Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, um starf ríkisstjómarinnar: I meginatriðum hefur allt verið gert sem um var samið í upphafi ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- ráðherra, sagði á opnum stjórn- málafundi í Lóni á Akureyri á laugardag að í meginatriðum hafi allt verið gert í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr, sem samið hafi verið um í upphafi, og fáar ríkisstjómir undanfarna áratugi hafi getað sagt kjósend- um sínum það með jafn skýmm hætti í lok kjörtímabils og nú. Fundurinn, sem Þorsteinn boðaði til, var fjölmennur, og tóku nokkrir fundarmanna til máls auk ráðherra. Fundarstjóri var Bárður Halldórsson. Þorsteinn Pálsson greindi í fram- sögu sinni ýtarlega frá störfum þeirrar ríkisstjómar sem nú situr og bar saman við fyrri stjómir. Hann lýsti því hvemig stjómin sner- ist gegn „ringulreiðaverðbólgu", að hagvöxturinn sé á hraðri uppieið aftur, viðskiptajöfnuður hafí náðst og það skipti miklu máli — þó marg- iriJíti aðeins á viðskiptahalla sem hugtak í hagskýrslum snerti hann hvern og einn. Hann sagði að vax- andi viðskiptahalli á ný myndi kalla á enn verri hlutföll milli atvinnulífs- ins í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna væri það einn mikilverðasti árangur sem náðst hefði að ná jöfn- uði í viðskiptum við útlönd. Enn- fremur sagði hann að stefnu í peningamálum hefði verið breytt og árangurinn hefði ekki látið á sér standa — spamaður í þjóðfélaginu hefði vaxið á nýjan leik. „Þaó er forsenda allra framfara að við spör- um sjálfir, íslendingar." Hann sagði einnig að erlendum skuldum hefði verið náð mikið niður, að kaup- máttur lægstu launa væri orðinn með því besta sem þekktist hér á landi og kaupmáttur ellilífeyris einnig. „Þetta em hinar tölulegu staðreyndir um hina vondu frjáls- hyggjuríkisstjóm sem ekki hefur hugsað um hag þeirra sem verst em settir!" sagði Þorsteinn. Hann sagði að í fjögurra ára samstarfi við Framsóknarflokkinn hefði á ýmsu gengið „en þó býst ég við að fáar ríkisstjómir undan- fama áratugi geti með jafn skýmm hætti sagt við kjósendur að kjörtímabiii loknu: við sömdum um að takast á við ákveðin verkefni. Þau vom ekki mörg en þau vom stór, en við getum sagt með sanni að í öllum meginatriðum hafí það verið gert sem samið var um.“ Fjármálaráðherra ræddi einnig um skattamál, sagði tekjuskatt af almennum launatekjum hafa lækk- að um 2.800 milljónir króna. Hann sagði ýmsa hafa verið vantrúaða á að staðgreiðslukerfí tekjuskatts gæti komist á svo fljótt sem stefnt er að, en „nú á skömmum tíma hefur verið leyst úr fjölda flókinna úrlausnarefna sem þessi um- fangsmikla kerfísbreyting felur í sér.“ Ráðherra sagði að formaður Alþýðuflokksins hefði helst mælt fyrir hrakspám varðandi stað- greiðslukerfíð. „Ég hygg að á bak við þetta allt standi sú eina ósk formanns Alþýðuflokksins upp úr að kannski hefði það verið, af flokkspólitískum ástæðum, hag- stætt fyrir Alþýðuflokkinn að ríkisstjóminni hefði ekki tekist að koma þessu máli fram. Alþýðu- flokkurinn hefði verið tilbúinn til þess að láta launafólkið bíða í heilt ár eftir þessari réttarbót, ef það hefði aðeins getað styrkt vígstöðu Alþýðuflokksins í kosningunum. Þetta virtist vera heilindin á bak við þeirra afstöðu." Þorsteinn minntist því næst á' atvinnulífíð. „Við viljum atvinnulíf sem byggir á grundvallarhugmynd- um um frelsi atvinnulífsins til að skapa arð í því skyni að byggja upp félagslega þjónustu, gott mennta- kerfí, sterka heilbrigðisþjónustu. Það á að byggja hér upp þjóðfélag mannúðar og markaðsbúskapar. Við viljum nota arðinn af markaðs- búskapnum til að byggja upp mannúðlegt og réttlátt þjóðfélag á íslandi." Hann nefndi einnig að tak- ast þyrfti á við verkefni í byggða- málum — til að treysta byggðir landsins, en engin von væri til að það tækist ef þeim árangri sem náðst hefur yrði glutrað niður. „Ef verðbólgan fer á fulla ferð á nýjan leik, ef viðskiptahallinn fer vaxandi aftur, ef erlendu skuldimar hlaupa upp á nýjan leik er engin von til þess að við getum með neinum þrótti eða afli tekist á við þessi verkefni.“ Hann sagði stjómvöld hafa verið á réttri leið. „Því verðum við að fá umboð til að halda áfram á þessari braut eftir kosningar. Ef við skiptum yfír á vinstri brautina þá fáum við verðbólguna sam- kvæmt hefðbundinni uppskrift, með venjulegri kjaraskerðingu í kjölfarið og skuldasöfnun." Þorsteinn sagði Alþýðubandalag- ið um aldur hafa verið höfuðand- stæðing Sjálfstæðismanna. Þar hafí m.a. verið menn, sem í gegnum tíðina hafi lifað á gömlu kreppuára- kenningunum um stéttarstríðið til lausnar á kjarauppgjörinu í þjóð- félaginu. „Nú höfíim við náð því meginmarkmiði sem boðskapur okkar flokks hefur byggst á alla tíð, að stétt standi með stétt. Við höfum náð að gera þjóðarsátt á vinnumarkaði.“ Hann sagði að eftir það væri eins og þessi meginboð- skapur Alþýðubandalagsmanna hafí fokið út í veður og vind. Kenn- ingar þeirra nái ekki lengur til fólksins. „Þeir eru nú í óða önn að sópa þeim undir teppið.“ Hann nefndi einnig að svo víðtæk sam- staða væri í landinu um aðild að vamarsamstarfi vestrænna þjóða og vamarsamstarfinu við Banda- ríkin að Alþýðubandalagið treysti sér ekki að gera það að kosninga- máli lengur. „Þessi flokkur lifír í pólitísku tilgangsleysi. Þessi gamli höfuðandstæðingur Sjálfstæðis- manna er varla verðugur keppi- nautur lengur. Því stöndum við allt í einu frammi fyrir því að Alþýðu- flokkurinn er orðinn höfuðandstæð- ingur." Þorsteini varð tíðrætt um Alþýðuflokkinn — sagði málflutn- ing hans skrum eitt, Alþýðuflokks- menn segðu eitt í dag og annað á morgun. Hann sagði Alþýðuflokks- menn hafa lýst því yfír að þeir vildu mynda viðreisnarstjóm að kosning- um loknum — en slíkar yfirlýsingar væru hins vegar fyrst og fremst til að ná í atkvæði frá Sjálfstæðis- mönnum, ekki til að leggja málefna- legar línur fyrir kosningabaráttuna. Þorsteinn sagði ákaflega lítið að marka slíkar yfírlýsingar fyrir kosningar, það sýndi sig þegar stjómmálasagan síðustu áratugi væri skoðuð. Forystumenn Alþýðu- flokksins hefðu hvað eftir annað lýst því yfír að þeir vildu ekki taka þátt í vinstri stjóm en hefðu síðan gengið á bak orða sinna þegar í stað að kosningum loknum. Einnig væri ómögulegt að segja til um slíkt samstarf fyrir kosningar þar sem úrslit kosninganna réðu því hver valdahlutföllin yrðu og fyrr en þau lægju fyrir væri ekki hægt að ræða stjómarmyndun. Þorsteinn sagði kosningamar vit- anlega snúast um það hvemig ríkisstjóm yrði mynduð í landinu og kostimir væru aðeins tveir. Ann- ars vegar að mynduð yrði stjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn yrði í lykilhlutverki, hins vegar að „kasta atkvæði sínu á þann veg að meiri líkur verði á vinstri stjórn“. Þorsteinn sagði grundvallar- ágreining milli Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu. Sagði krata vilja einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn en „við viljum samræmt réttindakerfi í valddreifðu lífeyris- sjóðakerfi. Við viljum að iðgjöldin standi undir útgjöldum en stjómin sé hjá einstökum lífeyrissjóðum“. Hann sagði það hafa pólitíska þýð- ingu að dreifa þannig valdinu yfír fjármununum. Að draga ekki stjómina á þessum spamaði, sem muni fara mjög ört vaxandi á næstu ámm, út úr byggðunum í kringum landið. Undir lok ræðu sinnar sagði Þor- steinn íslendinga hafa ástæðu til að vera bjartsýnir þó vandamál séu víða. „Þau em til að ráðast á og leysa. Við göngum til þessa leiks með það í huga að við höfum skilað árangri og við treystum okkur til að takast á við þau verkefni sem við blasa. Við vitum að það er gott að vera íslendingur og á þeim gmnni ætlum við að berjast fyrir betra íslandi, fyrir gæfuríkri framtíð, fyrir mannúðlegu þjóð- félagi á íslandi." Þorsteinn Pálsson Tómas Ingi Olrich Eftir að ráðherra hafði lokið máli sínu tók Tómas Ingi Olrich, þriðji maður á lista Sjálstæðis- flokksins í kjördæminu, til máls. Hann sagði formanninn hafa lýst því yfir að vandamál væm til þess að leysa þau og tæki hann hann á orðinu. Tómas sagði vandamál Hitaveitu Akureyrar brenna þungt á bæjarbúum. Málið hefði verið sett í nefnd, en sér skildist að lítið sem ekkert hefði miðað í viðræðum nefndarinnar við forráðamenn sveitarfélaga sem eiga hitaveitur í vanda. „Því spyr ég,“ sagði Tómas, „hvers vegna er ekki ráðist á þetta vandamál og það leyst?" Þorsteinn sagði í svari sínu að hann vonaðist til að umrædd nefnd kæmist að niðurstöðu fljótlega upp úr næstu mánaðamótum. Hann tók skýrt fram að vandinn yrði ekki leystur með því að senda ríkissjóði allan reikninginn en stjómvöld hefðu hins vegar viljað taka þátt í að leysa vandann. Bárður Halldórsson Birgir Þórðarson Birgir Þórðarson spurðist fyrii um það hvers vegna framlög ríkis- ins undanfarin ár til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefðu verið skert. Þrátt fyrir lög um að tiltekinn hluti söluskatts- og tolltekna ríkissjóðs skuli fara í jöfnunarsjóð og þaðan til sveitarfélaga hafí á hverju ári verið sett lög um skerðingu á fram- laginu. Ástæða skerðingar framlags í jöfnunarsjóð er sú að ríkissjóður hefur átt í vemlegum þrengingum að sögn ráðherra og bætti hann því við að margir lögbundnir sjóðir hefðu verið skertir. Gunnar Jósavinsson ræddi um farmannadeiluna og fannst ráð- herra hafa gefið of ákveðnar yfír- lýsingar um að alls ekki yrðu sett lög í deilunni. Hann hefði frekar átt að hafa það í bakhöndinni. Bað hann um skýringar á því hvers vegna ráðherra hefði gefíð þessar yfirlýsingar. Gunnar spurði einnig um innheimtu skatta eftir að stað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.