Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
46. tbl. 75. árg.
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Komið í veg fyrir áframhaldandi lækkun dollarans?
Árfrá valdatöku Aquino
Reuter
í dag er ár liðið frá því að Ferdinand Marcos var steypt af stóli
á Filippseyjum og Corazon Aquino tók þar við forsetaembætti i
hans stað. Mynd þessi var tekin í gær í Manila, höfuðborg Filipps-
eyja og sýnir ungan mann breiða út til sölu stutterma boli með
andlitsmynd og nafni Aquino forseta. í dag fara fram mikil há-
tíðahöld á Filippseyjum til þess að halda upp á valdatöku hennar.
Frekari lækkun gæti
reynzt mjög neikvæð
— segir Paul Volcker, seðlabankastjóri Bandaríkjanna
Washington, Reuter, AP.
PAUL Volcker, yfirbankastjóri
bandaríska seðlabankans, sagði
í gær, að frekari lækkun dollar-
ans gæti orðið til þess að draga
mjög úr hagvexti en magna verð-
bólgu í Bandaríkjunum. „Við
erum nú komnir að þeim mörk-
um, þar sem áframhaldandi
jafnvægisleysi í alþjóðafjármál-
um gæti haft mjög neikvæð áhrif
bæði fyrir okkur og helztu við-
skiptalönd okkar.“
Volcker sagði þetta, er hann
gerði fjárlaganefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings grein fyrir niður-
stöðum þeim, sem fengust á fundi
fjármálaráðherra og seðlabanka-
stjóra 6 helztu iðnríkja heims i
París um helgina. Lagði hann
áherzlu á, að „of mikil lækkun"
dollarans gæti hæglega leitt til ört
vaxandi verðbólgu í Bandaríkjun-
Forseti sovézka alþýðusambandsins þungorður:
Gagnrýnir verkalýðsfélögin
harðlega fyrir íhaldssemi
Moskvu, Reutcr.
STEPAN Shalayev, forseti
sovézka alþýðusambandsins,
gagnrýndi í gær verkalýðsfélög-
in f Sovétríkjunum harðlega
fyrir ihaldssemi og sagði, að
margir verkalýðsleiðtogar hefðu
misst allan áhuga á starfi sfnu.
Þetta kom fram f þriggja klukku-
stunda ræðu, sem Shalayev flutti
við setningu þings verkalýðssam-
takanna f Sovétríkjunum, fyrsta
þing sinnar tegundar síðan Mikhail
Gorbachev komst til valda. Gagn-
rýndi Shalayev sérstaklega viðhorf
gagnvart ötyggi á vinnustöðum og
sagði, að slysatíðni hefði aukizt
sums staðar þrátt fyrir áskoranir
um meira öryggi eftir kjamorku-
slysið í Chemobyl í fyrravor.
Þing af þessu tagi hefur ekki
farið fram í Sovétríkjunum í fimm
ár. Það á að standa í fimm daga
og er talið, að meginmarkmið þess
sé að fá verkalýðssamtökin, sem
hafa um 140 millj. manns innan
sinna vébanda, til að tileinka sér
og aðlaga sig stefnu Gorbachevs
um efnahagslegar og félagslegar
umbætur í Sovétrikjunum.
Viðstaddir þingsetninguna í gær
voru um 5.000 fulltrúar auk gesta
frá 130 löndum. Gorbachev var
sjálfur mættur og auk hans fleiri
meðlimir stjómmálaráðs sovézka
kommúnistaflokksins. Hin opinbera
fréttastofa TASS skýrði svo frá,
að á þinginu yrðu væntanlega sam-
þykktar 170 tillögur um breytingar
á starfsemi verkalýðssamtakanna.
Jafnframt yrði kosin ný miðstjóm
í þau svo og eftirlitsneöid. Þá yrði
líka kosið um tillögur um bætt
vinnuskilyrði fyrir konur.
Pravda, málgagn sovézka komm-
únistaflokksins, sagði í gær, að
innanlandsmál í Sovétríkjunum
hefðu nú æ meiri áhrif á stefnu
þeirra í utanríkismálum. Fjallaði
Pravda um þróunina á undanföm-
um 12 mánuðum frá þvi á flokks-
þinginu i fyrra og sagði, að
varanlegur friður væri nauðsynleg-
ur til þess að Sovétríkin gætu fylgt
eftir fyrirhuguðum umbótum, sem
væru það umfangsmiklar, að þær
væra allt að því byltingarkenndar.
um.
Ummæli Volckers era talin stað-
festa, að á Parísarfundinum hafi
verið gert samkomulag um að
tryggja það, að gengi dollarans
lækki ekki meira en orðið er. Gengi
dollarans hækkaði líka í Evrópu í
gær, þar á meðal bæði gagnvart
japanska jeninu og vestur-þýzka
markinu og var það almennt talin
vísbending um, að traust manna á
dollamum færi nú vaxandi á nýjan
leik.
í viðtali í fyrrakvöld sagði Ric-
hard Darman, aðstoðarfjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, að það væri
varasamt, ef gengi dollarans lækk-
aði enn. „Það getur haft í för með
sér mjög alvarlegar afleiðingar fyr-
ir okkur, ef gengi dollarans lækkar
enn frekar."
Sú ákvörðun Brasilíumanna að
fresta greiðslum vaxta af 68 millj-
arða dollara skuldum við erlenda
viðskiptabanka hefur vakið veraleg-
an ugg á sviði alþjóða fjármála og
þá einkum í Bandaríkjunum, því að
mestur hluti þessara skulda er við
bandaríska banka. Hlutabréf lækk-
uðu í Wall Street í gær, en óljóst
er, hvaða áhrif þetta kann að hafa
á gengi dollarans á næstunni.
I gær lýsti James Baker, §ár-
málaráðherra Bandaríkjanna, því
yfir, að hann va^ri sannfærður um,
að Brasilíumenn myndu leysa
vandamál sín og að engin ástæða
væri til svartsýni í þeim efnum.
Blóðug átök í Beirút:
Sýrlenzki herinn
fellir 23 skæruliða
Sýrlendingar ráða nú lögum og lofum í Vestur-Beirút, borgarhluta
múhameðsmanna. Hafa þeir lagt allt kapp á að afvopna hermenn
hrnna andstæðu fylkinga, sem borizt hafa á banaspjót að undan-
förnu. Mynd þessi sýnir sýrlenzkan hermann raða á bifreið vopnum,
sem hann og félagar hans höfðu tekið herfangi.
Beirút, Reuter, AP.
SÝRLENZKIR hermenn í Beirút
felldu í gær 23 skæruliða úr hópi
öfgasinnaðra múhameðsmanna,
sem kallast „Flokkur guðs“ (Hiz-
bollah)“ og hlynntur er írönum.
Er nú ljóst, að Sýrlendingar ætla
sér í eitt skipti fyrir öll að binda
enda á átök hinna stríðandi fylk-
inga í borgarhluta múhameðs-
manna f Beirút.
Mikill skotbardagi varð, er sýr-
lenzkir hermenn réðust til inngöngu
í byggingu þá, þar sem Hizbolla-
skæraliðamir höfðu aðalbækistöð
sína. Sjónarvottar sögðu, að eigi
færri en 23 lík hefðu verið borin
út úr byggingunni, er bardögunum
lauk.
Innanlandsátökum var ekki held-
ur lokið annars staðar í Líbanon.
Þannig skýrði lögregla landsins frá
því í gær, að óþekktir byssumenn
hefðu skotið til bana tvo frammá-
menn úr röðum kommúnista í
hafnarborginni Sídon, sem er um
40 km fyrir sunnan Beirút. Alls
hafa því 12 manns úr kommúnista-
flokki Líbanons, sem er hlynntur
Sovétmönnum, verið myrtir í suður-
hluta landsins undanfama 9 daga.
Kommúnistar hafa tekið höndum
saman við sósíalistaflokk Walid
Jumblatts, leiðtoga drúsa í átökun-
um við amal-shíta, sem lúta forystu
Nabih Berri dómsmálaráðherra.
Upphaflega vora 4.000 manns í
herliði því, sem Sýrlendingar sendu
inn í Beirút, en í gær var frá því
skýrt, að í liði þeirra væru tvær
vélaherdeildir með 6.400 manna
herliði auk sérstakrar úrvalsdeildar
fallhlífahermanna, sem í væru 800
manns.
ísraelska stjómin lýsti því yfir í
gær, að hún myndi að svo komnu
ekki skipta sér af þróun atburða í
Beirút og það þótt Sýrlendingar
hefðu sent fjölmennt herlið inn í
borgarhluta múhameðsmanna þar.