Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 30

Morgunblaðið - 24.02.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 Vopnasalan til írans: Samskiptín vandi laus í höndum Isr Upphaf vopna- og gíslaviðskipta Bandaríkj: Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Ný þjóðhagsspá Naumast verður annað sagt en, að nýjustu áætlanir Þjóðhagsstofnunar um helstu þjóðhagsstærðir á árinu 1986 og efnahagshorfur á þessu ári gefi tilefni til bjartsýni. Þær benda til þess, að við höfum yfirleitt haldið skynsamlega á málum í góðærinu og getum tryggt okkur enn betri lífskjör, ef áfram er haldið á sömu braut. í hinni nýju þjóðhagsspá kem- ur fram, að hagvöxtur — á mælikvarða landsframleiðslu — hefur verið 6,5% í fyrra en verð- ur 3,5% á þessu ári. Þjóðartekjur jukust meira á síðasta ári vegna viðskiptakjarabata eða um 8,5% og verða væntanlega um 5,5% á þessu ári. Þjóðhagsstofnun segir, að þetta séu hæstu hag- vaxtartölur í iðnríkjunum á árinu 1986. Það eru aðstæður, sem við getum verið hreykin af. Viðskiptin við útlönd voru í jafnvægi á síðasta ári í fyrsta sinn í tæpan áratug. Mikil af- gangur varð á hefðbundnum vöru- og þjónustuviðskiptum, en vaxtagreiðslur til útlanda vógu að mestu leyti upp þennan af- gang. Þar koma okkur í koll hin erlendu langtímalán, sem því miður verða tveimur milljörðum króna umfram afborganir á þessu ári. Horfur eru á því, að viðskiptahalli verði á þessu ári um 0,5% vegna þess að vöruvið- skiptin verða ekki eins hagstæð og í fyrra. Verðbólgan í fyrra var hin minnsta, sem mælst hefur í hálf- an annan áratug, eða um 13% á mælikvarða framfærsluvísi- tölu. Óhagstæð gengisþróun á síðasta ári varð til þess, að ekki tókst að ná verðbólgunni niður í eins stafs tölu, eins og stefnt var að með febrúarsamningun- um. Ekki er búist við miklum breytingum á þessu ári. Þjóð- hagsstofnun spáir 11—12% verðbólgu frá upphafi til loka þessa árs, sem er nokkru meiri hækkun en gert var ráð fyrir í desembersamningunum. Enn sem fyrr er það óhagstæð geng- isþróun, sem mestu ræður um þetta. Atvinnutekjur hækkuðu að meðaltali um 35% á mann á milli áranna 1985 og 1986. Kaupmáttur tekna heimilanna er talinn hafa verið rúmlega 11% hærri árið 1986 en 1985, eða hærri en nokkru sinni fyrr. Kaupmáttur tekna heimilanna gæti enn aukist um nálægt 7% á mann að meðaltali milli áranna 1986 og 1987. Tölumar í hinni endurskoð- uðu þjóðhagsspá eru að sjálf- sögðu settar fram með ýmsum fyrirvörum. Við vitum til dæmis ekki, hver viðskiptakjör okkar verða á erlendum mörkuðum, hver þróun olíuverðs verður eða hvernig alþjóðlegum gengismál- um vindur fram. Ennfremur er nokkur óvissa um launaþróun innanlands, þar sem eftir er að gera samninga við nær alla opin- bera starfsmenn. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar er gengið út frá því, að samningar opinberra starfsmanna verði svipaðir og annarra á vinnumarkaði. Þetta er eðlileg ályktun, þó ekki væri nema af því að leitt hefur verið í ljós að Iaunahækkanir á síðasta ári voru mestar hjá opinberum starfsmönnum. Þá telur Þjóð- hagsstofnun ekki ólíklegt, að verð á fati af hráolíu fari upp í 18 dollara á þessu ári og hefur þá í huga nýlegt samkomulag olíuútflutningsríkjanna um framleiðslutakmarkanir. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir þjóðar- búskapinn, að olían hækki ekki mikið. Góðærið, sem við höfum búið við, byggist að dtjúgum hluta á lækkun olíuverðs og verði þar á verulegar breytingar í hækkunarátt mun ský sannar- lega draga fyrir sólu efnahags- lífsins. Vert er að lokum, að staldra við ábendingu Þjóðhagsstofnun- ar um verðlagshorfur hér á landi. Sem fyrr segir hefur verð- bólgan ekki verið minni í fimmtán ár, en það er að mati stofnunarinnar nokkurt áhyggjuefni, að ekki skuli hafa tekist að fylgja eftir þeim árangri í verðlagsmálum, sem náðist á árinu 1986, og ná fram enn frekari lækkun verðbólg- unnar á þessu ári, ekki síst í ljósi hagstæðra ytri skilyrða þjóðarbúsins. Auðvitað er lækk- un verðbólgunnar, sem var komin á 130% hraða þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá 1983, mikið afrek og hefur skapað forsendur fyrir allt ann- ars konar og heilbrigðara þjóðlífi en hér var á verðbólguárunum. En við megum ekki sætta okkur við þær verðbólgutölur, sem við nú búum við, heldur eigum við að stefna ótrauð að því, að verð- bólga verði að minnsta kosti ekki hærri hér en í helstu við- skiptalöndum okkar. Það er mikið verk framundan og miklu skiptir að samstaða þjóðarinnar um að kveða niður verðbólgu- drauginn rofni ekki. Hagsmuna- samtök og stjómmálaflokkar, sem ekki átta sig á þessu lykilat- riði, vinna gegn þjóðarhag. Eftir Önnu Bjarnadóttur ÍRAN-hneykslið svokallaða hef- ur varpað skugga á öll önnur mál í Bandaríkjunum síðan í byrj- un nóvember. Oll kurl eru ekki komin til grafar enn og nokkrar nefndir í Washington eru önnum kafnar við að reyna að komast til botns í málinu. Ein þeirra, Tower-nefndin, sem Ronald Re- agan forseti skipaði sjálfur, mun skila áliti nú í vikunni. Þar verð- ur væntanlega varpað ljósi á hvemig viðskipti bandarískra stjórnvalda og írana hófust, hveijir áttu hugmyndina að þeim og hverjir gegndu lykilhlutverki í að koma þeim af stað. Reagan er sagður hafa orðið tvísaga í vitnisburði sinum fyrir nefnd- inni, hann sagðist fyrst hafa samþykkt að Israelar seldu Irön- um vopn fyrir hönd Bandaríkja- manna en sagði síðar, eftir fund með Donald Regan, starfsmanna- stjóra sínum, að hann hefði ekki gert það. Israelar hafa lofað nefndunum samvinnu. Blaða- maður Morgunblaðsins hitti einn af upphafsmönnum viðskiptanna að máli fyrir skömmu. Greinin hér á eftir er byggð á frásögn hans og ítarlegri grein um sama efni sem birtist í svissneska viku- blaðinu Die Weltwoche. David Kimche, þv. ráðuneytis- stjóri ísraelska utanríkisráðuneytis- ins, var að undirbúa ferð til Washington í júní 1985 þegar Shim- on Peres, þv. forsætisráðherra Israels, kallaði hann á sinn fund og bað hann um að hitta Robert McFarlane, þv. öryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, að máli í Was- hington. „Spurðu hann hvort hann hafi svar í sambandi við íran,“ sagði Peres. „Schwimmer setur þig inn í smáatriðin í málinu.“ A1 Schwimmer er stofnandi og forstjóri flugvélafyrirtækisins Israel Aircraft Industries, sem framleiðir Kfir-hervélar, og góður vinur Peres- ar. Hann sagði Kimche að Michael Ledeen, sérstakur sendifulltrúi McFarlanes og sérfræðingur í bar- áttunni gegn hryðjuverkum, hefði átt fund með Peres í maí og beðið hann um að vera stjórnvöldum í Washington innan handar um upp- lýsingar varðandi íran þar sem Bandaríkjamenn væru ófærir um að fylgjast sjálfir nógu vel með framvindu mála þar. Þeir töluðust við undir fjögur augu og því veit enginn nema þeir hvað þeim fór á milli. Ledeen þvertekur nú fyrir að hann hafi beðið Peres um að koma Bandaríkjamönnum í samband við íranska leiðtoga fyrir hönd Þjóða- röryggisráð Bandaríkjaforseta. Schwimmer sagði hins vegar að Ledeen hefði beðið Peres um að koma á sambandi milli Bandaríkja- manna og írana, en einhver annar Bandaríkjamaður kann að hafa gert það. ísraelar töldu í það minnsta, að bandarísk stjómvöld vildu að þeir kæmu þeim í samband við ír- ani. Mikilvæg-i írans ísraelar hafa löngum talið mikil- vægt að halda tengslum við írani, þrátt fyrir ofstæki stjómvalda, og hvöttu Bandaríkjamenn árangurs- laust til að hafa samband við þá á árunum 1981 og 1982. „ísraelar álíta íran mjög mikilvægt ríki vegna legu þess, sögu og áhrifanna sem það hefur í Austurlöndum nær,“ sagði heimildarmaður Morgun- blaðsins. „Áhrif íranskra stjóm- valda nú eru mjög neikvæð, þau styðja útbreiðslu islambyltingarinn- ar og alþjóðahryðjuverk. Við ísrael- ar teljum að það verði að gera allt sem hægt er til að draga úr þessum neikvæðu áhrifum. Það verður ekki gert með því að hundsa landið eða varpa kjamorkusprengju á það. Það verður að finna aðrar leiðir til að vinna á móti hinum neikvæðu áhrif- um sem það hefur." McFarlane er sammála ísraelum um heimspólitískt mikilvægi Irans. Hann lagði til á fundi í Hvíta hús- inu hinn 17. júní 1985 að forsetinn gæfi út heimild til að selja írönum vopn í því skyni að draga úr áhrif- um Sovétmanna í landinu. George Shultz, utanríkisráðherra, taldi hugmyndina siðlausa og Caspar Vonin um að geta náð sambandi við hægfara öfl í Iran réð ák- vörðunum í ísrael og Banila- ríkjunum, þegar vopnsalan hófst. Nú silja ráðamenn í Washington uppi með vandann en Kohmeini heldur sínu. Weinberger, varnarmálaráðherra, þótti hún svo fjarstæðukennd að hann vildi ekki einu sinni ræða hana. En McFarlane lét viðbrögð ráð- herranna ekki á sig fá. Hann hitti Kimche, sem er gamall vinur hans, hinn 3. júlí. Þeir vom sammála um hvernig ísraelar gætu reynt að koma á sambandi milli Teheran og Washington. Þeir minntust ekki einu orði á bandarísku gíslana fimm í Líbanon og Ledeen segist heldur ekki hafa rætt um gíslana við Peres á fundinum í maí. íranir buðu gísl í skipt- um fyrir bandarísk vopn ísraelar voru reiðubúnir að að- stoða Bandaríkjamenn þegar þeir báðu um hjálp. Svo vildi til að vopnakaupmaðurinn, Adnan Kas- hoggi frá Saudi Arabíu, hafði lcyni’.t íranska kaupsýslumanninn Manuc- hehr Ghorbanifar fyrir ísraelanum Jacob Nimrodi í febrúar 1985. Nimrodi var hermálaráðgjafi í ísra- elska sendiráðinu í Teheran frá 1961 til 1975 og stjómaði um leið starfi Mossad, ísraelsku leyniþjón- Sameinuð geta Nc lönd haft veruleg Ræða Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra áþing Hér birtist i heild ræða sú, sem Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, flutti á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í gær. Norðurlandaráð hefur á undan- fömum ámm breyst mjög í sínum störfum. Þó áhersla sé enn lögð á menningarlegt samstarf Norður- landanna og á engan máta úr mikilvægi þess dregið hefur sam- starf á sviði efnahagsmála aukist. Starfsemi Norræna fjárfesting- arbankans er e.t.v. áþreifanleg- asta dæmið um árangursríkt samstarf á sviði efnahagsmála. Bankinn hefur sannað tilvemrétt sinn. Hann hefur komið miklu til leiðar og stuðlað að mörgum mikil- vægum samstarfsverkefnum. Samstarf Norðurlandanna á sviði rannsókna og tilrauna var um áratugi innan NORDFORSK. Það samstarf var að mínu mati eitt hinna merkari sem Norður- löndin hafa átt. Nú hefur þetta samstarf færst til Norðurlandar- áðs. Eg vil leyfa mér að vona, að það verði ekki síður árangursríkt nú og sérstaklega að það dmkkni ekki í pappírsflóðinu. Á þessu sviði er væntanlegt samstarf landanna að líftækni- rannsóknum. Við fögnum því, íslendingar, ef ákveðið verður að vinna saman að slíkum rannsókn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.