Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 Útgerð og afíabrögð Austfirðingar landa á Siglufirði Siglufirði. Tveir austfjarðarbátar hafa landað hér. Sunnutindur hefur landað röskum 100 tonnum af þorski og Stjörnutindur 90-95 tonnum af frosinni rækju. Rækjan fer í rækju- og niður- lagningaverksmiðjuna Sigló, en Þormóður rammi tekur við þorskin- um úr Sunnutindi. Þessu fylgir aukin atvinna í bæn- um og er það góðra gjalda vert. — Matthias Þorlákshöfn: Höfrungur III með mestan afla Frá höfninni í Sandgerði. Morgunblaðið/Björn Blðndal Þorlákshöfn. HEILDARAFLI vikunnar var 1.268.790 kfló af 34 bátum sem skiptist þannig: 28 netabátar með 1.037.230 kiló í 142 róðr- um, 2 dragnótabátar með 167.840 kiló í 5 róðrum, 1 línu- bátur með 360 kíló í 1 róðri og 3 trollbátar með 63.360 kiló í 3 róðrum. Mestan afla í vikunni höfðu Höfrungur IIIÁR 250 með 91.710 kfló, Þorleifur Guðjónsson ÁR 350 með 73.420 kíló og Jóhann Gísla- son ÁR 42 með 69.150 kfló. Þessir bátar eru jafnframt aflahæstu bátarnir frá áramótum þ.e. Höfr- ungur með 313.720 kíló, Þorleifur með 273.040 kfló og Jóhann með 261.450 kíló. Togarinn Þorlákur ÁR 5 land- aði í vikunni 98.387 kfló, mest karfa. Landað hefur verið til loðnufrystingar 2.744.810 kílóum. í síðustu frétt héðan féll niður afli Guðfinnu Steinsdóttur sem er á trolli og setur aflann í gáma og selur erlendis. Guðfinna Steins- dóttir hefur landað tvisvar frá áramótum, 62 tonnum, sem 3.940.000 krónur hafa fengist fyrir. Einnig hefur Guðfinna land- að 11 tonnum af ufsa hér heima, auk 7 tonna af lifur og gotu. - JHS Ágætur afli hjá Sandgerðisbátum Sandgerði. SANDGERÐISBÁTAR fiskuðu 721 tonn af bolfiski í síðustu viku og var það nokkrum tonn- um meira en vikuna þar á undan. Stóru netabátarnir voru með mesta aflann og einn línu- bátur náði líka ágætis árangri. Stöðug loðnulóndun hefur ver- ið seinni part vikunnar og lönduðu 3 bátar rúmlega 3 þús- und tonnum af loðnu og fór hún öll til frystingar. Handfærabát- ar fiskuðu ágætlega í vikunni og var vikuaflinu hjá Birgi RE Handfærabátar frá Kefla- vík hittu í fisk í vikunni Keflavík. BÁTAAFLINN í síðustu viku var heldur minni en vikuna þar á undan og munar þar mestu að heldur hefur dregið úr afla neta- bátanna. Heildarbolfiskaflinn var 354 tonn á móti 374 tonnum vikuna á undan. Afli línubátanna hefur hinsvegar verið svipaður og tveir handfærabátar með ein- um manni á, gerðu góða túra síðast í vikunni og voru að f á um 1.500 kfló. Tveir netabátanna, Búrfell KE og Happasæll KE, skáru sig nokkuð úr. Búrfell var með rúm 50 tonn eftir vikuna og munaði þar mestu um 21,8 tonna róður sem var að mestu ufsi. Happasæll var með 41,6 tonn og var afli hans langjafn- astur eða rétt tæp 7 tonn í 6 sjóferðum. Þriðji aflahæsti netabát- urinn var Gunnar Hámundarson GK með 17,7 tonn. Boði KE var aflahæsti línubátur- inn með 40,9 tonn og hann var líka með mest í einni sjóferð, 17,7 tonn. Albert Ólafsson var með 39 tonn. Þessir tveir róa með tvöfaida setn- ingu. Binni í Gröf, sem rær með einfalda setningu, kom svo með 25,5 tonn, en vikuna áður var hann með 17,5 tonn. Loðnubáturinn Harpa RE landaði tvívegis í vikunni um 660 tonnum í vinnslu. Togarinn Ólafur Jónsson kom með um 120 tonn og var hluta af aflanum landað í gáma til sölu á erlendum, markaði. Gunnjón GK hefur verið í útilegu með línu og er hann með beitingarvél um borð. Mönnum hefur gengið misvel að fá vélarnar til að vinna rétt og sumir hent þeim í land að loknum fyrsta túr. Vel gengur hinsvegar hjá þeim á Gunnjóni og landaði hann um 40 tonnum af slægðum fiski eftir tæp- lega viku útivist. Þá var Jökulfellið hér á sunnudaginn og Iestaði fros- inn fisk á Bandaríkjamarkað. - BB 7.390 kíló. Tveir eru á bátnum. Netabáturinn Arney var afla- hæsti báturinn eftir vikuna með 54,6 tonn, síðan kom Barðinn með 52, Sæborg með 50, Þuríður Halldórsdóttir með 47 tonn og Bergþór var með 31 tonn. Sigurður Bjarnason var hæstur af línubátunum með 52,7 tonn. Aflann fékk hann vestur á Fláka. Víðir II var með 35,8 tonn, Mummi 33 og Jón Gunnlaugs var með 24.6 tonn. Loðnubátarnir voru Dagfari ÞH, sem landaði 1.600 tonnum úr þremur róðrum, Örn KE var með 1.050 tonn einnigí þrem ferð- um og Pétur Jónsson RE sem var með 480 tonn í tveim ferðum. Von var á Pétri Jónssyni með slatta. Að sögn kunnugra nýtist um 30% af loðnunni í vinnslu. - BB oq fáðu áskriftargjoldin skuldfærð á greiðslukorta- rniTTin'ri^.TnriuTTm-rTi mssM SIMINN ER 691140 691141 Vestmannaeyjar: Lífleg vertíðarstemmning og unnið myrkranna á milli Vestmannaeyjum. LÍFLEGT hefur verið á hafnarsvæðúiu síðustu dagana og þar ríkjandi mikil athafnasemi. Sannkölluð törn ver- ið við loðnufrystingu og bátar og togarar fært að landi góðan afla. Svo vel hefur aflast að ekki hefur hafst undan að vinna hann allan. Þrátt fyrir að vertíðarfólki fjölgi daglega vantar enn fólk til starfa og hefur orðið að grípa til þess ráðs að senda tvo togara í söluferðir til Englands. Það er loðnan sem allt snýst um þessa dagana. Gífurleg vinna hefur verið við frystingu hennar og fyrir helgina var búið að frysta tæplega 1300 tonn, meira en á allri síðustu vertíð. Nú í þessari viku verður loðnan svo trúlega orðin hrognatæk og þá tekur við önnur törn og ekki síður átakamikil. Mikil verð- mætasköpun á sér stað á tiltölu- lega stuttum tírna. Afli netabáta var frekar misjafn í síðustu viku, allt frá tregfiskiríi upp í mokveiði. Bát- arnir sem hafa sótt langt austur í bugtir og dregið netin tvisvar í túrnum hafa mokveitt. Þórunn Sveinsdóttir landaði 33 tonnum á mánudag og síðan 74 tonnum á miðvikudag. Katrín var í landi á föstudaginn með 40 tonn og dró þó aðeins einu sinni. Þeir sem eru heima við voru með misjafn- an afla, en þeir landa daglega. Menn eru þó bjartsýnir á að þorskurinn komi með loðnunni. Suðurey komst hæst í 20 tonn en fór niður í 7 tonn. Gamla góða Gullborgin, nú komin með nýja brú, var með 12 tonn úr fyrsta róðrinum á vertíðinni. Sig- urbára landaði tvo daga í röð 14 tonnum, sem er gott á ekki stærri bát. Vikan var góð hjá trollbátun- um. Smáey landaði 30 tonnum qg setti auk þess talsverti gáma. Alsey, Stefnir og Bjarnarey voru með rúm 40 tonn hver. Þennan afla fengu bátarnir í „Slátur- húsinu" svokallaða eftir nærri viku túr. Ekki má gleyma smábátunum. Góðviðrið upp á síðkastið hefur leikið við þá en aflinn verið misjafn. Þó komu þeir á Árna Páls tvo daga í röð með 1800 kfló sem þykir Ijómandi gott. Og svo eru það stórskipin, togararn- ir. Klakkur landaði 140 tonnum á föstudaginn og fyrr í vikunni landaði Vestmannaey 120 tonn- um. Halkion og Gideon voru sendir í siglingu, Halkion með 100 tonn og Gideon 95 tonn, mest þorskur af Austfjarðamið- um. Mikil örtröð hefur verið í höfn- inni og skipakomur tíðar. Tvö til þrjú flutningaskip Iesta á hverj- um degi. Skip frá Eimskip lestaði 23 gáma á fimmtudaginn og annað gámaskip kom á föstudag. Já, það hefur svo sannarlega verið líflegt við höfnina. Verð- mætin streymt á land og þau aukist og margfaldast eftir að hafa farið um hendurnar á starf- sömu verkafólki í landi sem hefur unnið myrkranna á milli. Og það er haft fyrir satt að bæði banka- stjórinn og sparisjóðsstjórinn séu venju fremur heldur hýrri á brá þessa dagana. - hkj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.