Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 5 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. AÓstoÓum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA REGGIANA RIDUTTORI Drifbúnaður fyrir spil o.f I ^ ^ Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon. ÚtförPéturs Olafssonar ÚTFÖR Péturs Ólafssonar forstjóra í ísafold var gerð frá Dómkirkjunni síðdegis í gær að við- stöddu fjölmenni. Séra Þórir Stephensen jarðsöng, Martin H. Friðriksson Iék á orgel, Kristinn Sigmundsson söng einsöng og Martial Nardeau lék einleik á flautu. Dómkórinn söng við athöfn- ina. Vinir hins látna báru kistu hans úr kirkju. FRAMDRIFSBILL Á UNDRAVERDI Lada Samara hefur alla kosti til aö bera sem íslenskar aöstœöur krefjast af fólksbíl, í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Þaö er ekki aö ástœöulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því veröiö er hreint undur og ekki spilla góö greiöslukjör. Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.- Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.- Opiö alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá 10-16. VERIÐ VELKOMIN „Sannar hve nauð- synlegir reyk- skynjarar eru“ - segir Auðun Einarsson, sem bjargaði konu úr brennandi íbúð „ÞAÐ VAR mikil mildi að fólkið skyldi komast út úr íbúðinni og raunar óskiljanlegt, því allt brann til kaldra koIa,“ sagði Auðun Einarsson, sem á sunnu- dagsmorgun bjargaði konu út úr brennandi húsi við Víðimel. Auðunn býr á neðri hæð hússins og sagðist hafa heyrt brak og bresti af efri hæðinni, líkt og húsgögn væru að falla um koll. „Skömmu síðar kom maður sem býr á efri hæðinni hlaupandi niður. Hann var þá brunninn í andliti^ og á hönd- um," sagði Auðun. „Ég hljóp upp á efri hæðina. en reykurinn í íbúð- inni var svo"þykkur að ég sá ekki handa minna skil. Þá heyrði ég að einhver var að beijast um innar í íbúðinni. Ég hljóp út á götu til að sjá hvar eldurinn væri og þá höfðu nágrannar reist upp stiga á þaki bílskúrs, sem er við húsið. Stiginn náði að glugga á efri hæðinni og þar sást móta fyrir höfði konu. Það lá beinast við að fara upp stigann og reyna að ná konunni út. Hvem- ig það tókst skil ég varla, því aðstæður voru mjög þröngar." Kona Auðuns, Karen Tómas- dóttir, hringdi á slökkviliðið um leið og maðurinn á efri hæðinni kom hlaupandi niður og var það komið fljótt á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, en hit- inn í íbúðinni var svo mikill að ekkert er heillegt eftir. Til dæmis bráðnuðu plastherðatré í lokuðum skáp fjarri eldsupptökum, sem voru í stofunni. „Það var í raun röð tilviljana sem réði því að fólkið komst lífs af,“ sagði Auðun. „Enginn reykskynjari er í íbúðinni, en stúlkan gat látið vita af sér með því að hrópa út um gluggann og þá heyrðu nágrannar til hennar. Stiginn var einnig við húsið af hreinni tilviljun. Þessi at- burður sýnir ljóslega að allir ættu að vera með reykskynjara og sjálfur hef ég slíkan í minni íbúð. Það er enginn spamaður að sleppa því að kaupa slíkt öryggistæki," sagði björgunarmaðurinn að lokum. Konan er komin af spítala, en maðurinn er enn á gjörgæslu, enda hlaut hann 3. stigs branasár á hönd- um og í andliti. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur ragnar óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.