Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 28
28______ Bretland MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 Þingmönnum neitað um vegabréfsárit- un til Sovétríkjanna St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞREMUR breskum þingmönnum var neitað um vegabréfsáritun til Sovétríkjanna sl. föstudag, og gátu þeir því ekki flogið til Moskvu. Greville Janner, þingmaður Verkamannaflokksins, Bane Teggy Zia ul-Haq í Ind- landsheimsókn: Vill bæta sambúðina við Indveija Jaipur, Indlandi. AP. ÞRIGGJA daga heimsókn Zia ul-Haq, forseta Pakistans, til Ind- lands lauk í gær. Hann sagði, að ferð sín hefði verið gagnleg og kvaðst allur af vilja gerður til að bæta sambúðina við Indveija. „Ég ber fram ósk þar að lútandi í auðmykt: Leysum ágreining okkar eins og vinir,“ sagði hann, „það ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu.“ Zia mælti þessi orð á fundi með fréttamönnum, áður en hann hélt til Islamabad árdegis. Tilefni ferðar hans var að fylgjast með landsleik I krikketi milli Indlands og Pakist- ans, en hann átti einnig fund með Rajiv Gandhi forsætisráðherra í Nýju Delhi. Talsverð spenna hefur ríkt í sam- búð landanna að undanförnu. Fenner, fyrrum aðstoðarráðherra, þingmaður íhaldsflokksins, og Ja- mes Douglas-Hamilton, þingmaður íhaldsflokksins, sitja í þingmanna- nefnd, sem berst fyrir því, að sovéskir gyðingar fái að flytjast úr landi. í gær áttu þremenningamir að afhenda nokkmm sovéskum gyð- ingum viðurkenningu í boði breska sendiherrans í Moskvu. Sendiher- rann tók að sér að afhenda hana í fjarveru þingmannanna. Breska stjórnin hefur ekki form- lega mótmælt þessari ákvörðun Sovétmanna, en hún gengur í þver- öfuga átt við það, sem hefur verið að gerast í Sovétríkjunum að und- anfömu. Talsmaður breska utanrík- isráðuneytisins sagðist hins vegar harma, að þingmennirnir hefðu ekki getað farið til Moskvu. „Við hljótum að gera ráð fyrir, að hér hafi verið um að ræða yfirvegaða ákvörðun Sovétmanna, og hún sýnir, hve tak- markað fijálsræðið er undir stjóm Gorbachevs — að Sovétmenn skuli ekki vera tilbúnir að taka á móti gestum sem þessum." Hann sagði, að breska utanríkis- ráðuneytið hefði gert ítrekaðar tilraunir til að fá vegabréfsáritun, bæði í London og Moskvu. Þingmennimir áttu að veita nokkmm gyðingum, sem um langan tíma hafa barist gegn stefnu stjóm- valda, viðurkenningu. Þeirra á meðal em Josef Begun, Ida Nudel og Vladimir Slepak. Bane Teggy sagði: „Ég varð fyr- ir miklum vonbrigðum, því að ég taldi, að ástandið í Sovétríkjunum í þessum efnum færi batnandi. Ég áleit, að þingmenn væm velkomnir. Ég vona, að þetta sé aðeins lítið skref aftur á bak.“ Reuter Það vakti mikla athygli, er ítalski fjármálaráðherrann, Giovanni Goria og Carlo Ciampi, seðlabankastjóri ít- alíu fóru í fússi frá París. Héldu þeir því fram, að meg- inákvarðanir fundarins hefðu verið teknar síðdegis á laug- ardag, án þess að ítalir og Kanadamenn hefðu verið hafðir ineð i ráðum og tneð því væri gengið á gefin loforð um, að þeir yrðu hafðir með í ráðum um aðalákvarðanir fundarins. )>essi mynd var tekin af Goria, er hann hélt frá hóteli sínu í París heim á leið. Frá fundi fjármálaráðherra sex helztu iðnríkja heims í París um helgina. Ráðherrarnir eru talið frá vinstri: Michael Wilson, Kanada, Nigel Lawson, Bretlandi, Gerhardt Stoltenberg, Vestur-Þýzkalandi, Edouard Balladur, Frakklandi, James Baker, Bandaríkjunum og Kiichi Miyazawa, Japan. Italir yfirgáfu Par- ísarfundinn í fússi Paría, Tókýó, Reuter, AP. TALIÐ er, að með naumindum hafi tekizt að stöðva áframhaldandi gengislækkun dollarans á fundi fimm helztu iðnríkja heims i París um helgina. Sú skoðun er þó mjög útbreidd, að dollarinn muni senn fara lækkandi á nýjan leik. Ákvörðun Brasilíumanna á föstudaginn var um að hætta að greiða vexti af lánum hjá erlendum viðskipta- bönkum og lítill hagvöxtur í Bandarikjunum muni að lokum hafa þau áhrif, að dollarinn taki að lækka á ný. Skuldir Brasilíumanna eru eink- Hins vegar var ekkert sagt um, til um við bandaríska banka og hefur þessi ákvörðun þeirra orðið til þess að grafa enn undan trausti manna á dollamum. Með samkomulagi því, sem náðist á Parísarfundinum, er þó talið, að dregið hafí vemlega úr framboði dollarans og þá verð- falli hans um leið. í yfirlýsingu, sem gefin var út eftir fundinn, hétu sex ríki, það er Bretland, Kanada, Frakkland, Japan, Bandaríkin og Vestur-Þýzkaland að vinna að því í sameiningu að tryggja gengi gjaldmiðla sinna eins og það er nú. hvaða aðgerða skyldi gripið í þeim tilgangi. Bæði Japanir og Vestur- Þjóðveijar hétu því að auka eftir- spurn innanlands hjá sér og Bandaríkjamenn lýstu yfir þeim ásetningi að draga úr viðskiptahalla sínum við útlönd. Hagtölur um viðskiptajöfnuð Bandaríkjanna við útlönd í janúar- mánuði verða birtar á föstudaginn kemur og er þeirra nú beðið með mikilli eftirvæntingu. Almennt er búizt við, að þær muni sýna um 14 - 15 milljarða dollara halla. Frakkland: Leiðtogar hryðju- verkasamtaka teknir höndum Frá Torfa Tulinius, fréttaritara Morgunblaðsins í París. HRYÐJUVERKAMENNIRNIR, sem handteknir voru um helgina á afskekktum bóndabæ um 100 km fyrir sunnan París, voru að sögn lögreglunnar að undirbúa rán á þekktum Frakka með það fyrir augum að skipta á honum og Régis Schleicher, félaga sínum, sem bráðum verður leiddur fyrir rétt vegna morðs á tveimur lögreglu- mönnum. Handtaka þessi hefur að vonum akið mikla athygli hér, þar sem lög- reglunni hefur nú tekist að hafa hendur í hári tveggja helstu höfuð- paura samtakanna Action Directe, sem staðið hafa fyrir um áttatíu tilræðum sem framin hafa verið hér á landi á undanförnum sjö árum. Þau eru m.a. talin bera ábyrgð á morðinu á Georges Besse, forstjóra Renault-verksmiðjanna, sem veginn var fyrir utan heimili sitt 17. nóv- ember síðastliðinn. Það var sérþjálfuð sveit lögreglu- manna undir stjóm Ange Mancini, lögregluforingja, sem umkringdi hús hryðjuverkamannanna á laug- ardagskvöldið. Ibúarnir urðu ekki varir við neitt fyrr en of seint. Þann- ig fór handtakan fram án blóðsút- hellinga. Lögreglan var búin að klófesta hjónin Jean-Marc Rouillan og Nathalie Ménigon, en þau stofn- uðu Action Directe árið 1979 en hafa verið í felum síðan 1982, Jo- elle Aubron, eiginkonu áðumefnds Schleicher, og Georges Cipriani. Taska Renault- forstjórans í húsinu, þar sem hjónin munu hafa búið síðastliðin þijú ár, fund- ust mörg vopn, en nú á eftir að ganga úr skugga um það hvort eitt- hvað af þessum vopnum eru þau sem notuð voru í tilræðum Action Directe. Einnig fundust skjöl sem talið er að hafi verið í tösku Re- nault-forstjórans kvöldið sem hann var veginn, en hún hvarf á dularfull- an hátt rétt eftir morðið. Konumar tvær sem sáust skjóta á forstjórann eru e.t.v. hinar sömu og handteknar vom nú. Lögreglumennimir fundu líka lista yfir þekkt fólk úr heimi fjölmiðla, viðskipta og stjómmála en hryðjuverkamennimir munu, eins og fram hefur komið, hafa haft í hyggju að ræna manni, e.t.v. blaðakónginum Robert Hersant sem nú er að fara að kaupa sér sjónvarpsstöð. Rouillan mun hafa sagt lögreglunni að þau væru búin að innrétta eitt herbergið í húsinu sem „alþýðudómstól" þar sem Aðalleiðtogar hryðjuverkasamtakanna Action Directe, Jean-Marc Rouillan (t.v.) og Nathalie Menigon, er handtekin voru sl. laugardag. skyldi dæma gíslinn fyrir glæpi gegn alþýðunni. Nú gengur aðeins einn meðlimur Action Directe laus, svo vitað sé, en rúmlega fjörutíu sitja sinni. Sá sem gengur laus heitir Max Frérot og mun vera sprengjusérfræðingur samtakanna. Lögreglan grunar hann um að hafa komið sprengju fyrir í bíl Alain Peyreefitte fyrrver- andi dómsmálaráðherra en spreng- ingin varð bifvélavirkja hans að bana á síðastliðnu hausti. Lögreglusveitimar hafa fengið mikið lof fyrir frækilega framgöngu í þessu máli. Þó hafa heyrst raddir sem furða sig á því að fólk, sem. yfírvöld hefðu lagt svo mikla áherslu á að klófesta, skyldi hafa getað búið óáreitt í þijú ár svona stutt frá París. Ein ástæðan fyrir þessu virðist vera að Rouillan og Ménigon tókst að koma sér í mjúk- inn hjá nágrönnum sínum, sem nú eru allir sem steini lostnir eftir að í ljós kom um hveija var að ræða. Önnur ástæða er sú að í Frakk- landi er sárasjaldan heitið verðlaun- um fyrir upplýsingar sem kunna að geta leitt til handtöku glæpa- manna. Eftir morðið á Besse forstjóra í haust var einmitt slíkum verðlaunum heitið fyrir upplýsingar sem kynnu að leiða til handtöku Ménigon og Aubron. Einhver mun hafa séð Nathalie Ménigon þegar hún fór að versla á markaði í næstu borg, látið lögregluna vita en hún hefur síðan elt hana heim. Þá var ekkert annað eftir en að setja verði skammt frá húsinu og bíða eftir því að fleiri hryðjuverkamenn bætt- ust í hópinn til að ná sem flestum í einni handtöku. Náðun Mitterrands Eins og áður sagði var Action Directe stofnað 1979. Þá stóðu þau fyrir sprengutilræðum. Árið 1980 var Rouillan tekinn fastur af lög- reglunni ásamt konu sinni Ménigon. Eftir að sósíalistar komust til valda og Mitterrand var kjörinn forseti náðaði hann samkvæmt venju hér í Frakklandi stóran hóp af föngum. í þeim hópi var Jean-Marc Rouillan, en það var þrátt fyrir eindregin mótmæli lögreglunnar. Um helgina kvaddi Jacques Toubon sér hljóðs, en hann er aðalritari RPR, flokks Jacques Chirac, forsætisráðherra. Hann sagði að ef sósíalistar hefðu ekki náðað Rouillan á sínum tíma væri Georges Besse, forstjóri Re- nault, ennþá á lífi. Þessu hafa sósíalistar mótmælt eindregið og segja að þegar Rouillan var sleppt, hafi aðstæður verið allt aðrar og ekki fyrirsjáanlegt að svona myndi fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.