Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 - Rafsoðið í Nýja dal til þess að gera klárt í ferðina til baka. ^P*Leitað eftir uppgöngu úr ánni. Ferð bílaklúbbsins 4x4 yf ir Sprengisand: Tók sólarhring að komast úr Nýja dal og til byggða r* Átta bílar urðu eftir á hálendinu HÚN gekk ekki þrautalaust fyrir sig heimferð félaga í bilaklúbbnum 4x4 um helgina, því það tók þá, sem lengst voru að, rúman sólarhring að komast frá Nýja dal og til Reykjavíkur. A leiðinni til baka var ofanhríð til að byrja með, norðanátt og skafrenn- - jngur og allt upp í 20 stiga frost og neyddust átta bif- reiðaeigendur til þess að skilja bifreiðar sínar eftir upp á hálendinu vegna bilana. Eins og kunnugt er af fréttum lögðu rúmlega 80 jeppaeig- endur upp í f erð til Akureyrar yfir hálendið á föstudags- morguninn. Þeir dvöldust aðfararnótt laugardagsins í Nýja dal, og daginn eftir átti að halda áfram til Akureyrar. Veður og færð leyfði það hins vegar ekki og þvi var sú ákvörðun tekin á laugardags- _.^morguninn að halda til baka. „Það var dálítð fyndið að hvort heldur á upp eftir leiðinni eða leið- inni til baka, fannst okkur við sífellt vera að keyra upp brekkur, svo að maður vissi ekki alveg hvar þetta endaði," sögðu þeir Óskar Þórisson og Eyjólfur Jóns- son, sem tóku þátt í ferð klúbbs- ins. Þeir sögðust aldrei myndu leggja upp í slíka ferð aftur með svo mörgum þáttakendum, þar sem það hefði sýnt sig að það gengi ekki að svo margir bílar færu saman í slíka ferð. Það hefði verið nær einróma álit manna. Bflarnir hefðu verið mismunandi búnir og aðstoð við bilaða bfla og þá sem villtust hefði tafið fyrir. Eyjólfur og Óskar sögðu að ferðin upp í Nýja dal hefði gengið Glímt við árbakka. mjög vel. Að vísu hefði vegurinn í Þjórsárdal verið eitt forað, enda mikil rigning og síðan síydda. Síðustu 20 kílómetrarnir upp í Nýja dal hefðu verið farnir utan vegar, þar sem hefði verið ekið í samfelldum snjóskafl. „Þeir sem voru á kraftmestu bflunum voru í sífelldum kappakstri og þeytingi út um allt og það var auðséð að þeir höfðu óskaplega gaman af þessu," sögðu þeir. Það tók um átta klukkustundir að komast þessa 20 kflómetra fyrir allan flot- ann, enda snjórinn mjög blautur og þungur og um 10 leytið um kvöldið voru flestir komnir heim í skálann, utan tveir bílar sem skilja varð eftir. Eyjólfur og Óskar sögðu að það hefði verið ansi þröngt í skálanum um nóttina, þó sumir hefðu tekið þann kost að sofa í bílunum. Veislumatur hefði verið boðstóln- um, lamb grillað ofan í mannskap- inn, og menn haft það náðugt, þó minna hefði orðið um svefn en annars vegna þrengsla. Á laugardagsmorgninum var Morgunblaðið/Eyjólfur Jónsson ofanhríð og tekin ákvörðun um að snúa við, þar sem ljóst þótti að ófært væri norður yfir. Ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun og nokkrir bílar reyndu að komast áfram. Þeir gáfust hins vegar fljótlega upp og slógust í för með þeim, sem voru á suðurleið. Þeir Óskar og Eyjófur sögðu að það hefði ef til vill verið möguleiki fyrir öflugustu bflana og reynd- ustu bílstjórana að komast norður um, en þó engan vegin víst að þeir hefðu komist alla leið. Óskar og Eyjólfur sögðu að það hefðu einkum verið dísilbflarnir, sem áttu í erfiðleikum eftir að frostið herti, þar sem margir hefðu brennt sig á að taka ekki næga steinolíu með í ferðina. Þá hefði það tafið fyrir þegar bflar villtust af leið og þurfti að bíða eftir þeim, þar sem engan mátti skilja eftir. Þó að snjórinn hefði verið meiri í bakaleiðinni, þá hefði færðin verið léttari vegna bess að snjórinn var ekki blautur. Arbakk- arnir hefðu verið erfiðir og ekki hefði mátt stöðva nema stutta stund til þess að allt frysi fast. „Helgina áður hefði nánast ver- ið hægt að fara þessa leið á fólksbíl, því þá var harðfennið svo mikið. Það sýndi sig að það var vélaraflið og alvöru dekk, sem dugðu í þessari ferð, þó það væri ekki undatekningarlaust, því þyngri bílarnir áttu einnig í erfið- leikum," sögðu þeir. „Maður fékk þó alla vega vetur út úr ferðinni, maður fær hann ekki hér fyrir sunnan og verður því að fara á fjöll eftir honum," sogðu þeir að lokum. Tugir milljóna spar- ast í snjómokstrinum YFIRVERKFRÆÐINGUR Vegagerðarinnar telur að einhverjir tugir milljóna kr. af snjómoksturspeningum Vegagerðarinnar, sparist í vet- ur. Nokkrum hluta peninganna er þó ráðstafað fyrirfram, og eyðast þó lítið snjói, eins og í vetur til dæmis. Jón Birgir Jónsson yfirverk- fræðingur sagði að á haustin væru gerðir samningar við vörubflstjóra um að útbúa sig til snjómokurs og vera ávallt tilbúnir til moksturs þegar á þyrfti að halda. Fyrir þetta þyrfti að borga. Hann sagði einnig að starfsmenn Vegagerðarinnar þyrftu einnig að vera viðbúnir snjómokstri. Þá nefndi hann að iðulega væri skafrenningur á heiðum þó þess yrði ekki vart á láglendi og væri því meira mokað en fólki virtist úr fjarlægð. Jón Birg- ir sagði að í snjóléttum vetrum þyrfti að moka ýmsa fjallvegi, sem ekki væri átt við að jafnaði. Nefndi hann sem dæmi að vegirnir norður í Árnes á Ströndum og um Möðrudalsöræfi hefðu verið mokáðir í farmannaverk- fallinu, en það þýddi ekki að reyna við venjulegar aðstæður. Þrátt fyrir þetta sagði Jón Birgir að búast mætti við að einhverjir tug- ir milljóna spöruðust af þeim 200 milljónum kr. sem ætlað hefði verið til snjómoksturs í vetur. En hann varaði jafnframt við að veturinn væri ekki búinn og óvarlegt að fara að hugsa um ráðstöfun peninganna í annað fyrr en komið væri fram í maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.