Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 38
ee 38 V86I HAÚHaHH .ðS JTTIOAniDITVGIM OTOA.IHVflTnanM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 Við verðum betri næst! Pat DiNizio íviðtali rokksíðan Árni Matthíasson Vart fór það fram hjá mönnum að bandaríska hljómsveitin The Smither- eens kom hingað tii lands og hélt tvenna tónleika í íslensku óperunni við góðar undirtekt- ir. í tiiefni af komu The Smithereens til íslands tók útsendari Rokksíðunnar við- tal það við höfuðpaur sveitar- innar, Pat DiNizio, sem birtist hér. Pat DiNizio, ertu ánægður með tónleika The Smither- eens á íslandi? Já, þó sérlega hvað áhorf- endur varðar, við fengum góðar undirtektir hjá þeim. Þó er ég ánægðari með fyrri tón- leikana en þá síðari. Við áttum í nokkrum tæknilegum örðug- leikum á seinni tónleikunum og það kom niður á hljómburð- inum meðal annars. Ég vil endilega nota tækifærið og biðja áheyrendur afsökunar á þessu. Annars virtist fólk skemmta sér vel, en ég er ekki ánægður, við getum gert betur. Hvernig var Evrópuförin? Hún heppnaðist vel. Við komum víða við, lékum m.a. í Amsterdam, Kaupmannahöfn, Osló, Helsinki, Mílanó, Stokk- hólmi, fórum um Þýskaland og Spán og lékum að auki tvisvar í London. Þetta var samt frek- ar stutt ferðalag, það var eiginlega ætlað til þess að kynna hljómsveitina, minna fólk á tilvist The Smithereens. Finnst þér sem þið séuð við það að ná almennum vin- sældum í Evrópu? Ég veit það ekki, það er erf- itt að segja nokkuð um það til eða frá. Við erum búnir að vera það mikið á ferðinni, stoppað stutt á hverjum stað. Maður fann þó að það var eitt- hvað á seyði. Þegar maður hlustar á nýj- ar bandarískar hljómsveitir eins og t.d. R.E.M, The Effig- ies, Jet Black Berries, T.S.O.L. og Wednesday Week, heyrir maður að þið eruð nokkuð sér á báti. Við höfum alltaf verið sér á báti, við höfum alltaf reynt að ná okkar eigin hljóm, spilað okkar eigin tónlist. Við höfum ekki átt neitt saman að sælda við þessar nýju hljómsveitir. Eflaust má rekja það að ein- hverju til þess hve lengi við höfum verið að, mun lengur en flestar þeirra. Allir textar þínir eru um persónuleg málefni, ást og viðskilnað, hefur þú aldrei skrifað texa um samfélagsleg málefni, líkt og svo mjög er í tísku t.d. á Bretlandi? Ég hef aldrei reynt við það, hef enda lítinn áhuga á pólitík. Ég skrifa texta og lög um ást- ina, sem er viðlíka tónlist og ég hlustaði á þegar ég var að alast upp. Auðvitað getur það breyst, vonandi breytist það. Því má þó bæta við að breski poppheimurinn er nauða- ómerkilegur. Þar er allt gert út á tísku og stæla. Svo er reyndar einnig með banda- ríska poppheiminn. Hlustaðir þú á íslensku sveitirnar sem léku með ykk- ur? Ég missti af Bubba, en mér fannst mjög gaman að Sykur- molunum. Þau hafa góða og heilbrigða afstöðu til tónlistar- innar. Því til viðbótar eru þau mjög geðþekk í umgengni. Annars vitum við ekkert um íslenska tónlist, en það stend- ur til bóta, Ási gaf okkur íslenskar plötur til að hlusta á og það ætlum við svo sannar- lega að gera. Hvaða tónlist hlustar þú á í frístundum. Sú tónlist sem ég hlusta á hefur ekki endilega áhrif á þá tónlist sem hljómsveitin The Smithereens spilar. Vart þarf að taka það fram að ég er aðdáandi The Stranglers. Það heyrist kannski ekki á tónlist- inni, en ég kaupi allt sem þeir gefa út. Þessu til viöbótar hef ég mikið gaman af Husker Du, Metallica, tónlist úr öllum átt- um, af öllum gerðum. Morgunblaöið/Bjarni Er önnur Evrópuför fram- undan á þessu ári? Við förum til Evrópu aftur í sumar til að leika á útihátíðum, í Danmörku og víðar. Okkur langar einnig mjög til að koma aftur hingað. Hvað með nýja plötu? Nú hefur heyrst að til standi að gefa út aftur EP-plötuna Beauty and Sadness, er ekk- ert nýrra í vændum? Ætlunin er að gefa út nýja hljóðversplötu í september þó eftir sé að taka hana upp. Er væntanleg tónlistarleg stefnubreyting? Það má reikna með því að tónlistin verði eilítið harðari, enda vill það fylgja í kjölfar tónleikaferða. Þó er engin ástæða til að breyta til. Okkur finnst gaman að leika þá tón- list sem við leikum í dag og hún gengur vel í fólk, af hverju að breyta? Sérðu sjálfan þig í anda á toppi bandaríska vinsælda- listans, ríkan og frægan? Megnið af þeirri tónlist sem leikin er í Bandaríkjunum í dag er þvæla. Ég sé ekki að við getum orðið það útþynntir. Á hinn bóginn ber að líta á það að platan okkar Especially for You er nú á uppleið á Billboard listanum, og er búin að vera þar síðan í júlí, þannig að það er til fólk sem hlustar á Okkur. Við teljum okkur mjög heppna yfir því að hafa náð þetta langt og við erum mjög ánægðir með það. Einhver lokaorð til íslenskra áheyrenda? Mér er efst í huga þakklæti til þeirra sem buðu okkur að spila hér og einnig til áheyr- enda fyrir frábærar viðtökur á tónleikunum. Bjóðið okkur endilega ahur, við verðum betri næst. Morgunblaöiö/Einar Falur The Smithereens á Keflavíkurflugvelli (innfellda myndin). F.v. Dennis Diken, trommur, Jim Babjak, gítar, Mike Mesaros, bassi, Pat DiNizio, gítar og söngur. • • * Oldrunarráð Islands: Tvær námsstefnur í öldrunarþjónustu A UNDANFORNUM árum hefur Oldrunarráð íslands staðið fyrir námskeiðum og ráðstefnum um ýmis þau mál er varða velferð aldraðra. Þátttakendur hafa ver- ið úr röðum þeirra fjölmörgu hópa er vinna störf er snerta aldraða á einn eða annan hátt. Oldrunarráð íslands býður nú upp á tvær námsstefnur fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu. Hin fyrri verður föstudaginn 27. febrúar nk. og verður haldin í Hrafnistu í Hafnarfírði. Námsstefn- an hefst kl. 9.00 f.h. og henni lýkur kl. 17.00. Þar verður fjallað um mannleg samskipti, samvinnu og samstarf, félagsstarf, þjónustu og viðhorf til aldraðra. Þá verður að lokum rætt um markmið og leiðir í öldrunarþjónustu og hver sé stefn- an í framtíðinni. Námsstefna þessi er fyrst og fremst ætluð starfsfólki á dvalar- stofnunum og þeim er vinna að félagsmálum aldraðra. Leiðbein- endur verða Þórir S. Guðbergsson og Sævar Berg Guðbergsson. Síðari námsstefnan fjallar um geðheilsu aldraðra og er haldin í samvinnu við Sálfræðingafélag ís- ' >nds. Sú námsstefna verður haldin föstudaginn 13. mars í Borgartúni 6 í Reykjavík. ________Brids__________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reyðar- fjarðar og Eskifjarðar Eftir 6 umferðir í sveitakeppni félagsins er staða efstu sveita þessi: Trésfld 131 Aðalsteinn Jónsson 130 Ámi Guðmundsson 109 Jóhann Þórarinsson 86 í sveit Trésíldar spila Friðjón Vigfússon, Asgeir Metúsalemsson, Jóhann Þorsteinsson og Hafsteinn Larsen. Með Aðalsteini spila Sölvi Sigurðsson, Kristján Kristjánsson, Pálmi Kristmannsson, Guðmundur Pálsson og Bernharð Bogason. Með Áma spila Einar Þorvarðarson, Jón- as Jónsson og Guðmundur Magnús- son. Með Jóhanni spila Atli Jóhannesson, Svala Vignisdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Alls taka 10 sveitir þátt í keppninni og er keppn- isstjóri Bjöm Jónsson. Bridsfélag Menntáskól- ans á Laugarvatni Eins og kunnugt er hefur Menntaskólinn á Laugarvatni starf- rækt bridsfélag innan skólans í allmörg ár. Frá skólanum hafa mjög margir snjallir bridsspilarar komið og nægir þar að nefna nöfn eins og Baldur Kristjánsson, Sævar Þor- björnsson og Guðmund Hermanns- son, auk margra annarra. Mjög lífleg starfsemi hefur verið eystra upp á síðkastið og til að mynda 11. febrúar var „risatvímenningur" spilaður innan skólans, með þátt- töku hvorki meira né minna en 56 spilara (28 para). Er það að sjálf- sögðu met innan skólans og sjálf- sagt þó viðar væri leitað innan skólakerfis okkar. Úrslit í þessum „risa“-tvímenningi urðu: Matthías Bjarki — Gunnar Þór 474 Ásmundur — Sigþór 469 Karl Olgeir — Jón 464 Sveinn — Róbert 447 Gunnlaugur — Ingólfur 440 Oddný — Sigurður 419 Ólafur Þór — Gunnar Þór 393 Kristín —Bjöm 390 Viktoría — Jón Þór 383 Helga — Gígja 383 Fyrrum formaður félagsins á þessu skólaári var Gunnlaugur Karlsson, en Ingólfur Haraldsson tók nýverið við formennsku í félag- Innritun á námsstefnur þessar er hjá Öldrunarráði íslands sem er til húsa á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund, Hringbraut 50 og gefur sr. Gylfí Jónsson allar nánari upp- lýsingar. (Fréttatilkynning.) Fundur um hönnun steyptra mannvirkja DAGANA 26. og 27. febrúar nk. mun endurmenntunarnefnd Há- skólans í samvinnu við Ríkharð Kristjánsson verkfræðing gang- ast fyrir námstefnu um hönnun steyptra mannvirkja. Á námstefnunni munu flytja er- indi þrettán verkfræðingar og arkitektar, sem eru sérfróðir á þessu sviði. Námstefnan er ætluð tæknihönnuðum og tæknimönnum sem starfa við byggingar. Gefið verður yfirlit yfír algengustu galla og skemmdir í steyptum mann- virkjum og hvernig megi varast þá. Allar nánari upplýsingar fást á aðalskrifstofu Háskólans og á skrif- stofu endurmenntunarstjóra. inu. Bridsfélag menntaskólans er aðili að Bridssambandi Islands og hefur svo verið um árabil. Bridsfélag Vestur- Húnvetninga, Hvammstanga Þann 17. febrúar var lokakvöldið í 5 kvölda aðaltvímenningi og meist- arar urðu Karl Sigurðsson og Kristján Bjömsson. 4. kvöldið 10. febr. Sigurður Þorvaldsson — Eggert Ó. Levy 88 Karl Sigurðsson - Kristján Bjömsson 81 Erlingur Sverrisson — Marteinn Reimarsson 67 Öm Guðjónsson - Bragi Arason 57 5. kvöldið 17. febr. Sigurður ívarsson - Unnar A. Guðmundsson 82 Jóhannes Guðmundsson - Aðalbjöm Benediktsson 74 Eggert Karlsson - BaldurJessen 72 Sigurður Þorvaldsson - Éggert Ó. levý 66 Lokastaðan í aðaltvímenningi félagsins: Karl — Kristján 364 Sigurður í. — Unnar 351 Sigurður Þ. — Eggert L. 339 Jóhannes — Aðalbjöm 328 0 Islandsmót kvenna og yngri spilara Minnt er á að frestur til að til- kynna þátttöku í sveitakeppni íslandsmóts kvenna og yngri spil- ara, f. ’62 og síðar (opið öllum), rennur út miðvikudaginn 25. febrú- ar nk. kl. 16. Spilað verður í nýja húsinu í Sigtúni 9 (gengið inn aust- an megin) og hefst spilamennska kl. 13 á laugardeginum. Fyrirkomu- lag í undankeppninni er allir v/alla og ræðst spilaflöldi milli sveita af þátttöku. Keppnisgjald verður að- eins kr. 4.000 á sveit (undanúrslit og úrslit) og spilað er um gullstig í hvetjum leik, auk uppbótarstiga fyrir efstu sveitir að móti loknu. Frekar dræm skráning hefur verið til þessa, sérstaklega í yngri flokkn- um. Er hér með skorað á spilara að vera með í þessu móti. Úrslitin verða síðan spiluð um aðra helgi á sama stað. Skráning fer fram á skrifstofu BSÍ (Olafur) í s: 91-689360.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.