Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÖJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI •TIL FÖSTUDAGS nr u-r*ui am íAVmstrong Þessir hringdu .. . Skipt á hjólum Fann hjól Kristín hringdi: Ég fann hjól við göngubraut í Fossvoginum. Það hafði legið þar yfirgefið í nokkra daga og líklegt að einhver hafi stolið því og skilið það þarna eftir. Þetta er lítið grátt barnareiðhjól. Ég er í síma 685721. Hvergerirvið dúkkur? Jonna hringdi: Hvar er hægt að fá gert við dúkkur? Þetta hefur nokkrum sinnum komið fram en ég hef allt- af misst af því. Budda tapaðist Elísabet hringdi: Lítill drengur sem fékk 2750 krónur á fjögurra ára afmælinu sínu 7. febfuar fór í verslunina Fídó 9. sama mánuðar til að kaupa leikfang ásamt eldri bróður sínum. Þegar þeir komu inn í búðina var buddan, dökkblá leður- budda, með öllum peningunum, horfin. Hún hefur líklegast dottið á götuna þegar þeir fóru úr bflnum fyrir framan búðina. Buddan fannst ekki þrátt fyrir mikla leit og olli þetta mikilli sorg hjá ungu mönnunum. Ef einhver hefur fundið budduna er hann beðinn um að hafa samband i síma 40441. Ef enginn svarar þar má hringja í síma 16696 Séra nokkur bjó Maður hringdi: Móðir mín vill gjarnan fá upp- gefið kvæði sem hún kann þrjár línur úr. Það er einhvern veginn á þessa leið: Séra nokkur bjó, á höfða í Hðfðahverfi. Og heldur kænn á sjó... Ef einhver kynni að kunna þetta er hann beðinn um að hafa samband við Velvakanda. Ásta hringdi: Ég er með hjól sem skilið var eftir og hjól dóttur minnar tekið í staðinn. Þetta er rautt tíu gíra hjól og í staðinn var sett mikið minna BMX-hjól. Þetta gerðist í Neðra-Breiðholtinu. Ef einhver kannast við þetta er hann beðinn um að hafa samband í síma 74024. ÞakkirtilElísa- betar Brekkan Jón Gunnlaugsson hringdi: Mig langar til þess að koma á framfæri þakklæti til Elísabetar Brekkan fyrir Morgunstund barn- anna í síðustu viku. Hún endur- sagði þar erlend ævintýri. Framsögn hennar og túlkun var frábær og vona ég mörg börn hafi hlustað. Gaman væri að heyra aftur frá henni í Morgunstund barnanna. Tapaði gler- augum og nef- tóbaksdós Gísli hringdi: Ég tapaði gleraugum um síðustu helgi og neftóbaksdós úr dökkum við. Líklega í leigubíl eða fyrir utan Hótel Esju. Ef einhver hefur fundið þetta er hann vin- samlegast beðinn um að hafa samband i sfma 73935. Fann lyklakippu Kona hringdi: Ég fann lyklakippu á göngustígnum milli Efra- og Neðra-Breiðholts. Á henni eru tveir lyklar, upptakari og lítill lyk- ill. Kippan sjálf er mjög sérkenni- leg og getur sá lýst sem á hana. Ég er í síma 686691 Dansað í Templara- höilinni Þóra Ólafsdóttir hringdi: í Morgunblaðinu í síðustu viku segir Heiðar Ástvaldsson, dans- kennari, að hann vilji gera dans að íþróttagrein en viti ekki hvert eigi að senda nemendur sína til að æfa sig. Ég vil þvf koma því á framfæri að í Templarahöllinni er haldið uppi skemmtunum á hverjum einasta föstudegi. Þar er hægt að dansa og góð hljómsveit leikur þessa samkvæmisdansa og gömlu dansa sem hann er að kenna. Lyklakippa fannst Svala hringdi: Ég fann lyklakippu í brúnu leð- urhulstri. Þetta er spænsk iykla- kippa með fimm lyklum og fannst hún á bílastæði við Amtmannsstíg á bak við Menntaskólann í Reykjavík. Hægt er að hafa sam- band við mig í síma 23310. Meiriháttar tónleikar Ein fjórtán ára hringdi: Gospel-tónleikarnir í Broadway í síðustu viku voru alveg meiri- háttar góðir og fólk sem fór ekki á þá hefur misst af miklu. Týndi filmu Bjarni hringdi: Ég varð fyrir því óláni í síðustu viku að týna óátekinni Kodak- filmu einhversstaðar á leiðinni niður Amtmannsstíg, um Skóla- brú, Kirkjustræti að Aðalstræti. Ef einhver hefur fundið hana bið ég hann um að hafa samband við mig í síma 22697. Reynsluakið Mercedes-Benz Þór Bæring hringdi: Ég hef áhuga á bílum og les því alltafbílasíðuna í Morgun- blaðinu. Ég myndi vilja koma þeirri beiðni á framfæri til um- sjónarmanns síðunnar að hann reynsluaki Mercedes-Benz og skrifi um það. Fann kött Heiða hringdi: Ég fann grábröndóttan kött í Breiðholti fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Hann var ekki með 61. Ef einhver kannast við köttinn getur hann haft samband í síma 73265. Jáégerírsk Gestur hringdi: Sjónvarpsþáttur um írland í síðustu viku vakti hjá mér minn- ingar úr ferð til Englands fyrir mörgum árum. Þar vorum við nokkur á gangi og einn fylgdar- manna okkar benti á konu og sagði að hún væri frá írlandi. Konan svaraði þá að bragði. „Já, ég er írsk og ég er stolt af því". Hvor hópurinn hefur hrifs- að til sín stærri bita? Jón Björnsson skrifan Undir yfirskriftinni „Ósann- gjarnar kröfur", skrifar „Athugull" grein í Velvakanda, þriðrjudaginn 17. þ.m., og veitist þar sérstaklega að kennarastéttinni fyrir það að vilja hrifsa til sín stærri sneið af þjóðarkökunni en öðrum hafi tekist að ná með almennum samningum. Þar sem greinarhöfundur hefur valið sér nafnið Athugull, þá vildi ég leyfa mér að leggja fyrir hann nokkrar spurningar. Greinarhöf- undur segist vera kominn yfir miðjan aldur, þá geri ég ráð fyrir að hann muni þá tíma, þegar t.d. þingmenn óskuðu eftir þvf að laun sín miðuðust við laun menntaskóla- kennara. Er þér kunnugt um hr. Athugull, að nú hafa þingmenn tvö- föld laun á við menntaskólakenn- ara, og meira að segja nýliðar á þingi hafa slfk laun, miðað við 17—18 ára starfsaldur kennara. Auk þess hafa þingmenn allskonar fríðindi, nánast lögverndaðan skattafrádrátt, sem mundi senni- lega flokkast undir skattsvik hjá þorra inanna, svo að vægt reiknað hafa þingmenn um það bil þreföld menntaskólakennaralaun. Spurningin er því þessi: Hvor hópurinn telur þú að hafi hrifsað til sín stærri sneið af þjoðarkök- unni? Önnur spurningin er sú, hvað finnst þér réttlæta það að svona mikill munur hefur orðið á milli þessara tveggja stétta? Ber ef til vill að launa það að þingmenn hafa bakað öllum lands- mönnum óbærilega skuldabyrði með vitlausum fjárfestingum í ýms- um fyrirtækjum, svo sem Steinull- arverksmiðju, graskögglaverk- smiðju, o.fl., o.fl. svo nokkur dæmi séu nefnd, fyrir utan allskonar prjál og eyðslu í ríkisrekstrinum? Og loks, fjórða spurningin er. Ber sérstaklega að refsa þessari stétt, þ.e. kennarastéttinni, fyrir að hafa dregist svona aftur úr og ver- ið nánast galeiðuþrælar ríkisstjórn- arinnar í mörg undanfarin ár? Með von um athugul og greið svör. . ,, .... Armaflex Sveigjanleg pfpueinangrun fœst íhólkum, motfum og sem Ifmband. Armaflex einangrun er sérlega hentug þar sem snyrtilegrar og varanlegrar einangrunar er krafist fyrir pipur, tanka og loftræsti- kerfi. Hentar jafnt útl sem inni. m^í Armaflex einangrun hefur miklð einangrunargildi bæði hvað varðar hita/kulda og hljóð. elnangrun er úr sjálfslökkvandi efni. Fáanlegt er sérstakt lím og teygjahleg málning í mörgum lltum. ¦p^-...,^- % Hringið eltlr nánari upplýsingum. bb Þ. ÞORGRIMSSON & CO CO 'Armúla 16 sími 38640 *x_ Hafnfirðingar! Námskeið Viltu auka þroska þinn? Þarftu að tala máli þínu á fundum, mannfögnuðum eða við önnur tækif æri? Kref st starf þitt eða félagsstörf kunnáttu við að stýra f und- um? Ef svo er býður JC Hafnarfjörður þér upp á námskeið í ræðumennsku og fundar- stjórn. Námskeiðið hefst 11. mars nk. ÞÁTTTAKATILKYNNIST FYRIR 8.MARSTIL: Angantýs Agnarssonar, sfmar 54939 og 686633, Guðna Gunnarssonar, símar 651650 og 681555, Ólafs Magnússonar, sfmi 54791. JC Hafnarfjörður -"•-" KR0SSVIÐUR T.d. vatnslímdurog vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLOTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verðl' SPARIÐ PENINGA! - Smfðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. \x- BJORNINN Við erum íBorgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.