Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 t Ástkær sonur okkar, stjúpstínur, bróðir, mágur og frændi, SIGURGEIR ÞÓRÐARSON, Brautarási 10, Reykjavfk, lést að heimili sínu aðfaranótt 16. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Þórður Kristjánsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Sigurgeirsddttir, Hansfna Sigurgeirsdóttir, Þorkatla Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttlr, og systkinabörn. Sigmar Hróbjartsson, Lea H. Björnsdóttir, Ragnar Jónasson, Sveinbjörn Herbertsson, Ragnar Tryggvason, Sigursteinn Gunnarsson t Eiginmaður minn, BIRGIR GUÐJÓNSSON verslunarmaður, Lindarbraut 4, Seltjamarnesi, lést að morgni 19. febrúar á Landakotsspítala. Gréta Jóhannsdóttir, börn og bamabörn. t Móðursystir mín, GUNNFRÍÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR frá Uppsölum, lést á Hrafnistu í Reykjavík aöfaranótt laugardagsins 21. febrúar. Fyrir hönd ættingja og vandamanna, Hrefna SamúelsdóttirTynes. t Móðir mín. JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR, HátúnMOA andaðist í Landspítalnum aðfaranótt 22. febrúar. Viggó Pálsson. t Móöir okkar SNJÓLAUG SIGURÐARDÓTTIR lést á Borgarspítalanum laugardaginn 21. febrúar. Snjólaug Bruun, Knútur Bruun. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR HELGADÓTTIR, Melabraut 3, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á kirkjubyggingar Kvenfé- lagsins Seltjarnar. Minningarkortin fást á skrifstofu Seltjarnarnes- bæjar, Mýrarhúsaskóla eldri. Margrét Sigurðardóttir, Svala Sigurðardóttir, Dóra Sigurðardóttir, Ágúst Jónsson, Þorbjörn Karlsson, Guðmundur Einarsson, Guðbjörg Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hjartanlega sýnda samúð og vinarhug vegna andláts GUÐNA STURLAUGSSONAR, Hoftúni, Stokkseyri, sem lést 6. febrúar sl. Aðalheiður Eyjólfsdóttir, Jakob Guðnason, Oddný Ríkhardsdóttir, Vigdfs HeiSa Guðnadóttir, Baldur Sigurðsson, Gfsli Guðnason, Jóna Guölaugsdóttir, Sturlaugur V. Guðnason, Sesselja Ó. Gfsladóttir, barnabörn og barnabamabarn. Legsteínar ýmsargerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Jón Ag. Ketils- son - Minning Fæddur8.ágústl908 Dáinn 16. febrúar 1987 „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin." (Tómas Guðmundsson) Frændi og vinur ýtti úr vör, af stað yfir móðuna miklu, hljóðlega, rétt fyrir miðnætti þann 16. þ.m. Dvalartíminn á Hótel Jörð liðinn og þráin djúpa eftir hvíldinni var uppfyllt. Jón Ágúst Ketilsson var fæddur Einholti í Biskupstungum 8. ágúst 1908, yngstur 5 barna hjónanna Stefaníu Stefánsdóttur og Ketils Jónssonar, bónda, er bjuggu lengst af á Minni-Ólafsvöllum, Skeiðum. Nú eru þau öll látin. Er Jón fæddist höfðu foreldrar hans orðið að bregða búi og koma hinum börnunum í fóstur um nokk- urra ára skeið, vegna alvarlegra veikinda Ketils, en eftir að hann fékk bata hófu þau búskap á ný í Auðsholti í Biskupstungum og þar sameinaðist fjölskyldan aftur. Þeg- ar Jón var 12 ára flutti Ketill með heimilið að Minni-Olafsvöllum og bjó þar, uns hann hætti vegna ald- urs, og flutti ásamt Stefaníu til Reykjavíkur. Hugur Jóns stefndi ekki til bú- skapar í sveit, en snemma kom í ljós, að hann var fæddur trésmiður. „Biddu hann Jón að laga þetta, hann getur allt," sögðu nágrann- arnir í Ólafsvallahverfinu, þegar einhver áhöld, sem þá voru flest úr tré, biluðu og ekki stóð á hjálp- fýsi Jóns. Biömastofa Friöfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ö!i kvöld til kl. 22,- ei nnig um helgar. Skreytingar við öll íilefni. Gjafavörur. f* O.WÍ m,á er hœgt ao breyta innheimtu- aðferðinm. Eftir það verða TTíi.TinMnmTTirirríTi viðkomandi greiðslukorta- reikning mánaoarlega. ¦1-iiH SÍMINN ER 691140 691141 Arið 1935 flutti Jón til Reykjavíkur og stundaði ýmsa vinnu í landi eða á togurum, eftir því, sem hún fékkst á þeim atvinnu- leysisárum. Honum var mikið í mun að sjá fyrir sér og sínum. Með hernáminu 1940 hefst nýr og betri þáttur í lífi Jóns. Þá tekur hann til við húsasmíðar og þar með er ævistarfið, sem hugur hans stóð til, hafið að fullu. Hann var traust- ur smiður, smekkvís, ósérhlífinn og duglegur, tryggur starfsmaður hverjum húsbónda. Honum nægði þó ekki til lengdar að stunda smíðarnar einar, hann vildi og skyldi afla sér fuílra iðnréttinda og bætti því við sig námi í Iðnskólanum á kvöldin. Hann lauk því með mjög góðum árangri á aðeins 2 árum og svo skemmtilega atvikaðist það, að sveinsbréf sitt í húsasmíði fékk hann þann dag, sem hann varð 40 ára. Það lýsir enn betur dugnaði og áræði Jóns, að á sama tíma og hann var í náminu hóf hann að byggja reisulegt, rúmgott og vand- að hús sitt í Sörlaskjóli 7 og vann við það öllum stundum, sem gáfust frá námi og brauðstriti. Þá voru það oft lúnar hendur og fætur, sem lögðust seint til hvíldar, til að geta risið til brauðstritsins næsta morg- un. Jón kvæntist æskuvinkonu sinni, Unu Ingimarsdóttur, frá Andrés- fjósum, Skeiðum, og lifir hún mann sinn. Ekki varð þeim hjónum barna auðið saman, en Una átti fyrir son, Guðmund Má Brynjólfsson, og gekk Jón honum í föðurstað og ætt- leiddi. Jón var mikill barnavinur og barnagæla. Atvikin höguðu því svo, að þau Una tóku í fóstur nokkurra máriaða telpu er þau ættleiddu síðar. Telpan var skírð Sesselja. Þetta reyndist þeim öllum hið mesta gæfuspor. Sesselja varð strax auga- steinn og yndi Jóns og svo samrýnd urðu þau feðgin, að af bar. Ský dró fyrir sólu. A miðjum vinnudegi 9. apríl 1975 hnígur Jón niður, meðvitundarlaus. Blóðtappi. Hann missir máttinn hægra megin og mál og minni um skeið. Fyrst á eftir virðist ætla að rætast úr, en síðan koma ný áföll, ýmissa teg- unda. Þannig hófst og gekk tæp- lega 12 ára tímabil þjáninga, vona og vonbrigða, baráttu og ósigra, sem lauk við kallið eina, sem ekk- ert okkar kemst hjá að hlýða. Á þessu langa, langa tímabili fékk Jón að njóta ríkulega endurgjalds í kærleika og umhyggju konu og barna sinna er gáfu honum ómæld- an styrk og báru byrðarnar með honum til hins ítrasta. Við sjáum oft skammt fram á veginn. Góður drengur og ástvinur er syrgður, en um leið má samfagna honum, að þrautunum skuli vera lokið. „því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafnt tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir." (Tómas Guðmundsson) I góðri bók er okkur kennt, að veröldin sé ekki nema brú; við eig- um að fara um brúna, en ekki reisa bústaði okkar á henni. Ekkert í lífinu er tilviljun. Allt hefur sinn tilgang. Við sjáum þenn- an tilgang oft ekki, á stundum kemur hann í ljós löngu síðar og þá skýrist, að eitt og annað, sem okkur reynist erfitt að mæta og umbera, felur í sér jákvæðan til- gang. Lífið er skóli, það eru ekki allir í sama bekk, en allir eru að læra og þroskast. Glíman við erfið- leikana kennir okkur meira en velgengnin, hvort sem okkur tekst að sjá það nú eða síðar. Erfiðleik- arnir sjálfir skipta ekki höfuðmáli þegar upp er staðið, heldur hvernig okkur tekst að mæta og vinna úr þeim. Ýmsir fá úthlutað stærri skammti, sem ekki sér fyrir endann á, en æðruleysi, átök og sáttfýsi við örlögin vinna kraftaverk. Kvaddur er góður og hjálpfús vinur, með þökk fyrir samfylgdina. Minningarnar geymast, margar og góðar. Fullvissa um, að við tekur ódáinsakur, að loknu úthlutuðu dagsverki hér á jörð. Sigurður Gunnarsson Fundur í Háskólabíói um lánamál námsmanna Námsmannahreyfingarnar Iðnnemasamband íslands, Stúd- entaráð Háskóla íslands, Banda- lag íslenskra sérskólanema og Samband íslenskra námsmanna erlendis verða með fund um lána- málin í Háskólabíói miðvikudag- inn 25. febrúar og hefst hann kl. 14.00. Til fundarins eru boðaðir forystu- menn þeirra stjómmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Með þessum fundi vilja náms- menn krefja forystumenn stjórn- málaflokkanna svara um hver stefna flokkanna sé í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Fulltrúar flokkanna verða: Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokki, Sva- var Gestsson Alþýðubandalagi, Jón Sigurðsson Alþýðuflokki, Finnur Ingólfsson Framsóknarflokki og Kristín Halldórsdóttir Kvennalista. Form fundarins verður með þeim hætti að fulltrúar flokkanna og einn fulltrúi námsmanna flytja stuttar ræður. Þar á effcir verða pallborðs- umræður þar sem stjórnmálamenn- irnir verða krafðir svara. (Fréttatilkynning) Fimmtu Háskólatón- leikarnir á önninni FIMMTUHáskólatónleikarnirá Sigríður Birgisdóttir, Kolbeinn önninni verða miðvikudaginn 25. febrúar nk. Tónleikarnir verða í Norræna húsinu kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálftíma. Bernharður Wilkinson, Guðrún Bjarnason og Martial Nardeau leika á fjórar flautur verk eftir Karl Ditters von Dittersdorf, Er- nesto Köhler og Rimsky-Kor- sakov.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.