Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 Kristín Ómarsdóttir, leikritahöfundur: Stundum verður maðuraðbíta KRISTÍN Omarsdóttir hlaut 1. verðlaun fyrir verk sitt „Draumar á hvolfi," í leikrita- samkeppni Þjóðleikhússins í tilefni af lokum kvennaáratug- ar, árið 1985. í leikritinu eigast við þrir einstaklingar, elskend- urnir Matthildur og Árni, og piltur sem kemur inn í líf þeirra árla dags. Leikurinn fjallar um ást þeirra og kulda, en einkum það sem er sagt og það sem ekki er hægt að segja. Með hlut- verkin þrjú fara þau Ragn- heiður Steindórsdóttir, sem leikur Matthildi, Arnór Benón- ýsson, sem leikur Arna og Ellert Ingimundarson sem leik- ur piltinn. I tilefni af frumsýn- ingunni, átti ég spjall við Kristinu um verkið. í þessu leikriti er par, eða hjón, sem hafa verið lengi saman og sambandið er ákaflega sterkt. Þó virðist það ekki vera, eins og þau kannski væntu í upphafí. Telur þú að ástin snúist upp í andhverfu sína með tíð og tíma í löngum samböndum? „Já, í mörgum tilfellum, því við fáum ekki ráðið við allt, reyndar ansi fátt og því síður ef maður væntir alls og vil! allt. Þá er erfítt annað en að verða fyrir vonbrigð- um. Og vonbrigði og tilfinninga- legir ósigrar veðra mann. Sumir fá eftirsjá og biturleika og hætta að búast við eins miklu. Aðrir, kannski, sætta sig aldrei við það að ástin skuli vera svona illvinnan- leg og lft.il. Vonbrigði geta verið slæm og tími þeirra langur. Allt eftir því hvað gerist og hver á í hlut." Þetta par í verkinu, virðist þjást mikið. Telur þú að manneskjan verði háð þjáningunni? „Já, alveg örugglega. Hún verð- ur einhvers konar vani. Svo hugsa ég nú líka að fólk verði háð þján- ingu hvors annars. Ástfangið fólk þjáist óskap.lega samfara yndis- legu tilfínningunum. Það getur vel verið að ástar—þjáningar sam- hverfa þessa heims sé byggð á misskilningi. Samt gerir hún lífið á einhvern hátt merkilegra, því það er oft eins og maður þurfi að þjást til að fá snert lífið. Astin er nú eins og Guð, ósnertanleg í eðli sínu og við gerum margt og göngum langt til að reyna, á ein- hvern hátt, að koma við hana. Fá staðfestingu á henni. Beinasta leiðin þangað liggur um þjáningar- veginn. Þarna eru líka efinn og tor- tryggnin og vantraustið að verki. Eins trúgjörn og við erum í eðli okkar, annars væru ekki sögur, bíómyndir og krikjur, þá hendir það í ástinni að við eigum erfitt með að trúa. Svo hendir það líka, að það getur verið hálf fúlt að trúa en vita betur, nema kannski stundum, svona í smá augnablik- um. Fyrir utan það að fullvissan er ekki til. Annars er erfitt að vita hvað er samhverft og hvað er andhverft ástinm'. Og hvað við gerum eigin- Kristín Ómarsdóttir, leikritahöfundur Arnór Benónýsson í hlutverki Arna og Ragnheiður Steindórsdóttir sem Matthildur í „Ðraumar á hvolfi" Arnór Benónýsson, Árni, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Matthild- ur, ásamt Ellert A Ingimundar- syni sem leikur pilt lega og gerum ekki hvort öðru. Hvort ástin geti stjórnað okkur, eða hvort við búum þetta allt til úr sköpunarmætti okkar. Ástar- saga hverrar manneskju er lítil sköpunarsaga. En ástin vírkar oft eins og eitthvað yhfirnáttúrulegt, eða örlög og hellist yfir okkur og við segjtim, „við áttum að hittast." En ég held að náttúran inni í okkur sé heljarinnar stór og oft svo stór að við ráðum ekki við hana. Stundum er ekki hægt ann- að en bíta. Þó það væri kannski kristilegra að brosa. En bros eru ekkert endilega spennandi, nema þegar á undan fer langur aðdrag- andi. Það erfiðasta í ástinni er vafa- laust að tala. Segja það sem mann langar til að segja. Reyndin verður nú oft sú að maður segir eitthvað allt annað. Oft verður það fallega sem mann langar ofboðslega mik- ið að segja, að einhverju ljótu, alveg óvart. Maður særir oft án þess að ætla sér nokkuð annað en ást. Við virðumst öll vera dálítið seinheppin og klaufaleg í okkar tilfinningalega striti. Og klaufa- skapur okkar getur búið til unaðslegar stundir og aðrar af verri sortinni. Tvö verðlaunaverk í Þjóðleikhúsinu: Forréttíndi að fá aðsviðsetja ný verk - segir Helga Bachmann, leikstjóri BAUSTIÐ 1985 efndi Þjóðleik- húsið til leikritasamkeppni f tilefni af lokum kvennaáratug- ar. Óskað var eftir einþáttung- um eftir konur og bárust þó nokkuð margir þættir. Þrjú verðlaun voru veitt í þessari samkeppni og hlaut Kristfn Ómarsdóttir 1. verðlaun, en Kristín Bjarnadóttir og EUsabet Jökulsdóttir skiptu með sér 2. og 3. verðlaunum. Næstkomandi þriðjudag verða tveir af þessum einþáttungum frumsýndir á Litla sviði ÞjóðleikhÚ8SÍns. Það eru „Draumar á hvolfi," eftir Kristínu Ómarsdóttur og „Gættu þín," eftir Kristfnu Bjarnadótt- ur. Leikstjóri þáttanna, Helga Bach- mann, hefur hin síðari ár haslað sér völl á sviði leikstjórnar. Hún skrifaði leikgerðina að Reykjavík- ursögum Ástu, sem hún sýndi í Kjallaraleikhúsinu, auk þess sem hún leikstýrði þeirri sýningu. Önn- ur leikgerð sem Helga vann og leikstýrði var Njálssaga, sem sýnd var í Rauðhólum síðastliðið sumar. Verðlaunaeinþáttungarnir eru frumraun hennar sem leikstjóra í Þjóðleikhúsinu. í spjalli sem ég átti við Helgu, lýsti hún í hverju einþáttungarnir væru lfkir og hvar ólíkir. En fýrst spjölluðum við um sjálft verðlaunaverkið, „Draumar á hvolfi," eftir Kristínu Omarsdóttur: „Styrkur þessa verks finnst mér felast mjög mikið í því að höfundur- inn þorir að búa til sjálfstæðan heim. Sá heimur sem Kristín Óm- arsdóttir smíðar, er ekki í tengslum við þann hversdaglega raunveru- leika, sem við eigum að venjast. Það er með þetta, eins og flest bestu listaverk sem maður kynnist, að ekki þýðir að biðja um lógik, eða ætla að skilja það út frá raun- veruleikanum. Ef maður leyfir sér ekki að skynja það, fer maður á mis við það besta sem í verkinu býr. Lengi framan af eru aðeins tvær persónur inni. Síðan kemur þriðja persónan, og vegna þess að hann kemur inn með bakka og mat sem hann færir þeim, þá hefur fólk til- hneigingu til að ákveða, að þetta sé hótel, eða pensionat. Þú ræður hvað þér fínnst það vera. Mér finnst það ekki vera hótel, en ef þér líður betur með það, þá bara ræður þú því. Þetta er leikrit sem á að örva hugmyndaflugið, en ekki hefta það. Mér finnst þetta vera dæmigert verk til að halda áfram að tala um, löngu eftir að maður er búinn að horfa á það. Og að það skuli vera fyrsta verk þessarar ungu skáld- konu, finnst mér stórmerkilegt. Ég er búin að þekkja verkið býsna lengi og hef þá trú að spennandi verði að fylgjast með Kristínu Ómarsdóttur í framtfðinni." Nú má kannski segja að verkið flokkist undir abasúrdleikhúsið, þótt fjarska raunsæisleg tilfinn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.