Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞKIÐJUDAGUK 24. FEBKÚAK 1987 31 ræða- *8LQl3L janna og írans ustunnar, í íran. Hann talar fljúg- andi farsi. Ghorbanifar hafði hug á að kaupa vopn fyrir íran. Hann hafði augsýnilega mjög góð sam- bönd í íran, þar á meðal við Hussein Mussavi, forsætisráðherra, og sýndi fram á að hann réði yfír háum fjár- upphæðum í svissneskum banka. ísraelar féllust á að selja honum ísraelsk vopn gegn því að íranir útveguðu þeim sovéskan T-72 skriðdreka. Iranir skiptu um skoðun áður en varð að viðskiptunum og fóru fram á að fá 500 bandarískar TOW-eldflaugar í stað ísraelskra vopna. Nimrodi gat ekki orðið við því en Ghorbanifar, sem kallar ekki allt ömmu sína, spurði þá hvort að hann gæti það ef William Buckley yrði látinn laus í staðinn. Buckley, yfirmaður CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar, í Líbanon, var tekinn gísl í mars 1984 og Bandaríkja- mönnum var mjög umhugað að fá hann lausan. Kimche kom við í París á leiðinni frá Washington. Þar lágu skilaboð fyrir honum frá Jerúsalem um að fara til Genfar í Sviss að hitta Schwimmer og Nimrodi. Kashoggi var einnig í Genf. Hann sagðist hafa mælt þeim mót við Ghorbani- far og „aðra mikilvæga írani" í Hamborg, en þar er miðstöð írana í Evrópu. Þeir flugu þangað og áttu fund með Ghorbanifar og Ayatollah Karoubi, sem er varamaður Has- hemi Rafsanjani, forseta íranska þingsins. „Við vissum að hann var áhrifaríkur í íran og hann kom mjog vel fyrir," sagði heimildar- maður Morgunblaðsins. „Nefndin sem fer með mál leyniþjónustunnar í bandaríska þinginu gerði þau reg- inmistök að nefna hann á nafn í skýrslu. Síðan er ekki vitað hvað hefur orðið um hann." Karoubi sagði frá pólitísku stöð- unni í íran í smáatriðum. Af orðum hans varð ljóst að mikil togstreita ríkir meðal hinna ýmsu múlla og ajatolla, jafnt í innanríkis- sem ut- anríkismálum. Sumir þeirra vilja þjóðnýta allt tafarlaust en aðrir vilja fara hægar í sakirnar, sumir telja Bandaríkin vera erkióvininn en aðr- ir óttast Sovétríkin meira. Orð Karoubis hljómuðu í eyrum ísrael- anna eins og bón til Vesturlanda um að láta íran ekki falla í hendur öfgasinna að Khomeini gengnum. Hann sagði að deilur hinna ýmsu fylkinga myndu margfaldast þegar Khomeini félli frá og framtíð írans ylti á því hver þeirra yrði ofan á í valdabaráttunni. Hann gaf til kynna að íran gæti orðið „annað Líban- on", aðeins stærra og hættulegra, eða „sovéskt leppríki innan tveggja ára" ef ráðamenn á Vesturlöndum reyndu ekki að styðja fylkingu sem er hliðholl þeim í íran. ísraelarnir þrír skildu mikilvægi þess að nota þetta tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á framtíð írans. „Það hefði verið glæpsamlegt að nýta það ekki," sagði heimildar- maður Morgunblaðsins. Þeir spurðu hvernig þeir gætu aukið tengslin við Iran. Ghorbanifar varð fyrir svörum, sagði að þeir yrðu að sanna að þeim væri alvara og þeir gætu gert það með því að útvega bandarísk vopn. „Við getum sannað að okkur er alvara með því að fá gísla látna lausa," sagði hann. McFarlane var gerð grein fyrir Hamborgar-fundinum og sagt að Ghorbanifar vildi fá 500 TOW- eldflaugar. Hann lét Shultz vita að Israelar hefðu komist í samband við áreiðanlegan írana hinn 14. júlí. McFarlane og Shultz heimsóttu Reagan skömmu seinna á Bethesda herspítalann, hann var að jafna sig eftir uppskurð, og kynntu honum málavexti. Forsetinn er sagður hafa áttað sig strax á því að hér var um skipti á vopnum fyrir gísla að ræða. Og hann áttaði sig um leið á mikil- vægi þess að komast í tengsl við íranska fylkingu sem gæti hugsan- lega dregið úr hiyðjuverkum í framtíðinni. McFarlane lét Kimche vita að hann gæti haldið ótrauður áfram. Shultz og Weinberger lýstu enn yfir andstöðu sinni gegn vopnasölu til írans á fundi öryggisráðsins hinn 8. ágúst. En McFarlane fékkvilyrði forsetans fyrir því að láta ísraela fá vopn í stað þeirra sem þeir seldu írönum. Hann hitti Kimche daginn eftir og ísraelar eru sannfærðir um að þeir höfðu leyfi leiðtoga Banda- ríkjanna til að selja írönum vopn. Vantraustið jókst og nýir menn tóku við ísraelar ákváðu að láta írani ekki. fá allar 500 eldflaugarnar í einu heldur sendu þeim fyrst aðeins 100 stykki. Ekkert heyrðist frá Teheran svo Nimrodi hafði sam- band við Ghorbanifar sem sagði honum að hringja í Mussavi. „Þið senduð okkur 100 TOW-eldflaugar en við sömdum um 500. Við sendum ykkur höfuðið og annan fótinn af Buckley," sagði forsætisráðherr- ann. Afgangurinn af eldflaugunum var strax sendur til Teheran. Ghor- banifar hafði samband daginn eftir, hinn 14. september, og lét vita hvar og hvenær Benjamin Weir yrði lát- inn laus. Það var ekki minnst á Buckley, enda var hann löngu lát- inn. ísraelar töldu að nú væri óhætt að halda frekari viðskiptum áfram en upp frá þessu hlupu æ fleiri snurður á þráðinn og vantraust jókst á báða bóga. McFarlane varð þreyttur á eilíf- um deilum við Donald Regan þetta haust og ákvað að hætta í Hvíta húsinu. En hann vildi fyrst dæma sjálfur um hversu áreiðanleg tengsl bandarísku stjórnarinnar við íran væru og hvort að það ætti að halda þeim áfram. Bandarískir ráðamenn deildu harðlega sín á milli um sam- skiptin við Iran, sumir töldu rétt að þróa þau frekar af heimspólitísk- um ástæðum en aðrir vildu hætta þeim vegna tengsla írans við hryðjuverkamenn. McFarlane hitti Ghorbanifar í London hinn 8. des- ember ásamt Kimche og Ollie North, þv. starfsmanni öryggisráðs- ins. Fundurinn gekk illa, McFarlane og Ghorbanifar áttu ekki skap sam- Gíslarnir skyggðu á allt annað ÁHUGI Bandaríkjamanna á að fá gísla úr haldi og ósamræmi í aðgerðum CIA, bandarisku leyni- þjónstunnar, og Þjóðaröryggis- ráðsins í vopnasölunni til Irans spilltu fyrir samskiptum banda- rískra og íranskra stjórnvalda í fyrra. Þetta kemur fram í við- tali við Saudi-Arabann Adnan Kashoggi sem birtist í breska blaðinu The Observer á suniiu- dag. Kashoggi, sem er yfirleitt titlaður vopnakaupmaður en kýs heldur að vera kallaður kaupsýslumaður, gegndi lykilhlutverki í að koma á samskiptum milli Bandaríkjamanna og írans. Hann segist stöðugt vinna að því að koma á friði í Austurlönd- um nær og þess vegna hafi hann skrifað Robert McFarlane, þv. ör- yggismálaráðgjafa Bandaríkjanna, Adnan Kashoggi, hinn heims- frægi vopnasali, sem vill láta kalla sig kaupsýslumann, er þeirrar skoðunar, að áhugi Bandaríkjamanna á því að fá gísla lausa hafi spillt fyrir vopnasölunni til írans. langt bréf í júlí 1985 til að segja honum að íranski kaupsýslumaður- inn Manuhcher Ghorbanifar gæti komið á tengslum við stjórnvöld í íran. Það tókst fyrir milligöngti ísraela. Hann segir í viðtalinu að Banda- ríkjamenn hafi í upphafi viljað selja írönum 500 TOW-eldflaugar fyrir 5 milljónir dollara en ekki treyst því að þeir myndu borga. Ghorban- ifar bað hann um að borga upphæðina fyrirfram til að sýna að írönum væri alvara og hann sam- þykkti að greiða eina milljón. Viðskiptin náðu fram og Kashoggi var sannfærður um að samband Bandaríkjamanna við Ghorbanifar og íran myndi verða Mið-Austur- löndum til heilla. Viðskiptin gengu hægt og ferð McFarlanes til Irans spillti fyrir þeim. „McFarlane fór og talaði t>ara um gíslana," sagði Kashoggi. „íran- ir viðurkenna auðvitað ekki að þeir hafi neitt með gísla að gera. Hann setti þeim úrslitakosti er þeir létu sem vind um eyru þjóta og þá strunsaði hann út og flaug á brott eins og hermaður." Það bætti ekki úr skák að CIA fór að selja Hashemi Rafsanjani, an. Kimche reyndi að útskýra fyrir McFarlane að Ghorbanifar væri lævís og jafnvel lygari en hann hefði sýnt að hann gæti staðið við smn hluta samkomulagsins. McFarlane hlustaði ekki á hann og sagði Ghorbanifar að annað hvort yrði að láta alla gíslana lausa strax eða Iranir fengju ekki eitt vopn til viðbótar. Viðskiptunum við íran virtist þar með lokið. Kimche ráðlagði ísraelum að gera hlé á samskiptunum við írani eftir þennan fund og Amiram Nir, hryð|uverkaráðgjafi Peresar, tók við íran-málinu af honum. John Poindexter tók við af McFarlane í Hvíta húsinu og fól North að sjá um íran. Hann var þegar með sam- skiptin við kontra-skæruliða í Nicaragua á sinni könnu. Tveir fé- lagar hans, Richard Secord, bandarískur herforingi á eftirlaun- um, og íranski kaupsýslumaðurinn, Albert Hakim, sem höfðu átt þátt í vopnasmygli til kontra-skæruliða, urðu milligöngumenn bandarísku stjórnarinnar við íran. Reagan gaf út skriflega heimild fyrir vopnasölu til írans hinn 17. janúar 1986. North sagði írönum að leggja greiðsluna fyrir vopnin inn á bankabók í svissneskum banka sem kontra-skæruliðar höfðu einnig aðgang að. Samskiptin við íran fóru út um þúfur eftir þetta og í nóvemb- er 1986 var öllu ljóstrað upp. Ísraelar eru enn í dag sannfærðir um að það var „siðferðilega og pólitískt" rétt að reyna að komast í samband við öfgalaus öfl í íran og McFarlane, sem reyndi að fremja sjálfsmorð fyrir nokkru, telur að hlutirnir hefðu farið öðruvísi ef hann hefði ekki hætt í Hvíta húsinu. forseta íranska þingsins, vopn upp á eigin spýtur. CIA var mjög um- hugað um að.fá William Buckley, fv. starfsmann sinn í Líbanon, úr haldi. Ollie North, sem sá um tengsl Þjóðaröryggisráðsins við írani, vissi ekki að ClA var einnig að selja þeim vopn. Hann setti upp mun hærra verð en leyniþjónustan og notaði ágóðann til að styrkja kontra-skæruliða í Nicaragua. Iran- ir brugðust illa við þegar þeir tóku eftir verðmuninum á vopnunum og héldu að Ghorbanifar væri að svindla á þeim, en hann vissi heldur ekki af vopnasölu CIA. Kashoggi tapaði stórfé á við- skiptum Bandaríkjamanna og írana. Hann varð að veðsetja stóran hluta eigna sinna og fékk meðal annars 2,5 milljónir dollara, um 98 milljónir ísl. kr., að láni hjá Tiny Rowland, stjórnarformanni Lonrho og eiganda 77ie Observer. Þeir gerðu upp reikninga sína í síðustu viku. En Kashoggi á fúlgur inni hjá Lake Resources, póstkassafyrir- tækinu í Sviss, sein North notaði í viðskiptunum við íran, og hefur höfðað mál á hendur því. orður- áhrif > gi Norðurlandaráðs ir- ;ta ir- að íkt aii «t ni- ví, að ;n- um á íslandi. Við teljum möguleik- ana mikla og erum sannfærðir um, að slíkt samstarf getur fært lönd- unum öllum mikið í aðra hönd. Norðurlöndin sem heimamark- aður er að öllum líkindum mikil- vægasta hugmyndin á sviði efnahagsmála. Ef henni verður hrint í framkvæmd mun hún hafa mjög mikil áhrif á efnahagsþróun á Norðurlöndum. í vegi þessarar hugmyndar virðast þó enn vera Steingrímur Hermannsson ýmsar hindranir. Mun ég nefna nokkrar. í öllum löndunum er innflutn- ingur landbúnaðarafurða miklum takmörkunum háður, enda land- búnaður víðast hvar styrktur mjög með opinberum aðgerðum. Ég tel ólíklegt að á þessu verði breyting á næstu árum. Þessa gætir einnig í sjávarút- vegi, því miður. í nafni byggða- stefnu er hann t.d. styrktur mjög í Noregi og svo er reyndar víða utan Norðurlanda, t.d. í Kanada og innan Efnahagsbandalagsins. Þar sem framleiðendur sjávaraf- urða keppa á alþjóðlegum mörkuð- um, er þetta að sjálfsögðu í hæsta máta óeðlilegt. Svipað má raunar segja um suma iðnaðarframleiðslu, eins og t.d. báta- og skipasmíðar. Á allra vitorði er, að þær njóta víða mik- illa opinberra styrkja. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort slíkar verndaðar atvinnu- greinar eiga að vera utan hugtaks- ins „Norðurlönd sem heimamark- aður". Það kann að vera eðlilegt með framleiðslu einstakra land- búnaðarafurða, sem fyrst og fremst er neytt í framleiðslu- landinu, og segja má að séu hverju landið nauðsynlegar. Varla verður hið sama sagt um það sem keppir á alþjóðlegum mörkuðum. Með tilvísun til þess sem ég hef nefnt óttast ég að Norðurlöndin sem sameiginlegur heimamarkaður kunni að eiga nokkuð langt í land. Gyldenhammer-tillögurnar eru að mínu mati eitt merkasta fram- takið á sviði efnahagsmála. Þar er um raunhæfar tillögur að ræða sem fróðlegt verður áð sjá hvort tekst að framkvæma. Af mörgum ástæðum er æski- legt að Norðurlöndin standi saman og komi sem mest fram sem ein heild. Ástand heimsmála er þann- ig, að engin þjóð getur látið það afskiptalaust. Sameinuð geta Norðurlöndin haft veruleg áhrif. Eg nefni kjarnorkuvopnakapp- hlaupið, sem er fyrir löngu komið á svo alvarlegt stig, að segja má að heimurinn standi á bjargbrún- inni. I þeim efnum er ekkert viðun- andi nema útrýming kjarnorku- vopna. Þótt þetta mál sé fyrst og fremst í höndum stórveldanna verða Norðurlöndin að beyta áhrif- um sínum eins og þau geta. Ég nefni einnig vaxandi meng- un og spillingu umhverfis. Þar er af nógu að taka. Slysið í Chernobyl færði okkur heim sanninn um það, að hin fjöl- mörgu kjarnorkuver eru óörugg og ógnun við heimsbyggð. Þau verður að setja undir strangt al- þjóðlegt eftirlit. Eyðing skóga og annars gróðurs og mengun vatna er nærtækt dæmi. Er furðulegt hve hægt gengur að fá þar snúið vörn í sókn. Eitt alvarlegasta dæmið um spillingu umhverfis er eyðing hins svonefnda ozone-lags. Fyrir því eru nú óyggjandi sannanir. Samt sem áður þrjóskast menn við og haldið er áfram framleiðslu þeirra efna, sem tjóninu valda. Á slíkum sviðum og fjölmörgum öðrum þurfa Norðurlöndin að beita sér í vaxandi mæli. Norður- landabúar eru þekktir fyrir að vera víðsýnt fólk, sem byggir ákvarðanir sínar á rökrænni hugs- un. Norðurlöndin sameinuð geta því átt stóru hlutverki að gegna í þeirri viðleitni að bæta mannlíf á þessari jörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.