Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 Desemberdagar í New York VI AFSÖFNUM OG SÝNINGUM Brookly n-safnið EftirBraga Asgeirsson í þessum tvískipta pistli, sem markar lok frásagnar minnar af hinum viðburðaríku dögum í New York, segi ég í knöppu máli frá flakki okkar félaga á milli safna og sýninga. Eftir er þá grein um söfn í Fíladelfíu og heimsókn á eitt aðalgallerí New York-borgar. Hér vil ég leggja áherslu á sýn- ingarsalina, en afgreiði nokkur merkissöfn í leiðinni. Það er réttast að bytja á Frich-safninu, því einstæða safni við miðju Central Park, sem fram- kallar jafnan sterka útþrá í manni, er hugurinn reikar um sali þess. Það er ekki aðeins að safnið sé perla, heldur hefur það algera sér- stöðu í New York-borg og ber að skoðast af öllum unnendum málara- listar, er borgina heimsækja. Sérstaða safnsins er fólgin í því, að það er allt verk eins manns, Henri Clay Frichs (1849-1919), koks- og stáliðnaðarhöndlara frá Pittsburgh. Hann lét teikna hina reisulegu byggingu árið 1913 og innrétta sem heimili og safn og tók það einungis eitt ár. Frich hafði frá unga aldri verið gagntekinn áhuga á myndlist og listiðnaði og var hald- in óslökkvandi söfnunarástríðu. Arfleiddi svo New York-borg að svo til öllu saman með þeim tilmæl- um, að almenningur og listáhuga- fólk nyti góðs af „til eflingar og framgangs rannsóknum á sviði fag- urra lista". Safnið rúmar ekki einungis mikið úrval 14.-19. aldar málverka, held- ur einnig höggmyndir, teikningar, húsgögn, postulín, glerungsverk frá Limonges, gólfteppi og silfur. Á staðnum fær gesturinn og inn- sýn í hámenningarlegt heimili bandarísks auðjöfurs, svo sem þau gátu fegurst verið, og þá áráttu margra slíkra að leita ákaft til gamla heimsins um aðföng. Er ég heimsótti safnið fyrir rúm- um tveim áratugum, var þar Indíána-safnið slangur fólks, en núna var þar stöð- ugur straumur áhugasamra gesta, er skoða hlutina vel og lengi. Það er athyglisverðasta breytingin, því að áður létu flestir sér nægja að koma á staðina og leita uppi einstök fræg verk. Safnið var opnað árið 1935, og ég held, að hin mikla aðsókn sé til- tölulega nýlegt fyrirbæri, en þó aðeins upphafíð og að hún eigi eft- ir að aukast og nýtæknin að miðla heiminum af þessum fjársjóðum, sem öðrum. Það var grein frá New York eft- ir Valtý Pétursson, er fyrst vakti athygli mína á þessu safni, sem annars hefði sennilega farið fram- hjá mér í fyrstu heimsókn minni til heimsborgarinnar og verð ég hon- um ætíð þakklátur fyrir. Safnið fær nú hæstu stjömugjöf í uppslátt- arbæklingum og það til jafns við stóru söfnin, sem em gríðarleg meðmæli fyrir listasmekk Henry Clay Frichs, sem hér hefur reist sér óbrotgjaman minnisvarða. Og ekki sakar að minnast á, að í miðri safn- byggingunni er kæligarður með marmaragólfí, hitabeltisgróðri, smátjöm og gosbrunni, sem kemur í góðar þarfír í hitunum á sumrin og er ávallt augnayndi og gott at- hvarf til að hvfla lúin bein. Um safnið sjálft er óþarft að íjölyrða, — hér em úrvalsmyndir eftir Tiep- olo, Tintoretto og Titian, Vermeer, Guggenheim-safnið Veronese, Whistler, Turner o.fl. o.fl. Þetta safn varð til á tímum, er menn keyptu myndlist af ást og hrifningu, og um leið vom það mestu uppgangstímar bandarískrar menningar á öllum sviðum, er mddu tæknibyltingunni braut. — Að sjálfsögðu var hið fræga Guggenheim-safn heimsótt, en það safn er öldungis óþarft að kynna, svo þekkt sem það er. Að auki var það svo til allt undirlagt mikilli sýn- ingu á verkum Kocoschka, er olli okkur miklum vonbrigðum, þótt ágæt verk væm innan um. Þó er það vissa mín, að hér hafí safnið sjálft átt stóran hlut að máli sem var vísast óheppilegur rammi fyrir myndir meistarans. Það er til frá- sagnar, að meðan við vomm á safninu, skoðaði það einhver merk- iskona, og var hverri hæð á fætur annarri lokað, meðan hún og fylgd- arlið stóðu við þar, og það ruglaði mjög athafnafrelsi annarra gesta og fór mjög í fínu taugarnar á Tryggva Olafssyni, almúgamanni nr. I. í bóksölu safnsins uppgötvaði Sigurður Örlygsson splunkunýja útgáfu (1986) af nútímalistasögu Hjörvarðs Ámasonar (H. H. Árna- son) og sagði okkur Tryggva þær fréttir, að búið væri að breyta miklu og m.a. þurrka út íslenzka kaflann. Hann var nú aldrei mikill né merki- legur, en ef rétt er, ber að athuga það nánar — hugðist því kaupa níðþunga bókina seinna um daginn, einungis vegna þessa, en hún fékkst svo hvergi annars staðar. Minnisstæðast frá þessu útlits- fallega safni vom nokkrir tréskúlpt- úrar eftir Constantin Brancusi, — hef alltaf haft mætur á þeim mikla listamanni og ekki minnkaði hrifn- ingin eftir aukin kynni mín af verkum hans í Ameríku. Eitt er víst og það er, að því fer fjarri, að allar tegundir mynda njóti sín á safninu og eitthvað þykir manni það snubbótt og vélrænt að ganga þessa hringganga frá efstu Karlakórinn Þrestir; Afmælistónleikar í Hafnarfj arðarbíói TÓIMLIST Ragnar Björnsson Friðrik Bjamason tónskáld stofnaði Karlakórinn Þresti 19. febrúar fyrir 75 ámm, segir í söngskrá kórsins. Samkvæmt upptalningu á söngstjómm kórs- ins og stjómandatímabilum þeirra virðist kórinn hafa starfað óslitið þennan tíma allan. í tilefni þessa merku tímamóta mun kór- inn hyggja á tónleikaferð til Evrópu á sumri komanda. Fjörutíu og þrír söngmenn fylltu raðir kórsins á tónleikunum en stjómandi kórsins er Kjartan Siguijónsson. Einsöngvari með kómum að þessu sinni var Krist- inn Sigmundsson og píanóleikari Bjami Jónatansson. Það hefur verið nokkur tíska og jafnvel hálfgerð árátta hjá sumum íslenskum tónlistarmönn- um að reyna að lyfta örlítið sjálfum sér á kostnað karlakórs- söngs. Undirritaður hefur aldrei séð þessa menn hækka mikið í sessi við þá iðju sína, enda kannski aldrei skilið rök þeirra, sem era þau helst að um sam- kynja raddir sé að ræða og möguleikamir því takmarkaðir til listsköpunar. En öll hljóðfæri hafa sínar takmarkanir og því standast þessi rök illa. Víst skal ég viðurkenna að góð sinfóníu- hljómsveit töfrar mig meira en önnur samsetning hljóðgjafa þegar vel er gert en sú samsetn- ing er Iíka leiðinlegri en sæmileg popp-grúppa þegar aðeins sæmi- lega er gert. Strokkvartett er skipaður samkynja röddum og fyrir þá samsetningu hafa verið skrifaðar margar skærastu perl- ur tónbókmenntanna. Flautan, túban og öll hljóðfærin þar á milli era ekki rismikil hljóðfæri fyrr en góður maður blæs í þau. Vandi karlakóranna er kannski tvíþættur, annars vegar að hika um of við að ráðast í þau erfiðu verkefni sem skrifuð hafa verið fyrir karlakóra svo og að nýta sér of lítið samtímatónskáld við öflun nýrra verkefna. Hinn vand- inn er að erfítt er að manna karlakór svo að vel sé. Raddsvið karlakórsins er oft nær því fyrir ofan og neðan það mannlega. Karlakórinn þarf tenóra sem syngja á raddsviði sem segja má að sé óeðlilegt röddinni og þeir þurfa bassa sem geta sungið langt niður fyrir það sem ein- söngvara væri nokkra sinni ætlað og til þess hvoratveggja þarf ákveðna raddtækni. Þegar þessi mannskapur er fundinn er hægt að byija að gera sér vonir um listrænan flutning. Sem fyrr seg- ir er þessi hópur vandfundinn og því era aðeins til fáir veralega góðir karlakórar. Þar sem þeir fyrirfínnast, eins og t.d. í Skand- inavíu, hafa þeir verið stór og atkvæðamikill þáttur í tónlistar- og menningarlífi. Mitt álit er að svo hafí einnig verið á íslandi. Það er hins vegar e.t.v. rann- sóknarefni hversu víða karlakór- ar era starfandi á landinu. Blönduðu kóramir eiga í erfið- leikum vegna vöntunar á karla- röddum, þar sem valið er þó miklu auðveldara vegna þess að raddsvið blandaða kórsins liggur nær talröddinni, en samtímis er varla svo fámennt sveitarfélag til að ekki sé þar starfandi karla- kór. í söngskrá Þrasta stendur að „markmið kórsins sé m.a. að efla tónlistarlíf meðal félagsmanna sinna og annarra Hafnfírðinga". Af undirtektum áheyrenda á af- mælisdaginn mátti heyra að þeir kunnu að meta starf kórsins og nutu vel söng hans, en kórinn söng m.a. þijú lög eftir fyrsta söngstjóra sinn, Friðrik Bjama- son. Ekki var ætlunin að skrifa hefðbundna gagnrýni á þessum merku tímamótum kórsins, en ég leyfí mér þó að ráðleggja kór- félögunum sem mesta raddþjálf- un þar til stigið verður um borð í flugvélina í júnímánuði. Af- mælisóskin til kórsins er að hann verði ekki húsnæðislaus á 76. árinu. Hann á annað skilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.