Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 T Þuríður Helga- dóttir - Minning Fædd 26. marz 1905 Dáin 16. febrúar 1987 í dag kveðjum við ömmu okkar í hinsta sinn. Þegar hugurinn leitar til baka rifjast margt upp í sam- skiptum okkar bamabamanna við ömmu Þurí sem við viljum þakka. Amma fylgdist með högum okkar allra af miklum áhuga. Hún tók ríkan þátt í gleði okkar þegar allt gekk vel og var okkur líka styrkur þegar erfiðleikar steðjuðu að. Hún var mjög metnaðargjöm fyrir hönd okkar allra og vildi aðeins það besta fyrir okkur. En jafnframt tók hún okkur eins og við emm. Þó að yfirbragð ömmu væri stundum alvarlegt þá vissu allir sem hana þekktu að mikil hjartagæska og blíða bjó undir. Það þurfti ekki mikið til að fá ömmu til að brosa. Það hýmaði ávallt yfir henni þegar hún fylgdist með bamabamaböm- um sínum enda sóttist hún eftir því að vera sem oftast í návist þeirra. Og þeim fannst líka gott að vera hjá langömmu sinni. Amma var alla tíð mjög gjafmild. Að okkur krökkunum laumaði hún oft sælgæti eða peningum. Síðustu árin fengu bömin okkar að njóta þessarar sömu gjafmildi. Þegar af- mæli var í vændum var hún farin að hugsa um það með góðum fyrir- vara hvað hún gæti gefið sem mundi gleðja mest. Oft vom þetta fallegar gjafir sem hún hafði búið til sjálf. Hún amma var falleg og virðuleg kona sem við vorum öll stolt af. Allt fram á síðustu stundu gekk hún bein í baki og skýr í hugsun. Þannig munum við minnast hennar. Við kveðjum ömmu Þurí með mikl- um söknuði en vitum að henni líður nú vel hjá guði sínum, búin að yfir- gefa þreyttan og slitinn líkamann. Minningamar um hana munu hlýja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Barnabörnin I dag verður til moldar borin Þuríður Helgadóttir, fyrrum kenn- ari á Seltjamamesi og ekkja Sigurðar Jónssonar, sem lengi var skólastjóri þar. Með Þuríði er horf- inn af sjónarsviðinu enn einn fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem lifði og starf- aði á þeim tíma, þegar Seltjarnar- neshreppur og þá um leið skólahverfi Mýrarhúsaskóla náði út um eyjar og upp um sveitina ofan Reykjavíkur. Þá vom börn send um langan veg til skóla og þurftu því stundum á nokkurri aðhlynningu að halda, sem skólastjórahjónin veittu þeim af velvilja og rausn. Það var árið 1928, eða fyrir nær sextíu ámm, sem Þuríður Helga- dóttir fluttist á Seltjamames og gerðist húsráðandi í Mýrarhúsa- skóla, en í skólahúsinu var þá íbúð skólastjóra. En auk þess að rúma skólahald og fjölskyldu skólastjóra fór fram margvísleg starfsemi önn- ur í húsinu. Þar var funda- og samkomusalur hreppsins og bóka- safn Framfarafélagsins og þar vom haldnar árshátíðir, jólatrésskemmt- anir og guðsþjónustur ámm saman. Mun skömngsskapur húsfreyju brátt hafa komið í ljós við að stýra og hafa umsjón með ýmiss konar samkomuhaldi í skólanum. Hún byrjaði einnig að miðla stúlkum af þekkingu sinni á hannyrðum og saumaskap og stundaði kennslu í þeim greinum við Mýrarhúsaskóla í nær þijá áratugi. Ég átti þess kost fyrir skömmu að rifla upp með Þuríði hvemig skólahúsið, sem nú er nefnt Mýrar- húsaskóli eldri, var nýtt áður fyrr og þrátt fyrir háan aldur var enginn vafi í frásögn hennar. Hún sá fyrir sér, hvemig bömin komu til skóla að morgni, söfnuðust saman fyrir utan, gengu síðan inn í fata- geymslu og þaðan til stofu eða í leikfímisal, sem nú er raunar aðal- skrifstofa Seltjarnarnesbæjar. Skólastjóri kom síðan ofan af lofti og kennslan gat hafist. Hún riijaði einnig upp, hvemig útsýnið var úr gluggunum hennar á efri hæðinni. Þaðan sá hún út yfir Hrólfsskála- melana fram eftir Nesinu og upp Valhúsahæðina en líka yfir túnin í Pálsbæ og Mýrarhúsum. Hún minntist á hreppsveginn, sem lá fram hjá skólanum og síðan beint fram að Lækjamesi en tók síðar á sig sveigju þá, þar sem nú byijar Skólabraut. Segja má að hún hafi séð þennan veg breytast úr kúagötu í strætisvagnaleið. Þuríði þótti greinilega vænt um að segja frá þessum gamla tíma og átti frá hon- um góðar minningar. Hún hafði augljóslega strax talið sig kynnast góðu fólki á Seltjamarnesi og festi þar rætur. Ég kynntist Þuríði fyrst fyrir rúmum átján árum, en þá hafði hún fyrir áratug misst mann sinn en bjó við mikla rausn í húsi, sem hún og Jón Grétar, sorur hennar, höfðu reist örskammt frá Mýrarhúsa- skóla. Þuríður var þá að undirbúa brúðkaup yngstu dóttur sinnar og gerði það með miklum myndarskap. Þóttist ég sjá að þær færi kona sem væri vön að stjóma og vera hlýtt, en með nánari viðkynningu hafa aðrir eiginleikar hennar orðið mér mun hugstæðari. Ég hef á síðari árum margsinnis átt þess kost að hitta Þuríði Helgadóttur í hópi hinn- ar stóra og einstaklega samhentu fjölskyldu hennar og hef kunnað æ betur að meta hreinskilni hennar og traust viðmót og tel mig og íjöl- skyldu mína hafa notið sannrar vináttu hennar. Kannski er hæpið að segja, að héraðsbrestur verði, þó að kona á níræðisaldri falli frá. En einhvem veginn finnst mér hlutur Þuríðar Helgadóttur hafi verið það mikill í skóla- og félagslífí Seltiminga í hálfa öld, að það megi kallast tíma- mót, þegar hún er ekki lengur meðal okkar. Heimir Þorleifsson Þuríður Helgadóttir hreppstjóra- frú í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar- nesi lést 16. febrúar síðastliðinn. Hún verður jarðsett frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag. Þuríður Helgadóttir fæddist á Stóra-Reykjum í Hraungerðis- hreppi 26. mars 1905. Foreldrar hennar vora Ólafía Kristrún Magn- úsdóttir, fædd í Rauðarhól á Stokkseyri 25. október 1881 og Helgi Jónsson, fæddur á Stóra- Reykjum 25. febrúar 1880, dáinn 11. maí 1941. Þau áttu saman fjög- ur böm og var Þuríður elst. Hin vora Sigrún, gift Bjama Sæmunds- syni starfsmanni hjá Reykjavíkur- höfn. Hann er látinn en Sigrún er á lífí. Karlotta, fædd á Brún á Stokkseyri 11. október 1907, dáin 17. janúar 1908, og Hálfdán, fædd- ur í Beinateig á Stokkseyri 6. janúar 1908, bifvélavirkjameistari í Reykjavík, látinn, kvæntur Þórdísi Hansdóttur úr Hafnarfírði. Þuríður átti þijú hálfsystkini: Kristin Helgason bónda í Halakoti í Flóa. Hann er látinn. Fjólu sauma- konu, gifta í Reykjavík og Helgu húsfreyju á Selfossi. Þuríður Helgadóttir ólst upp hjá föðurbróðum sínum, Gísla hrepp- stjóra Jónssyni á Stóru-Reykjum og konu hans Maríu Þorláksínu Jónsdóttur. Hún lærði venjulegan bamaskólalærdóm eins og þá var algengast. Þar bar fljótt á því, að hún var óvenjulega námfús og var mikið gefín fyrir bækur og átti sér- staklega hægt með að læra. Hún var sérstaklega ljóðelsk og kunni skólaljóðin utan að. Hún las mikið á unglingsáranum, sérstak- lega fagurfræðilegar bækur, skáld- sögur, leikrit og ljóðabækur. í raun réttri las hún allt sem hún átti kost á. Bóndi á næsta bæ, Páll Ámason, var henni mjög hjálplegur í bókaút- vegun, fékk meira að segja handa henni bækur úr fjarlægum sveitum. Ég man vel eftir því, þó ég væri þá bam, að hún fékk að láni ljóð Matthíasar og lærði á skammri stund kvæðið Þorgeir í Vík utan að og fór gjaman með það. Mér þótti kvæðið heillandi og hef ávallt haldið upp á það síðan. Þuríður var hneigð og hænd að öllum fénaði. Hún bar kennsl á móðemi lambanna á haustin þegar þau komu af fjalli, en á æskuáram hennar var fært frá. Þetta var mik- il skarpskyggni og þurfti til þess glöggleika og minni. Hún var afburða hestakona, fékk gang úr hveiju hrossi og hafði lag betra en nokkur annar á að sitja ótemjur, jafnoki hennar við slíkt var trauðlega á annarra færi. Þuríður hefði sómt sér vel í húsfreyjustöðu í sveit eins og ættmæður hennar í marga ættliði. En örlögin era kyn- leg og ráðstafa mörgu á annan veg en samtíðarmönnum fínnst skyn- samlegt. Þuríður yfirgaf sveitina 18 ára og fór til Reykjavíkur í vist til Sigur- bjöms kaupmanns Þorkelssonar í Vísi og konu hans Unnar Kjartans- dóttur. Hún batt ótrúlega tryggð við þau og fjölskylduna. Þuríður giftist 24. júlí 1928 Sig- urði Jónssyni frá Stöpum á Vatns- nesi skólastjóra, hreppstjóra og sýslunefndarmanni á Seltjamar- nesi. Hann fæddist 2. maí 1893, dáinn 18. febrúar 1959. Hann var mikill félagsmálamaður og þekktur um land allt sem skólamaður og baráttumaður margskonar menn- ingarmála. Þau áttu fjögur böm: Jón Grétar, lögfræðing í Reykjavík, fæddan 13. maí 1929, dáinn 21. janúar 1982. Kona hans var Guð- björg Hannesdóttir frá Hækilsdal. Þau eignuðust íjögur börn. Margrét Kristrún, fædd í Mýrarhúsaskóla 20. mars 1931, gift 18. júlí 1963, Agústi skipstjóra á Seltjamamesi Jónssyni. Helga Svala fædd í Mýr- arhúsaskóla 30. júlí 1932, gift 8. maí 1954, Þorbirni Karlssyni pró- fessor við Háskóla íslands. Þau eiga þijár dætur. Dóra, fædd í Mýrar- húsaskóla 14. júlí, gift Guðmundi Einarssyni forstjóra Skipaútgerðar ríkisins. Þau eiga þijú böm. Þuríður fóstursystir mín hefur lokið miklu og löngu ævistarfi. Hlutskipti hennar var að vera hús- freyja á fjölmennu og erilsömu skólaheimili þar sem heill upprenn- andi æsku var iátin sitja fyrir öllu. Þar var mörgu að sinna, mörgum að leiðbeina, gefa öðram heilræði, jafnt uppeldislega og við leik og starf. Hún stóð öragg og föst í hlut- verki sínu, vann að heill skólabam- anna eins vel og unnt var. Ég hef hitt mörg þeirra. Þau unna henni af alúð og era þakklát í einu og öllu. Seltjamameshreppur, eins og hann var á þriðja og fjórða áratug aldarinnar, var mjög sérkennilegt sveitarfélag. Þar vora miklir höfð- ingjar í fomum stíl, ríkir óðals- bændur, skipstjórar, frægir aflamenn, útgerðarmenn, góðir bændur og stöndugir. Þar var sann- ur höfðingsskapur í raun. Þuríður kunni vel við sig í félagsskap við þetta fólk. Það var kjami þjóðfé- lagsins. Hún vann sér álit meðal þess og traust þess kom fram í raun, þegar hún missti manninn. Seltimingar sýndu henni óvenju- lega mikla rausn. Hún kunni líka vel að meta það. Ég kann margar sögur af við- skiptum frænku og Seltiminga, sem ekki rúmast í þessari grein, en verða geymdar til betri tíma. Þar er hlut- ur beggja til fremdar. Gott fólk er alltaf fremst í sögu. Það er lögmál lífsins. Við leiðarlok er margs að minnast, margs að sakna. Endur- minningamar leita á hugann. Það era hrannir hugans, falla hver í sitt grip „sem straumur á átt eða fall af fljótum frá fjalli til sævaróss". Jón Gíslason Kvöld eitt í septemberbyijun 1948 kom ég fyrst á heimili þeirra skólastjórahjónanna Þuríðar Helgadóttur og Sigurðar Jónssonar í Mýrarhúsaskóla. Ég var full eftir- væntingar og kvíða. Framundan var ævistarfið sem ég hlakkaði til að takast á við, en efaðist þó um hæfni mína til þess. Aldrei gleymi ég hvernig þessi öðlingshjón tóku mér þetta kvöld og hve gott var að ræða við þau um starfíð sem beið mín. Frá þeirri stundu reyndust þau mér sannir vinir til æviioka. Engan mann hef ég þekkt sem gegndi jafnmörgum opinberam trúnaðarstörfum og Sigurður gerði. Það var með ólíkindum hve miklu sá maður kom í verk. Að honum látnum tók a.m.k. hálfur tugur manna við störfum hans og í sumum tilfellum var þar um fullt starf að ræða. Þuríður var mikil húsmóðir. Hún var hamhleypa til allra verka og Rigmor C. Magnús- son — Minning Fædd 17. október 1909 Dáin 17. febrúar 1987 Mig langar að minnast með nokkr- um orðum tengdamóður minnar, Rigmor Coch Magnússon, en útför hennar fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi í dag. Ég kynntist henni fyrst árið 1966, er ég kom inn í fjölskylduna. Var mér tekið opnum örmum af þeim báðum, Óskari og Rigmor. Komst ég þá strax að raun um hversu feiknamikil húsmóðir hún var, lá við að mér félli allur ketill í eld og hugs- aði að það væri ómögulegt að fara í fötin hennar í þeim efnum. Var það líf Rigmor og yndi að bjóða vinum og kunningjum í matar- boð og vora það lostætir réttir er þá voru á borð bomir. Að máltíð lok- inni fór hún gjaman með gesti sína út í garð til að sýna þeim blómin, en hún hafði mikinn áhuga á blóma- rækt og fallegum hlutum. Hún var mjög myndarleg í höndunum bæði á pijón og saum. Vora það ófáir kjól- amir sem hún útbjó á mig í gegnum árin. Einnig óf hún teppi á vefstól og saumaði út í heilu stólana. Rigmor var skaprík manneskja, hafði ákveðnar skoðanir og lét ekki telja sér hughvarf. En hún hafði afar stórt hjarta. Sí og æ var hún að út- búa eða kaupa gjafír handa vinum og kunningjum, svo ekki sé minnst á rausn hennar við okkur. Vildi hún okkur ætíð aðeins það besta. Brást það ekki að hún var fljót að komast að hvaða hluti okkur vanhagaði um og útvegaði þá umsvifalaust, jafnvel þótt þyrfti að sérpanta þá erlendis frá. Eftir að við fluttum í sveitina sendi hún okkur alltaf dagblöðin svo við gætum fylgst með menningunni í Reykjavík. I miðjum pakkanum var alltaf eitthvað spennandi fyrir „lille skatteme" og var mikill handagang- ur við að nálgast það sem í miðjunni var. Rigmor var feiknarleg dugnaðar- manneskja, sýnir það best hörku hennar og dugnað að hún bjó ein í 4 ár eftir lát manns síns þrátt fyrir versnandi heilsufar. Hún vildi um- fram allt vera sjálfstæð og tókst henni það til síðustu stundar, en hún var aðeins 9 daga á sjúkrahúsi áður en hún dó. En það er dapurlegt til þess að hugsa að okkur yngra fólkinu fínnst við alltaf vera að sinna svo mikilvæg- um hlutum og að við séum svo ómissandi í lífsbaráttukapphlaupinu að við sinnum ekki sem skyldi and- legum verðmætum eins og að gæta þess að sýna öðram næga umönnun og hlýju fyrr en það er orðið um seinan og orðið of seint að þakka. „Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Tengdadóttir Hún hét Rigmor Charlotte Koch og fæddist í Danmörku 17. dag októ- bermánaðar árið 1909. Foreldrar hennar vora Christian Elof Koch og Emmy Johanne. Faðir hennar var hárskerameistari og starfaði jafnan að iðn sinni í Kaupmannahöfn og nágrenni, þar sem Rigmor ólst upp. Einn bróður átti hún, Svend Áge. Rigmor var vart nema unglingur, er foreldrar hennar slitu samvistir og faðir hennar gekk að eiga aðra konu, en Rigmor bjó áfram með móður sinni. Ekki naut Rigmor annarrar skóla- göngu en skyldunáms í æsku, en var um hríð nemandi í æfingadeild kenn- araskólans Jonstrap Seminarium, þar sem kennaranemar stunduðu kennsluæfíngar undir leiðsögn reyndra kennara. Minntist hún jafn- an leiðsagnar bæði kennara og nema með hlýju. Voru þetta henni ógleym- anleg ár. Ekki var til siðs í Danmörku á fyrstu áratugum aldarinnar, að stúlkur frá fátækum heimilum legðu stund á meiriháttar framhaldsnám. Slíkt heyrði til undantekninga. Það hefír mamma sagt mér sjálf. En ég fullyrði að henni hefði reynst auð- velt að ljúka prófi í löggiltri iðngrein. Og vissulega stóð hugur hennar til slíkra hluta, en henni var fjár vant, og einnig bönnuðu heimilisástæður öll áform um meiriháttar nám. Hlutskipti Rigmor varð því, að fara snemma að vinna fyrir sér. Móðir hennar sá um heimilið, þegar heilsan leyfði, en hún átti við lang- varandi vanheilsu að stríða og lá iðulega rúmföst. Þá varð Rigmor að bætá á sig heimilisstörfum og umönnun sjúkrar móður. Aldrei liðu þær mæðgur skort, en oft var fæðan fábreytt, stundum ekki annað í matinn en kartöflur og rúgbrauð með svínafitu í stað smjörs. Rigmor vann löngum við sauma- skap á þessum árum hjá tveim þekktum dönskum fyrirtækjum í fataiðnaði. Hún hóf fyrst störf hjá Fonsbæk sem aðstoðarstúlka á saumastofu, en varð síðar fullgild saumakona hjá því fyrirtæki. Síðar starfaði hún hjá Ilum um margra ára skeið og lærði þar kjólasaum. Hún þótti ágætur starfskraftur eins og sagt er nú á dögum. Til að mynda tók hún þátt í að sauma kjóla á sjálfa drottningu Dana og Islend- inga. Minntist hún þess stundum við mig með stolti, þegar þessi ár bar á góma. 1935 var mikið örlagaár í lífí Rig- mor því að þann 13. október giftist hún íslenskum manni, Óskari Magn- ússyni frá Tungunesi í Austur- Húnavatnssýslu. Óskar hafði siglt til Kaupmanna- hafnar árið 1934, þá nýorðinn stúdent frá Menntskólanum á Akur- eyri, og hóf þegar nám við Hafnar- háskóla, fyrst í náttúrafræði, en síðar í sagnfræði. Stofnuðu þau heimili ytra, Óskar stundaði nám sitt, en Rigmor vann fyrir þeim. Gestkvæmt var hjá þeim, og af íslendingum vöndu norðanmenn (stúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri) eink- um komur sínar á heimili þeirra. Auk þess störfuðu þau með íslendingafé- laginu í Höfn. Rigmor kom fyrst til íslands árið 1939, en það sumar vann Óskar hérlendis. Dvaldi hún mikið í Tungu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.