Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 39 Norðmenn sendir á bridshátíð í skoðun fyrir landsliðsvalið Morgunblaðið/Þorkell Eitt af norsku pörunum á bridshátíð, Glen Grötheim og Ulf Tund- al, spila hér við Stefán Pálsson og Rúnar Magnússon sem urðu í 2. sæti í tvímenningskeppninni. Guðmundur Sv. Hermannsson LANDSLIÐSNEFND Bridgesam- bandsins hefur valið sex pör til að keppa að þremur landsliðssæt- um fyrir Evrópumótið í Brighton i Englandi á komandi sumri. Þessi pör eiga að taka þátt í sérstakri keppni i mars og á grundvelli hennar, og siðan mats landsliðs- nefndarinnar og væntanlegs fyrirliða, verður landsliðið endan- lega valið í april. Landsliðsnefnd- in ætlar síðan að sjá um að liðið stundi æfingar fram að móti og að þær verði talsvert stífari en þekkst hefur hingað til. Pörin sex sem valin hafa verið í þennan fyrri áfanga eru Asmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson, Aðalsteinn Jörgensen og Asgeir Ásbjömsson, Jón Baldurs- son og Sigurður Sverrisson, Bjöm Eysteinsson og Guðmundur Sv. Her- mannsson, og Guðmundur Páll Amarson og Símin Símonarson. Þórami Sigþórssyni og Þorláki Jóns- syni var einnig boðin þátttaka en þeir afþökkuðu. Ég ætla að svo stöddu ekki að fjalla frekar um landsliðsvalið hér á landi, en í tilefni af nýlokinni brids- hátíð langar mig að gera að umtals- efni hvernig staðið er að vali á landsliðinu í Noregi því það tengist bridshátíðinni. Þeir sem kepptu á bridshátíð, eða fylgdust með henni, hafa ekki kom- ist hjá því að veita athygli þeim ljölda Norðmanna sem hér var staddur. Ekki færri en 7 pör, og þrjár sveitir kepptu á mótunum tveimur. Það kom síðan í ljós að eitt parið, Hans Jörgen Bakke og Rita Amesen, em stjómarmenn í bridssambandinu norska, og Bakke er raunar landsliðseinvaldur Norð- manna. Flestir hinna spilaranna vom hér hinsvegar í einskonar skoðun sem hugsanlegir landsliðsmenn á Evrópumótinu. Norðmenn hafa til skamms tíma átt eitt stekasta landslið í Evrópu, ef ekki heiminum, en síðustu ár hafa þeir átt á brattann að sækja. Stórspilarar á borð við Breck, Lien og Nordby em ýmist hættir að spila hefur farið aftur, og nú em aðeins eitt óumdeilt landsliðspar eftir, Hel- ness og Aabye, þótt þeim hafl raunar ekki gegnið sérlega vel innanlands í vetur. Norðmenn stefna að því að byggja landsliðið upp í kringum Helness og Aabye og þar munu nokkur pör koma til greina. Þar á meðal er sveit frá Tromsö, sem vann 1. deild Nor- egsmótsins í sveitakeppni í vetur, en þá sveit skipa Peter Marstrand- er. Per Arnnson, Jan Trollvik og Rune Anderson. Einnig koma þar til greina Jan. Andreas Stövneng, Roar Voll, Glen Grötheim og Ulf Tundal frá Bergen, og Arild og Jonny Rasmussen og Sven Olaf og Sam Inge Höyland frá Þrándheimi. Allir þessir spilarar vom hér á bridshátíð, og ástæðan var sú að norska bridssambandinu þótti það tilvalið að fá alla þessa spilara sam- ankomna á einu sterku móti utan Noregs, svo hægt væri að sjá hvem- ig þeir stæðu sig í erfíðri keppni við spilara sem þeir þekkja ekki. Brids- sambandið ákvað því að efna til hópferðar hingað og styrkti spilar- ana ríflega til þess, og sendi aukþess landsliðseinvaldinn með. Norðmönnum hefur reynst vel sú aðferð að taka unga efnilega spilara og demba þeim í landslið með göml- um reyndum refum. Þeir sjá kannski fram á erfíðleika nú því valið stend- ur eingöngu milli spilara sem em um og undir þrítugu. Helness og Aabye em báðir um þrítugt og svo er einnig um flesta þá sem spiluðu hér á bridshátíð. Það er því spuming hvort Norðmenn hafi nú nægilega kjölfestu til að búa til gott landslið. Hér á íslandi höfum við alltaf haft gott samspil milli reynslu og æsku; hér em „gömiu mennimir" enn að vinna bridsmót þrátt fyrir að þeim ungu hafí fleygt fram síðustu árin. í Noregi virðist hinsvegar vera hálf- gert tómarúm þessa stundina og ungu mennimir hafa ekki nægt að- hald „að ofan“ ef svo má segja. Svíar hafa hinsvegar verið frekar íhaldssamir í sínum landsliðsmálum; síðan þeir unnu Evrópumótið árið 1977 hafa svotil sömu spilaramir skipað landsliðið þeirra. Þótt yngri spilarar Svía hafí verið í fremstu röð lengi á Evrópu- og Norðurlandamót- um yngri flokka, hafa þeir einhvem- veginn orðið undir í samkeppninni við þá eldri, kannski vegna þess að þeir hafa ekki fengið næg tækifæri. Hér á bridshátíð spilaði sænsk sveit, skipuð ungum spilumm sem greinilega sætta sig ekki við svo búið lengur. Þeir hafa fengið fyrir- tæki í Svíþjóð, Scania, til að styrkja sig til hálfatvinnumennsku í brids, og þessvegna hafa þeir getað farið á erlend mót, á eigin vegum, og náð sér þannig í þá reynslu og þjálfun sem þá vantar. Þetta em allt menn um þrítugt og þeir stefna að því að fella gömlu jaskana af stalli og skipa sænska landsliðið á komandi ámm. Ef þeir halda uppteknum hætti verð- ur varla hægt að ganga fram hjá þeim lengi, því þeir náðu þriðja sæti á heimsmeistarmóti sveita í Miami í haust, þeir hafa unnið aragrúa af mótum í Svíþjóð undanarið og leiða nú sænska meistarmótið, og þeir sem sáu til þeirra á bridshátíð vita þar þar vom engir aukvisar á ferð- Þau dæmi sem ég hef rakið tengj- ast í sjálfu sér ekki landsliðsvalinu hér á landi. Það sem ég ér þó kannski að benda á, öðm fremur, er ap það er ekki nóg að standa vel að lapdslið- svali, velja landsliðið með nægum fyrirvara og undirbúa það yel fyrir Evrópumót með æfíngum 2-3var í viku og ætlast síðan til að það nái toppárangri þar. Spilarar verða að hafa keppnisreynslu til að bera á erlendum mótum og nýjar hugmynd- ir, straumar og stefnur, verða að ná til þeirra eins milliliðalítið og unnt er. Þessu hafa Norðmenn gert sér grein fyrir og sænska Scania- sveitin. Parahræringar í Danmörku Eitt sterkasta bridspar síðari ára í Danmörku, Jens Auken og Stig Werdelin, ætla að hætta að spila saman eftir þennan vetur. Werdel- in ætlar að spila við Lars Blakset í Utrechtsveitinni ásamt Steen Möller og Denis Koch, en Auken ætlar að fara í sveit með Ole Werdelin og Erik Simmons, og spila þar við sambýliskonu sína Bettinu Kalkemp. Bettina er að komast í allra fremstu röð spilar í Danmörku og það er ekki ólíklegt að þau skötu- hjúin blandi sér í keppni um sæti í danska landsliðinu þegar frá líður. Bettina hefur spilað í lands- liði yngri spilara, og spilar sjálf- sagt hér á Norðurlandamótinu í sumar, og hún mun sjálfsagt einn- ig spila í kvennalansliðinu danska á Evrópumótinu í Brighton í r ágúst. Auken og Werdelin hefur ekki gengið sérlega vel í vetur. Þeir náðu ekki að verja Danmerkurtit- ilinn í tvímenning og urðu raunar í 13. sæti. Það vom síðan nær óþekktir spilarar sem unnu, Geert Jörgensen og Finn Tjörner, en Hulgaard og Schou og Schaltz og Boesgaard urðu síðan í 2. og 3. sæti. y -85-86 'V f JAPANESt > CAR OFTHE YEAR ^icconoV 1987 > . '.sí-U Einn athyglisverðasti bíll síðari tíma, Honda Accord, fyrirliggjandi. verð frá Treystið vali hinna vandlátu veljið Honda Accord verð frá verð frá Verð frá Verð frá Verð frá Honda Accord hefur hlotið ein- róma lof bílasér- fræðinga um víða veröld. Honda Ac- cord varvalinn bíll ársins 1985 — 1986 íJapanog „Car and Driver" völdu Honda Accord og Honda Prelude meðal 10 bestu bíla ársíns í Bandaríkjunum fimmta árið í röð. á Islandi, Vatnagörðum 24, sími 38772. Civic 3d 390.400..- Civic 3d Sport 464.100,- Civic 4d Sedan 458.900. - Civic Shuttle 4WD 557.500.- Prelude EXS 662.900. - Accord Sedan 669.000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.