Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 47 Elín H. Sveinbjörns- dóttir — Minning Fædd 17. febrúar 1907 Dáinl3.febrúarl987 í dag verður amma mín, Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Mig langar að skrifa nokkrar línur í minningu hennar um leið og ég þakka henni allar þær stundir sem við áttum saman og fyrir allt það sem hún kenndi mér. Amma var heilsteyptur persónu- leiki sem kom til dyranna eins og hún var klædd. Atorkusemin var henni í blóð borin og bar heimili hennar þess jafnan merki. Ég minnist þess er ég kom eitt sinn að henni þar sem hún stóð uppi í stiga við að mála húsið að utan. Þá var hún hátt á sjötugs aldri en lét það ekki aftra sér. Amma var mikill náttúruunnandi og garðrækt var eitt af hennar helstu áhugamál- um enda hafði hún erindi sem erfiði í þeim efnum. Heimili ömmu og afa, Einars Hjórleifssonar, var lengst af á Hringbraut 24 í Reykjavík. Þar ólu þau upp börnin sín þrjú: Guðrúnu Valgerði, Hjörleifu og Sveinbjörn. Fjögur elstu barnabörnin nutu svo þeirra forréttinda að búa á Hring- brautinni í sama húsi og afí og amma fyrstu ár ævinnar og má nærri geta að samgangur var mik- ill því alltaf vorum við velkomnar uppi hjá þeim. Eftir að Guðrún og Hjörleif flutt- ust, ásamt fjölskyldum sínum, út á Seltjarnarnes fluttu amma og afi líka út á Nes, á Melabraut 40. Það var ómetanlegt að vera áfram í nábýli við þau. Alltaf var jafnnota- legt að koma við hjá ömmu á leiðinni heim úr skólanum og fá eitthvað í svanginn og alltaf var hún tilbúin að ræða þau mál sem voru efst í huga manns hverju sinni. Hún átti mjög auðvelt með að skilja okkur stelpurnar og setja sig í spor okkar og því var gjarnan leitað til hennar. Þegar íbúðir aldraðra voru reist- ar á Seltjarnarnesi festu amma og afi kaup á einni slíkri og hlakkaði amma mikið til að njóta þess sem þar er boðið upp á. En þessi draum- ur hennar rættist ekki eins og hún hafði vonað því sumarið 1982 missti hún heilsuna mjög skyndilega. Upp frá því dvaldi hún á Reykjalundi. Þó þessi ár hafí verið henni erfið átti hún sínar gleðistundir. Það sem veitti henni mesta gleði var að geta verið heima hjá afa, sem lét ekki sitt eftir liggja, því um hverja helgi sótti hann hana og hugsaði um hana þrátt fyrir eigin heilsubrest. Samrýndari gömul hjón er vart hægt að hugsa sér og mætti margt læra af þeim hvað varðar mannleg samskipti. Að lokum vil ég votta afa mínum innilegustu samúð og bið góðan Guð að veita honum styrk. Helga Kristín Helga lést að kvöldi föstudagsins 13. febrúar sl. á hjúkrunarheimili Reykjalundar í Mosfellssveit eftir langa veru. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudag, kl. 13.30 s.d. Hún fæddist austur í Fljótshlíð, á Teigi, 17. febrúar 1907 og hefði því náð 80. aldursári í þessum mánuði. Foreldrar Helgu, sem voru sveitabændur mann fram af manni, voru sæmdarhjónin Valgerður Guð- mundsdóttir og Sveinbjörn Svein- björnsson. Helga átti sín barnæsku- og unglingsár á Teigi í Fljótshlíð þar til að hún flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur um fermingaraldur. Að föður sínum látnum flutti hún með móður sinni og bróður, sem bæði eru látin fyrir nokkrum árum, að Kalmanstjörn á Reykjanesi, en þar hafði Guðmundur bróðir hennar keypt jörð og stofnað til búskapar. Við margt var að sýsla þessi ár og voru störfin mörg eins og tíðkast hjá almúgafólki, starf saumakon- unnar við fatasaum, enda handlagin vel, og síldarárin á Siglufirði voru oft dregin hin síðari ár fram úr geymslu minninganna sem góður og farsæll tími. Árið 1933 festi Helga ráð sitt með heiðursmanninum Einari Hjör- leifssyni sem ættaður er úr Keflavík og starfaði um áratugaskeið hjá afgreiðslu smjörlíkisgerðanna í Reykjavík við góðan og farsælan orðstír. Heimili þeirra hjóna var lengstan hluta búskaparáranna á Hringbraut 24 í Reykjavík, enda þótt hin seinni ár hafi þau búið á Seltjarnarnesi, fyrst á Melabraut 40 og hin síðustu árin í íbúðum aldraðra á Melabraut 5. Þau eignuðust þrjú börn sem öll eru uppkomin, Guðrúnu Valgerði, fædd 1934, og tvíburana Hjörleif og Sveinbjörn, fæddir 1941. Barna- börnin eru orðin sjö. Helgu minnist ég sem mikillar atorku- og dugnaðarkonu, sem aldrei féll verk úr hendi og lagði mikla alúð við að fegra umhverfi sitt, bæði utan dyra sem innan. Eitt skemmtilegasta dæmi þess var garðurinn og húsið á Melabraut 40 sem enn bera þeim hjónum fagur- lega merki. Helga unni íslenskum vísnakveðskap og kunni þarafleið- andi ógrynni þeirra bókmennta og var gaman að heyra hana draga fram kviðlinga á góðri stund. Alla tið var mjög kært með okk- ur Helgu. og er mér sérstaklega minnisstætt hversu vel mér var tek- ið þegar ég tengdist skyldleika- böndum fjölskyldunni á Hringbraut 24 og mun ég varðveita þá hlýju í safni góðra minninga. Barnabörnin hennar eiga góðar minningar um góða konu sem stóð alltaf föstum fótum í tilverunni og var góð heim að sækja hvort sem Kvöldvaka Ferða- f élags íslands FERÐAFELAG Islands efnir til kvöldvöku miðvikudaginn 25. febrúar i Risinu, Hverfisgötu 105. Ferðafélag Fýótsdalshéraðs sér um efni þessarar kvöldvöku. Páll Pálsson frá Aðalbóli mun sýna myndir og segja frá eyði- byggðinni á Jökuldalsheiði. Um miðja 19. öld fór fólk að setjast að á Jökuldalsheiði, en árið 1946 fór síðasta heiðabýlið í eyði. Margir trúa því að þarna sé að finna slóðir Bjarts í Sumarhúsum, en um það eru að sjálfsögðu skiptar skoð- anir. Það sem gerði líf fólksins á heiðinni frábrugðið lífi Bjarts var, að bændur þarna lifðu á hlunnind- um s.s silungsveiði, hreindýra- og fuglaveiði. Fólkið á Jökuldalsheiði var flest bjargálna og sumir urðu stórbændur sfðar, í öðrum héruðum. Allt þetta og fleira varðandi þessa horfnu byggð ætlar Páll Páls- sqn að fræða fólk um á kvöldvöku FÍ miðvikudaginn 25. febrúar. (Fréttatilkynning) Þú svalar lestrarþörf dagsins ' stóum Moggans! var á hátíðis- eða tyllidögum eða þá bara á venjulegum hversdags- degi á leið í skólann eða úr. Margt klappið á kinn og góðan molann má muna, og marga nóttina var gist hjá afa og ömmu, enda alltaf til sérherbergi til þeirra þarfa. Helga vistaðist á Reykjalundi í Mosfellssveit fyrir tæpum fimm árum er hún varð fyrir því áfaili sem aldrei greri um heilt eftir og vil ég hér þakka með fátæklegum orðum alla þá umhyggju sem henni hlotnaðist á þeim stað, umhyggju bæði lækna og hjúkrunarfólks, sem er þeim verustað til mikils sóma. Ög ég veit að ég tala fyrir munn tengdamóður minnar þegar ég leyfi mér að þakka eiginmanni hennar, Einari, natnina og umhyggjuna á erfiðleikatímum. Þar reis viljinn hærra en getan á stundum. Hafi hann kæra þökk fyrir. Með þessum fáu og fátæklegu línum vil ég þakka tengdamóður minni, ömmu dætra minna, sam- fylgdina og bið henni blessunar Guðs og forsjár á leiðum hennar. Og það er við hæfi að lokaorðin hafi eitt uppáhaldsskálda Helgu, Kristján Jónsson fjallaskáld, í ljóði skólapiltsins, Tárinu. Þú sæia heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýta-kind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af augum mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljóð í hjarta skín í hvert sinn er ég græt, en drottinn telur tárin mín - ég trúi og huggast læt. (KJ) Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson As-tengi Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál VESTURGOTU 16 SIMAR 14680 ?I480 Aðalumboðið hf, Toyota Landcruiser diesel G. árg. 1985, brúnsanseraður. Ekinn 38 þús. km. Nýinnfluttur frá Þýskalandi. Vlö Miklatotg Steínleír, jarðleír, gífs, föndurleír og leír fyrír blómaskreYtíngar. MIK3Ð ÚRVAL sendum upplýsingalísta. Póstkröfuþjónusta. Höfðabakka 9 Sfmi 685411 Bladburðarfólk óskast! «*rí AUSTURBÆR KOPAVOGUR Þingholtsstræti o.fl. Laufbrekka o.fl. Sóleyjargata Meðalholt Stórholt Lindargata frá 39-63 o.fl._______________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.