Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVHCUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
7
MEÐAL EFNiS
í KVÖLD
CPQ
BJARGVÆTTURINN
(The Equalizer). Golden Globe
verðlaunahafinn Edward Wood-
ward ferá kostum iþessum
spennandi þáttum.
ANNAÐKVÖLD
20:15
Kynning helstu dagskrárliða
Stöðvar 2 næstu vikuna og stikl-
að á helstu viðburðum menning-
arlifsins. Umsjónarmaður er
Valgerður Matthiasdóttir.
21:30
Föstudagur
SIORIFAGNAÐ
(A Time to Triumph). Mynd frá
CBS með Patty Duke ogJoseph
Bologna í aðalhlutverkum.
Myndin greinir frá óvæntum
atvikum i lífi hjóna nokkurra.
Eiginkonan gerist atvinnuher-
maður tilað sjá fjölskyldunni
farborða, en eiginmaðurinn er
eftir heima og annast börn og
buru.
STÖÐ2
4$}?*
A uglýsingasími
Stöðvar 2 er 67 30 30
Lyklllnn faorö
þúhjá
Helmillstsakjum
<ö>
Heimilistæki hf
S.62 12 15
Morgunblaðið/Sigurgeir
7 0 gramma
loðnuhængur
LOÐNAN, sem borið hefur veið-
ina uppi á þessari vertíð, er
óvenjustór og stafar það aðailega
af þvi, að megnið af veiðistofnin-
um er fjögurra ára og hefur alizt
upp við góð skilyrði. Meðalþyngd
hrygnunnar hefur verið nálægt
25 grömmum, en hængurinn
verður nokkuð þyngri og lengri.
Lengstu loðnur hér við land hafa
mælzt 20 til 22 sentimetrar. í
Vestmannaeyjum fannst fyrir
skömmu hængur, sem mældist
21,5 sentimetrar á lengd og 70
grömm, en það er óvenjustór
hængur. Á meðfylgjandi mynd
Sigurgeirs Jónassonar, ljós-
myndara má sjá muninn á þvi,
sem talið er venjulegur hængur,
sá neðri og þeim stóra. Sá minni
mældist 18,5 sentimetrar að
stærð og 33 grömm.
900.000 lest-
ír af loðnu
komnar á land
TÆPLEGA 900.000 lestir af
loðnu eru nú komnar á land frá
upphafi vertíðar. Því eru um
130.000 lestir eftir af leyfileg-
um afla. Samið hefur verið um
sölu á rúmlega 5.000 lestum af
frystum loðnuhrognum til Jap-
ans. TU að ná því í framleiðslu
þarf um 100.000 lestir af loðnu
upp úr sjó miðað við svipað
hlutfall hængs og hrygnu í
hveijum farmi.
Nú er veitt úr þremur göngum,
sem eru komnar misnálægt
hrygningu. Sú ganga, sem lengst
er komin, er með um og yfir 20%
hrognafyllingu og er út af Sel-
vogsbanka. Veiði hefur einnig
verið síðustu daga úr tveimur öðr-
um göngum, við Hjörleifshöfða
og Ingólfshöfða og er hrognafyll-
ing í þeirri loðnu í kringum 17%.
Loðnan hrygnir þegar fylling
hrogna er komin um og yfir 25%.
Loðnan er nú brædd um allt
land. Brætt er í Bolungarvík,
Siglufirði, Krossanesi, Vopnafírði
og síðan öllum bræðslum þaðan
suður og vestur um til Akraness.
Víðast á sunnan verðu landinu er
aðeins tekið við loðnu í bræðslu,
sem til fellur vegna löndunar í
frystingu eða hrognatöku og hef-
ur gætt nokkurrar óánægju vegna
þess hjá þeim, sem aðeins veiða
til bræðslu.
Auk þeirra skipa, sem áður er
getið, tilkynntu eftirtalin um afla
á mánudag: Sigurður RE 1.400,
Harpa RE 200, Víkurberg GK
370, Kap II VE 150, Dagfari ÞH
300 og Guðmundur ÓLafur ÓF
610.
Síðdegis á þriðjudag höfðu eft-
irtalin skip tilkynnt um afla:
Sighvatur Bjamason VE 200,
Beitir NK 200, Helga II RE 530,
Keflvíkingur KE 200, Rauðsey
AK 280, Pétur Jónsson RE 150
og Gullberg VE 220.
Loðnufrystingu er nú að ljúka
LOÐNUFRYSTINGU er nú að
ljúka. í byrjun vikunnar höfðu
frystihús á vegum Sambandsins
fryst nálægft 1.400 lestum og hús
á vegum SH voru Iangt komin með
sinn hlut, um 5.000 lestir.
Loðnan hefur að undanfomu verið
stór og góð til frystingar og mun
stærri að meðaltali en á síðasta ári.
Einnig hefur einmuna blíða auðveldað
veiðamar og því hafa veiðar og
vinnsla gengið mjög vel. Hins vegar
hafa auknar gæðakröfur Japana sett
strik í vinnsluna. Þær stafa fyrst og
fremst af nýlegum boðum Kanada-
manna um mikið magn frystrar loðnu
í sumar og lægra verð en um sam-
dist milli okkar og Japana. Áætlað
útflutningsmagn þessarar loðnu er
um 270 milljónir króna. Búizt er við
þvi að frysting loðnuhrogna hefjist í
lok vikunnar.
Þess má geta, að samið hefur ver-
ið um sölu á rúmlega 5.000 lestum
af frystum loðnuhrognum að verð-
mæti tæpur hálfur milljarður króna.
Gott er talið að nýting hrogna úr
hverjum farmi sé um 6% og er þá
miðað við að álíka mikið sé af hrygnu
og hæng. Til að ná rúmum 5.000
lestum af hrognum þarf þvi nálægt
100.000 lestir af loðnu upp úr sjó.
Nærri lætur að loðnan sé að meðal-
tali um 25 grömm að þyngd og þvi
þarf um 4 milljarða af loðnu upp úr
sjó i þessa vinnslu.
n AMC Jeep
Ný, öflug, sparneytin 6 cyl. vél 173 hö
„Var 115 hö„
ÞRÓAÐASTA FJÓRHJÓLADRIFIÐ SELEC TRAC
BILL ÞEIRRA
VANDLÁTU
1987
er
glæsilegri,
kraftmeiri,
þægilegri
og
fullkomnari
Fullkomin 4ra gíra sjálfskipting
með vinnslurofa sem gerir það að verkum
að vélin er alltaf á réttum snúningi, orkan
nýtist að fullu og eyðslan verður í lágmarki.
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 — 77202
SÖLUUMBOÐ AKUREYRI:
ÞÓRSHAMAR HF.
SÍMI 22700.