Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1987
49
Yfirlit yfir staðsetningn.
Lágréttur jarðskjálftakraftur af völdum skjálfta, sem mældur
var á Hellu 23. agust 1986.
fræðistofnunar er fyrst og fremst
öflun gagna um hegðun stórra
jarðskjálfta og þau áhrif sem
þeir hafa á mannvirki. Markmiðið
er að bæta verkfræðilegar for-
sendur fyrir hönnun mannvirkja,
hér með talin orkuver og dreifi-
kerfí raforku, ennfremur að
skapa raunhæfan grundvöll til
að meta þá áhættu, sem fylgir
mannvirkjagerð og rekstri orku-
vera á jarðskjálftasvæðum,
þannig að hægt sé að bregðast
við þeirri ógn, sem stórir jarð-
skjálftar eru, á sem hagkvæmast-
an hátt. Við gætum kallað slíkt
áhættustjómun til samræmis við
enska hugtakið „riskmanage-
ment.“
„Mælingar Veðurstofunnar og
Raunvísindastofnunar em hins-
vegar fyrst og fremst jarðfræði-
legs eðlis, það er að segja öflun
gagna til rannsókna á eðli og
orsökum jarðskjálfta og gerð
jarðskorpunnar á íslandi."
- Eru þetta umfangsmiklar
mælingar og hvers konar
mælitæki eru notuð?
„Mælingar Verkfræðistofnun-
ar eru all umfangsmiklar og í
raun langsamlega umfangsmestu
jarðskjálftamælingar hérlendis ef
miðað er við fjölda nema. Mæl-
ingamar skiptast í þrennt.
Svonefndar sterkhröðunarmæl-
ingar á Suðurlandi, jarðskjálfta-
mælingar í virkjunum og loks em
mælingar við stíflur. Þær miðast
annars vegar við að skrá hreyf-
ingu á yfírborði jarðar, tvo lárétta
þætti og einn lóðréttan, í skjálft-
um og hins vegar hreyfíngu og
streitu mannvirlg'a af völdum
skjálfta. Það er þýðingarmikið
að hreyfíngar jarðar og mann-
virkja séu skráðar samtímis,
þannig að hægt sé að meta áhrif
skjálftanna á sem nákvæmastan
hátt.“
- Hvemig verður unnið ur
mælingunum?
„Gera verður ráð fyrir að það
fari nokkuð eftir stærð jarð-
skjálftanna og hvort um tjón á
mannvirkjum er að ræða. Enn-
fremur er nokkur eðlismunur á
úrvinnslunni þegar um mannvirki
er að ræða og þeim er aðeins
tengjast hreyfíngu á yfirborði
jarðar. Eftir því sem ástæða þyk-
ir til verða reiknuð á gmndvelli
mælinganna hágildi þeirra kraft-
ar, sem skjálftinn veldur (álags-
próf) og skyldar stærðir er teljast
nauðsynlegar fyrir verkfræðileg-
ar þarfír. Þegar þol mannvirkja
er mælt er stefnt að því að þau
verði endurgreind til að meta sem
nákvæmast það álag sem skjálft-
amir valda.“
- Hefur einhver árangur
náðst síðan mælingarnar hóf-
ust?
„Já, tvisvar hafa náðst áhuga-
verðar mælingar, nú síðast 23.
ágúst á þessu ári, þegar mældust
alls sex kippir. Stærsti kippurinn
var um 4 stig á Richters-kvarða
og vom upptök hans í Holtum.
Mesta lárétta hröðunin er mæld-
ist í stærsta kippnum var rúm-
lega 7,2% (þyngdarhröðunar) en
kippurinn stóð aðeins í um það
bil 5 sekúndur. Efri mörk láréttra
jarðskjálftakrafta vom hinsvegar
um 1 g (sjá mynd).
- Munu aðrir en Landsvirkj-
un geta nýtt sér niðurstöður
mælinganna?
„Stefnt er að því að niðurstöð-
ur hröðunarmælinganna á
Suðurlandi verði opnar þeim, sem
vildu nýta sér þær. Því má reikna
með að niðurstöður mælinganna
muni hafa jákvæð áhrif á hönnun
mannvirkja með tilliti til jarð-
skjálfta, sem virðist almennt vera
ábótavant meðal annars vegna
skorts á stöðlum og hönnunar-
reglum.“
- Hefur verið kannað hvern-
ig íbúðahús og önnur mann-
virki til dæmis skolplagnir,
hitaveita og raflagnir, eru
byggð með tilliti til jarð-
skjálfta?
„Það hafa ekki farið fram nein-
ar kerfísbundnar kannanir á
jarðskjálftaþoli íbúðarhúsa.
Verkfræðistofnun hefur gert til-
lögur um slíka könnun á húsum
á Suðurlandi og var gerð for-
könnun á skólahúsum á Laugar-
vatni. Ekki tókst hinsvegar að
afla fjármagns til verksins og
stöðvaðist það vegna fjárskorts.
Eitt af því sem kom í ljós í þess-
ari könnun var að lagnakerfi
virðast illa fallin til að standast
jarðskjálfta. Því verður að gera
ráð fyrir að til dæmis hitaveitur
geti orðið óstarfhæfar að minnsta
kosti tímabundið eftir Suður-
landsskjálfta."
- Er líklegt að tjón verði
mikið í Suðurlandsskjálfta?
„Um það er erfítt að fullyrða.
Tjónið fer raunar eftir ýmsu,
meðal annars hvar upptök
skjálftans verða, hversu „stór“
hann verður, á hvaða tíma sólar-
hringsins og á hvaða árstíma
hann ríður yfír. Ennfremur getur
það skipt máli hvort svonefndir
eftirskjálftar verða miklir eða litl-
ir.
Ekki virðist ástæða til að ætla
að manntjón verði mikið, og er í
því sambandi rétt að undirstika
að ógn jarðskjálfta við líf fólks
hérlendis er lítil í samanburði við
ýmsa aðra þætti daglegs lífs eins
og til dæmis að aka bifreið. Tjón
á mannvirkjum gæti hins vegar
orðið umtalsvert og er rétt að
taka fram að tjón á innanstokks-
munum svo og tæknikerfum
gæti orðið mikið, jafnvel þó
burðavirki húsa skemmdist lítið."
- Hvað ættu menn að hafa
í huga til að veijast tjóni af
völdum jarðskjálfta?
„Umfram allt ætti að festa
tryggilega alla þá hluti, sem geta
hugsanlega dottið í jarðhræring-
um, til dæmis háa skápa. Það
má benda á í þessu sambandi að
skermar sumra loftljósa eru ekki
nægjanlega vel festir og upp-
hengd loft geta verið mjög
varhugaverð. Ennfremur er rétt
að mæla með því að fólk leiti
eftir umsögn sérfróðra verk-
fræðinga ef vafí leikur á jarð-
skjálftaþoli húsa eða búnaðar."
- Hvert verður framhald
mælinganna?
„Ég vonast til að samningur
Verkfræðistofnunar við Lands-
virkjun og Orkustofnun verði
framlengdur þannig að hægt
verði að halda þessum mælingum
áfram. Ennfremur er það von
mín að fleiri aðilar komi til, þann-
ig að hægt verði að auka við það
mælikerfi, sem Landsvirkjun hef-
ur haft forgöngu um. Nokkrum
aðilum hefur þegar verið boðið
til viðræðna um slíkt, en jákvætt
svar hefur aðeins borist frá Vega-
gerð ríkisins."
KG
ÚRVALS
FILMUR
Kvnninaarverd
Fástá
bensínstöðvum
BB
C(NTN||r(CISTÍM
Þu
sparar
með
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA-LAGER
0] Electrolux
Ryksugu-
tilboð
D-720
ELECTRONIK.
Z-165
750 WÖTT.
Aðeins
1.500 kr. út
og eftirstöðvar til allt
að 6 mánaða.
Vörumarkaðurinn hf.
tióistorgi 11 - simi 622200