Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
47
Svipmynd úr Silfri hafsins.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Vegna tæknilegra mistaka við
birtingu þessarar greinar í gær
er hún nú birt hér í heild sinni
aftur.
Islandsbersi sagði hana aðal-
boma skepnu bæði að fegurð og
vitsmunum. Bretar kalla hana
konung fískanna. Orusta um hana
réð úrslitum 100 ára stríðsins á
15. öld. Sagt hefur verið að Amst-
erdam sé byggð á beinum hennar.
Hollendingar og Bretar háðu í
þrígang sjóorustur um hana í
Norðursjó og breskir sagnfræð-
ingar fullyrða að veiðar á henni
hafí haft afgerandi áhrif á upp-
byggingu breska flotans og
jafnvel skipt sköpum fyrir þróun
breska heimsveldisins. Hún er
jafnvel ekki nefnd með öðrum
fískum; það er taiað um Síld og
físk.
Þennan fróðleik og margan
annan er að fínna í vandaðri og
athyglisverðri heimildarmynd um
síldariðnað íslendinga frá upp-
hafí, sem frumsýnd var á Höfti í
Homafirði á sunnudagskvöld.
Myndin heitir Silfur hafsins og
það er fyrirtækið Lifandi myndir
•hf., sem gerir hana fyrir Félag
sfldarsaltenda á Suður- og Vest-
urlandi og Félag sfldarsaltenda á
Norður- og Austurlandi með styrk
frá Sfldarútvegsnefnd. Handrits-
gerð, klippingu og stjóm önnuðust
þeir Erlendur Sveinsson og Sig-
urður Sverrir Pálsson en þulir em
þeir Róbert Amfinnsson og Guð-
jón Einarsson.
Það hefur alltaf verið einhver
rómantík í kringum síldina, ró-
mantík og spenna og það sem
Erlendi og Sigurði tekst mjög vel
er að koma þeirri tilfinningu til
skila á rétt tæpri klukkustund.
Þeir hafa lagt sig fram um að
gera efnið áhugavert m.a. með
upplýsingum eins og þessum að
ofan en þó helst með gömlum
myndum sem safnað hefur verið
af alúð vfðsvegar um Evrópu og
góðri efnismeðferð. Silfur hafsins
er einmitt ánægjulegt dæmi um
hvemig hægt er að gera fróðlegt
efni forvitnilegt, aðgengilegt og
sKemmtilegt.
íslendingar fóm ekki að veiða
sfld að neinu marki fyrr en á
seinni helming 19. aldar en núna
flytja engir út meiri saltsfld en
við. Sögumar um sfldina, sfldveið-
amar og síldarplássin em í hugum
margra minnismerki um upp-
byggingu og uppgang en líka
niðumíðslu og hrömun. Sfldin
varð til þess að menn réðust í
miklar fjárfestingar og fram-
kvæmdir og kaupstaðir tútnuðu
út af aðkomufólki. En síldin var
kenjótt og tók upp á því að hverfa
þegar minnst varði og þá urðu
ekki eftir annað en draugalegar
byggingamar, vitnisburður um
stórhuga menn og eins og berg-
mál frá liðnum ámm þegar þær
iðuðu af lífí og fjöri. En svo birt-
ist sfldin einhverstaðar annarstað-
ar og þegar búið var að byggja
undir hana hvarf hún aftur eins
og hún væri bara að stríða þess-
ari fískveiðiþjóð, sem reiddi sig
svo á hana.
Silfur hafsins hefur verið lengi
í smíðum. Undirbúningur að henni
hófst haustið 1979 og stóð gerð
hennar yfír með hléum fram á
haustið 1986. Lýst er einu starfs-
ári í sfldariðnaðinum, starfsemi
Sfldarútvegsnefndar og félags
sfldarsaltenda er kynnt, fylgst er
með undirbúningi samninga og
gangi samningaviðræðna, einnig
undirbúningi í sjávarplássunum
fyrir komu sfldarinnar og mark-
aðs- og sölumálum auk þess sem
fylgst er með veiðum, söltun og
útskipun. í svo yfirgripsmikilli
frásögn hlýtur að verða að velja
og hafna bæði er varðar form og
innihald en þeim Erlendi og Sig-
urði Sverri hefur tekist að skapa
heildstæða mynd af bæði þróun
mála og starfsaðferðum og
ástandi iðnaðarins í dag.
Inní frásögnina er fléttað sögu-
legum köflum þar sem m.a. er
fjallað um ástandið í sfldarsölu-
málum á fyrstu áratugum aldar-
innar, skipulagningu atvinnu-
greinarinnar og stofnun
Sfldarútvegsnefndar, mikilvægi
sfldarútvegsins fyrir þjóðarbúið á
kreppuárunum 1930-1940, sfldar-
leysissumrin eftir heimsstyijöld-
ina síðari, nýjar veiðiaðferðir, sem
leiddu til sfldarævintýrisins á sjö-
unda áratugnum, hrun norsk-í
slenska stofnsins í kringum 1968
og uppbyggingu saltsfldariðnað-
arins eftir síldveiðibannið
1972-1974.
í þessum sögulegu köflum er
að finna margar skemmtilegar og
fallegar, gamlar myndir af sfldar-
vinnslunni. í kynningu frá Lifandi
myndum segir að mikil vinna hafí
farið í að leita að gömlum kvik-
myndum og að fundist hafí
margar merkilegar kvikmyndir
sem legið höfðu í gleymsku bæði
hér heima og erlendis og koma
sumar í fyrsta sinn fyrir almenn-
ingssjónir í Silfri hafsins. Mest
not munu vera höfð af kvik-
myndaþáttum Lofts Guðmunds-
sonar um sfldina en einnig er
m.a. notast við heimildarmynd
Danans A. M. Dams, sem hann
tók hér á landi sumarið 1938. í
umfjöllun um síldarárin síðustu
kom að góðum notum kvikmynd
Jóns Armanns Héðinssonar, sem
hann tók af sfldveiðum í Norður-
höfum haustið 1967, sem var
síðasta sfldarárið fyrir hninið
mikla 1968. Kvikmyndir Áma
Stefánssonar af veiðum með
kraftblokk um 1960, kvikmynda-
efni frá Ásgeiri Long, efni frá
Imperial War Museum í London,
frá Bíópetersen, efni úr sögulega
kvikmyndasafni Danska sjón-
varpsins, heimildarmynd sem
Gunnar Lykkeberg, danskur
sfldarkaupmaður, tók hér á landi
fljótlega eftir seinni heimsstyij-
öldina og myndefni sem Kvik-
myndasafn íslands útvegaði m.a.
úr heimildarkvikmyndum sem
Erlendur Sveinsson hafði uppá í
Austur-Þýskalandi og hafa ekki
komið fyrir augu almennings hér
á landi áður — allt þetta ásamt
yfírgripsmiklum texta gerir Silfur
hafsins að þeirri vönduðu og fróð-
legu framleiðslu sem hún er.
í vikunni er ætlunin að sýna
myndina á öllum helstu söltunar-
stöðunum á Austíjörðum og á
Suðumesjum, Þorlákshöfn, Vest-
mannaeyjum og Akranesi, áður
en hún verður sýnd í Reykjavík.
Kveðjuorð:
Snæbjörn J. Thorodd-
sen — Kvígindisdal
Fæddur 15. nóvember 1891
Dáinn 29. janúar 1987
Deyr fé, deyja frændr,
deyr sjálfr ið sama.
En orðstírr deyr aldregi, hvem
sér góðan getr. (Hávamál)
Snæbjöm í Kvígindisdal er allur.
Með honum er genginn einn mesti
forystumaður 0 g leiðtogi, sem
Rauðasandshreppur hefur eignast á
þessari öld. Hann var oddviti
hreppsins og sýslunefndarmaður í
full 30 ár samfellt, auk miklu fleiri
trúnaðarstarfa sem hann gegndi
fyrir sveit sína og hérað. Má þar
til nefna að hann-var sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Rauðasandshrepps
í u.þ.b. 30 ár. Þá var hann um tíma
fulltrúi Vestur-Barðastrandarsýslu
á þingum stéttarsambánds bænda,
og átti sæti í Búnaðarráði þann tíma
sem það starfaði.
Ég átti þess kost að fá að starfa
með Snæbimi um 12 ára skeið í
hreppsnefnd ásamt öðrum merkum
sveitunga okkar, sem nú er fallinn
í valinn.
Enda þótt ég hefði áður verið í
tveim skólum, Núpi og síðar Hvann-
eyri, held ég að ég hafí lært meira
um mannleg samskipti í samvinnu
við þessa tvo ágætismenn, en á
skólabekknum.
Snæbjöm var einstaklega farsæll
leiðtogi og með afbrigðum laginn
að leiða mál til lykta þannig að til
farsældar horfði fyrir sveitina og
íbúa hennar. Þetta sést glöggt á
því, að jafnvel þótt hann væri á
öndverðri skoðun i stjómmálum við
flesta sveitunga sína, naut hann svo
mikils trausts að hann var kjörinn
til forystu svo til einróma allan
þann tíma sem áður er getið. Til
vitnis um fjármálavit hans og lagni
í samskiptum við menn almennt er
það, að sparisjóðurinn mun aldrei
hafa tapað einnar krónu virði á hin-
um langa starfsferli Snæbjamar
sem sparisjóðsstjóra.
Þessi staðreynd kom til vegna
gagnkvæms trausts viðskipta-
mannsins og sparisjóðsstjórans.
Enda bar allt viðmót og framkoma
Snæbjamar vitni um traust og að-
gát í hveiju sem var. Þeir sem leið
áttu að Kvígindisdal, og þeir vom
margir, nutu þessara mannkosta
þeirra hjónanna Þórdísar og Snæ-
bjamar. Jafnframt gat Snæbjöm
verið fastur fyrir ef því var að
skipta. En hann var líka einn þeirra
sem kunni að tapa, en það er list
sem ekki er öllum gefin. Ég vil með
þessum fátæklegu orðum þakka
fyrir það ánægjulega tímabil, sem
ég átti þess kost að starfa með
Snæbimi að sveitarstjómarmálum
Rauðasandshrepps. Ég naut þessa
samstarfs er ég sjálfur tók við
starfí af honum sem oddviti hrepps-
ins, þó ég gæti ekki vænst þess,
að ná þeim árangri sem fyrirrenn-
ari minn í starfínu.
Ekki er hægt að minnast svo
Snæbjamar í Kvígindisdal að geta
ekki um konu hans, Þórdísi Magn-
úsdóttur. Snæbjöm mat hana mikils
og taldi hana sinn „góða engil".
Og seint verður metið til fulls það
sem hún gerði í þágu sveitunganna.
Bæði með því að gera Snæbimi það
kleift að sinna svo málefnum sveit-
arinnar með sinni umhyggju um
velferð heimilisins, og einnig þá
feikna gestamóttöku sem kom í
hennar hlut vegna félagsmálastarfs
bónda hennar. Þegar hún lést sagði
hann sjálfur að nú væri bara að
bíða endurfundanna. Og hann beið
rólegur og sáttur við sjálfan sig og
aðra. Og nú er biðinni lokið. Bless-
uð sé minning þeirra.
Össur Guðbjartsson,
Kópavogi.
Birting afmælis- og
minningargreina
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afínælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
Magnús S. Karls-
son - Kveðjuorð
Fæddur 4. september 1935
Dáinn 12. febrúar 1987
„Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.“ (V.Briem)
í gær var til moldar borinn frá
Hafnarfjarðarkirkju móðurbróðir
minn, Magnús S. Karlsson. Hann
var fæddur á Akureyri 4. septem-
ber 1935.
Hann var sonur hjónanna Karls
Kristjánssonar og Maríu Magnús-
dóttur, Eyrarvegi 15. Karl faðir
hans lést 1978 en María móðir hans
er nú 90 ára, dvelur á Kristnesspít-
ala í Eyjafírði er hún má nú sjá
eftir elskuðum syni sínum. Systir
Magnúsar er Svana Karlsdóttir bú-
sett á Akureyri, gift Guðmundi St.
Jacobsen og eiga þau 4 uppkomin
böm.
1959 fluttist Magnús suður, vann
síðan næstu 20 árin á togaranum
Narfa RE 13 hjá útgerð Guðmund-
ar Jörundssonar. 27. apríl 1965
giftist Magnús Jónu B. Jónsdóttur
og eignuðust þau 3 dætur sem eru
uppkomnar og búsettar í Reykjavík.
Elst þeirra er María, sambýlismaður
hennar er Heimir Gunnarsson
íþróttakennari og eiga þau einn
son, Gunnar Öm; Guðný Rósa, sam-
býlismaður hennar er Ragnar
Ólafsson, á hún eina dóttur, Jónu
Björg; Helga Sigríður, sambýlis-
maður hennar er Róbert Hannesson
laganemi við Háskóla íslands, eiga
þau eina dóttur, Thelmu Dögg.
Árið 1967 slitu þau Jóna sam-
vistir, eftir það leigði hann á
Hverfisgötu 74 í nokkur ár. En
síðan keypti hann sér íbúð í Hafnar-
fírði ojg bjó hann þar til dauðadags.
Maggi Kalla, eins og hann var kall-
aður í sínum vinahóp, byijaði ungur
að ámm til sjós og gerði það að
ævistarfi sínu. í innivemm og frium
kom hann oft til okkar á Seltjamar-
nesið og fögnuðu þá litlu frænd-
systkinin honum. Hann var sérlega
bamgóður 0g áttum við margar
skemmtilegar stundir saman því
hann var alltaf kátur og hress og
fylgdist vel með öllu sem var að
gerast í þjóðlífínu. Við eigum eftir
að sakna hans mikið því Maggi
frændi kemur ekki oftar í heimsókn.
Það er erfítt að setjast niður og
skrifa minningargrein um frænda,
sem að var fullur af lífskrafti og
horfði björtum augum til komandi
ára. Engan hafði órað fyrir því að
Maggi, sem var aðeins 51 árs, yrði
kallaður svona fljótt frá okkur.
Við sem eftir lifum þökkum hon-
um samfylgdina í lífínu, margan
greiðann og vináttuna. Hann var
sannur vinur vina sinna.
„Far þú í friði,
fiiður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekká þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V.Briem)
María Guðmundsdóttir