Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 29
35. þing Norðurlandaráðs: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 29 Umhverfismál til umræðu Helsinki, frá Karli Blöndal, biaðamanni UMHVERFISMÁL voru til um- ræðu þegar þing Norðurlanda- ráðs var sett í gær. Þingið hófst á því að fluttar voru ræður og fjölluðu ræðumenn meðal ann- ars um þau vandræði sem seiir hafa valdið undan ströndum Noregs undanfarið en norskir veiðimenn fá nú aðallega sel í net sín, auk þess sem selurinn gengur á fiskstofna við Noreg. Mengun bar einnig á góma. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði að aðeins rann- sóknir og framfarir í tækni og vísindum gætu bjargað umhverf- inu frá mengunaráhrifum. „Slíku verður að fylgja eftir með ströng- um ákvæðum og samræmdum reglum um hvemig eigi að koma í veg fyrir áframhaldandi meng- un.“ Carlsson sagði að umhverfís- vandamálið væri vandamál alls heimsins og gæti ekkert ríki skor- ast undan. „Ekkert ríki getur lokað landamæmm sínum, þannig að hvorki mengað loft né mengað vatn komist að eða komist hjá afleiðingum efnaslysa." Fyrir þinginu liggur tillaga um vamir g&gn loftmengun. Tillaga um samnor- rænan kvikmyndasj óð Helsinki, frá Karli Blöndal, blaðamanni Morgunbladsins. Norðmenn vom bjartsýnir á að Norðurlandaráð tæki vel í fyrir- spum um hvort hefja mætti selveiðar á nýjan leik þar sem umræðu um þetta vandamál var vel tekið. Eiður Guðnason, Al- þýðuflokki, lýsti yfír stuðningi sínum við tillögu Norðmanna og sagði að innrás sela við Noreg væri stórkostlegt umhverfís- vandamál. Hann sagði að þetta gæti hent aðrar fískveiðiþjóðir og fiskistofna. Eiður sagði að hann hefði verið gagnrýndur harkalega þegar hann hefði talað um „vist- fræðilega hryðjuverkamenn" á fyrri Norðurlandaráðsþingum: „Nú vil ég minna á að slíkir hryðjuverkamenn sóttu íslend- inga heim í haust og ollu miklu tjóni. Þetta er vandamál sem vert er að ræða áður en þeir láta aftur til skarar skríða og enginn veit hvar og hvenær það verður." FYRIR ÞINGI Norðurlanda- ráðs liggur tillaga um stofnun samnorræns kvikmyndasjóðs og er honum ætlað að styrkja bæði verkefni í einstökum Norðurlöndum og samnorræn verkefni á sviði kvikmynda- gerðar. Menningarmálanefnd leggur tillöguna fram en for- maður hennar er Eiður Guðnason. Eiður hélt í gær blaðamannafund um tillöguna og kynnti þar meðal annars hugmyndir um hvernig fjár- magna ætti rekstur sjóðsins. Hann sagði að KlSs Olafsson, formaður sænsku kvikmynda- gagnrýninnar, hefði lagt til að fé af hagnaði Norræna fjár- festingarbankans yrði veitt til sjóðsins. Hefði Olafsson lagt til að á þremur árum yrði safnað um 150 milljónum sænskra króna. Eiður sagði í ræðu sinni á þing- inu í gær að halda ætti áfram Tele-X-áætluninni um norrænt sjónvarpssamstarf. Rætt hefur verið að sent verði út á tveimur rásum. Ingvar Carlsson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, sagði að ekki bæri lengur að tala um tvær rás- ir heldur þyrfti fjórar til að vit væri í slíku samstarfi um sjón- varpsútsendingar. Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands ávarpar þing Norð- urlandaráðs í gær. Bók- mennta- verðlaun afhent Helsinki, frá Karli Blöndal, blaðamanni Morgunblaðsins. HERBJÖRG Wassmo fékk í gærkveldi afhent bók- menntaverðlaun Norðurland- aráðs í Finnlandia-höllinni í Helsinki. Wassmo fékk verðlaunin fyr- ir bók sína Himinn án hörunds (Hudlös Himmel). Bókin er þriðja og síðasta bindi Wassmo um þýska bamið Tora. Wassmo hefur á nokkrum árum skapað sér sess sem einn fremsti rithöf- undur Norðmanna. Bækur hennar hafa komið út á sænsku, dönsku, finnsku, þýsku og hol- lensku og hefur enginn af yngri rithöfundum í Noregi náð slíkri útbreiðslu. Stúlku bjargað úr klóm mannræningja Wageningen, frá Eggert H. Kjartanssyni.fréttaritara Morgunblaðsins: í GÆRDAG bjargaði hollenzka lögreglan Valerie Albada Jel- gersma, 10 ára stúlkubarni, úr höndum sex mannræningja, sem höfðu haldið henni í gíslingu í 12 daga. Mannræningjamir sem rændu Pinhas Epstein, bendir á John Demjanjuk f réttarsalnum og kveður hann vera hinn illræmda Ivan grimma. ----------- Israel: Eftirlifandi fórnar- lamb Treblinka-búð- anna þekkti Demianiuk Jerúsalem. AP. Reuter. EFTIRLIFANDI fórnarlamb úr Treblinka-útrýmingarbúðunum í Póllandi bar í gær kennsl á John Demjanjuk í réttarsalnum í Jerú- salem og kvað þar kominn hinn illræmda fangavörð, sem þekkt- ur var undir nafninu ívan grimmi. „Þetta er ívan grimmi, sem situr þama,“ sagði Pinhas Epstein og benti á Demjanjuk. Áður hafði hann borið kennsl á mynd af ívani í myndaalbúmi, sem fyrir hann var lagt. Sumir þeirra 500 áhorfenda, sem fylgdust með réttarhaldinu, stóðu upp og klöppuðu, eftir að Epstein hafði bent á Demjanjuk. Dómarinn, Dov Levin, áminnti þá alvarlega um að láta ekki frekar til sín heyra. Epstein er fyrsta fómarlamb Tre- blinka-búðanna sem leitt er fram sem vitni í réttarhöldunum. Hann beygði nokkmm sinnum af, þegar hann minntist vistar sinnar í búðun- um, þar sem 850.000 gyðingar létu lífíð í gasklefunum. Árið 1978 bar Epstein kennsl á mynd af Demjanjuk, og kvað hana af Ivani grimma. Sú mynd var á meðal annarra mynda í albúminu, sem lagt var fram í réttinum í gær. Epstein blaðaði í albúminu og rétti dómurunum síðan myndina. „Þessi mynd af Ivani grimma er ekki sérstaklega skýr,“ sagði Ep- stein. „Hún er af eldri manni en þeim, sem ég þekkti. Engu að síður er þetta Ivan grimmi eins og ég man eftir honum, kringluleitt and- lit, mjög stuttur hnakki, lítilega framstæð eyru og breiðar axlir.“ Síðan benti hann á Demjanjuk. Epstein, sem sjálfur er 62 ára að aldri, giskaði á, að Ivan grimmi hefði verið milli 22 og 25 ára gam- all, þegar hann starfaði í Treblinka á árunum 1942 og 43. Epstein bað réttinn um að fá að sitja, meðan hann bæri vitni, og þegar hann minntist komu sinnar til útrýmingarbúðanna í yfírfullri járnbrautarlest, beygði hann af. „Dymar voru opnaðar. Maður heyrði hræðileg hróp og köll og fólkið var rekið út úr vögnunum með ógnarlegum barsmíðum,“ sagði Epstein, þagði við, þurrkaði af gleraugunum og grét hljóðlega. Dómarinn bað hann að halda áfram frásögninni. Epstein tókst að sleppa, þegar uppreisn var gerð í Treblinka- búðunum 3. ágúst 1943, en foreldr- ar hans, tveir bræður og ein systir létu þar lífið. Demjanjuk hefur neitað öllum þeim ásökunum, sem á hann eru bomar. Hann segist aldrei hafa verið í Treblinka og kveður ákær- endur fara mannavillt. Gengi gjaldmiðla GENGI bandaríkjadollars hækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum, nema breska pundinu, á gjaldeyrismörkuðum Evrópu í gær. Verð á gulli hækkaði lítil- lega. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,54 dollara (1,53), en annars var gengi dollarans þannig að fyrir hann fengust: 1,8300 vest- Valerie úr íbúð foreldra hennar höfðu krafízt fímm milljóna þýzkra marka í lausnargjald af föður henn- ar, Albada Jelgersma, sem er framkvæmdastjóri Unigro, stórfyr- irtækis í Hollandi. Vegna þeirra miklu hættu, sem Valerie var í, var þess gætt að eng- ar upplýsingar bæmst fjölmiðlum. Eftir að hafa fundið út á föstudag í síðustu viku hvar Valerie var hald- ið í gíslingu réðst lögreglan til atlögu á sunnudag. Þegar lögreglan fann stúlkuna lá hún uppi í rúmi og var með snöm um hálsinn. Lögreglan komst á sporið eftir að hafa látið rekja símtöl mannræn- ingjanna. Símtölin komu öll úr héraðinu Brabant. í borginni Breda sáust síðan tveir gmnsamlegir menn í símaklefa og var ákveðið að fylgja þeim eftir og hafa síðan nánari gætur á íbúðinni, sem þeir gengu inn í. Síðar kom í ljós að þetta var íbúðin, sem Valerie var haldið í gíslingu í. Fjölskyldunni var gefíð tækifæri til þess að fullvissa sig um að stúlk- an væri á lífí áður en lausnargjaldið yrði greitt. Þegar ljóst var að hún var á lífí gerði lögreglan innrás í íbúðina og frelsaði hana. Pasternak fær upp- reisn æru Moskvu, AP. SOVÉZKA skáldið Boris Past- ernak, sem lézt i ónáð eftir að hafa verið rekinn úr sovézka rit- höfundasambandinu, hefur nú fengið inngöngu í það aftur, nú þegar hann hefur legið í gröf sinn í nærri 25 ár. Skýrði sovézka fréttastofan TASS frá þessu í gær. „Stjórn sovézka rithöfunda- sambandsins hefur ógilt þá ákvörðun, sem tekin var fyrir 30 árum, að reka Pasternak“ sagði í tilkynningu TASS. Einvígi Karpovs og Sokolovs á Spáni London, AP. ANATOLY Karpov, fyrrverandi heimsmeistari i skák og landi hans, Sovétmaðurinn Andrei Sokolov, byrja í dag 16 skáka einvígi í bæn- um Lineares á Suður-Spáni. Sigurvegarinn i þessu einvigi öðlast rétt til að skora á heimsmeistarann, Garri Kasparov, i einvigi um heimsmeistaratitilinn í haust. ur-þýsk mörk (1,8250); 1,5467 svissneskir frankar ( 1,5422); 6,0900 franskir frankar ( 6,0625); 2,0665 hollensk gyllini ( 2,0610); 1.300,625 ítalskar límr (1.297,00); 1,3312 kanadískir dollarar (1,3310) og 153,55 (153,55) japönsk jen. Verð á gulli var 403,75 dollarar únsan( 399,50). Karpov, sem varð heimsmeistari 1975 og hélt titlinum í 10 ár, mun vafalítið leggja allt kapp á að vinna heimsmeistaratitilinn á ný, en hann tapaði honum til Kasparovs í ein- vígi þeirra haustið 1985. Sokolov, sem er aðeins 23 ára gamall, er 12 ámm yngri. Frammistaða hans undanfarin ár hefur vakið mikla athygli og er hann nú þriðji stiga- hæsti skákmeistari heims. Sigurvegari í einvíginu nú verður sá, sem fyrri verður til að fá 8 1/2 vinning. Verði keppendumir jafnir með 8 vinninga hvor eftir 16 um- ferðir, þá munu þeir tefla tvær skákir til viðbótar og verði þeir þá enn jafnir, sigrar sá, sem fyrri verð- ur til þess að vinna skák. Sérfræðingar hallast fremur að því, að Karpov eigi eftir að sigra i þessu einvígi sökum þeirrar miklu reyslu, sem hann hefur fram yfír Sokolov. Þannig hefur hann að baki sér 96 einvígisskákir við Kasparov og tvö einvígi 1978 og 1981 við Victor Korchnoi, þar sem Karpov sigraði í bæði skiptin og hélt heims- meistaratitlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.