Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 IBM-SKAKMOTIÐ Svartir helgardagar hjá físlensku skákmönnunum ÍSLENSKU skákmennirnir riðu ekki feitum hesti frá 3. og 4. umferð IBM skákmótsins sem tefldar voru á Hotel Loftleiðum um helgina. Helgi Ólafsson náði bestum áragri þeirra, tveimur jafnteflum, þar af var annað við Margeir Pétursson. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Agdestein en tapaði síðan fyrir Ljubojevic sem fékk þar með sinn fyrsta vinning á mótinu. Bæði Jón L. Árnason og Margeir töp- uðu síðan fyrir Nigel Short sem þar með var kominn með 4 vinn- inga eftir fjórar umferðir og virðist illstöð vand i. Til að kóróna ólukkuna féU Jón L. á tíma f skák sinni í 4. umferð við Tim- man eftir að hafa misst af ðruggri mátleið í tímahraki. 3. umferð mótsins var tefld á laugardaginn. Stysta skákin var miUi Sovétmannanna Polugaevski og Tal, en þeir sömdu snemma um jafntefli. Önnur jafntefli umferðar- innar voru öllu hressilegri. Margeir og Helgi börðust hart en sömdu að lokum. Jóhann Hjartarson hafði ""í^síðan yfirhöndina mest alla skák sína við Simen Agdestein en óná- kvæmur leikur, rétt áður en skákin fór í bið, varð til þess að Agdestein náði að halda jöfnu. Ljubojvevic fékk 3. núllið sitt í röð gegn Portisch, þegar hann of- keyrði sig í sóknartilraunum, og Short fékk þriðja vinninginn sinn í röð, þegar Jón L. náði ekki að fylgja sókn sinni nægilega vel eftir. Heppnin sveik Timman síðan á móti Kortsnoj því Kortsnoj tókst að knýja fram vinning í jafnteflis- legri stöðu. Tvær skákir vöktu mesta athygli i 4. umferðinni, sem tefld var á sunnudaginn, enda tóku þær lengst- an tfma. Jón L. Árnason og Jan Timman eyddu miklum tíma í byrj- un sinnar skákar. Þar var tefldur spánskur leikur og Jón virtist fá slæma stöðu snemma, lét meðal annars loka riddara sinn inni á kóngsvængnum. Jón undirbjó hins- vegar sókn á drottningarvængnum, en til að byrja með leist áhorfendum ekkert á. „Það er erfitt að tefla sókn með enga menn," sagði Guð- mundur Sigurjónsson stórmeistari í skákskýringarsalnum, og átti við að menn Jóns voru flestir enn á sínum upphafsreitum. En Jón hafði á meðan verið að ryðja brautir fyr- ir menn sína og skyndilega var sóknin orðin ógnandi. Það yar tíma- hrakið hinsvegar líka hjá báðum keppendunum, og undir lokin höfðu starfsmenn ekki við að færa ménn- ina á veggtaflinu í skáksalnum. í asanum missti Jón af öruggu máti í tveimur leikjum, skömmu sfðar lék Timman biskup í dauðann, en þegar Jón lét hann eiga sig náði Timman að bjarga sér úr mesta vandanum. Jón var þó skiptamun yfir á þeirri stundu en lék þá af sér manni og féll síðan á tíma þegar hann átti einn leik eftir. Þessi átök höfðu greinilega tekið sinn toll af keppendunum. Jón L. sat eftir niðurlútur en Timman spratt upp og blés. Áhorfendur hristu höfuðið og töluðu um heppni Timmans en það kom síðan í ljós að hann hafði einnig misst af einni eða tveimur vinningsleiðum í has- arnum svo ef til vill var jafnt á komið með þeim.. Hin skákin sem mesta athygli vakti var skák Kortsnoj og Port- isch. Portisch beitti Sikileyjarvörn og Kortsnoj fór undarlega leið í upphafi. Sumir sögðu að hann tefldi teoríuna eins og Benóný Benedikts- son og það virtist duga til að rugla Portisch í ríminu. Kortsnoj náði Morgunblaðið/Einar Falur Jón L. Árnason og Jan Timman í upphafi skákar sinnar á sunnudag- inn. sókn og eftir 30 leiki hugsaði hann sig lengi um. Þegar næsti leikur kom átti Kortsnoj aðeins eftir um 5 mínútna umhugsunartíma og þar sem eftir var af skákinni, 15 leikir, lék hann nær viðstöðulaust. Port- isch lék líka hratt, þótt hann ætti rýmri tíma, til að gefa Kortsnoj ekki færi á að hugsa í sínum tfma. Portisch hefði þó betur hugsað sig um ögn lengur því hann missti af jafntefli á einum stað, og bölvaði vitleysunni í sér á eftir. Kortsnoj náði í staðinn mátsókn og þegar einn leikur var í mát gafst Portisch upp. Short náði sínum 4. vinningi í röð gegn Margeiri Péturssyni með svörtu, en Margeir virtist aldrei ná takti við skákina. Sama var að segja um Jóhann Hjartarson gegn Ljubojevic en eftir ónákvæma býrj- un lék Johann af sér manni og gafst upp. Ljubojevic fékk þar sinn fyrsta vinning á mótinu á fremur ódýran hátt. Agdestein og Poluga- evski sömdu síðan um jafntefli í skák þar sem lengstaf hafði hallað á Agdestein og Helgi og Tal sömu- leiðis eftir stutta viðureign. GSH Sorglegur endir á æsispennandi skák Jón L. Arnason hefur teflt af mikilli hörku á IBM-skákmótinu, þótt hann hafí oft teflt betur. And- ' stæðingarnir eru óvenjusterkir í þessu móti og tímahrakið hefur orðið Jóni dýrt. í þriðju umferð hafnaði Jón jafnteflisleið gegn Short, en tímahrakið yarð honum að falli í framhaldinu. í fjórðu um- ferð tefldi Jón æsispennandi skák við hollenska stórmeistarann, Jan Timman. Jón tefldi byrjunina óná- kvæmt og neyddist til að fórna manni. Hann lagði þó ekki árar í bát, heldur flækti taflið eins og hann gat og sótti að kóngi Tim- mans. Hollendingurinn missti þráðinn og Jón var kominn með gjörunnið tafl þegar hann lék gróf- lega af sér í heiftarlegu tímahraki. Jón féll loks á tíma í 44. leik með tapað tafl. Sannarlega spennandi skák sem áhorfendur munu seint gleyma. Hvítt: Jón L. Árnason. Svart: Jan Timman Spænskur leikur I. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - b5, 6. Bb3 - Bb7, 7. Hel - Bc5. Timman velur mjög tvíeggjað framhald. Óruggara er 7. — Be7, 8. c3 - d6, 9. h3 - 0-0, 10. d4 - He8, 11. Rbd2 - Bf8, eins og Ka- sparov og Karpov hafa teflt í heimsmeistaraeinvígjum siðustu ára. 8. c3 - d6,9. d4 - Bb6,10. a4 - I Þessi leikur gafst Jóni vel í skák við nafha sinn Kristinsson á Helgar- skákmóti í Hveragerði fyrir skömmu. Skákfræðin mælti áður með 10. Bg5 - h6, 11. Bh4 - Dd7!?, 12. a4 - 0-0-0, 13. axb5 - axb5, 14. Ra3 - g5, 15. Bg3 - h5, 16. h4 - gxh4, 17. Bxh4 - Hh6 með flókinni stöðu. 10. - h6, 11. Rh4!? - Riddarinn gerir lftið gagn á h4 í framhaldi skákarinnar. Eðlilegra virðist að leika 11. Ra3 o.s.frv. II. — Re7!, 12. Dd3 - Til greina kom 12. Rf5. 12. - Dd7, 13. h3 - Kemur í veg fyrir 13. — Dg4. 13. — 0-0-0, 14. axb5 — axb5, 15. Bxf7?- Betra var að ljúka liðskipan með 15. Ra3 o.s.frv. 15. - Hhf8, 16. Bb3 - d5! Timman reynir að opna taflið fyrir biskupana á b7 og b6. 17. exd5 - e4,18. De2 - Hde8. Svartur hótar að vinna riddarann á h4 með 19. — g5, en það var ekki hægt í stöðunni: 18. — g5, 19. Rf3 — exf3, 20. Dxe7 o.s.frv. 19. c4!? - Jón verður að bregða við skjótt, ef ekki á illa að fara. Eftir skákina töldu meistararnir, að 19. Ra3 — g5, 20. Rxb5 - gxh4, 21. c4 - e3!? væri mjög hagstætt svarti. 19. - bxc4, 20. Bxc4 — 20. Ba4 kom sterklega til greina. 20. — g5, 21. Ba6 — Bxa6, 22. Dxa6+ — Kd8, 23. Da8+ - Dc8, 24. d6 - cxd6, 25. Da3 - Jóni hefur tekist að rífa upp svörtu kóngsstöðuna, en óvíst er að hann fái nægar bætur fyrir ridd- arann á h4. 25. - Dc6, 26. Be3 - gxh4. Sennilega hefði 26. - Kd7!? ver- ið erfiðari Ieikur fyrir Jón, t.d. 27. Hcl - Ha8 o.s.frv. 27. Hcl - Dd7, 28. Db3 - Db7, 29. Rc3 - Rd7, 30. Rb5 - Rf5. Eða 30. - Rc8, 31. Hxc8+ - Dxc8, 32. Rxd6 (líklega er 32. Dd5 of mikið af því góða) 32. — Dc6, 33. Rxe8 og veik peð svarts gera honum erfitt um vik. 31. Ra7! - Skemmtilegur leikur, sem setur Timman í mikinn vanda. Hótunin er 32. Rc6+. 31. - Re7, 32. d5 - Rc5, mtáW§ 'Wk IjP 'TP H 4 ,.M mw, * ÉIl I..... HÉfflJ' §11 I±i -*H h 'wm, wm m i__mm__wá 33. Bxc5?! - Eftir 33. Hxc5 - dxc5, 34. Bxc5 á svartur mjög erfitt um vik, t.d. 33. - Hf6, 34. Db5 (ekki 34. d6 - Hxd6, 35. Bxd6 - Bxf2+ ásamt 36. - Dxb3) o.s.frv. 33. - dxc5, 34. Hxc5 - Hxf2! 35. Khl - Ekki gengur 35. Kxf2 - Bxc5+ ásamt 36. — Dxb3. Besti möguleiki hvíts var 35. Rc6+ - Rxc6, 36. dxc6 með flókinni stöðu. 35. - Hef8, 36. d6? - Betra var að leika 36. Hccl og úrslitin eru engan veginn ráðin. 36. - Hfl+, 37. Hxfl - Hxfl+, 38. Kh2 - Db8?? Timman á enn eftir 4 mínútur og sér þó ekki 38. - Bxc5!!, 39. dxe7+ — Ke8 og nú gengur 40. — Dxb7 ekki vegna 40. Bgl+, 41. Khl - Bf2+, 42. Kh2 - Bg3 mát. 39. De6! - Hvítur á nú vinningsstöðu! 39. - Hf7! ~mm—m mm mm wm, mm wm -wm mp«mp m 'í&^. Ww, Wm, m_» *» 40. Hf5? - Hrókurinn er því miður áttavillt- ur. Eftir 40. Hc8+ - Dxc8 (40. - Rxc8, 41. Rc6 mát) 41. dxe7+ - Hxe7, 42. Dxc8 mát. 40. - Bc5!? Örvæntingarleikur, sem óvænt bjargar svarti. 41. Hxf7??? - Jón er búinn að missa tökin á stöðunni. Hann vinnur auðveldlega eftir 41. Hxc5 o.s.frv. 41. - Dxd6+, 42. Dxd6 - Bxd6+, 43. Khl - e3, 44. Kgl? - Eftir 44. Hf6 - Rf5, 45. Hxd6+ - Rxd6, 46. Rc6+ - Kd7, 47. Rd4 er skákin jafntefli. 44. - Bc5! og Jón féll á tíma, en riddarinn á a7 fellur vegna hótunarinnar 45. — e2+ og hvíta staðan er töpuð. Þriðja tap „Ljubo" Ljubomir Ljubojevic, besti skák- maður Júgóslava, hefur byrjað hörmulega á IBM-skákmótinu á Hótel Loftleiðum. Hann tapaði þrem fyrstu skákunum, og sýnir það best, hve mótið er geysilega sterkt. I þriðju umferð tapaði „Ljubo" fyrir ungverska stórmeist- aranum Lajos Portisch: Hvítt: Lajos Portisch Svart: Ljubomír Ljubojevié Drottningarindversk-vBrn I. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. g3 - Portisch hefur oft leikið 4. a3 með góðum árangri, m.a. er af- brigðið 4. a3 - Bb7 5. Rc3 - d5 6. cxdö — Rxd5 7. Dc2 runnið undan rifjum hans. 4. — Ba6 5. b3 — d5 6. cxd5 — Hvítur getur einnig leikið hér 6. Bg2!?, t.d. 6. - dxc4, 7. Re5 - Bb4+, 8. Kfl - Bd6, (8. - c6, 9. Rxc6 - Rxc6, 10. Bxc6+ - Ke7, II. Bxa8 — Dxa8 með flókinni stöðu) 9. Rxc4 - Rd5, 10. e4 - Re7, 11. Bb2 - Rbc6, 12. Rd2 - 0-0, 13. Kgl - b5, 14. Re3 - f5, 15. exf5 - exf5, 16. a3 með flók- inni stöðu (Burger — Margeir Pétursson, Reykjavíkurskákmótið 1986). 6. - exd5, 7. Bg2 - Bb4+, 8. Bd2 - Bxd2+, 9. Dxd2!? - Þennan n£ja leik hefur Portisch undirbúið fyrir skákina. I skákinni van der Sterren-Ljubojevic, Sjáv- arvík 1986, náði svartur betra tafli eftir 9. Rbxd2 - 0-0, 10. 0-0 - c5, 11. Re5?! (11. Hel) Rbd7, 12. Rdf3 - Hc8, 13. Hcl - Rxe5, 14. Rxe5 - Dd3, o.s.frv. 9. - 0-0, 10. 0-0 - He8, 11. Hel - c5, 12. Rc3 - Rc6, 13. dxc5 - bxc5, 14. Hacl - Hc8, 15. Rh4! - d4, 16. Ra4 - c4, 17. Rc5 - Eftir 17. bxc4 — Re5 hefur svart- ur mikið spil. 17. - c3, 18. Ddl - Db6, 19. Rxa6 — Dxa6 Svarta drottningin hefur auga með hvítu peðunum á a2 og e2, en spurningín er, hvort það nægir til að bæta upp veikleika peðanna á c3 og d4. 20. Rf5 - He5 Svartur gat ekki valdað peðið á d4 með 20. - Hcd8, 21. Bxc6 - Dxc6, 22. Rxd4 - Db6, 23. e3 o.s.frv. Ekki gengur 20. — Dxa2, 21. Rd6 og vinnur skiptamun. 21. Rxd4 — Rxd4, 22. Dxd4 — Hxe2, 23. Bh3 - Hxel+, 24. Hxel - Hb8, 25. De5! - Ekki 25. Dxc3 - Dxa2, 26. Hal - Dxb3 o.s.frv. 25. - Hd8, 26. Dc7 - Ekki gengur 26. Dxc3 — Dxa2, 27. Hal - De2, 28. Hxa7? - Hdl+, 29. Kg2 — De4+ og svartur vinnur. 26. - Dd3, 27. Bfl - Dd4, 28. He3 - Rg4, 29. Hf3 - Re5, 30. Hf4 - Hvítur gat unnið peðið á c3 með 30. Hxc3, en hann langar fyrst til að sjá, hvert svarta drottningin fer. 30. - Ddl Eftir 30. - Dd5 eða 31. - Dd6 kemur 32. Dxc3 o.s.frv. 31. Dxe5 — Portisch tekur riddarann óhræddur, en eftir 31. Dxc3 hefur hann peð yfir og vinningsstöðu. 31. - c2, 32. Dc7 - Hd7 Ekki 32. - clD, 33. Dxf7+ - Kh8, 34. Df8+ og mátar. 33. Dc8+ - Hd8 — .....jfwm •^ ww. — wm. Ljubojevic hefur ef til vill haldið, að hann ætti þrátefli í þessari stöðu vegna hótunarinnar 34. — clD. 34. Hc4! Fallegur leikur, sem endanlega kemur í veg fyrir að svarta c-peðið komist upp í borð og verði að drottn- ingu. Auðvitað ekki 34. — Hxc8, 35. Hxc8 mát. 34.-g6 Eða 34. - h6, 35. Dc6 - Dbl, 36. Hxc2 - Hdl, 37. Dc8+ - Kh7, 38. Df5+ og hvítur vinnur. 35. Dc5! - Hvíta drottningin valdar nú f8- reitinn, en það ræður úrslitum í skákinni. 35. - He8 Eða 35. - Dbl, 36. De7 - Ddl, 37. Hc7 - Hf8, 38. Dc5 ásamt 39. Dxc2 og vinnur. 36. Da3 - Hel Eftir 36. - Dbl, 37. Kg2 vinnur hvítur, eða 36. - h5, 37. Db2 - Hel, 38. Hc8+ og mátar. 37. Hc8+ - Kg7, 38. Df8+ - Kf6, 39. Hc6+ - Kg5 Eða 39. - He6, 40. Dh8+ - Kg5, 41. h4+ - Kh6, 42. Df8+ - Kh5, 43. Hc5+ - Kg4, 44. Hg5+ -Kf3 45. Dxf7+ og hvítur vinnur létt. 40. h4+ - Kg4, 41. Hc4+ - Kh5, 42. Hc5+ - f5, 43. Hxf5+ og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.