Morgunblaðið - 24.02.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 24.02.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 41 með marga úthaldsdaga til sjó- manna sem taka stóran hluta tekna sinna á stuttum tíma. 4.5. Brottfall námsfrádráttar og eft- irstöðva námsfrádráttar án nokkurra bóta felur í sér að enn er gengið á ævitekjur langskóla- menntaðra í þessari skattalaga- breytingu. Háskólamenn hafa verið með í smíðum kröfur um aukinn frádrátt vegna háskóla- náms og símenntunar en þeim hefur verið stungið undan vegna loforða um að tekjuskattur launa- manna verði lagður af. Háskóla- menn hljóta þess vegna að krefjast menntunarálags eða bótakerfis á sama hátt og sjómenn. Með stað- greiðslufyrirkomulaginu er einnig gengið á möguleika háskóla- manna þar sem fyrsta starfsár eftir langskólamenntun verður skattað jafnóðum og tekna er afl- að í stað þess greiðslufrests sem nú er og munar miklu. 4.6. Niðurfellingágiftingarfrádrætti og það að makaafsláttur skuli aðeins nýtast að 3A hlutum felur í sér neikvæða afstöðu í sköttun fjölskyldna og tilfærslu frá fjöl- skyldum til einstaklinga ef heild- arskattbyrði er að öðru leyti óbreytt. I stað giftingarfrádráttar ætti e.t.v. að koma á sérstökum fjölskyldubótum sem greiðast mánaðarlega og á sama- hátt ætti að vera unnt að greiða mökum sem ekki nýta sér fullan persónu- afslátt ónotaðan hluta hans beint út. 5. Um breytta skattprósentu: Tekjuskattur án jöfnunarhlut- verks. Því er lýst í greinargerð með frum- vörpunum að erlendis sé komið úr tísku að beita tekjuskatti til jöfnunar telqum og hann sé frem- ur hugsaður þannig að þeir sem hafí svipaðar telq'ur greiði sam- bærilega skatta. Þetta virðist höfuðröksemdin fyrir því að aðeins er nú ein skattprósenta og gildir þá einu hvort verið er að skatta einstaklinga með 30, 80, 130, eða 180 þúsund króna mánaðartekjur. Þetta má bera saman við þrjú stig skattprósentu til tekjuskatts (18%, 28,5% og 38,5%) ofan skattleysis- marka. 6. Samanburður á heildaráhrif- um. Hvergi í fyrirliggjandi frumvörpun er reynt að taka trúverðug dæmi um heildaráhrif skattbreyting- anna. Þau fáu dæmi sem eru dregin eru raunar mjög villandi, þar sem þau annars vegar sýna ekki samanburð á gildandi skatta- lögum og áhrifum frumvarpanna og hins vegar sýna ekki nema lítinn hluta af þeim kerfisbreyting- um sem verða myndu með samþykkt frumvarpanna og geta breytt miklu um skattbyrði ein- staklinga og fjölskyldna. Það er ljóst af fyrirliggjandi gögnum að verulegar breytingar geta orðið á skattbyrði skattgreiðenda. Það er sjálfsögð krafa að almennar breyt- ingar og spönn mögulegra hámarks breytinga á skattbyrði séu kynntar þingmönnum og al- menningi með kýrskýrum dæmum. Þau dæmi sem hér er lýst eftir eiga að lýsa samspili hinna ýmsu þátta breytinganna gaguvart venjulegum fjölskyldum í landinu: 2—3 bama fjölskyldum sem þegar eiga fyrstu íbúð en eru í of litlu húsnæði engu að síður og hafa aðeins meðaltekjur. í dæmum þarf að sýna það sem almennt má telja líklegt en einnig óvenjulegar en mögulegar aðstæður. Dæmin þarf síðan að skoða sérstaklega út frá mismunandi tekjum, fjölskyldu- stærð, hvort fyrirvinna er sjómað- Morgunblaðið/Theodór Frá 41. fundi fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var á hótelinu í Borgarnesi. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra er lengst til vinstri. ur eða menntamaður með námsskuldir á baki en báðir fá mjög breytta skattmeðferð. Hér fylgja dæmi um spumingar sem vakna vegna fyrirliggjandi fmmvarpa. Hver þeirra um sig þarfnast sjálfstæðs svars en auð- vitað verður einnig að skýra heildarsamhengi og innbyrðis samhengi þeirra allra. Einungis það getur varpað ljósi á eðli skatt- breytinganna sem hér um ræðir. 1. Almennar spumingar um gerð núgildandi skattkerfis hvað varðar húsnæðiskaupendur: Hver var vaxta- og verðbóta- frádráttur á tekjuárinu 1985 og 1986? 1.1. hvemig dreifðist hann á einstaklingana eftir tekju- bilum? 1.2. hvemig dreifðist hann á hjón/sambýlisfólk eftir tekjubilum? 1.3. hvernig dreifðist hann á húsnæðiskaupendur eftir því hvort þar vom fyrstu kaupendur húsnæðis eða aðrir? 1.4. hvernig dreifðist á hann fyrstu húsnæðiskaup- endur . eftir fjölskyldu- stærð og tekjubilum? 2. Almennar spumingar um „nýja“ húsnæðisbótakerfíð. Hve miklum fjármunum er ætlað að veija til húsnæðisafsláttar skv. nýju kerfí? 2.1. hver er áætlaður fjöldi þeirra sem munu njóta kerfísins? 2.2. hver er áætluð samsetning þeirra sem munu fá hús- næðisafslátt m.t.t. fjöl- skyldustöðu og tekna? 2.3. hvemig munu nýjar útlána- reglur Húsnæðisstofnunar breyta fjölda og samsetningu þess hóps sem nýtur al- mennrar fyrirgreiðslu húsnæðis- og skattkerfis m. t.t fjölskyldustöðu og tekju- bila? 2.4. hvað iiggur til gmndva'.lar tölunni 55.000 krónur í þessu sambandi og hvenær eiga þær að koma til greiðslu (staðgreiddur eða eftirá, — verðbættur)? Stefnumótandi spumingar um húsnæðisbótakerfíð. 3.1. Er það meðvituð stefna stjómvalda að færa gmnd- völl húsnæðisbótakerfís frá viðmiðum um þarfir íjöl- skyldna til einstaklingsvið- miða útlánakerfís Húsnæðis- stjómar þar sem höfuðviðmið er hvort viðkomandi einstakl- ingur hafí verið í lífeyrissjóði tiltekinn tíma og hvort hann sé að kaupa í fyrsta sinn — en ekki fjölskyldustærð og þarfir? 3.2. Ef styðja á einstaklinga til kaupa í fyrsta sinn en ekki að horfa á þarfir (bama)fjöl- skyldna — þá.má spyija hvers vegna þessi stuðningur er bundinn við að vera notaður allur í einu og á tilteknu tíma- bili en ekki í sjálfsvaldi hvers og eins hvenær hann notar sér lánamöguleika sinn til fullnustu og þá sjálfræði um notkun afsláttarmöguleik- anna á sama hátt? 3.3. Ef það er stefna stjómvalda að styðja einmitt einstaklinga í fyrstu húsnæðiskaupum má trúlega gera það á þann hátt að lækka vexti þeirra á láni við Húsnæðisstofnun í stað þess að setja upp stórt bóta- kerfi? 3.4. Eftir stendur spumingin hvemig mæta eigi þörfum fjölskyldna, einkum þeirra sem búa í alltof litlu eigin húsnæði, hafa litla lána- möguleika í opinbera kerfínu á niðurgreiddum vöxtum og nú á að svipta frádráttar- möguleikum á vaxta- og verðbótagjöldum? 4. Um bráðabirgðaákvæði vegna vaxtaafsláttar 4.1. hvað ræður vaxtaafslætti: um- skrifa og gera 2. mgr. I. bráðabirgðaákvæðis skýrari. Á að lesa þetta svona: Dæmi: tekjur einstakl./ tekjuhærri maka = 1.000.000 vaxtafrádráttur 300.000 7% regla 70.000 300.000 - 70.000 = 230.000 vaxtaafsl. 30% = 69.000 4.2. hvers vegna er ekki miðað við árin 1983-87? 4.3. hvemig greiðist vaxtaafsláttur? 7. Lokaorð Það blasir við að miklar breytingar myndu eiga sér stað í íslensku skatt- kerfí og húsnæðisstefnu ef frumvörp þessi næðu fram að ganga. Ég tel t að BMHR hljóti að vera andsnúið lagabreytingum sem fela í sér aukinn launamannaskatt og jafnvel ef fmm- vörpin fela aðeins í sér að núverar.di , launamannaskattur er festur í sessi. Það er skoðun mín að koma megi á staðgreiðslu skatta án þess að gerð sé um leið meiriháttar skattkerfís- breyting af því tagi sem hér er boðuð. Hins vegar er ég sammála þeirri meginstefnu fmmvarpsflytjenda að koma á einföldun skattkerfísins. Hér held ég þó að einföldun skattkerfisins sé um of gerð á kostnað barnaflöl- skyldna, þeirra sem eignast hafa sitt fyrsta húsnæði nú þegar, hluta sjó- manna og menntamanna. Helstu atriði gagnrýni minnar em þessi: 1. Tekjuskattur launamanna er ekki afnuminn heldur festur í sessi. 2. Reynt er að koma á venjulegum breytingum á skattkerfí í skjóli stað- greiðslukerfisbreytinga. 3. Fmmvörpin virðast fela í sér um- fangsmiklar breytingar á skattbyrð- um launamanna. 4. Fmmvörpin fela í sér breytingar sem minnka almenna húsnæðisaðstoð við bamafjölskyldur. 20. febrúar 1987. Birgir Bjöm Siguijónsson, hagfræðingur BHMR. það mál, þar sem umboð sýslunefnda rennur út 31. desember 1988.“ í áliti framhaldsskólanefndar kem- ur fram að nefndin er í meginatriðum ánægð með framkomið frumvarp. Nefndin gerir það að tillögu sinni að við 6. gr. bætist heimildarákvæði, til þess að skipa aðeins eina skólanefnd fyrir alla framhaldsskóla í sveitarfé- lagi, þar sem skólamir séu fleiri en einn. Þá telur nefndin það óeðlilegt að undanskilin sé hluti rekstrarkostn- aðar í upptalningu á rekstrarkostnaði framhaldsskóla í 32. gr. fmmvarps- ins. Þá vekur nefndin athygli á ákvæði til bráðabirgða þar sem heim- ilt er að framlengja leyfi til rekstrar framhaldsdeildar gmnnskóla á fram- haldsskólastigi í allt að 5 ár frá gildistöku laganna. Nefndarálit staðgreiðslunefndar er svohljóðandi: „Nefndin tekur undir samþykkt stjómar Sambands ísl. sveitarfélga um frumvörp til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda og um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 73/1980. Einnig vill nefndin leggja áherslu á, að hún telji höfunda frumvarpsins hafa ofmetið stækkun útsvarsstofns, t.d. hvað snertir akstur og dagpeningagreiðslur, þegar gerð- ur er samanburður á útsvarstekjum sveitarfélaga skv. núverandi lögum annars vegar og frumvarpsins hins- vegar. Þá telur nefndin ljóst, að stækkun útsvarsstofnsins muni verða mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. I því sambandi telur nefndin nauðsyn- legt að gerður sé samanburður á útsvarstekjum eftir núverandi lögum og ftumvarpi hjá nokkmm sveitarfé- lögum af mismunandi gerð, þ.e. nokkmm sem hafa höfuðatvinnuveg og nokkmm sem hafa verslun og þjónustu sem höfuðatvinnuveg. Nefndin telur að setja þurfí mun skarpari reglur um innheimtu gjalda en er að finna í fmmvarpinu. M.a. að gefa ætti sveitarfélögum sjálfum kost á að sjá um innheimtu gjald- anna, þar sem ella væri hætta á að innheimtuhlutfall myndi lækka mjög frá því sem nú er, sérstaklega í hinum minni sveitarfélögum. Þá telur nefnd- in að ekki dugi að verðbæta of/eða vangreidd gjöld, heldur verði einnig að greiða eðlilega vexti." -TKÞ Austurland: Rafmagnsverkstæöi Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði I Vestmannaeyjar: Geisli, Vestmannaeyjum | Suðurnes: Rafiðn, Keflavík - Vestfirðir: Póllinn, ísafirði | Norðvesturland: Rafmagnsverkstæði Kf. — Sauðárkróki Jff RÖNNING SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/SÍMI (91)84000 BIACKSDECKER ^rulausu Fullkominn handþeytari Verö kr. 1820 Fislétt, handhæg ryksuga Verð frá kr. 1810 r, „iv"' Raftækja- og heimilisdeild HEKIAHF Laugavegi 170-172 Siml 695550

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.