Morgunblaðið - 24.02.1987, Side 50

Morgunblaðið - 24.02.1987, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 50 fclk í fréttum Freuuri röð frá vinstri: Kolbrún Harðardóttir, Birgir Stefánsson, Viktoría Guðmundsdóttir, Karl Viktor Heimbiirger, Betsý Ágústsdóttir, Nikulás Heimbíirger og Viktoría Karlsdóttir. í aftarí röð frá vinstri eru Esther Birgisdóttir, Karl Jóhann Birgisson, Kolbrún Stella Birgisdóttir, Ólafía Birgisdóttir, Davíð Þór Óskarsson. Stella Gísladóttir, Jónas Ragnar Gíslason og Jónas Jónasson. Fimm ættliðir essi mynd var tekin fyrir tveimur árum af ættmóð- urinni Viktoríu Guðmundsdóttur í fjölmennum hópi fímm ættliða. Viktoría er frá Aðalbóli í Vest- mannaeyjum, en er nú til heimilis að Kleppsvegi 32 í Reykjavík. Þama á myndinni er Viktoría ásamt dóttur sinni, tveimur dætrum hennar, bömum þeirra og bamaböm- um. Frá því að myndin var tekin hafa síðan tvö böm bættst í hópinn! Þessi mynd er birt nú, í tilefni þess að Viktoría átti 90 ára afmæli síðastliðinn sunnudag og er henni óskað til hamingju með það. Jerry Hall sýkn saka Jerry Hall, sambýliskona og bamsmóðir Micks Jaggers, söngvara Rolling Stones var sýknuð af ákæru um fíkniefnasmygl til Barbados á Karíbahafí. „Ég er fegnust því að þetta skuli afstaðið", sagði Jerry sigri hrósandi skömmu eftir úrskurðinn. Hún vildi ekki svara spumingum fréttamanna á blaðamannafundi um helgina, þar sem hún og Jagger skáluðu í kampavíni við viðstadda frétta- hauka. „Þessi martröð kostaði mig a.m.k. 200.000 dali, sem ég hefði að öðrum kosti fengið fyrir fyrir- sætustörf. Mér þætti gaman að vita hver hyggst borga það. Undanfar- inn mánuð hef ég ekkert getað verið með bömunum okkar Micks eða honum, hvað þá með sjálfri mér og ég er mjög ánægð með að komast loks héðan og aftur til Banda- ríkjanna .... Ég hef alltaf haldið fram sakleysi mínu og ég er mjög fegin yfír því að það hefur verið staðfest fyrir dómstólum", sagði Hall að lokum. Jerry Hall var handtekin hinn 21. síðasta mánaðar og ákærð fyrir að hafa um níu kíló af marijúana undir höndum. Hún hélt því statt og stöðugt fram að umrædd eitur- lyf væru alls ekki sín eign, heldur hefðu þau komist í hennar hendur fyrir misskilning. Skýrði hún frá því að hún hefði farið á flugvöll eyjarinnar til þess að sækja sendingu, sem hún átti von á og þá hefði henni verið feng- inn pakki sér merktur. Við tollskoð- un kom í ljós að í pakkanum var ekki það sem hún átti von á heldur fyrmefnd eiturlyf. Við vitnaleiðslur bar flugvallar- starfsmaður nokkur að hann hefði merkt Jerry pakkann þar sem hann hefði verið ómerktur, en starfsmað- urinn vissi að Jerry vænti pakka nokkurs. í úrskurði dómarans sagði að í máli þessu væri margt á huldu, en ekki væri hægt að dæma fólk á ótraustum líkum. Auk þess hrósaði hann Hall fyrir að vera áreiðanlegt vitni. Þekkir einhver sjálfan sig? Blaðinu barst fyrir skömmu gömul mynd, sem tekin var í porti Austurbæjarskólans í upphafí fjórða áratugarins. Myndin er af hópi Reykjavíkurbama á Vomá- mskeiði Isaks Jónssonar, sem haldið var í eða við Austurbæjarskólann, sennilega vorið 1931. Sá sem kom með myndina fysir að komast að nöfnum bamanna, en þau em nú flest liðlega sextug. Þessvegna fer hann nú fram á lið- veislu lesenda blaðsins og biður þá rýna í myndina og skrifa niður nöfn þeirra, sem þeir þekkja. Við nöfn þeirra skal setja tölu þá sem bömin eru auðkennd með á teikningunni hér við hliðina. Er ekki að efa að einhverjir þekkja þama sjálfa sig og bemsku- vini, þó svo að myndin sé e.t.v. orðin hrörleg. Þeir geta svo sent nafnskrá sína til blaðsins merkt Fólki í frétt- um, en póstfang blaðsins er: Morgunblaðið, P.o.box 1555, 121 Reykjavík. Þekkir einhver sjálfan sig hér?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.