Morgunblaðið - 24.02.1987, Side 33

Morgunblaðið - 24.02.1987, Side 33
f MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 33 Hlutafélag um Útvegsbankann: Hlutafé allt að þús- und miUjónir króna - Hluthafar fleiri en 50 áður en lýkur - Björn Dagbjartsson andvígur frumvarpinu - Nýtt starf sf ólk verður ekki ráðið Matthías Bjarnason, ráðherra bankamála, mælti í gær fyrir „samkomulagsfrumvarpi stjórn- arflokkanna“ um stofnun hluta- félags um Útvegsbanka Islands, sem „grundvallast á því að tíma- bært sé orðið að draga úr hlutdeild rikisins i bankakerfinu í heild“, eins og ráðherra komst að orði. Hlutafjáráskrift og hlut- afjárkaup verða öllum frjáls, en áherzla verður lögð á eignar- aðild fyrirtækja og einstaklinga í sjávarútvegi, viðskiptamanna bankans, sparisjóða og loks við- skiptabanka, „ef það mætti verða til að koma fram aukinni hag- ræðingu eða samruna í banka- kerfinu". Við umræðurnar lýstu þingmenn úr stjórnaandstöðu andstöðu við frumvarpið og Björn Dagbjartsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst ekki ætla að styðja það. Matthías Bjarnasona sagði brýna nauðsyn bera til þess að eiginfjár- staða hins nýja hlutafélagsbanka yrði traust. Stefnt er að því að hlut- afé bankans verði allt að 1,000 milljónir króna. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ríkissjóður hafi heimild til að leggja fram allt að 800 m.kr. sem hlutafé. Heimilað hámarksframlag ríkissjóð skal þó lækka jafnmikið og hlutafjáráskrift annarra aðila er umfram 200 m.kr. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að Fiskveiðasjóði verði heimilað að taka þátt í stofnun bankans með allt að 200 m.kr. hlutafjárframlagi. Þrjár undantekningar Ráðherra sagði að hinn nýja Út- vegsbanki lyti lögum um aðra hlutafélagsbanka með 3 undan- tekningum. Hann væri undanþeg- inn ákvæðum um tölu stofnenda, en þegar frá líður „munu hluthafar í hlutafélagsbankanum verða fleiri en 50 talsins". í öðru lagi er at- kvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkaður við 1/5. samanlagðra atkvæða. í þriðja lagi geta erlendir bankar átta allt að 25% hlutafjár. „Hér er í takmörkuðum mæli og í tilraunaskyni opnuð leið fyrir erlent framtaksfé og erlenda strauma inn íslenzkt bankakerfí", sagði ráð- herra. Kveðið er á um í frumvarpinu að fastráðnir almennir starfsmenn Útvegsbanka eigi rétt á starfí hjá hinum nýja banka. Skuldbindingar Útvegsbankans gagnvart Eftir- launasjóði starfsmanna nema hundruðum milljóna króna en falla til á mörgum áratugum. Ríkissjóður tekur, samkvæmt frumvarpinu, ábyrgð Útvegsbankans á skuld- bindingum Eftirlaunasjóðsins fram að yfirtökutdegi hlutafélags á bank- anum. Ríkissjóður axlar og áfram alla ábyrgð á skuldbindingum Útvegs- banka íslands, eins og annarra ríkisviðskiptabanka, fram að þeim tímamótum að bankinn verður lagð- ur niður. „Frá þeirri meginreglu að ábyrgð ríkissjóðs standi þar til skuldbinding sem Utvegsbanki hef- ur tekist á hendur hefur verið efnd er þó gerð sú undantekning, að ríkisábyrgð á innstæðum sem lagð- ar hafa verið inn í Útvegsbanaka íslands mun falla niður 1. mai 1989“. Ráðherra sagði frumvarpið byggja á samkomulagi eftir að aðr- ar leiðir, sem reyndar hafí verið, hefðu lokast. Útvegsbankinn veikari eftir breytinguna Ragnar Arnalds (Abl-Nv) sagði ríkisstjórnina hafa runnið á rassinn með allar fyrirætlanir um samræm- ingu og einföldun í bankakerfinu. Útvegsbankinn yrði veikari eftir en áður, sem hlutafélagsbanki en ríkis- banki. Hann varaði við eignaraðild erlendra banka, en sagði jafnframt, að eignaráhugi hjá þeim væri ekki til staðar. í málum Útvegsbankans hefur ríkisstjómin valið verstu leið- ina, sagði þingmaðurinn. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir (Kl.-Rvk.) sagði ósamkomu- lag stjómarflokkanna hafa leitt til hallærislausnar, þrautalendingar í málefnum bankans. Staða bankans verður mun veikari en væri hann ríkisbanki, sagði þingmaðurinn. Sigríður Dúna varaði sterkelga við hugsanlegum eignaráhrifum er- lendra banka í nýjum hlutafélags- banka, sem valdið gæti straumkasti í hagkerfinu. Þingmenn Kvenna- lista telja hina réttu leið að sameina Búnaðarbanka og Útevegsbanka í nýjum ríkisbanka. Stefán Benediktsson (A.-Rvk.) sagði ekki drengilegt að sparka í liggjandi menn, en sú væri staða ráðherranna í bankamálum. Hann sagði stefnu Alþýðuflokksins þá að sameina hefði átt ríkisbankana þijá: Landsbanka, Búnaðarbanka og Út- vegsbanka; skipta þeim síðan í tvær ámóta stórar bankasamstæður, þar sem önnur yrði ríkisbanki en hin hlutafélagsbanki, og allt hlutaféð boðið til sölu. Slíkt hefði stuðlað að eflingu bankakerfisins, jafnræðis milli ríkisbanka og einkabanka, sem og að arðsemissjónarmið réðu ferð í stýringu lánsfjármagns. Þingrnaðurinn gagnrýndi, hvem- ig staðið væri að stofnun hlutafé- lagsins um Útvegsbankann. Samkvæmt hlutafélagslögum yrðu hluthafar að vera fæst fímm að tölu, en hér hefði ríkið fmmkvæði að því að ganga gegn þeirri laga- reglu, þar sem hluthafí hins nýja banka væri aðeins einn. Af þessu taldi hann lítinn sóma. Erlent fjármagn ekki nýmæli Jón Kristjánsson (F.-Al.) taldi stofnun hlutafélags um Útvegs- banka skref í rétta átt, þar sem ekki hefði tekist samstaða um ann- að. Hann lagði áherslu á, að halda yrði áfram endurskoðun bankakerf- isins með það í huga m.a. að styrkja ríkisbankakerfið og veita góða þjón- ustu. Jón gat þess, að einstak þingmenn Framsóknarflokksin væm óánægðir með það að erlendi aðilar mættu eiga allt að 25% hlut afjár í Útvegsbankanum. Sjálfu kvaðst hann ekki hræddur við þett og benti á, að erlent fjármagn væi ekki nýlunda á íslandi, s.s. erlendc lántökur og fjármögnunarleiga me aðild útlendinga bæm vitni un Þingmaðurinn sagði, að með endui reisn Útvegsbankans væri sannai lega ekki verið að „sparka liggjandi mann“ heldur rétta honur hjálparhönd til að komast á fætur. Bjöm Dagbjartsson (S.-Ne kvaðst hafa sömu afstöðu til þeirra leiðar í málefnum Útvegsbankans sem farin væri með frumvarpini og aðrir góðir sjálfstæðismenn, s.í Geir Hallgrímsson. Þessi leið væn ófær. Það væri eins og ósýnileg hönd hefði teflt endurskoðun á málum bankans í tímaþröng, þar sem afleikir væm tíðir. Hann kvaðst taka undir gagnrýni stjómarand- stæðinga á fmmvarpið og sagðist ekki vera reiðubúinn að veita því brautargengi gegnum þingið eins og nú stæðu sakir. Þessi afstaða sín hefði ekki verið neitt launungar- mál í þingflokki sjálfstæðismanna. Að máli Bjöms loknu urðu nokk- ur skoðanaskipti um það, hvers vegna sú leið hefði ekki verið farin að sameina Búnaðarbanka og Út- vegsbanka. Viðskiptaráðherra kvaðst ekki hafa viljað ganga gegn eindreginni andstöðu starfsfólks Búnaðarbankans og varpaði fram þeirri spurningu til Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur (Kl.-Rvk.), sem gagnrýnt hafði ráðherrann, hvort hún treysti sér til að mæla með því. Sigríður Dúna kvaðst ekki hafa trú á því að allt starfsfólk bankans hefði verið á móti sameiningunni. Hún spurði, hver það væri, sem færi með yfírstjórn bankamála; hvort það væri ekki ráðherrann fremur en starfsfólk bankans. Hún kvaðst ekki mæla með því að ráð- herra beitti sér án nokkurrar tillits- semi í málinu, en við það væri ekki hægt að una að sameining ban- kanna tveggja strandaði á afstöðu starfsfólks Búnaðarbankans. Það ætti að vera hægt að leggja niður þessar deilur og finna leið til sam- komulags. Stefán Benediktssón (A.-Rvk.) tók í sama streng og taldi það hlálegt, að um tíu manna hópur í Búnaðarbankanum ásamt Stefáni Valgeirssyni hefði komið í veg fyrir að þessi leið yrði farin. Viðskiptaráðherra sagði einnig við umræðumar, að þótt núverandi starfsfólki Útvegsbankans yrði ekki sagt upp eftir að hlutafélagsformið yrði tekið upp myndi því fækka, þar sem ekki yrði ráðið í stöður sem losna. í því sambandi upplýsti hann, að árið 1984 hefðu 63 hætt störfum hjá bankanum, 69 árið 1985 og 63 árið 1986. Hann kvað ekki heldur þörf á, að ráða fólk til sumarafleys- inga, en starfsfólk í þeim störfum hefði verið 76 árið 1984, 99 árið 1985 og 85 árið 1977. J lnnflyl|sndur Tollskýrslur unnar samdœgurs. Þrautreynt starfsfólk. skipaafgreiösla jes zimsen hf Hafnarhúsinu v/hliðina á tollstööinni. S: 13025-14025. FRAKTÞJÓNUSTA - TOLLSKJÖL - HRAÐSENDINGAR COLT er skutbíll með framdrif, fáanlegur ýmist þrennra dyra eð fimm dyra. COLT er sérlega lipur í akstri, afar sparneytinn og hagkvæmur í rekstri. COLT er mjög notadrjúgur vegna þess aö hægt er að leggja aftursætið niður og auka þannig farangursrýmið stórlega. Verð frá kr. 347.000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.