Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 17
i riT ii nrrf^r MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24.' ^R_7_R 1987 ar 17 stjórn Valdimars Örnólfssonar leik- fimikennara. Fyrir tilstilli Péturs fékk ég inngöngu í þennan félags- skap og hafði mikið gaman af. Var Pétur „foringi" hópsins. Ekki þó í þeim skilningi, að hann stjórnaði honum með ægivaldi, heldur miklu fremur, að hann væri fremstur í samfelldu glensi og gamni, hvort heldur verið var í leikfimi eða í einni af fjölmörgum skemmtiferðum hópsins. Nú þegar við kveðjum góðan dreng minnumst við þessara ánægjustunda með miklu þakklæti. Þær hafa gert líf okkar sem þekkt- um hann miklu auðugra. Blessuð sé minning hans. Ólafur H. Johnson Pétur Ólafsson, blaðamaður, er látinn, eða Pétur í ísafold eins og við blaðamenn á Morgunblaðinu vorum vanir að kalla hann. Ég kynntist Pétri fyrstárið 1947 þegar ég var sendur inn að Rauðará til þess að mynda forstjóra nýs fyrir- tækis, en forstjórinn reyndist vera Pétur. Ég þekkti þá lítið til Péturs enda ættfræði ekki sterkasta hlið 21 árs unglings. Þessi ferð reyndist þó ein sú ábatasamasta fyrir mig, óharnaðan unglinginn í hinum harða heimi blaðamannsins, því kynni mín af Pétri hafa frá því verið mér afar kær og lærdómsrík. Pétur stundaði blaðamennsku á Morgunblaðinu ásamt námi við Háskólann og eftir að því lauk réðst hann sem fastur starfsmaður við Morgunblaðið árið 1935 og starfaði þar til 1942. Pétur snéri aftur til Morgunblaðsins 1953, enda hefur það reynst mörgum erfitt að slíta sig frá blaðamennskunni og því ekki einsdæmi með Pétur. Hann starfaði í þetta sinn í tvö ár á Morg- unblaðinu. Það var þröngt um blaðamenn Morgunblaðsins á þess- um tíma, þar sem blaðið var til húsa í gamla ísafoldarhúsinu við Austurstræti (þótt hópurinn væri ekki stór). Risið í ísafoldarhúsinu var kallað Langaloft og þangað fór Pétur með ritvél sína og notaði gamla skrifborðið hans Jóns Kjart- anssonar sem þar stóð. Þessi tvö ár sem Pétur var á Morgunblaðinu kynntist ég honum náið. Hann var á besta aldri og fyrir ungan mann sem var að hefja sinn starfsferil var dýrmætt að kynnast fullþroska manni sem var það gefið að kunna að umgangast náungann án þess að tala niður til hans, en það er ekki öllum gefið, enda er það svo að minningar mínar frá þessum árum eru bundnar Langalofti, því þegar færi gafst þá var skotist upp í ris og aldrei fór það svo að maður færi ekki fróðari af fundi Péturs. Árið 1984 skrifað Pétur nokkrar greinar í Lesbók Morgunblaðsins sem hann kallaði minningar frá Morgunblaðsárum. Mér var falið það ánægjulega starf að aðstoða Pétur við leit að myndum í þennan greinaflokk. Þekking Péturs á stríðsárunum var að vonum mikil enda kominn á stjá strax og bresku herskipin komu fyrir Gróttu her- námsdaginn aðfaranótt 10. maí 1940. Þessa sögulegu nótt var Morgunblaðið í prentun, en prentun var stöðvuð og aðalfrétt breytt og tókst að koma nýjustu frétt um hernámið í hluta af upplaginu. Pét- ur bað um ljósrit af þessari sögu- frægu síðu, þegar hann var að skrifa endurminningar sínar, en hún fannst ekki í innbundnu eintaki Morgunblaðsins frá þessum tíma. Þeir sem þóttust muna sögðu hernámið hafa verið svo seint um nóttina að ógerningur væri að það hefðu birst fréttir af því í Morgun- blaðinu. En Pétur þóttist vita betur enda kom hann tveimur dögum síðar með ljósrit af síðunni með fréttinni eins og hann hafði gengið frá henni þessa sögufrægu nótt. Hann hafði fengið hana hjá vini sínum sem átti hana í safni sínu. Þessi greinaflokkur Péturs Ólafs- sonar í Lesbók Morgunblaðsins var merkt innlegg um þetta tímabil íslenskrar sögu. Pétur var formaður Blaðamanna- félags ís'.ands á árunum 1938 til 1942. Mikil gróska var í Blaða- mannafélaginu þann tíma sem hann var formaður, má þar nefna kvöld- vökur á Hótel Borg, síðdegis- skemmtanir í kvikmyndahúsum til ágóða fyrir Vetrarhjálpina og efnt var til víðfrægs pressuballs, sem var óþekkt fyrirbæri hér á landi. En eitt markverðasta átakið var heimboð danskra blaðamanna árið 1939 sem átti að verða upphaf þess að bjóða heim blaðamönnum annars staðar að úr heiminum, en að sjálf- sögðu sá stríðið fyrir því að svo gat ekki orðið. Danir þáðu þetta boð og létu sér ekki nægja að þiggja það með virktum heldur sendu þeir til íslands í ágúst 1939 aðalritstjóra allra helstu dagblaðanna í Kaup- mannahöfn og einnig stærstu blaðanna úti á landsbyggðinni. Þessir gestir ferðuðust vítt og breytt um landið með heimamönn- um, sátu veislur á Akureyri og Siglufirði, fóru jafnvel á síldarball og dönsuðu polka við söltunarpíur, lærðu af Guðbrandi forstjóra ÁTVR, sem var fulltrúi Tímans, að drekka Angelica-brennivín í mjólk (afbragðs hugmynd var haft eftir ritstjóra Kristilega dagblaðsms) og lýstu því yfir í leiðarlok að Islend- ingar hefðu fram til þessa átt einn sendiherra í Kaupmannahöfn en ættu upp frá þessu tíu. Pétur Ólafs- son stóð þarna fyrir frábærri landkynningu sem fékk heldur dap- urlegan enda því þegar þessari ferð ritstjóranna dönsku lauk var enginn í vafa um að seinni heimsstyrjöld væri óumflýjanleg, þannig að lítið var skrifáð um þessa dýrðardaga sem þeir dönsku áttu hérna heima á íslandi fyrir tilstilli Péturs Ólafs- sonar. Það er orðinn langur tími síðan Pétur Ólafsson hætti blaða- mennsku, en sambandið við hann rofhaði aídrei. Hvort fundum okkur bar saman í Austurstræti hann selj- andi rauðu Lions-fjöðrina eða í skyndiheimsókn á Morgunblaðið, alltaf var hann jafn hress. Hann skilur eftir sig góðar minningar. Það var lærdómsríkt að vera sam- ferðamaður Péturs og þar með eignast hlutdeild í minningum um löngu liðna tíð blaðamanns sem starfaði á sínum manndómsárum hér í borg á þeim árum sem reynd- ust hin mestu umbrotaár í sögu þjóðarinnar. Þótt vinna blaðamanna virðist vera fyrir daginn í dag, gleymist og endi á blöðum gamals dagblaðs er vinna hans saga þjóðar og þjóða og mun geymast sem besta og oft eina samtímaheimild sem völ er á. Ég þakka samfylgdina og bið Guðs blessunar góðum dreng. Ól.K.M. Dagurinn birtist okkur ekki í heild sinni fyrr en hann er liðinn, og dagarnir taka við einn af öðrum og ár okkar hverfa í haf tímans. En það sem skiptir okkur mestu á lífsleiðinni eru samferðamennirnir og hæfileiki okkar til að greina og tileinka okkur það sem mestu máli skiptir í fari þeirra. Því lengur sem við lifum þeim mun fleiri vinum og samferðamönn- um verðum við að sjá á bak. En minningar samverustunda liðinna ára ylja okkur en blandast jafh- framt trega vegna þess sem var en kemur aldrei aftur. Og nú hefur einn okkar beztu félaga ýtt úr vör í hinzta sinn, Pét- ur Olafsson, hagfræðingur, „Pétur í fsafold", sem flestir Reykvíkingar þekktu, að minnsta kosti áður fyrr á árunum. Hann vakti athygli hvar sem hann fór, fríðleikinn, reisnin, höfðingsbragurinn og viðmótið allt gerði það að verkum, að fólk sá hann einan þótt í hóp væri. Plesta morgna liðinna ára, eða allt frá því hinar nýju Sundlaugar Reykjavíkur voru opnaðar í fyrsta sinn, hefur Pétur staðið þar við dyr í bítið (asamt okkur hinum) og beð- ið þess að lokið yrði upp. Bros hans og tilsvör léttu oft alvörusvipnum af viðstöddum og voru þeim gott upphaf þess dags sem í hönd fór. Þegar inn var komið mátti heyra hvellar raddir þeirra vinanna, Pét- urs og Þorvaldar Guðmundssonar forstjóra, er þeir kölluðust á, og aðrir gestir litu upp og brostu í Sltrifstofu/Iðnaðarhúsnæði 1 __ _f m M M W W H II H H II H H íl !•! ,-, n !| K H II H H II n K J| | H ¦ T 'HTTTTI'r " . 1 \H'"r'\ ! l fHI : H II r 1 ! \ ¦; -:;.h . ¦ íij. l ¦ ¦ ¦ : ¦ - ¦ -r- i ¦ ¦ í k' , r,,,- :>.:. ;.;.;.;. ML/ ; . ; . g.: ; i--------------------------------—--------------------- ---- -i 1 Til leigu 2. og 3. hæð í nýbyggðu húsi við Bíldshöfða. 2. hæðin er 663 fm og sú þriðja 577 fm. Leigist í einu lagi eða minni einingunt. Upplýsingar í síma 38840, á kvöldin í síma 74712. Sjá bls. 46. skritstoiuprybi Nú hefur aldeilis hlaupið á snœriö hjá skrifstofufólki. Þreytan er horíin og bakverkurinn líka - þökk sé nýja Dauphin skrifborðsstólnum. Þeir sem setjast í stól frá Dauphin kynnast ótrúlegri hönnun. Stólbakið heldur hryggsúlunni í réttrí stöðu, líkaminn verður afslappaður og vinnan verður auðveldari í stól frá Dauphin. ÍSkrifbæ eru Dauphin skrifborðsstólarnirífjöl- breyttu úrvali, litafjöldinn er mikill og verðið er frá kr. 7.570rstgr. Dauphin - stílhreinir stólar, sannkölluð skrifstofuprýði. DCIUpHIN SKRIFBÆR HVERFISGOTU103 SIMI 25999 ijd_í_i_£>._ ítí_Ífc_Æ^Æ4__.__:- ^A*i_-_i_'_:-. ¦ ._*_*i-__*»___ív.c4!l_^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.