Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 19

Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 19 Stiórnun á hval- og selveiðum eftir Önund * Asgeirsson Selveiðar Hrikalegar lýsingar berast nú daglega í Qölmiðlum um ágang sela við Norður-Noreg, þegar soltin dýr bijótast fram og ráðast að helstu fiskislóðum Norðmanna. Norskir fiskimenn koma ekki niður netum sínum, því þau fyllast af sel. Talið er að liggi við landauðn í Norður- Noregi vegna þessarar plágu. Þetta mál er okkur ekki óviðkom- andi. Þetta er bein afleiðing þeirrar stefnu, sem náttúruvemdarfólk hef- ir komið á með andmælum sínum og áróðri gegn eðlilegri nýtingu sels í norðurhöfum. Ástandið í Ný- fundnalandi er víst síst betra. Hér við land er staðan enn ekki eins slæm, en enginn veit, hvenær sela- vöður þessar berast hingað, en þá mun stefna hér í mikið óefni. Talið er að selur éti árlega hér við land um 2 milljónir tonna af físki, og hvalur annað eins. Til sam- anburðar er, að við veiðum um eina og hálfa milljón tonna af allskonar físki á bestu veiðiárum. Það er því kominn tími til að spurt sé: Höfum við efni á að láta þessa hluti af- skiptalausa? Eigum við nokkur úrræði til að mæta þessum voða og leysa vandann? Lausnin hlýtur að liggja í betri stjómun og við getum augljósiega ekki lengur flot- ið sofandi að feigðarósi í þessum málum. Hvalveiðar Mikil opinber umræða ver hér á sl. hausti um hvalveiðar. Niðurstaða hennar er sú, að íslendingar hafa misstigið sig í málinu, þegar þeir samþykktu svonefnt tilraunabann við hvalveiðum, fram til 1990. Nokkur úrlausn hefir fengist í því máli, aðallega fyrir tilstuðlan Bandaríkjastjómar, sem greiddi úr málinu að verulegu leyti. Staðreynd þessa máls er sú, að við höfum í um 40 ár veitt um 350 hvali ár- lega, án þess að gengið hafi verið á stofnana, og hefir þannig haldist eðlilegt jafnvægi í hvalastofnunum. Nú hefir veiði þessi verið skorin niður í 120 hvali á ári, og mun því hvalastofninn fara ört vaxandi á næstu ámm, vegna ónógrar grisj- unar hans. Hér verður því til að koma betri stjómun, og menn verða að hyggja betur til framtíðar. Til hvaða ráða skal grípa þegar til- raunabanninu lýkur? Pólverndarsvæði eða pólsvæðisvernd Grænfriðungar og svonefndir náttúmvemdarmenn hafa fengið að leika lausum hala með áróður sinn fram að þessu. Augljóst ætti þó að vera, að besta náttúmvemdin er að halda uppi jaftivægi í náttúr- unni, en ekki fara að þeirra ráðum, og láta allt þróast stjómlaust. Það er ekki selnum í hag, að fjölgunin sé slík, að hann hafí ekki í sig, og sé að því kominn að farast úr hungri, og vöðumar verði að leita í langferðir til fanga. Ég tel því að eðlilegt sé að stofn- að sé til mótvægis móti áróðri gæmfriðunga með því að stofna til samtaka landanna, sem umlykja norðurpólinn, í því skyni að skipu- leggja eðlilega nýtingu bæði dýra- og fiskistofna á þessum slóðum. Islendingar eiga hér að vera í farar- broddi. Þeir eiga allt sitt undir því, að gott skipulag sé á þessum mál- um. Jákvætt framlag til þessara mála gæti því verið, að Hafrann- sóknarstofnun eða utanríkisráðu- neytið í samráði við Hafrannsóknar- Önundur Ásgeirsson „Ég- tel því að eðlilegt sé að stofnað sé til mót- vægis móti áróðri grænfriðung-a með því að stofna til samtaka landanna, sem umlykja norðurpólinn, í því skyni að skipuleggja eðlilega nýtingu bæði dýra- og fiskistofna á þessum slóðum.“ stofnun boðaði til ráðstefnu um þessi mál í þvi skyni að stofna til samtaka þessara aðila, sem hefði með höndum framtíðarstjóm allra veiða á noðurpólssvæðinu öllu. Þátttakendur slíkrar ráðstefnu, og þeir, sem til hennar yrðu boðaðir, væru væntanlega: Grænlendingar, Islendingar, Færeyingar, Norð- menn, Sovétríkin, Alaska og Kanada, þar með talið Nýfundna- land, sem eflaust ætti að eiga sérstaka aðild, vegna sérstöðu þess lands. Samstaða þessara ríkja myndi vera miklu áhrifameiri en þegar einstök lönd eru að setja fram sér- sjónarmið sín. Það getur verið nokkuð erfitt að fínna þessari stofn- un hentugt og lýsandi nafn á íslensku, en enska heitið gæti t.d. verið Polar Ecology Alliance, sjálf- sagt skammstafað PEA, eins og nú er háttur. Það myndi eflaust ekki taka utanríkisráðuneytið nema skamman tíma að ganga úr skugga um vilja þessara þjóða til þátttöku í ráðstefnunni, og þá væri bara að hefjast handa. Hafrannsókna- stofnunin stjórni Pólsvæðisvemdinni þyrfti að vera stjómað af yfírvegaðri skynsemi. Þess vegna væri eðlilegt, að Hafrannsóknastofnun hefði þar æðstu stjóm af íslands hálfu, og fulltrúar íslands væm aðeins frá þeirri stofnun, enda hefir hún alla stjóm á öðram veiðiskap hérlendis, að sjálfsögðu undir sjávarútvegs- ráðherra. Það myndi strax og fyrirsjáanlega spilla málinu að taka aðra aðila inn í það. Hér dugir ekki nein hálfvelgja, eða að menn hugsi um þessi mál með hjartanu, eins og oft vill verða, þegar um dýr er að ræða. Ég óska svo Pólvemdarstofnun- inni góðs gengis, og legg málið í dóm viðkomandi aðila. Höfundur er viðskiptafræðingur. SIEMENS Siwamat580þvotta- vélin frá Siemens fyrirvandláttfólk • Frjálsthitaval. • Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott, líka ull. Mesti vindu- hraði: 1100 sn./mín. •Sparnaðarkerfi þegar þvegið eríhálffylltrivél. •Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annað sem lítið er búið að nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. • Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til að setja ofan á vélina. •Allar leiðbeiningará íslensku. Hjá SIEMENS eru gæði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. Við bjóðum þeim fjölda einstaklinga sem leggja reglulega inn fé, nýjan tékkareikning sem sameinar kosti veltureiknings og sparireiknings. Launareikningur er með 4% lágmarksvöxtum, en fari innstæðan yfir 12.000 krónur, reiknast 10% vextir af því sem umfram er. Dagvextir. í stað þess að reikna vexti af lægstu innstæðu á 10 daga tímabili, eru reiknaðir vextir af innstæðunni eins og hún er á hverjum degi. Handhafar tékkareiknings geta breytt honum í Launareikning án þess að skipta um reikningsnúmer. Umsóknareyðublöð liggja frammi á öllum afgreiðslustöðum bankans. ÍSUNDS INNLÁNSVIf>SKIPTI - LKIÐ III. LÁNSVIOSKIPl'A vis imuassa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.