Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 Bretland: Lundúnabiskup hótar að kljúfa biskupakirkjuna - samþykki prestastefna að heimila vígslu kvenna St. Ainlrews. Frá Guðmundi Heiðari Frfmannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BÚIST er við, að prestastefna hefur þeim aldrei verið heimilit ensku biskupakirkjunnar, sem hófst í gær, ákveði að leyfa konum að vígjast til prests. Umræða um þetta hef ur staðið lengi innan kirkjunnar og smám saman hafa konur verið að vinna á. Biskupinn í London hefur gefið í skyn, að hann muni kljúfa kirkjuna, verði konum heimilað að vígjast. Prestastefnan mun leggja til, að þingið setji lög, sem heimili konum að vígjast til prests, en það innan ensku biskupakirkjunnar fremur en^ rómversk-kaþólsku kirkjunnar. í skýrslu biskupa, sem lögð verður fyrir prestastefnuna í þessari viku, er lagt til, að sam- þykkt verði að heimila konum vígslu. Þessi tillaga hefur lengi verið mjög umdeild innan kirkjunnar, og dr. Leonard, biskupinn í Lon- don, hefur hótað að ganga úr kirkjunni og hvetja fylgismenn sína til að gera hið sama, verði Sænska söngvakeppnin: Svíar gramir út í sigurlagið Stokkhólmi, frá Ásdísi Haraldsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins: „ÉG SKAMMAST mín fyrir að kæmu fram á alþjóðavettvangi með hún samþykkt. Hann sagði í síðustu viku, að hann mundi leita eftir sameiningu við kaþólsku kirkjuna eða rétttrúnaðarkirkj- una, ef svo færi. Þrír þingmenn íhaldsflokksins hafa lýst yfir, að þeir sjái sig til- neydda að ganga úr kirkjunni, verði tillagan samþykkt. Þeir hafa einnig sagt, að þeir muni beita sér gegn lagasetningu um það efni. Rökin, sem fram eru sett gegn vígslu kvenna, eru tvenn: í fyrsta lagi að hefðin helgi einungis karl- menn sem presta. í öðru lagi að Guð hafi gefið mannkyninu son sinn en ekki dóttur. Atkvæðagreiðsla um þetta mál verður á fimmtudag. Bandaríkin: Reuter. Snör liandtök þurfti til að ryðja burt snjónum á götum Washington- borgar i gær og lágu lögreglumenn ekki á liði sínu. vera Svíi eftir að þetta lag sigr- aði," er haft eftir lesanda dagblaðsins Dagens Nyheter á sunnudaginn, daginn eftir að sænska söngvakeppnin f ór f ram í Gautaborg. Það var Lotta Eng- berg og f élagar sem sigruðu með laginu „Fyra bugg och en Coca- Cola" með aðeins einu stigi. í öðru sæti var Arja Saijonmaa með lagið „Högt över havet". Viðbrögð almennings létu ekki á sér standa eftir að ljóst varð hvaða lag hafði sigrað í sænsku söngva- keppninni. Höfðu sumir á orði að það hefði verið Coca Cola-fyrirtæk- ið, sem vann stórsigur í keppninni. Margir mótmæltu því að Svíar lag sem bæri nafn alþjóðlegs stór- fyrirtækis. Höfundur lagsins Mikael Wendt hefur nú lýst því yfir í fjölmiðlum að hann sér reiðubúinn að breyta textanum. Honum þótti þessu nei- kvæðu viðbrögð einkennileg þar sem titill lagsins hefði verið kunnur í tvo mánuði. Hann sagði jafnframt að tilgangurinn með þessu lagi hefði verið að gleðja fólk en ekki að skauprauna því. Auðvelt væri að breyta textanum svo að allir yrðu ánægðir. Allt bendir því til þess að Lotta Engberg flytji lagið undir öðru nafní í Evrópusöngvakeppn- inni. Samgöngur lam- ast vegna snjókomu New York. Washington. AP, Reuter. MIKIÐ snjóaði f austur hluta Bandarikjanna í gær. Stjórnar- skrifstofum i Washington var lokað f þriðja sinn á einum mán- uði, svo og skólum og flugvöllum á ýmsum stöðum. Raf mangslausí. varð víða og fjöldi manna er reyndi að komast til vinnu lenti i erfiðleikum. Ákveðið var að loka stjórnar- skrifstofum o.fl. í Washington, þegar fyrirséð var að snjókoman yrði mikil og varð að fresta ýmsum mikilvægum fundum, er vera áttu í gær. Um 350.000 ríkisstarfsmenn fengu því frí. Menn hafa ekki viljað láta söguna frá síðasta óveðri end- urtaka sig. Þá varð mikið umferða- röngþveiti m.a. vegna þess að ríkisstarfsmenn fengu þá skipun um að mæta til vinnu og síðan voru þeir sendir heim um miðjan dag, þegar snjókoman var sem mest. Starfsemi Hvíta hússins, Hæsta- réttar og þingsins gekk þó fyrir sig á eðlilegan hátt, að því er segir í fréttaskeytum. Víða var snjókoman 30-45 senti- metrar og var snjórinn mjög blaut- ur, þar sem hitastig var rétt undir frostmarki. Breytingarnar í Sovétríkjunum: Sakharov vill frelsi til handa fleirum Ólíkar skoðanir á markmiðum Gorbachevs Reuter ANDREI Sakharov efndi til fundar með blaðamönnum á heimili sínu f Moskvu á sunnu- dag. Þar krafðist hann þess, að Gendrikh Altunyan yrði taf- arlaust sleppt úr haldi. Altuny- an, sem er 53 ára, stof naði eina af fyrstu nefndunum f Sov- étríkjunum til baráttu fyrir mannréttindum. Hann var fyrst handtekinn 1969 og var þrjú ár í vinnubúðum og sfðan aftur 1980 og var þá dæmdur f 7 ára þrælkunarvinnu og 5 ára útlegð innan lands. Eins og sést af eftirfarandi yfirliti yfir ummæli ólíkra manna um hræringarnar f Sov- étrikjunum sýnist sitt hverjum austan járntjalds og vestan. Umbætur í sovéska stjórnkerfinu miða ekki að því að koma á lýð- ræði heldur að því að auka völd ráðamanna í Moskvu. Þetta er niðurstaða Henrys Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í grein í nýjasta hefti af vikuritinu Newsweek. Kissing- er er nýkominn úr ferð til Moskvu. Hann segir í grein sinni, að þeir ráðamenn, sem hann hitti þar, séu ekki að breyta sovésku þjÓðfélagi til að þóknast lýðræðissinnum. „Þeir vilja meiri afköst og fram- leiðni og nýja tækni en ekki lýðræði. . . Ef þeim tekst að ná því markmiði að auka styrk lands síns, án þess að breyta um ut- anríkisstefnu, sem veldur núver- andi spennu, eykst öryggisleysi lýðræðisríkjanna, þegar fram líða stundir," segir Kissinger. Ótti í Austur- Þýskalandi Það er talið til marks um að austur-þýskum stjórnvöldum standi ekki á sama um umræðurn- ar um umbætur í Sovétríkjunum, að f málgagni þeirra Neues Deutschland var í gær endurbirt viðtal við tékkneskan stjórnmála- mann, sem segir, að ekki sé unnt að bera humyndirnar um breyt- ingar í Sovétríkjunum saman við „vorið í Prag" 1968. Viðtalið er við Vasil Bilak, sem á sæti í forsætisnefnd Kommúni- staflokks Tékkóslóvakíu. Því er valinn sá staður í málgagni aust- ur-þýska flokksins, þar sem venjulega birtast mikilvægar rit- stjórnargreinar. Viðtalið birtist upphaflega f málgagni flokksins í Tékkóslóvakíu RudePravo. Bilak segir, að sumir Iandar sínir beri atburðina í Sovétríkjunum saman við það, sem gerðist í Prag í stuttri stjórnartíð Alexanders Dubcek. Henni lauk með því að Sovétmenn sendu her inn í landið í ágúst 1968 til að hefta frjálsræð- ið. „Sem sannir vinir Sovétríkj- anna hljótum við algjörlega að hafna þessum viðhorfum," segir Bilak. Herinn standi við sitt í gær birtist grein f Prövdu eftir Sergei Skolov, marskálk og varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna, þar sem hann segir, að sovéski herinn verði að tileinka sér nýja starfshætti til að laga sig að umbótatillögum Mikhails Reuter Andrci Sakharov ræddi við blaðamenn f fbúð sinni f Moskvu á sunnudag. Þar krafðist hann þess, að andófsmaðurinn Genrikh Altunyan yrði tafarlaust látinn laus. Við hlið Sakharovs er Alex- ander sonur Altunyans. Gorbachev, aðalritara kommún- istaflokksins. Sokolov segir, að það sé greini- legt, að sumir herforingjar hafi ekki fyllilega áttað sig á „endur- reisnar-hugmyndum" Gorbach- evs. Á hinn bóginn sé ljóst, að herinn styðji alfarið ákvarðanir miðstjórnar flokksins f sfðasta mánuði um aukin afköst og að- hald að embættismönnum, sem hafí vanist því að njóta sérrétt- inda. Stuöningurfrá Póllandi Wojciech Jaruzelski, leiðtogi pólskra kommúnista, hvatti til þess á sunnudaginn, að innan kommúnistaflokksins tileinkuðu menn sér meiri hreinskilni og gagnrýnni vinnubrögð. Þykja þessi ummæli, sem fram komu í ræðu yfir embættismönnum flokksins, minna á málflutning Mikhails Gorbachev í Sovétríkjun- Pólska fréttastofan PAP hefur það eftir Jaruzelski, að það vanti snerpu og ferskleika í umræður innan flokksins. Menn geti oft fengið meiri vitneskju um hug og hag fólksins f landinu með því að horfa á sjónvarpsfréttir en sækja flokksfundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.