Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
45
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Ágæti stjömuspekingfur.
Hvað getur þú sagt mér um
persónuleika minn og árið
framundan. Ég er fæddur kl.
10.30 að morgni, þann 29.
ágúst 1964 á Akureyri. Með
fyrirfram þökk.“
Svar:
Þú hefur Sól, Úranus, Merkúr
og Plútó saman í Meyju,
Tungl og Júpíter saman í
Nauti, Venus, Mars og Mið-
himin saman í Krabba og Vog
Rísandi.
Sjálfstœður
Sól-Úranus saman táknar að
þú þarft að vera sjálfstæður
og þarft að fara þínar eigin
leiðir. Þolir illa höft eða skip-
anir frá öðrum.
Jarðbundinn
Annars táknar það að vera
Meyja og Naut að þú ert jarð-
bundinn og skynsamur, þarft
að lifa í snertingu við jörðina
og fást við gagnleg og upp-
byggileg málefni. Þú hefur
m.a. hæfileika til að reka fyr-
irtæki, fást við ijármála-
stjómun og tæknimál.
Sterkur Úranus er algengur
í kortum fjölmiðlafólks.
Öryggi og
hreyfing
Tungl í Nauti táknar að þú
ert töluverður nautnamaður,
að þú þarft að eiga peninga
og gott heimili og búa við
ákveðið öryggi í daglegu lífi.,
Þú þarft að geta veitt þér af
gæðum lífsins. Vegna Júpí-
ters þarft þú einnig að ferðast
og búa við víðan daglegan
sjóndeildarhring. Þú ert róleg-
ur i lund, fastur fyrir á tilfinn-
ingasviðinu, en jafnframt
bjartsýnn og jákvæður.
Fullkomnun
Fullkomnunarþörf er rík í fari
þínu. Þú ert nákvæmur, sam-
viskusamur og vandvirkur, en
þarft að varast að vera of
kröfuharður og gagnrýninn á
sjálfan þig og aðra.
Rannsóknar-
hœfileikar
Hugsun þín er djúp, dul, kryij-
andi og skörp. Þú hefur góða
einbeitingu og rannsóknar-
hæfileika, átt auðvelt með að
sjá til botns og bakvið yfir-
borð málefna. Þú þarft hins
vegar að varast kaldhæðni og
niðurrif.
íhaldssamur
Venus og Mars saman í
Krabba táknar að þú ert til-
finningalega umhyggjusam-
ur, íhaldsmaður og hjálp-
samur. Þú ert ákveðinn og
opinn í mannlegum samskipt-
um. í heild gefur kort þitt til
kynna persónuleika sem er í
ágætu jafnvægi og sjálfum
sér samkvæmur. Eins og áður
var getið ert þú jarðbundinn,
en samt sem áður er töluverð-
ur hreyfanleiki í kortinu, þörf
fyrir fjölbreytileika og sjálf-
stæði.
Samstarf
Horfur framundan virðast
vera í hlutlausara lagi. Júpíter
er á leið inn í 7. hús og tákn-
ar það þörf fyrir aukinn
félagsskap og samstarf við
aðra. Þú getur því búist við
að fara meira út á við en áð-
ur. Þessi staða er oft sögð
gefa vísbendingu um hjóna-
band, sjálfsagt vegna aukinn-
ar þarfar til að deila með
öðrum.
Nám
Satúmus og Úranus em báðir
á leið inn f þriðja hús f korti
þfnu. Það táknar að skólanám
mundi henta þér vel á næstu
árum. Hugsun þín verður
dýpri, metnaðarfyllri og al-
vörugefnari en jafnframt
opnari fyrir nýjungum en áð-
ur. Fmmleiki og sjálfstæði
aukast.
GARPUR
HAtZQJAXL- HEFUR SVIKIÐ
BeinA-.,...'
X-9
? -r%/<A /?<?**■ S£
\ /ólK p/rr
I b///)/f/M/?t/S4Arr?1i
T ©KFS/Dislr BULLS^j^T
TOMMI OG JENNI
5/22 — m, ' eo *<■
i inci/a
JE/VHMN-' áGER 6ÚIMNAÐ
BÍOA HÉR. l'TV/ef? KLST •
FERDINAND
L00K, MARCIE..FIVE
60L0 CHAIN5 ANP 5IX
GOLP GRACELET5'
TUEV RE BEAUTIFUL, SIK, BUTAKEN'T THEV KINP OF HEAVV? ^
/ í! y j ii l\\tV—
SMAFOLK
Sjáðu, Magga ... fimm
gullkeðjur og sex gullarm-
bönd!
Þetta er faUegt, herra, en
er þetta ekki nokkuð
þungt?
Alls ekki.
Af hveiju er þá borðið þitt
að fara í kaf?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Það er opnað rólega á einu
hjarta í austur. Allir á hættu.
Þú átt þéssi spil í suður. Hvað
viltu segja?
Norður
4
4
♦
4
Vestur Austur
» III J
4 4
Suður
4 Á82
4-
49
4 ÁKDG108763
Spilið kom upp í tvímenningi
Bridshátíðar. Ákvörðun suður-
spilaranna spannaði allt litrófið,
frá passi upp í sex lauf! Hinar
ýmsu sagnir gáfu misjafnlega
vel eftir ákvörðun andstæðing-
anna, að sjálfsögðu, en f heildina
fengu þeir bestu skor sem fóm
mátulega með löndum og sögðu
aðeins tvö lauf. Tveir spilarar
fengu fjögur lauf dobluð eftir
þá byijun og nokkrir keyptu
dýra fóm í fimm laufum:
Norður
4109
4D875
4 G10843
49
Vestur Austur
4 DG76543 4K
VK93 4 AG10642
4 Á 4 KD765
454 42
Suður
4 Á82
4-
49
4 ÁKDG108763
Eðlilegasta sögnin er líklega
að stinga sér beint í fimm lauf.
Við því á vestur þtjá valkosti;
dobl, fimm hjörtu og fimm
spaða. Tveir þeirra — dobl og
fimm spaðar — em NS hagstæð-
ir; fimm lauf fara aðeins einn
niður, og fimm spaða má taka
a.m.k. tvo niður. En vinnings-
ákvörðunin er fímm hjörtu. Sá
samningur stendur nefnilega
gegn hvaða vöm sem er. Próf-
aðu.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Nú í febrúar tefldi Gary Kasp-
arov, heimsmeistari, klukkuijöl-
tefli við átta meistara úr 1.
deildarliði Hamborgar í V-
Þýzkalandi. Þessi staða kom upp
í fjölteflinu, Wegner hafði hvítt,
en Kasparov hafði svart og átti
leik.
I I +
i iiii
A
5 4*
igr A A
B AJ
H H
Ö
19. — Rc3!, 20. bxc3 — Dxc3+,
21. Ke2 - Dxal, 22. Db3 -
e6, 23. Hfl — De5 og hvftur
ákvað nú að gefast upp. Ham-
borgarbúamir náðu aðeins
tveimur jafnteflum gegn heims-
meistaranum, en hann vann sex
skákir.