Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
Sviptur sovézkum
þegnrétti vegna mann-
réttindabaráttunnar
Sovézki mannréttindafrömuðurrinn
Pyotr Grigorenko látinn
New York, AP.
SOVÉZKI mannréttindafrömuð-
urinn, Pyotr Grigorenko, lézt í
New York á laugardag eftir
iangvarandi veikindi. Hann var
háttsettur hershöfðingi í Rauða
hernum í heimsstyrjöldinni
síðari, en var síðan sviptur ríkis-
borgararétti í Sovétríkjunum
vegna mannréttindabaráttu
sinnar.
Grigorenko átti mikinn þátt í því
á síðasta áratug að koma á fót í
Sovétríkjunum svonefndum Hels-
inkisamtökum, sem kennd voru við
samnefndan sáttmálan um mann-
réttindi. Grigorenko, sem var af
úkraínsku bergi brotinn, tók sem
ungur maður þátt í októberbylting-
unni. Hann lauk síðan prófi frá
einum helzta herskóla Sovétríkj-
anna og var sæmdur ýmsum æðstu
tignarorðum, þar á meðal Leninorð-
unni.
Sem ungur maður hafði hann
einlæga trú á ágæti kommún-
ismans, en eftir að hann varð
hershöfðingi og sá það djúp, sem
er á milli sovézkrar hugmyndafræði
og sovézks veruleika, varð hann
mjög vonsvikinn. Skömmu eftir
1960 flutti Grigorenko svo ræðu
opinberlega, þar sem hann lagði
til, að lýðræði yrði komið á að
nokkru leyti í Sovétríkjunum. Yfir-
völd bruvðust. við á bann hátt. að
þau létu lýsa hann geðveikan og
settu hann í fangelsi.
Grigorenko var þó látinn laus ári
seinna, en hins vegar sviptur stöðu
sinni í hemum. Hann hóf þá virka
þátttöku í starfsemi þeirra, sem
færa vildu sovézkt samfélag í átt
til meira fijálsræðis. Mestur hluti
þesarar starfsemi varð þó að fara
Reuter
FYRSTA FLUGIÐ
Airbus A320 farþegaþotan fór í sitt fyrsta tilraunaflug frá borginni Toulouse í Frakklandi, þar
sem Airbus-verksmiðjurnar eru. Flugið tók hálfa þriðju klukkustund og gekk að óskum. Stjórn-
tæki flugvélarinnar eru byltingarkennd. Tölvutækni er beitt til hins ítrasta í stjórnklefanum. Þegar
hafa á fimmta hundrað flugvélar af þessari tegund verið pantaðar og vonast Airbus-verksmiðjum-
ar eftir að ná til sín vænan skerf af þeim markaði, sem er fyrir 150 sæta þotur.
Pyotr Grigorenko
fram með leynd vegna refsiaðgerða
stjómvalda, sem gerðu allt til að
kæfa hana.
Árið 1969 var Grigorenko enn á
ný settur í fangelsi vegna mannrétt-
indabaráttu sinnar, þar sem hann
hafði m. a. lagt áherzlu á réttindi
í'Sðmgí hópa eins og tartara Bandaríkjamenn rannsaka vopnasölumálið:
Til Bandaríkjanna kom Grigor-
enko 1979 til þess að heimsækja
son sinn og til þess að gangast
undir skurðaðgerð á blöðmháls-
kirtli. Á meðan á dvöl hans stóð
þar vestra, létu sovézk yfírvöld
ógilda vegabréf hans og sviptu hann
þar með í reynd sovézku ríkisfangi.
Hann hélt þó ótrauður áfram bar-
áttu sinni fyrir auknum mannrétt-
indum í Sovétríkjunum og stofnaði
m. a. í því skyni samtök á meðal
Ukraínumanna í Bandaríkjunum,
sem kennd vom við Helsinkisátt-
málann.
Vilja að bankaleynd
verði aflétt í Sviss
Bem, AP. Reuter.
Bandaríkjastjórn hefur krafizt
þess að bankaleynd verði aflétt
Japan:
Löggjöf um alnæmisvarnir
Tókýó, Reuter.
RÁÐAMENN í Japan hafa ákveð-
ið að setja sérstök lög um varnir
gegn alnæmi og er í drögum að
þeim gert ráð fyrir að ferðamönn-
um sem sýkst hafa af alnæmis-
veirunni verði neitað um
landvistarleyfi í Japan. Búist er
við að lagafrumvarp um alnæmis-
vamir verði lagt fyrir þingið í
næsta mánuði.
Sérstök nefnd, sem skipuð var 14
ráðhermm og þremur öðmm emb-
ættismönnum, var mynduð til að
semja drög að slíkri löggjöf þar eð
menn hafa vaxandi áhyggjur af út-
breiðslu sjúkdómsins. Að sögn
embættismanna í heilbrigðisráðu-
neytinu er gert ráð fyrir að erlendu
fólki sem sýkst hefur af alnæmis-
veimnni verði neitað um landvist í
Japan. Aðspurðir vildu þessir sömu
menn ekki láta uppi á hvem hátt
stjómvöld hygðust ganga úr skugga
um að ferðamenn væm ósýktir. I
drögum nefndarinnar er gert ráð
fyrir að yfirvöld í bæjum og borgum
geti skyldað fólk til að gangast und-
ir mótefnamælingu og að læknum
beri að tilkynna um þá sem leita til
þeirra og reynast sýktir. Þá er enn-
fremur lagt til að vændiskonur og
hommar gangist reglulega undir
læknisskoðun og að eftirlit með blóð-
gjöfum verði hert til muna.
Talið er að 5.000 Japanir hafi
sýkst af alnæmisveimnni og 26 al-
næmissjúklingar em á skrá heil-
brigðisjrfírvalda. 17 hafa látist af
völdum sjúkdómsins og er sú tala
óvenjulega lág ef tekið er mið af
vestrænum ríkjum.
í Sviss til þess að komast megi
til botns í þvi hvernig peninga-
greiðslum til contra-skæruliða í
Nicaragua hafi verið háttað.
Að sögn talsmanns svissneska
dómsmálaráðuneytisins hafa
bandarísk yfírvöld lagt fram lista
yfír fyrirtæki og einstaklinga, sem
taldir em tengjast vopnasölunni til
íran og peningagreiðslum til skæm-
liða í Nicaragua. Er þar að fínna
nöfn a.m.k. fímm fyrirtækja, sem
ekki hafa verið nefnd áður í tengsl-
um við vopnasölumálið, þ.á.m.
Compagnie de Services Fiduciaires,
sem er með höfuðstöðvar í Genf,
og Southern Air Transport í Miami
á Flórída.
Þá er Bandaríkjamaður nafn-
greindur í beiðninni én talsmaður
ráðuneytisins neitaði að segja hver
hann væri. „Hann er ekki óþekkt-
ur,“ var það eina, sem hann vildi
segja en tók þó fram að ekki væri
um að ræða Robert McFarlane,
fyrrum öiyggisráðgjafa forsetans,
eða eftirmann hans, John Poindext-
er.
Svisslendingum barst beiðni
Bandaríkjastjómar fyrir nokkmm
vikum. Þar sem hún var á ensku
var málið ekki tekið fyrir unz það
barst á svissnesku ríkismáli. Barst
beiðnin á frönsku á mánudag og
hófst umfjöllun um hana í dóms-
málaráðuneytinu þegar í stað.
Samkvæmt heimildum munu
bandarísk yfirvöld vilja fá upplýs-
ingar um bankareikninga rúmlega
20 fyrirækja og einstaklinga í sam-
bandi við vopnasöluna til írans og
greiðslumar til skæmliða í Nic-
aragua. I beiðni af þessu tagi, sem
llögð var fram í desember sl. vom
fyrirtækin og einstaklingamir 12
og hefur því fjölgað í millitíðinni.
Frá Amazon til Long Island:
Ferðalag fugls veldur
heilabrotum fræðimanna
SJALDGÆFUR fugl af einni ættkvísl (gallinula) relluættar, sem
aldrei hefur áður sést á flugi fyrir norðan Venezuela, veldur nú
heilabrotum á Long Island í New York í Bandaríkjunum. Angela
Wright fann hræ af amazonrellu (azur gallinula) í garði sínum
i desember og er erfitt að sjá hvernig fuglinn drapst.
Wright, sem býr á Long Island, una. Hræið hafði ekki verið
kom fuglshræðinu fyrir í plast- limlest, það sá ekki á fuglinum."
poka og setti í frysti. Síðan hefur
fískisagan um að þessi fugl hafí
fundist fyrsta sinni í Norður
Ameríku flogið víða. Einnig er
víða velt vöngum yfír því hvemig
fuglinn hafí drepist og beinist
gmnurinn að ketti Angelu Wright
sem gengur undir nafninu „Víga-
kötturinn".
„Hann ræðst á allt sem hreyf-
ist,“ segir eigandinn. „En ég er
viss um að hann drap ekki rell-
Ástand hræsins skiptir máli.
Fyrst engir áverkar sjást á fuglin-
um er líklegt að hann hafi flogið
4500 km til þess eins að drepast
í vetrarhörkunum á Long Island.
„Þetta er óskaddað eintak,"
sagði William J. Kolodnicki, fram-
kvæmdastjóri Theodore Roose-
velt-fuglastofnunarinnar í
Ostmflóa. Hann geymir fuglinn
nú í frysti. Áhugamenn um fugl-
alíf em frá sér numdir og talið
að ekki hafí jafn sjaldgæfur fugl
í Bandaríkjunum ftindist þar svo
ámm skiptir. Og Angela Wright
hefur einnig áhuga á málinu, enda
er fuglinn litríkur; blár, grænn,
svartur og hvítur. „Mér fannst
hann undarlegur," sagði Wright
þegar hún heyrði að fuglinn hefði
flogið alla leið frá Amazon.
Ekki er þó víst að allt sé sem
sýnist. Koloknicki segir ekki út-
lokað að fuglinn hafí verið í eigu
manns, sem býr á Long Island
og safnar óvenjulegum fuglum.
Þá gæti fuglinn hafa flogið um
borð í olíuflutningaskip á leið til
hafnarinnar í New-York.
Fuglafræðingar segja þó að
amazonrellur séu þekktar fyrir að
Hinn grunaði gengur Sérfræðingur skoðar hræið.
undir nafninu „Vígakðtt-
urinn“.
fljúga langar vegalengdir sem og ekki mikil og þeir flögri um án
aðrir fuglar af þessari ættkvísl tíguleika. Aftur á móti sé ferða-
relluættar. Flughæfni þeirra sé þrá þeirra mikil.