Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
23
Tölvuvogir, sem þróaðar voru við Raunvísindastofnun Háskólans, eru notaðar í fjölmörgum frystihúsum
á íslandi
um slíkt fyrirtæki er Tækniþróun
hf. Með þessum hætti vill Háskóli
íslands leggja sitt af mörkum til
að hraða þróun á sviði hátækniiðn-
aðar á Islandi. Um þessar mundir
er unnið að undirbúningi að stofnun
þróunar- og markaðsfyrirtækis á
líftæknisviðinu.
I fjórða lagi er vaxandi þátttaka
kennara og sérfræðinga í stofnun
fyrirtælqa um tilteknar hugmyndir,
ýmsa þjónustu eða framleiðslu. Er-
lendis hefur slíkt fyrirkomulag
gefist mjög vel.
I fimmta lagi getur verið um að
ræða samvinnu um stofnun og
rekstur tæknigarða eða nýsköpun-
armiðstöðvar, t.d. á sviði líftækni
og efnaiðnaðar á Keldnaholti og á
sviði rafeinda- og tölvutækni á
Melunum. Við væntum þess að þessi
viðleitni beri áþreifanlegan árangur
á næstu árum.
í sjötta lagi með þjónustumið-
stöð, þ.e. Rannsóknaþjónustu
Háskólans, en hlutverk hennar er
að auðvelda og efla hagnýtingu
þekkingar og veita íslensku atvinn-
ulífi þjónustu eftir því sem kostur
er. Háskólaráð hefur þegar sam-
þykkt tillögur að skipulagi og
starfsháttum Rannsóknaþjón-
ustunnar, en henni er ætlað að
verða tengiliður milli þeirra sem
leita eftir aðstoð og þjónustu og
hinna fjölmörgu sérfræðinga Há-
skólans, sem gætu veitt aðstoð við
að leysa vandann. Rannsóknaþjón-
ustan á að geta veitt aðstoð við
lausn þverfaglegra viðfangsefna
þar sem sérfræðingar á ólíkum
fræðasviðum vinna saman að flókn-
um og margþættum verkefnum.
Háskóli Islands mun þannig leit-
ast við að mæta aukinni menntun-
arþörf atvinnulífsins og' aukinni
þörf fyrir rannsóknir og þróunar-
starf í leit nýrra tækifæra. Aukin
samvinna er forsenda árangurs en
samvinna byggir á gagnkvæmum
áhuga, skilningi og trausti. Háskól-
inn þarf hins vegar stuðning við
að byggja upp viðunandi aðstöðu
til að veita þessa þjónustu.
Nokkur grundvallaratriði eru þó
forsendur gagnlegs samstarfs. Tjá-
skipti þurfa að vera mikil, eyða
þarf misskilningi og fordómum. Það
þarf að vinna hnitmiðað að arðvæn-
legum þróunarverkefnum, en það
þarf einnig að byggja upp aðstöðu
og fæmi í grunngreinum vísinda
við Háskóla Islands og efla starf-
semi hans. Þetta em hagsmunamál
bæði Háskólamanna og atvinnulífs-
manna. Það verða ekki stundaðar
rannsóknir fyrir atvinnulíf, atvinnu-
uppbyggingu og nýsköpun ef
eingöngu em höfð skammtímasjón-
armið í huga. Það verður að byggja
upp grundvallarfæmi, þekkingu,
aðstöðu, tækjabúnað og mannafla
á íslandi.
Háskólinn og
atvinnulífið
þessi vandamál og hafa samúð hver
með öðmm er unnt að fara að taka
á þeim og snúa sér að arðvænlegu
samstarfi. Og samstarf getur vissu-
lega verið með ýmsu móti. Það
getur verið samstarf um litlar og
einfaldar rannsóknir eða mælingar,
skammtímaþróun á einföldum hlut-
um eða langtímarannsóknir með
þátttöku fyrirtækja og hins opin-
bera, ríkis og sveitarfélaga.
En með hvaða hætti getur Há-
skóii íslands mætt vaxandi þörf
fyrir hagnýtingu þekkingar og þörf
fyrir rannsóknir í þágu atvinnulífs-
ins? Rektor Háskólans hefur
einkum hent á sex leiðir í þessu
sambandi:
I fyrsta lagi samstarf einstakra
kennara og sérfræðinga Háskólans
við fyrirtæki og stofanir utan Há-
skólans. Slíkt samstarf hefur verið
til staðar um árabil og hefur það
raunar aukist hin síðari árin.
í öðm lagi samstarf rannsókna-
stofnana Háskólans við stofanir og
fyritæki utan Háskólans. Slíkt sam-
starf vex hröðum skrefum enda
flölgar einnig rannsóknastofnunum
Háskólans.
í þriðja lagi þátttöku Háskóla
Islands í stofnun þróunar- og há-
tæknifyrirtækja og fyrsta dæmið
Jón Bragi Bjarnason
„Þegar vísindamaður
talar um möguleika á
einu sviði eða öðru þá
á hann oft við eitthvað,
sem getur orðið að sölu-
vöru eftir mörg ár.
Þegar atvinnulíf smað-
urinn ræðir um sín
vandamál, þarf hann
helst að fá þau leyst í
gær.“
Höfundur er prófessor í lífefna
fræði við Raunvísindadeild
Háskóla íslands.
eftir Jón Braga
Bjarnason
Með þróun nýrra tæknigreina á
undanfömum ámm hefur samstarf
háskóla og atvinnulífs aukist vem-
lega. Fmmkvæði háskólakennara í
þessum greinum hefur að sama
skapi aukist. Þeir hafa í vaxandi
mæli stofnað eigin fyrirtæki eða
tekið þátt í stofnun fyrirtækja um
framleiðslu eða þjónustu tengdum
sérsviðum sínum. Víða hafa háskól-
ar og stjórnvöld hvatt til slíkrar
starfsemi.
En lítum okkur nær og athugum
tengsl Háskóla Islands og atvinnu-
lífsins hér á landi. Lögum sam-
kvæmt er hlutverk Háskólans að
vera vísindaleg rannsóknastofnun
og vísindaleg fræðslustofnun er
veiti nemendum sínum menntun til
að sinna sjálfstætt vísindalegum
verkefnum og til þess að gegna
ýmsum embættum og störfum í
þjóðfélaginu.
Þörf fyrir menntun vex ört, og
kröfur um bætta þjónustu á þessu
sviði fara sífellt vaxandi. Háskóli
íslands verður að koma til móts við
þessar auknu þarfír og leita nýrra
leiða til að veita þessa þjónustu.
Leitast verður við að efla samstarf
Háskólans og atvinnulífsins, bæði
á sviði menntunar og á sviði rann-
sókna og þróunarstarfa.
Við ættum þó að hafa það hug-
fast að allar rannsóknir, hvort sem
við köllum þær grunnrannsóknir
eða nytjarannsóknir, eru í eðli sínu
hagnýtanlegar á einhveijum stað
og á einhveijum tíma. Það sem hér
um ræðir er fyrst og fremst hvort
rannsóknirnar séu hagnýtanlegar á
Islandi í náinni framtíð.
Atvinnulíf á íslandi á við mörg
vandamál og aðkallaði að etja. Aðil-
ar atvinnulífsins eru því iðulega að
glíma við brýn skammtímavanda-
mál. Háskólamenn eru hins vegar
að fást við rannsóknir og þróunar-
starf sem lítur til framtíðarinnar;
stundum til nokkurra missera og
stundum til margra ára ef ekki
áratuga. Hætt er því við að menn
misskilji hver annan, ef þeir hugsa
ekki og tala í sama timaramma.
Þegar vísindamaður talar um
möguleika á einu sviði eða öðru þá
á hann oft við eitthvað, sem getur
orðið að söluvöru eftir mörg ár.
Þegar atvinnulífsmaðurinn ræðir
um sín vandamál, þarf hann helst
að fá þau leyst í gær.
Aðilar atvinnulífsins eru oft svo
uppteknir við þau margvíslegu
vandamál sem eru samfara því að
halda fyrirtæki gangandi á arð-
bæran hátt að þeir hreinlega hafa
ekki orku og tíma til þess að horfa
til framtíðarinnar. Þetta varð mér
enn ljósara þegar ég sat aðalfund
Félags íslenskra iðnrekanda og tók
þátt í hugarflugsstarfí eins vinnu-
hópsins með iðnrekendum. Attu
menn þar að varpa því fram sem
þeim var efst í huga. Taldi ég, að
iðnrekendur myndu nú nefna hluti
eins og „aukið samstarf við Há-
skóla Islands", „auknar rannsóknir
og þróunarstarf", „meiri tjáskipti
við vísindamenn", „efling Iðntækni-
stofnunar", „auknar kröfur til
Háskólans" og fleira í þessum dúr,
sérstaklega með það í huga að há-
skólarektor hafði þennan sama dag
flutt erindi um samstarf Háskólans
og atvinnulífsins. En sú varð ekki
raunin.
Það kom greinilega fram að
stjómendur fyrirtækja höfðu um
annað hugsa. Þetta var mér lær-
dómsríkt hugarflug og jók skilning
minn á högum, hugsunarhætti og
vandamálum þeirra atvinnulífs-
manna. Það eru einmitt tjáskipti
af þessu tagi, sem eru okkur nauð-
synleg og eru forsendur samstarfs
Háskólamanna og atvinnulífs-
manna. Það er að sama skapi
nauðsynlegt fyrir aðila atvinnulífs-
ins að kynnast hugsunarhætti
okkar vísindamanna og þá kemur
þeim líklega jafnmikið á óvart hvað
við erum uppteknir af okkar vanda-
málum, lítum á rannsóknimar sem
markmið í sjálfu sér og lítum oft á
tíðum langt til framtíðar.
En þegar menn þekkja og skilja
Fermlngartilboð
sem samanstendur af;
Kransaköku, rjómatertu, Sachertertu,
Allt fyrir konuna Mokkatertu, brauðtertu,
skúffuköku og snittum
osnið við áhyggjur og fyrirhöfn
Éleimsendingarþjónusta
ildarkjör
Verðhugmyndir
20 manna veisla
8.900.-
30 manna veisla
12.600.-
40 manna veisla
15.600.-