Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 44
r'oor ko orrTrv a. ✓'tttt mchr’i rxin a jciiai j'^cjnric ____________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987_ Rakalaust kjaftæði“? Þetta skiptir afar miklu máli því líta verður á fasteignamarkaðinn sem eina heild. Ef auknu lánsfé er beint til forgangshópa á markaðin- um minnkar því jafnframt lánsfé til annarra hópa. eftírStefán Ingólfsson Þegar hin nýju húsnæðislög voru til umræðu S fyiravor lágu fyrir hug- myndir um fjáröflun og íjárþörf. Nú hefur þegar komið í ljós að þessar áætlanir voru ekki raunhæfar. Það sem skiptir sköpum hvað þær varðar er að eftirspum eftir lánum var van- metin og að menn ofmátu einnig þá aukningu á lánsfé sem kæmi inn á fasteignamarkaðinn með tilkomu laganna. Til þess að meta hina raunveru- legu þörf húsnæðislánakerfísins fyrir lánsfé mátti nota upplýsingar sem þá voru í vörslu félagsmálaráðu- neytisins og hjá Fasteignamati ríkisins. Ef áætlanir hefðu verið byggðar á þessari vitneskju væm þær mun áreiðanlegri en raun ber vitni. Upplýsingamar komu hins vegar ekki fram við afgreiðslu lag- anna. Ekki var heldur leitað eftir vitneskju frá Fasteignamati ríkisins um þessi atriði. Höfundur þessarar greinar hefur opinberlega bent á að það hafi haft afar slæmar afleiðingar að áður- nefndar upplýsingar komu ekki fram. Ráðherra húsnæðismála hefur gefíð afar sterklega í skyn að þessar upplýsingar hafí ekki verið fyrir hendi. I útvarpsþætti sagði hann nýlega orðrétt að það væri „raka- laust kjaftæði" að slíkar skýrslur hefðu verið til. Hér á eftir em taldar upp þrjár skýrslur sem undirritaður átti þátt í að vinna fyrir félagsmála- ráðuneytið. Upplýsingar úr þeim hefðu gert mönnum kleift að sjá fyrir fjárvöntun og mikla ásókn í lán. Lítum nánar á málin. Mat á eftirspurn í janúar og febrúar 1985 gerði Félagsvísindadeild Háskólans könn- Selir á Selskeri Borgarnesi. SKER sem heitir Selsker er steinsnar frá syðri enda Borgar- fjarðarbrúar. í skerinu er steyptur stöpull sem notaður var tU að mæla út fyrir brúarfram- kvæmdinni á sínum tíma. Skerið ber nafn með réttu, því oft má sjá þar seli flatmaga í góðu veðri. Þeir eru orðnir vanir um- ferðinni og kippa sé ekkert upp við það þó bílar stoppi og fólk skoði þá. Ef vel er að gáð má sjá móta fyrir sel þar sem hann reig- ir hausinn yst á skerinu, til vinstri á myndinni, og í baksýn er Hafnarfjall. un á kaupum notaðs húsnæðis á höfðborgarsvæðinu. Könnunin var framkvæmd fyrir nefnd sem starf- aði á vegum félagsmálaráðuneytis og undirritaður átti sæti í. Skýrsla deildarinnar með niðurstöðum úr könnuninni birtist í ágúst 1985. Hún ber heitið Könnun á hús- næðiskjörum, „Kaup notaðs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu 1984". í ítarlegum töfluviðauka sem henni fylgdi kemur fram að liðlega 34% af fasteignakaupendum séu að kaupa sína fyrstu íbúð. Nákvæmlega sömu upplýsingar er að fínna í annarri skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneytið úr þeim upplýsingum sem fengust úr könn- uninni. Hún nefnist „Afangaskýrsla 5“, Fjármagn á fasteignamarkaði og kom út í ágúst 1985 eins og hin. Þá má einnig geta þess að sömu upplýsingar er að fínna í Markaðsfréttum Fasteignamats- ins í mars 1986. Þetta hlutfall, 34%, skiptir meg- inmáli þegar fjöldi umsækjenda um lán er áætlaður. Það sýnir nefnilega að í meðalári kaupi 1.450 til 1.500 fjölskyldur húsnæði í fyrsta sinn. Það er 300 fjölskyldum fleira en forsendur frumvarpsins gerðu ráð fyrir. Þetta eina atriði jafngildir því að fjárþörf kerfísins sé 500 milljón krónum hærri en talið var. Fólk sem minnkar við sig húsnæði í mars 1985 var unnin skýrsla fyrir félagsmálaráðuneytið. Hún nefnist „Afangaskýrsla 2“, Fast- eignamarkaðurinn á höfuðborg- arsvæðinu 1980—1984. Hún var unnin af sömu aðilum og sömdu „Áfangaskýrslu 5“ sem áður er nefnd. í kafla með helstu niðurstöð- um segir: „Kaupendur sem komnir eru yfír fímmtugt kaupa sér í aukn- um mæli litlar íbúðir. Þeim kaup- endum sem eru 51 árs og eldri og keyptu litlar íbúðir fjölgaði um rúm- lega 60% frá 1980 til 1984.“ Á blaðsíðu 7 í skýrslunni kemur auk þess fram að 20% allra kaup- enda voru á þessum aldri 1984. Það eru 850 kaupendur á ári. Nú er ljóst að þeir sem áttu stór- ar skuldlitlar íbúðir og voru að minnka við sig áttu ekki lánsrétt í gamla kerfinu. Þeir fengu hann hins vegar með nýju lögunum. Þær upplýsingar sem hér voru nefndar gera mönnum auðveldlega kleift að meta hversu stór hópur mundi þannig öðlast rétt til lána. Ætla má að ekki færri en 450 manns sem eru að minnka við sig húsnæði og fái greitt reiðufé á milli við kaupin öðlist lánsrétt. Lán til þeirra má áætla um 500 milljón krónur á ári. Þetta var ekki séð fyrir í upphaf- legum reikniforsendum kerfísins. Mat á fjárþörf I skýrslu Félagsvísindadeildar er fjallað um þá einu könnun sem gerð hefur verið síðari ár á fjár- mögnun fasteignakaupa hér á landi. I skýrslunni Fjármagn á fast- eignamarkaði er í löngu máli ijallað um það hversu gríðarlega íjárfrekur fasteignamarkaðurinn hér á landi sé. Bent er á að það megi rekja til afar hárrar útborgun- ar og sagt að miðað við óbreytt ástand sé markaðurinn það fjár- frekur að lánsíjárþörf hans verði ekki leyst með opinberu fé ein- göngu. í skýrslunni er einnig fjallað um hvaða þýðingu lánsfé lífeyrissjóð- anna hafí fyrir kaupendur fast- Stefán Ingólfsson eigna. Um þetta er fjallað í sérstökum kafla. Þar kemur fram að lánsfé frá lífeyrissjóðunum hafí fram að þeim tíma þegar nýja kerf- ið tók gildi verið jafnhátt og lán frá Húsnæðisstofnun. Þetta er einnig sett fram í töflu í marsblaði Mark- aðsfrétta Fasteignamatsins 1986. Úr þessari töflu má áætla hver nettóaukning verði á lánsfé því sem veitt er inn á fasteignamarkaðinn með nýja húsnæðismálakerfínu. Þegar tekið er tillit til þess að lán lífeyrissjóðanna beint til félaga munu nánast falla niður og miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu á þeim tíma þegar frumvarp að lög- unum var til umræðu og áður eru nefndar virtist aukningin ekki mundu verða meiri en um 5% af heildarveltu markaðarins. Fyrirsjáanleg’ vandamál Undirritaður hafði sama aðgang að þeim skýrslum sem hér hefur verið fjallað um og félagsmálaráðu- neytið. Þegar frumvarpið var í lokaumræðu á Alþingi sendi hann tvær greinargerðir með athuga- semdum við frumvarpið. í þeim vakti hann meðal annars athygli á því að eftirspumin væri vanáætluð og aukning lánsfjár á markaðnum ofmetin. Með því að nota þessar sömu skýrslur gerði hann í ágúst sl. spá um hver biðtími umsækjenda eftir lánum mundi vera orðinn í apríl nk. Biðtíminn var varlega áætlaður 14 mánuðir. Þetta hefur gengið eftir. Biðtíminn er nú þegar orðinn liðlega 15 mánuðir og stefnir í 17 mánuði í vor. Þá mátti áætla hina miklu eftir- spum sem koma mundi á fyrstu árum kerfísins vegna uppsafnaðs vanda í húsnæðismálum. Ætla mátti að þessi hópur væri allt að 500 ijölskyldur. Með því að bæta þeim við hóp fyrstu kaupenda mátti vænta þess að allt að 2.000 manns í forgangshópi mundu sækja um fyrsta árið. Raunin varð sú að á fyrstu 4 mánuðum kerfísins sóttu tæplega 1.900 manns um lán til að kaupa sína fyrstu íbúð. Þannig má lengi halda áfram að telja þau atriði sem sjá mátti fyrir. Til viðbótar þeim 3 skýrslum sem hér hefur verið ljallað um mætti telja fleiri. Undirritaður átti til dæmis þátt í að semja fyrir félags- málaráðuneytið 11 rit sem fjalla um ýmsa þætti fasteignamarkaðarins. Skýrslur um grundvallarþætti fasteignamarkaðarins: Fasteignamarkaðurinn á höfuð- borgarsvæðinu 1980—1984. „Áfangaskýsla 2“, mars 1985. Fjármagn á fasteignamarkaði. „Afangaskýrsla 5“, ágúst 1985. Könnun á húsnæðiskjörum. „Kaup notaðs húsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu 1984“ ásamt Töfluviðauka, ágúst 1985. Eins og áður segir eru fyrstu tvær skýrslumar unnar af nefnd sem skipuð var í júní 1984 til að kanna fasteignamarkaðinn og gera tillögur til úrbóta. Lokaskýrsla nefndarinnar er dagsett 18. des- ember 1986 (óbirt). Síðasta skýrslan var unnin af Félagsvísindadeild Háskólans sem einnig framkvæmdi könnunina sem skýrslan lýsir. Höfundur er verkfræðingur og starfaði lengi hjá Fasteignamati ríkisins. Morgunblaðið/Theodór CHEVROLET MONZA Verð: 460.000 4ra dyra beinskiptur 514.000 4ra dyra sjálfskiptur. mimirt HOFÐABAKKA 9 SIMI 687BOO CHEVROLET Verð: 453.000 3ja dyra beinskiptur. 507.000 3ja dyra sjálfskiptur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.