Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 Greinargerð frá stjórn og hagfræðingi BHMR um skattkerfisbreytingu: Staðgreiðslukerfi nú en aðrar breytíngar bíði þar til heildarendurskoðun liggur fyrir Morgunblaðinu hefur borizt aþykkt stjórnar BHMR um frumvörp um skattkerfisbreyting- ar ásamt greinargerð hagfræðings samtakanna. Samþykktin og greinargerðin fara hér á eftir í heild: Stjórn BHMR er hlynnt stað- greiðslukerfi skatta en telur að þær viðamiklu breytingar sem jafnframt eru boðaðar með fyrirliggjandi frum- vörpum þurfi meiri undirbúning, rannsóknir og kynningu en gert er ráð fyrir. Stjórn BHMR varar við of mikilli fijótfærni við kerfisbreytingar og minnir á vandkvæði nýja hús- næðislánakerfisins í því sambandi. Stjórn BHMR óskaði í janúar 1985 eftir upplýsingum um tekjuskatts- greiðslu háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna og hlutdeild þeirra í heildartekjusköttum. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafa engin svör borist. Áður en samþykktar eru breyting- ar á tekjuskattskerfi einstaklinga, 'þurfa jöfnunaráhrif þess með tilliti til tekna, fjölskyldustærðar, aldr.rs og starfs skattgreiðanda að liggja fyrir. Engin ástæða er til að breyta tékjuskatti launamanna meðan ekki liggja fyrir tillögur um breytingar á skattlagningu fyrirtækja, fjármagns- tekna og eigna. Stjórn BHMR telur að eðli málsins samkvæmt sé heppilegast að koma á staðgreiðslukerfi skatta nú, en bíða með aðrar breytingar á skattakerfinu þar til heildarendurskoðun liggur fyr- ir, með nauðsynlegum upplýsingum um núverandi fyrirkomulag og áhrif fyrirhugaðra breytinga. Stjórn BHMR leggur áherslu á eftirfarandi stefnumið í skattamálum: 1. BHMR leggur áherslu á að allt skattakerfið verði endurskoðað með það að markmiði að draga úr skattsvikum og auka jöfnuð með hliðsjón af tekjum, eignum og þörfum fjölskyldunnar. 2. BHMR mótmælir þungum tekju- skatti á launatekjur meðan fjármagns- og eignaskattar eru mjög litlir. BHMR telur að afnema beri sérsköttun á launafólki. 3. BHMR telur að ríkisstarfsmenn beri í dag verulegan hluta tekju- skatta launamanna, einkum háskólamenntaðir ríkisstarfs- menn. Astæður þess eru m.a.: ríkið er bæði launagreiðandi og skattheimtuaðili, aðrir launagreiðendur gefa ekki upp fullar tekjur og/eða veita starfsmönnum önnur ígildi launa sem ekki koma til skattlagningar, margir geta skammtað sér tekjur eftir hagkvæmustu leiðum miðað við skattareglur hverju sinni. Greinargerð hagfræðings BHMR til stjórnar BHMR vegna frum- varpa um breytingar á skatta- lögum. Meginatriði í nýjum skatta- frumvðrpum: 1. Tekjuskattur launamanna fest- ur í sessi í stað afnáms hans. Það hefur verið yfirlýst stefna fjármálaráðherra sjálfstæðis- manna að afnema beri tekjuskatt af launatekjum. Yfirlýsingar hafa komið um að afnema þennan sér- skatt á launamenn í áföngum. Með þessu frumvarpi er gengið í allt aðra átt: verið er að festa tekjuskatt af launatekjum i sessi í stað þess að minnka hann eða fella niður. Það veldur félagsmönnum BHMR vonbrigðum. 2. Skattakerfisbreytingar í skjóli staðgreiðslukerfisbreytingar. í kynningum á frumvörpum vegna skattalagabreytinga er lögð áhersla á að megintilgangurinn sé að koma á staðgreiðslu skatta og vitnað til þess að þetta sé í samræmi við kröfur launafólks í landinu. Með fyrirliggjandi frumvörpum er 4. ekki aðeins komið á staðgreiðslu- kerfi tekjuskatts launamanna heldur gerbreytt öllu skattkerfi vegna tekna launamanna með ófyrirséðum afleiðingum á skipt- ingu skattbyrðar og velferðar í þessu landi. Sýnist sem verið sé að gerbreyta skattkerfinu — svo lftið beri á — í skjóli þess að verið sé að koma á eftirsóttu stað- greiðslukerfi. Það er verið að koma í gegn meiri- háttar skattkerfisbreytingum og vitnað til breiðrar samstöðu launa- manna í landinu enda þótt sú samstaða sé um allt annað mál, þ.e. staðgreiðslu. Sú skoðun að skattkerfisbreyting sé forsenda staðgreiðslukerfisins er röng. Nú- verandi skattkerfí er að mestu framkvæmanlegt þrátt fyrir setn- ingu laga um staðgreiðslu enda mun í báðum tilvikum þörf á eft- irá leiðréttingum. Heildarendurskoðun á skatt- kerfi snúið i endurskoðun á skattkerfi launamanna án þess að létta skattbyrðar þeirra. Fjármálaráðherra skipaði í nóv- ember sl. nefnd til að endurskoða skattkerfið m.t.t. (1) einföldunar skattkerfis, (2) skattlagningar á eignatekjur og samhengi þess og eigna- skatts, (3) skattlagningar fyrirtækja, og (4) staðgreiðslu skatta. Nefndin hefur aðeins skilað af sér hugmyndum um staðgreiðslu tekjuskatta launamanna eftir ger- breyttum forsendum en alls ekki gert neinar tillögur um breytingar á sköttun eigna, eignatekna eða fyrirtækja. Það var skilningur BHMR að nefndin hafi átt að skoða heildar- skattkerfið með það í huga að tekjuskattur á launamenn félli nið- ur í áföngum og flyttist á aðra skattstofna, einkum tekjur fyrir- tækja og fjármagnseigenda. Niðurstaða nefndarinnar er allt önnur og veldur félagsmönnum BHMR vonbrigðum. Þessi endurskoðun á skattkerfi launamanna varðar einkum stofn skattskyldra tekna launamanna, frádráttarliði, skattstigann, breytta sköttun sjómanna og lang- skólagenginna, og breytta sköttun húsnæðiskaupenda og breytt við- horf til fjðlskyldusköttunar. Sem sagt skattkerfisbreytingarnar taka til fiestra grundvallaratriða í tekjuskattskerfinu auk þess sem form skattlagningar breytist þannig að tekjuskattur, útsvar og önnur gjöld sem áður höfðu mis- munandi stofna og prósentu eru nú tekin af sama stofni með einni prósentu. 1. Um breyttan skattstofn: Kostnaður talinn til launa. Samkvæmt 5. gr. staðgréiðslu- lagafrumvarpsins telst til launa hvers konar endurgjald fyrir vinnu og má segja að í viðbót við eldri útsvarsstofn sé nú bætt nokkrum kostnaðartengdum liðum eins og: ökutækjastyrkjum, dagpeningum, o.fl. Um leið eru felldir niður allir frádráttarliðir. Þannig er lagt að jöfnu laun eða hvers kyns ígildi launa og svo endurgreiddur kostn- aður sem launamenn hafa lagt út fyrir fyrirtæki sem þeir starfa fyrir. Ef dagpeningar eða ökutækja- styrkir hafa þjónað starfsmönnum einkafyrirtækja sem launaupp- bætur þá má ljóst vera að fyrir- tækjum er í lófa lagið að koma slíkum greiðslum með öðrum hætti til starfsmanna sinna. Hvað varðar starfsmenn ríkisins þá er Ijóst að kostnaður ríkisins af ferðalögum starfsmanna verður miklu meiri ef fjármagna á hann með innkaupum á ríkisbifreiðum vegna uppsagna á aksturssamn- ingum starfsmanna, með reikn- ingsgreiðslum fyrir ferðalög starfsmanna og allt það batterí sem þarf til að yfirfara og greiða slíka reikninga. Þetta vita starfs- menn fjármálaráðherra sem þekkja eldra fyrirkomulag þessara mála. Með þessu hefur skattstofninn verið einfaldaður en jafnframt gerður miklu ósanngjarnari ef skattborgurum er ætlað að greiða skatt af útlögðum kostnaði fyrir fyrirtæki. 2. Um breyttan skattstofn: Nið- urfelling frádráttarliða. Helstu frádráttarliðir gildandi skattalaga eru húsnæðiskaupa- frádráttarliðir vegna vaxta- og verðbótakostnaðar, sjómannafrá- dráttur (10%), námsfrádráttur, giftingarfrádráttur og persónufrá- dráttur auk annarra smærri liða. Engir frádráttarliðir eru i n£ja kerfinu. Hins vegar eiga sérstakar bótagreiðslur að koma til fyrir þá sem kaupa í fyrsta sinn = hús- næðisafsláttur, sérstakur sjó- mannaafsláttúr = 150 á úthaldsdag, og afsláttur einstakl- ings = 11.500 á mánuði. Auk þessa bótakerfis eru einnig barna- bætur með óbreyttu sniði. Þetta hljómar e.t.v. einfalt að setja upp bótakerfi af þessu tagi í stað þeirra frádráttarliða sem áður voru, ef markmiðið er aðeins að einfalda kerfið. En þessar breyt- ingar fela í sér verulegan tilflutn- ing á skattbyrðinni. 4.3. Með niðurfellingu vaxtafrá- dráttar vegna húsnæðisöflunar er vikið frá þeirri grundvallarreglu fyrri laga að taka tillit til fjöl- skyldustærðar við jöfnun hús- næðiskostnaðar. Það hefur jafnan verið meginmarkmið skattkerfis- ins með ívilnunum vegna hús- næðískostnaðar að auka möguleika barnafjölskyldna til að geta búið í húsnæði sem hæfir fjölskyldustærðinni. Hið nýja fyr- irkomulag með húsnæðisbötum í stað vaxtafrádráttar tekur ekki mið af þörfum fjölskyldunnar í húsnæðismálum. Þannig fá minni fjölskyldur hlutfallslega meiri að- stoð í gegnum skattakcrfið. Hér er enn einu sinni verið að vega að barnafjölskyldunni en í hinu nýja húsnæðislánakerfi sem tók gildi hinn 1. september sl. var hætt að miða lánsfjárhæð við fjöl- skyldustærð. Húsnæðisbætur eingöngu til þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð er einnig á skjön við hið dæmigerða ferli fjölskyldunnar á húsnæðismarkaðnum. Skortur á lánsfjármagni hefur leitt til að fólk almennt hefur þurft að fikra sig áfram í áföngum í hæfilegt, húsnæði. Ungt fólk sem hefur byrjað smátt á sfðastliðnum árum og á enn eftir að fikra sig áfram í stærra húsnæði vegna fjölskyldu- stærðar er með nýja fyrirkomulag- inu útilokað frá þeirri aðstoð sem foreldrar þeirra (verðbólgukyn- slóðin) nutu svo ríkulega. 55.000 króna húsnæðisbætur samsvara hugsanlega um 200.000 króna vaxtafrádrætti fyrir húsnæðis- kaupanda með tekjur á bilinu 700-900.000 krónur. Sá sem fær fullt lán húsnæðisstofnunar fær 2,3 miljónir á 3,5% vöxtum og vaxtakostnaður hans er rúm 80 þúsund á ári sem vex með verð- bólgu. En sá sem hefur tekið yfir 1 milljón á kjörum húsnæðisstofn- unar og skuldar 1,5 milljónir á 6,5% vöxtum er kominn í 132 þúsund króna vaxtakostnað. Langstærsti hluti frádráttar hús- næðiskaupenda eftir 1982/83 hefur þó verið vegna skammtfma- skulda og verðbótaþáttar sem hér er undanskilinn, enda örðugt að spá fyrir um hann. Af þessu má vera ljóst að nýja kerfið flytur húsnæðisniðurgreiðslu frá þeim sem fjármagna húsnæði eftir fyrstu húsnæðisölu til þeirra sem eru að kaupa fyrsta húsnæði sitt. Þetta bitnar illa á barnafjölskyld- um sem hafa farið út í að stækka við sig með vaxandi fjölda og aldri barna. 4.4. Sjómannafrádrátturinn er felld- ur niður sem 10% frdráttur, þ.e. tekjubundinn frádráttur og breytt í frádrátt sem miðar við sóknar- daga, þ.e. fjölda lögskráningar- daga. Þetta gæti falið f sér verulega breytingu á skattbyrði sjómanna sem flytti skattbyrði frá tiltölulega tekjulitlum sjómönnum Skattalagabreytingar ræddar á fundi fulltrúa- ráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga: Hætta á aðbreyting- arnar komi illa niður á smærri sveitarf élögum Borgarnesi. S AMBAND íslenskra sveitarfélaga hélt sinn 41. fuUtrúaráðsfund i hótelinu i Borgarnesi um helgina. Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra og Birgir Isleifur Gunnarsson alþingismaður ávörp- uðu þingið. Helsta mál þingsins var staðgreiðslukerf i skatta og skatta- lagabreytingar. Björn Friðfinnsson, formaður sambandsins, setti þingið og sagði hann i setningarræðunni að þingið hefði verið boðað nokkru fyrr en áætlað var vegna nýframkomins frumvarps til laga um staðgreiðslu skatta og fylgifrumvarpa þess. Hefði tilkoma þessa staðgreiðslu- máls borið brátt að í þetta skiptið, oft hefði verið um það fjallað og tvivegis áður hefðu verið flutt frumvörp um staðgreiðslu opin- berra gjalda. Síðan sagði Björn: „Það stað- greiðslukerfi, sem nú'er gerð tillaga um er í verulegum atriðum frábrugð- ið fyrri tillögum og tengist það meiri einföldun á skattalögum, en áður hafa verið uppi hugmyndir um. Lagt er til að einföldunin verði m.a. keypt því verði, að tekjuskattþrep verði aðeins eitt og innheimtuprósenta út- svars sé hvarvetna hin sama. Síðar- talda atriðið þurfa sveitarstjórnar- menn að athuga vandlega, en það felur óneitanlega í sér þá hættu, að sjálfstæði sveitarfélaganna hvað varðar tekjuöflun sé skert. Kemur það m.a. fram í þeim tölum, sem talsmenn ríkisins hafa látið frá sér fara, þar sem þeir eru farnir að til- kynna hver muni verða innheimtupró- senta útsvars á næsta ári. Þá virðast nú gleymdar í bili þær tillögur, sem fram komu í áliti nefnd- ar, er fjallaði um breytingar á lðgum um tekjustofna sveitarfélaga, en til- lögur þessar sendi félagsmálaráð- herra til umsagnar sveitarstjórna á sl. sumri. Þar var m.a. gert ráð fyrir að álagningarprósenta útsvars verði alfarið ákvörðuð af sveitarstjórnum á sama hátt og er á öðrum Norður- löndum. Ákvæði frumvarpsins um innheimtu og skil gjalda virðast þarfnast úrbóta við og fráleitt er það ákvæði að leggja til sérstaka skatt- heimtu ríkisins á sveitarsjóði í því skyni að standa undir kostnaði þess af framkvæmd staðgreiðslulaganna." Þá ræddi Björn um þau nýmæli sem frumvarp um framhaldsskóla fæli í sér fyrir sveitarfélögin, en það frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi til kynningar. Síðan gat Bjöm um stofnun héraðsnefnda sem eiga að taka við verkefnum sýslunefnda innan skamms. Sagði Björn að nauð- synlegt væri að samræma ákvæði um stofnun héraðsnefndanna, því sveit- arstjórnarmenn myndu á næstunni fá að glíma við það verkefni að koma þeim á fót. Að lokum sagði Björn: „Á þessum vetri hefur sambandið deilt við ríkis- valdið um skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en niður- staðan varð enn stórkostlegri skerð- ing á Jöfnunarsjóði en áður. Er því ekki að neita, að þetta mál hefur mjög spillt fyrir samskiptum ríkis og sveitarfélaga og m.a. vakið upp tor- tryggni, sem kann að endurspegla afstöðu sveitarstjórna til þeirra skattalagabreytinga, sem nú eru áformaðar." í ávarpi Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra kom m.a. fram að verulegur skriður væri kominn á sameiningu sveitarfélaga og unnið væri skipulega að því að sameina þau sveitarfélög sem hefðu færri íbúa en 50 og gerði hann sér vonir um að því yrðí lokið að mestu á þessu ári. Sagði ráðherra að á nokkrum stöðum færi nú fram athugun á að sameina mörg sveitarfélög á samliggjandi svæðum. Lengst væru þau mál kom- in f Austur- Barðastrandarsýslu og yrði atkvæðagreiðsla þar um samein- inguna um miðjan mars. Þá ræddi ráðherra um breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitar- félaga og sagði tillagna að vænta um næstu mánaðamót frá nefndum sem fjölluðu um þau mál. Kvaðst ráðherra ekki vilja upplýsa mikið um störf þessara nefnda en hann gæti þó sagt að tillögurnar fælu í sér mikinn flutn- ing verkefna frá ríki til sveitarfélaga og breytinga á fjárhagslegum sam- skiptum í samræmi við þann verk- efnaflutning. Að lokinni ítarlegri kynningu ráð- herrans og Indriða H. Þorlákssonar, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt- inu, á frumvarpinu um staðgreiðslu- kerfi skatta og skattalagabreytingar urðu miklar umræður og fjölda fyrir- spurna var beint til Indriða. Óttuðust margir fundarmanna m.a. að þessar breytingar kæmu illa niður á smærri sveitarfélögum þar sem flestir íbú- anna hefðu undir skattleysismörkum í laun. Kom fram í slíkum tilvikum myndi ríkið greiða útsvörtil sveitarfé- laganna fyrir þá aðila sem væru innan skattleysismarka. í skýrslu Loga Kristjánssonar, for- stöðumanns Tölvuþjónustu sveitarfé- laga, kom fram að 1980 nýttu 20 sveitarfélög sér' Tölvuþjónustuna en í dag væri 71 sveitarfélag sem nýtti sér eitt eða fleiri þeirra sjö tölvukerfa sem að Tölvuþjónustan ætti eða hefði sölurétt á. Einnig kom fram að öll sveitarfélög sem væru með yfir 1.000 fbúa væru komin með eigið tölvu- kerfi. Þetta hefði í för með sér að breyta þyrfti hugbúnaðinum fyrir fleiri gerðir tölva, samhliða því sem ný kerfi væru smíðuð. Þá sagði Logi að í dag væru aðeins 7% sveitarfélaga ekki með tölvuunnið bókhald. í lok fundarins skiluðu nefndir áliti. í áliti héraðsnefndar segir „Fundurinn beinir því til viðkomandi sveitarstjórna samanber ákvæði sveitarstjórnarlaga að hefja nú þegar undirbúning að störfum héraðs- nefnda sé umfjöllun ekki hafin um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.