Morgunblaðið - 24.02.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 24.02.1987, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags íslands, flytur setningarræðu sina. Nokkrir búnaðarþingsfulltrúar á setningarfundinum. Morgunbiaðia/Bjami Búnaðarþing sett í gær: Bændastéttín er í biðstöðu og verður að þrauka um sinn segir Asgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags Islands Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og Steinþór Gestsson á Hæli, stjórnarmaður í Búnaðarfélagi íslands. „HORFUR í landbúnaði eru ekki góðar þó tíðarfarið hafi oftast leikið við bændur að undanförnu, eins og aðra landsmenn,“ sagði Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags íslands, meðal annars í setningarræðu sinni við upphaf 69. búnaðarþings í gær- morgun. Viðstaddir setninguna voru búnaðarþingsfulltrúar og fjöldi gesta, meðal annars Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, ráðherrar og alþingismenn. Jón Helgason landbúnaðarráðherra flutti ávarp við setningarathöfn- ina. Þetta búnaðarþing er það fyrsta á kjörtímabili núverandi búnaðar- þingsfulltrúa. Þeir eru alls 25 úr öllum landshlutum. Níu þeirra hafa ekki setið búnaðarþing áður, þar af 2 konur og er þær fyrstu konum- ar sem kosnar em til setu á búnaðarþingi. Áður hefur kona setið þingið sem varamaður. Búnað- arþing stendur venjulega í hálfan mánuð. Fjallað er um ýmis land- búnaðarmál, bæði í nefndum og á i búnaðarþingsfundum. Fyrsta dag- inn var til dæmis §öldi fmmvarpa og þingsályktunartillagna, sem liggja fyrir Alþingi, lagður fram. í lok búnaðarþings verður kosin ný stjóm fyrir félagið til flögurra ára. Aðlögunin verði fram- lengd til aldamóta í setningarræðu sinni sagði Ás- geir Bjamason frá stofnun Suður- amtsins húss- og bústjómarfélags árið 1837 en það var forveri Búnað- GENGIS- SKRÁNING Nr.36 - 23. febrúar 1987 Ein.Kl. 09.15 Kr. Kaup Kr. Sala Toll- gengi Dollari 39,230 39,350 39,230 Stpund 60,257 60,442 60,552 Kan.doUari 29,528 29,619 29,295 Dðnskkr. 5,7062 5,7236 5,7840 Norekkr. 5,6272 5,6444 5,6393 Sœnskkr. 6,0517 8,6534 6,0702 6,0911 Fi.mark 8,6798 8,7236 Fr.franki 6,4613 6,4811 6,5547 Belg. franki 1,0387 1,0418 1,0566 Sr.franki 25,4245 25,5023 26,1185 HoILgyilini 19,0437 19,1019 19,4303 21,9223 V-þ. mark 21,5136 21,5794 ítlira 0,03025 0,03035 0,03076 Austurr. sch. 3,0597 3,0691 3,1141 Port escudo 0,2780 0,2789 0,2820 Sp.peseti 0,3054 0,3063 0,3086 Jap.yen 0,25552 0,25630 0,25972 Irsktpund 57,223 57,398 58,080 SDR (Sérst) 49,5656 49,7169 50,2120 ECU, Evrópum. 44,4084 44,5442 45,1263 arfélags íslands. í ár heldur Búnaðarfélagið því upp á 150 ára afmæli sitt. „Á þessum merku tíma- mótum kemur það fram í huga minn, hvort við höfum gengið til góðs, götuna fram eftir veg. Þegar ég lít til allra átta, lands og sjávar, ber saman fortíð og nútíð, þá svara ég þessari spumingu hiklaust ját- andi,“ sagði Ásgeir. Nefndi hann ýmis dæmi um þróun mála á liðnum ámm, meðal annars löggjöf um málefni landbúnaðarins. „Bændastéttin er í biðstöðu og verður að þrauka um sinn og sjá til hvort það ástand sem nú ríkir, lagast ekki bráðlega," sagði form- aður Búnaðarfélagsins. Hann sagði að sauðfjárræktin ætti við mikil vandamál að etja. Innanlandssala á dilkakjöti væri að dragast saman og vandamál virtust vera hjá ullar- verksmiðjunum að nota íslensku ullina. Ásgeir sagði að búvörulögin hefðu verið umdeild en nauðsynleg, því ófremdarástand ríkti nú í at- vinnugreininni ef þau hefðu ekki verið sett. Varðandi þann þátt þeirra, sem snýr að búháttabreyt- ingum og stuðningi við nýjar búgreinar, sagði hann, að langan tíma tæki að byggja upp ný bú og koma þeim í arðsamt horf, hvort sem það væru refa- og minkabú, fiskeldi, ferðamannaþjónusta eða eitthvað annað, og væri því nauð- synlegt að lengja aðlögunartímann myndarlega, og hafa hann til næstu aldamóta. Endurmenntunamefnd Há- skóla íslands í samvinnu við Félag viðskipta- og hagfræðinga heldur stutt námskeið eða kynn- ingu um tengsl upplýsingatækni við stefnumótun fyrirtækja fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.00 til 17.00. Fyrirlesari verður Guðjón Guð- mundsson cand. merc., en hann rekur fyrirtækið Rekstrarráðgjöf og er stundakennari við viðskipta- deild Háskólans. Á námskeiðinu verða kynnt eftir- talin atriði: Hvað eru „strategisk" kerfi? — Hver er munurinn á þeim og hefðbundnum kerfum? — Hver er árangur fyrirtækja af samhæf- Árangnr í uppbyggingu nýrra búgreina Jón Helgason landbúnaðarráð- herra ræddi meðal annars um búvörulögin og búháttabreytingar í ávarpi sínu. „Oflugur stuðningfur við nýja atvinnustarfsemi í sveitum skyldi koma í stað meira en hálfrar aldar þróunar þegar bændastéttinni fækkaði stöðugt," sagði Jón. Hann ingu upplýsingatækni og stefnu- mótunar og hvaða aðferðum getur fyrirtæki beitt til að nýta sér þessa tækni og þar með auka samkeppnis- hæfni sína? Námskeið þetta er fyrst og fremst ætlað stjómendum fyrir- tækja og stofnana og háskólamönn- um sem vinna við hverskonar stjómun, markaðsmál, starfs- mannamál, fjármál, tölvumál o.s.frv. Skráning þátttakenda er á aðal- skrifstofu Háskóla íslands og em allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu endurmenntunarstjóra Háskólans í Nóatúni 17. (Fréttatílkynnmg.) sagði að hin þrönga staða land- búnaðarins hefði tafið fyrir nýrri uppbyggingu en eigi að síður hefði vemlegur árangur náðst. Nefndi hann að undanfarin þijú ár hefði ferðaþjónustubændum fjölgað um meira en helming, refastofninn tífaldast, minkastofninn tvöfaldast og fiskeldi hefði bjargað stijálbýlu byggðarlagi frá hmni. „Með tilliti til þessarar reynslu hafa núverandi stjómarflokkar samþykkt að beita sér fyrir því að framlög ríkisins til Framleiðnisjóðs haldi áfram eftir 1990, þegar núgildandi ákvæði laga fellur úr gildi," sagði Jón. Skipulagt átak til út- rýming-ar riðuveiki Jón sagði að verið væri að vinna að öðmm tillögum sem hann hefði lagt fram í ríkisstjóminni. Kvaðst hann hafa gert tillögu um skipulagt átak til útrýmingar riðuveiki á næstu tveimur ámm. Einnig að endurgreiddur verði meirihluti af verðskerðingu innan búmarks á inn- leggi kindakjöts á síðastliðnu hausti. Væri verið að ljúka við að ganga frá leiðréttingum og útreikn- ingum á endurgreiðslum, þannig að skerðing á búum innan við 200 ærgilda ffamleiðslu fari ekki yfír 5.000 krónur, 200-300 ærgilda bú- um ekki yfir 7.500 kr. og á búum með 300-400 ærgildi væri miðað við 10.000 krónur. Samin hefði verið viðbót við reglugerð um full- virðisrétt á kindakjöti fyrir næsta haust, á gmndvelli þeirrar reynslu sem fengist hefði. Þar væri meðal annars ákvæði um að úthluta nokkmm viðbótarfullvirðisrétti til þeirra sem verið hefðu að koma sér upp bústofni á síðustu ámm. Aug- ljóst væri að hlutur þeirra yrði að vera sambærilegur við aðra. Enga skerðingn í nýjum búvörusamningum Jón sagði: „Þá er nú verið að semja til tveggja ára í viðbót við Stéttarsamband bænda um afúrða- magn á mjólk og kindakjöti. Slíkt er nauðsynlegt til að bændur viti hvaða lágmarkstryggingu þeir muni fá á þeim ámm, þar sem þeg- ar á komandi vori fara þeir að leggja gmndvöll að framleiðslunni. Ég hef lagt áherslu á að nú verði Iagt til grandvallar við samnings- gerðina sama sjónarmiðið og við samniginn á síðastliðnu hausti, að bændur fengju að jafnaði ekki minni fullvirðisrétt og þeir fá á þessu verð- lagsári. Með búvörasamningunum og stjom mjólkurframleiðslunnar hefur á skömmum tíma tekist að ná viðundandi jafnvægi í mjólkur- framleiðslunni. Mjólkurframleið- endur hafa sér nú skýra fram- leiðsluviðmiðun til þess að hagræða framleiðslu og notkun aðfanga, með þeim árangri að kjamfóðumotkun hefur víða stórlega minnkað og nýting heimafengis fóðurs batnað að sama skapi. Bendir flest til þess að afkoma mjólkurframleiðenda sé betri en oft áður.“ Tónlistar- hátíð NFS í KVÖLD, þriðjudaginn 24. febr- úar, heldur Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðumesja tón- listarhátíð í Stapa Njarðvíkum og hefst hátíðin kl. 21.30. Á tónlistarhátíðinni koma fram hljómsveitimar Grafík, Ofris, Rauð- ir fletir og Bjöm Thoroddsen og co. Á dagskránni verða einnig atriði frá tónlistarskóla Keflavíkur og Sverrir Stormsker kemur fram. Vík í Mýrdal: Formenn flokk- anna á land- bunaðarfundi FORMENN stjómmálaflokkanna hafa verið boðnir á almennan fund um landbúnaðarmál, sem Félag sauðfjárbænda í Vestur- Skaftafellssýslu heldur í Vík næstkomandi laugardag, 28. fe- brúar. Formennimir hafa þegið boðið, nema Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem verður erlendis. Fundurinn verður haldinn í Leikskálum í Vík og hefst klukkan 13.30 Kynning á tengslum upplýsingatækni við stefnumótun fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.