höfðum fengið starf við okkar hæfi, og stofnað heimili, tókust upp að nýju vináttutengsl unglingsár- anna og nú einnig milli fjölskyldna okkar í æ ríkari mæli, og samgang- ur varð mikill milli heimila og er góðs að minnast frá þeirri tíð. Kona Péturs var Þórunn Magn- úsdóttir Kjaran, en hún lézt árið 1966, hin mikilhæfasta kona og var ættingjum og vinum mikill harm- dauði. Pétri vini mínum var margt til lista lagt, og bar hann svipmót og mörg einkenni merkra foreldra og ættar. Móðirin var Borghildur Pét- ursdóttir Thorsteinsson og faðirinn var Ólafur Björnsson ritstjóri. Tveir sterkir stofnar og þjóðkunnir. Pétur Ólafsson var glæsimenni í allri framgöngu og góðum gáfum gæddur. Að loknu háskólanámi fet- aði hann í fótspor föður síns og gerðist blaðamaður, en síðar sneri hann sér jafnframt að ýmsum við- skiptamálum, varð m.a. forstjóri sænsk-íslenska verslunarfélagsins, og veitti forstöðu ættarfyrirtækinu, ísafoldarprentsmiðju hf., ásamt rit- fanga- og bókaverzlun þess og var einn stofnenda Bókfellsútgáfunnar. Félagsmál ýms lét Pétur sig mjög skipta. Má þar einkum nefna Li- ons-hreyfínguna á íslandi og þýsk-íslenska menningarfélagið Germaníu. Samferðamenn Péturs Ólafsson- ar sakna vinar í stað við fráfall hans. Þeir munu ætíð minnast hreinlynds drengskaparmanns og hugljúfrar framkomu. Við hjónin og fjölskylda okkar vottum börnum Péturs og öðrum ástvinum innilega samúð á kveðjustundu, í þeirri full- vissu að minningin um góðan dreng og gegnan mun lifa. Hörður Bjarnason Á haustdögum 1931 bættust tveir nýir félagar í hóp íslensku „nýlendunnar" í Kiel á Norður- Þýzkalandi. Þetta voru ungir og lífsglaðir menn, frændur og í raun fóstbræður, því svo samrýndir og samhentir voru þeir til allra góðra verka, að þegar á þá var minnst var jafnan talað um „Pétrana" og skipti þá oft ekki máli við hvorn var átt. Báðir nutu þeir mikilla vin- sælda í nýlendunni. Fullu nafni hétu þeir Pétur Ólafsson og Pétur 0. Johnson. Þeir hugðu báðir á hagfræðinám og innrituðust í hag- fræði- og lagadeild Christian Albrechts-háskólans í Kiel. Luku þeir þar síðar báðir prófí 1934, en höfðu þá einnig numið um skeið við tvo aðra háskóla, eins og oft er siður að gera þar í landi. í því sem hér fer á eftir mun ég minnast annars þessara aðila, vinar míns, Péturs Ólafssonar, en hann er í dag kvaddur hinstu kveðju. Hann andaðist í Borgarspítalanum 16. þessa mánaðar. Oft er það svo, að það vefst fyr- ir mönnum sem hyggja á háskóla- nám að ákveða, hvaða fræðigrein þeim henti best — eru óráðnir hvað velja skuli. Hjá Pétri var þessu ólíkt farið. Hann virtist vita mæta vel að hverju hann vildi stefna. Hann vildi verða blaðamaður, góður blaðamaður — ritstjóri. Svo höfðu verið faðir hans og afí. Pétur taldi hagfræðinámið kjörinn áfanga að þessu marki. Hann var sannfærður um að sú fræðigrein spannaði það vítt svið og treysti þann grundvöll, sem ör- ugglega nýttist í því starfi, sem hann vildi keppa að. Þegar í Kiel kom þessi ásetningur hans í ljós. Þannig kunni hann fljótt góð skil á þýzkum blaðakosti og hvaða hags- munahópar að honum stæðu. Hann var betur að sér í þessum efnum en flestir okkar hinna, enda nýtti hann sér af kappi þau tækifæri sem fyrir hendi voru í glæsilegum húsa- kynnum hagfræðideildar háskólans, en þar voru fyrir hendi gnægð inn- lendra og erlendra blaða og bóka. Að loknu prófi í Kiel og fram- haldsnámi um skeið í London School of Economics, hélt Pétur heim og gerðist blaðamaður á Morgunblað- inu, en þar hafði hann áður starfað um tíma samtímis menntaskóla- náminu. Það má segja að hér hefjist það starf hans, sem ég hygg að fært hafí honum meiri ánægju en önnur störf sem hann síðar leysti af hendi. Þetta tímabil stóð í sjö ár eða til 1942. Á blaðinu féll það í hans hlut að sjá um erlendar fréttir öðru fremur. Mátti segja, að þetta væri kjörverkefni fyrir hann sökum fyrri starfsferils. Hér kom einnig annað til. Um þetta leyti ruddi sér til rúms nokkur útlitsbreyting í íslensku blöðunum samfara breyttu frétta- mati. í starfi sínu var Pétur mjög fylgjandi þessari þróun og studdi hana heilshugar. Á þessum tíma þekkti ég vel til á Morgunblaðinu, enda nálega dag- lega gestur þar. Mér varþað ljóst, að Pétur undi þar vel hag sínum. Þar var líf og fjör, andrúmsloft blaðamennskunnar, eins og Pétur hafði óskað sér. En á þessu var líka önnur hlið. Vinnan var þar mikil, næstum úr hófí, eins og starfsháttum var þá skipað á blaðinu. Mátti jafnvel tala um samfelldar dag-, kvöld- og næt- urvaktir. Við þetta bættist einnig að Pétur lét sig félagsmál blaða- manna miklu skipta. Þannig var hann formaður Blaðamannafélags íslands 1938 til 1942. Stóð starf- semi félagsins þá með miklum blóma og hafði það forgöngu um ýmis nýmæli. Meðal atburða sem þá áttu sér stað og má telja til sögu- legra tíðinda, var heimsókn danskra blaðamanna og ritstjóra til íslands á vegum BÍ 1939. Var þessi heim- sókn tímabær og hafði tvímælalaust góð áhrif í þá átt að sannfæra dönsku blaðamennina um einhug íslendinga í sjálfstæðismálinu og um afstöðu þeirra til fyrirhugaðra sambandsslita 1943. Vildu sumir líta á þetta sem mótspil við heim- sókn danska forsætisráðherrans, Staunings, um þetta leyti. Auk þessa hafði heimsóknin góð áhrif í þá átt að auka samband íslenskra blaðamanna við danska starfs- bræður þeirra. Það var mál manna, að Pétur átti góðan þátt í því að vel tókst til um þetta framtak BÍ. Á árinu 1942 urðu um sinn þátta- skil í starfsferli Péturs. Hann hætti störfum hjá Morgunblaðinu og gerðist forstjóri Sænsk-íslenska verslunarfélagsins, en það hafði umboð fyrir ýmsar sænskar vörur. Á vegum þessa fyrirtækis var einn- ig starfrækt trésmiðja. Enn varð breyting á högum Pét- urs. 1955 tók hann við forstjóra- starfi ísafoldarprentsmiðju hf, einnig Bóka- og ritfangaverslun ísafoldar. Gegndi hann þessum störfum óslitið til 1969. Við þetta fyrirtæki tengist fyrr og síðar merk útgáfustarfsemi og var svo einnig í forstjóratíð Péturs. Á þessum árum kom hann líka við sögu Bók- fellsútgáfunnar hf. Var þar einn af stofnendum og í stjórn frá upp- hafí. Einnig þar var um merka útgáfustarfsemi að ræða. Birgir Kjaran, mágur hans, veitti því fyrir- tæki forstöðu. Áður er þess getið að Pétur lét sig jafnan félagsmál miklu skipta, enda mjög félagslyndur og hafði óvenjuheillandi framkomu í sam- skiptum við samferðamenn sína — einn af hans góðu kostum sem blaðamanns. I þessu sambandi má geta þess, að hann var einn af stofn- endum Lionshreyfíngarinnar á íslandi og þar kjörinn ævi- og heið- ursfélagi. Einnig lét hann sér mjög annt um Germaníu, félag til styrkt- ar samskiptum við Þýzkaland. Hér verður ekki rakin ætt Péturs að ráði. Hann fæddist 8. ágúst 1912 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Borghildur Pétursdóttir, J. Thorsteinson útgerðarmanns og kaupmanns á Bíldudal, en faðir hans var Ólafur ritstjóri Björnsson, Jónssonar ritstjóra og ráðherra. Pétur gerði sér jafnan grein fyrir því að hann átti til góðra að tetja, án þess að hann héldi því á lofti umfram hæfí. Árið 1937 kvæntist Pétur unn- ustu sinni, Þórunni Magnúsdóttur Kjaran. Þórunn var falleg ung kona og sómdu þau hjón sér hið besta, enda eftir þeim tekið á mannamót- um fyrir fágaða og frjálsmannslega framkomu. Hjónaband þeirra var farsælt og stóð í tæp 30 ár, en þá barði sorgin óvænt að dyrum og Þórunn andaðist um aldur fram 12. maí 1966 af völdum erfíðs sjúk- dóms. Þeim Pétri varð fímm barna auð- ið en þau eru Magnús verslunar- maður, Ólafur hagfræðingur, Soffía veitingastjóri, Pétur Björn við- skiptafræðingur og Borghildur, sem er yngst. Eg vil ljúka þessum kveðjuorðum með því að votta börnum Péturs, fjölskyldu hans og ættingjum sam- úð okkar Lottí. Hann var okkur góður og kær samferðamaður. Oddur Guðjóhsson Skemmtilegur samferðamaður og góður drengur er látinn. Þó að við Pétur værum náskyld- ir, eða það sem kallað er „af öðrum og þriðja", lágu leiðir okkar ekki saman fyrr en á vordögum 1982. Sá fundur verður mér alltaf minnis- stæður. Þá höfðu mál skipast þannig, að ég var byrjaður að skjóta mig í Bobbu dóttur hans. Svo sem gjarnan er með unga menn, þegar þeir eiga að hitta foreldra elskunn- ar sinnar í fyrsta skipti, þá fann ég til taugaóstyrks. Þetta fann Pét- ur strax þegar við hittumst, enda hafði hann til að bera einstaka hæfileika til að skynja tilfinningar annarra.. Taugaóstyrkurinn hvarf fljótt, því hann tók mér svo vel, með léttleika og hlýju, að seint gleymist. Upp frá þessari stundu tókst með okkur góð vinátta, sem aldrei féll skuggi á. Pétur var ein- stakur faðir, tengdafaðir og afi, vinur vina sinna og traustur í raun. Minningin um góðan vinskap mun lifa í huga okkar. Spor Péturs lágu víða og alls staðar fylgdi honum spaugsemi og léttleiki. Var honum einkar lagið að sjá hinar skoplegu hliðar tilver- unnar. Sérstaklega var gaman að fylgja honum á gleðistundum. Síð- ustu árin átti hann þær flestar í hópi „vaskra öldunga", en svo var leikfimihópurinn hans kallaður. Er það hópur síkátra „öldunga" á öll- um aldri, sem iðkar leikfími undir ~l—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.