Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 61
1. deild kvenna í handbolta:
Framarar með aðra
höndina á bikarnum
UM helgina fóru fram fjórir leikir
í 1. deild kvenna í handbolta. Á
laugardaginn voru þrír leikir, í
Laugardalshöllinni unnu Fram-
stúlkur lið ÍBV og Vikingsstúlkur
unnu Ármannsliðið. í Digranes-
skóla áttust við Stjarnan og KR
og lauk leiknum meö sigri Stjörn-
unnar. Á sunnudaginn fengu
Valsstúlkur lið FH úr Firðinum í
heimsókn og lauk þeirri viðureign
með jafntefli.
Fram-ÍBV 28:16
Fram-liðið, sem er komið með
aðra höndina á íslandsmeistara-
bikarinn, vann ÍBV stórt. ÍBV-liðið
tók Guðríði Guðjónsdóttur úr um-
ferð frá fyrstu mínútu og héldu því
út leikinn á meðan hún var inná.
Ef Guðríður var okki inná var Ing-
unn Bernótusdóttir tekin úr
umferð. Fram-stúlkurnar náðu
strax forystunni og juku hana jafnt
og þétt út fyrri hálfleikinn og var
staðan í hálfleik 16:9 fyrir Fram.
í síðari hálfleik var sama uppi á
teningnum, Fram-liðið skoraði
hvert markið á fætur öðru og mörg
þeirra voru úr hraðaupphlaupum.
Lauk leiknum með sigri Fram,
28:16.
í Fram-liðinu var Arna Steinsen
mjög snögg fram og átti (BV irfið-
leikum með að stoppa hraöa-
upphlaupin. Sólveig Steinþórs-
dóttir stóð í markinu allan tímann
og stóð sig með mestu prýði. Einn-
ig má geta þess að Oddný Sig-
steinsdóttir, sem er aftur byrjuð
að spila hér á fslandi, skoráði sín
fyrstu mörk í deildinni eftir tveggja
Enski bikarinn:
Leeds
gegn
Wigan
DREGIÐ hefur verið um hvaða lið
leika saman f átta liða úrslitum
ensku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu. Liðin úr fyrstu deild
drógust saman með þeim fyrir-
vara að Watford vinni Walsall, en
3. deildarlið Wigan fær Leeds í
heimsókn.
Arsenal leikur gegn Watford eða
Walsall, Wimbledon gegn Totten-
ham, Sheffield Wednesday eða
West Ham gegn Coventry og Wig-
an gegn Leeds. Leikirnir eiga að
fara fram 14. mars.
ára hlé.
Hjá ÍBV var Anna Dóra Ólafs-
dóttir lang atkvæðamest en einnig
átti Ingibjörg Jónsdóttir ágætan
leik.
Leikinn dæmdu þeir Árni Sverr-
isson og Kristján Þór Sveinsson
og stóðu þeir sig vel í átakalitlum
leik.
Mörk Fram: Jóhanna Halldórsdóttir 6,
Guðríður Guðjónsdóttir 5/5, Arna Stein-
sen 4, Margrét Blöndal, Hafdís Guðjóns-
dóttir og Súsanna Gunnarsdóttir þrjú
mörk hver, Oddný Sigsteinsdóttir og Ing-
unn Bernótusdóttir tvö mörk hvor.
Mörk ÍBV: Anna Dóra Ólafsdóttir 10/5,
Ingibjörg Jónsdóttir 4, Ragna Birgisdóttir
og Stefania Guðjónsdóttir eitt mark hvor.
Ármann-Víkingur
10:30
Frískar Víkingsstúlkur unnu létt-
an sigur á óhemjuslöku Ármanns-
liði. Leikurinn var allan tímann
einstefna að marki Ármanns og
var staðan í hálfleik 16-4 fyrir
Víking. Lítið breyttist í seinni hálf-
leik og endaði leikurinn 30:10.
Mörk Ármanns: Ellen Einarsdóttir,
Margrét Hafsteinsdóttir og Bryndís Guð-
mundsdóttir 2 mörk hver, Guðbjörg
Ágústsdóttir, Elsa Reynisdóttir, Halla
Grétarsdóttir og Þórdís Davíðsdóttir eitt
mark hver.
Mörk Vfkings: Svava Baldvinsdóttir 8,
Jóna Bjarnadóttir 7, Vaidís Birgisdóttir og
Inga Lára Þórisdóttir 5 mörk hvor, Eiríka
Ásgrimsdóttir 3, Sigurrós Björnsdóttir og
Margrét Hannesdóttir eitt mark hvor.
Stjarnan-KR 23:19
KR-stúlkur hófu leikinn á því að
taka Erlu Rafnsdóttur úr umferð.
Þær hættu því þó fljótlega því við
það opnaöist KR-vörnin illilega,
línuspilarinn knái Guðný Gunn-
steinsdóttir fiskaði hvert vítiö á
fætur öðru og Margrét Theódórs-
dóttir var öryggið uppmálað í
vítaskotunum. Stjörnustúlkur voru
þetta 2—3 mörkum yfir allan fyrri
hálfleik og tvö mörk skildu í leik-
hléi en þá var staðan 12-10 fyrir
Stjörnuna.
Stjarnan var yfir 3—4 mörkum
framan af í seinni hálfleik en þegar
um 9 mínútur voru eftir náðu KR-
stúlkur að minnka muninn í eitt
mark, 19-18. Þá skoruðu Stjörn-
urnar 4 mörk í röð og tryggðu sér
öruggan sigur þrátt fyrir að Vestur-
bæjarliðinu tækist að lauma inn
einu marki undir lokin. Leikurinn
endaði því 23-19 fyrir Stjörnuna.
Þrátt fyrir sigur átti Stjörnuliðið
engan veginn góðan dag, utan
kannski þær Margrét Theodórs-
dóttir og Erla Rafnsdóttir, en hún
tók sig á í seinni hálfleik eftir frem-
ur slaka byrjun. Aðrar voru
atkvæðalitlar en þó var Guðný erf-
ið á línunni að venju. Fjóla í
markinu hefur oftast varið betur.
Það er athyglisvert að af 23 mörk-
um Stjörnunnar skoruðu þær
stöllur Erla og Margrét 21 mark.
Lítil breidd það.
KR-liðið virkaði frekar þungt og
áhugalítið í þessum leik. Sú sem
átti langbestan leik þar var ung
stelpa í markinu, Jóna Finnboga-
dóttir, en hún spilar ennþá í 2.
flokki. Greinilega framtíðarmark-
maður. Sigurbjörg var atkvæða-
mikil að venju og þá átti Elsa
Ævarsdóttir góðar rispur í hægra
horninu. Aðrar voru nokkuð langt
frá sínu besta.
Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 11 /2,
Margrét Theodórsdóttir 10/5, Hrund
Grétarsdóttir og Steinunn Þorsteinsdóttir
eitt mark hvor.
Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 8/4,
Elsa Ævarsdóttir 4, Karólína Jónsdóttir
3, Arna Garðarsdóttir 2, Snjólaug Benj-
amínsdóttir og Iris eitt mark hvor.
Valur-FH 16:16
FH-liðið, sem er í öðru sæti á
mótinu, náði jafntefli við Val. Vals-
liðið hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik
og sýndi góðan leik. FH-stúlkur
tóku til þess bragðs þegar 10
mínútur voru búnar af leiknum að
taka þær Ernu Lúðvíksdóttur og
Guðrúnu Kristjánsdóttir úr umferð,
en það gaf ekki góða raun því stað-
an í hálfleik var 10:7 fyrir Val.
f síðari hálfleik skora FH-stúlkur
fyrstu fjögur mörkin og breyta
stöðunni í 11:10, eftir það skiptust
liðin á að skora. Á síðustu mínút-
unum var mikil taugaspenna og
gekk báðum liðunum illa að halda
boltanum. Lauk leiknum með jafn-
tefli, 16:16
Hjá báðum liðum var það mark-
varslan sem stóð upp úr og vörðu
þær stöllur Arnheiður Hreggviðs-
dóttir i Val og Halla Geirsdóttir í
FH mjög vel. Mikil breidd er í báð-
um liðunum og ber markaskorunin
þess merki því hún dreifðist nokk-
uð jafnt á leikmenn.
Mörk Vals: Erna Lúövíksdóttir 4/2, Harpa
Sigurðardóttir 3, Guörún Kristjánsdóttir,
Magnea Friöriksdóttir og Guðný Guöjóns-
dóttir tvö mörk hver, Ásta B. Sveinsdóttir,
Katrín Friðriksen og Helga Lúövíksdóttir
eitt mark hver.
Mörk FH: Rut Baldursdóttir 4, Sigurborg
Eyjólfsdóttir og Kristin Pétursdóttir 3
mörk hvor, María Sigurðardóttir 2, Inga
Einarsdóttir, Heiöa Einarsdóttir, Berglind
Hreinsdóttir eitt mark hver, Arndís Ara-
dóttir 1/1.
Leikinn dæmdu þeir Stefán Arn-
aldsson og Ólafur Haraldsson og
fórst þeim það vel úr hendi.
ÁS/KF
1X2 2 c 3 S> o 5 > Q Tíminn c ^c Dagur ! | cc c Jp Sunday Mirror I s Q. X I 3 cn New8 of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS
1 2 4
Coventry — Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 11 1 0
Luton — Wo8t Ham 1 1 1 1 1 1 1 1 - - - - 8 0 0
Man. Utd. — Evarton X 1 X 2 1 1 1 X - - - - 4 3 1
Norwlch — Aston Villa 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 11 1 0
Nott. Foreat — Chelsea 1 1 1 1 1 1 1 1 - - - - 8 0 0
QPR — Man. City 1 1 1 X 1 1 1 X X 1 1 1 9 3 0
Sheffleld Wed. - Watford 1 1 1 X 1 1 1 1 1 X X X 8 4 0
Wimbledon — Newcastle 1 1 X X X 1 1 1 1 1 1 1 9 3 0
Grlmsby — Sheff. Utd. X 1 2 1 1 2 1 1 1 1 1 X 8 2 2
Mlllwall — Derby 2 2 X 2 2 X 2 X 2 X X X 0 6 6
Portamouth — Stoke 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 10 2 0
Sunderland — Ipswlch X 1 1 X 2 1 X 1 X X X 2 4 6 2
Morgunblaðiö/Bjarni
• Helga Sigurðardóttir og félagar hennar í Fram eru nú svo gott
sem búnar að tryggja sér Islandsmeistaratitilinn.
Erlingur Noregs-
meistari innanhúss
ERLINGUR Jóhannsson sprett-
hlaupari varð Noregsmeistari í
4x200 metra boðhlaupi á dögun-
um. Fólag hans í Osló, Tjalve,
sigraði f boðhlaupinu á norska
meistaramótinu annað árið f röð.
Erlingur keppti í 800 metra
hlaupi á mótinu og hljóp á 1:55,93
mínútum en hann á 1:53,15 mín.
utanhúss frá í fyrra. Hann hljóp
einnig 400 metra á seinni degi
mótsins, fyrst á 50,75 í riðli og
síðan 50,12 í úrslitahlaupi, sem
er hans bezti árangur innanhúss,
átti 50,65 sek. frá í fyrra.
getrluna-
VINNINGflR!
27. leikvika - 21. febrúar
1987
Vinningsröð: 21X-1X1-X2X-1 1 1
1. vinningur: 11 róttir, kr. 43.700,-
1237 47056(4/10) 58906(4/10) 102856(2/11),10/10)+ 129743(6/10)+
3615(3/10)+ 47077(4/10) 63425(4/10)+ 125951(6/10)+ 220880(11/10)
11044(2/10)+ 55915(4/10) 98566(6/10) 126189(6/10) 640288
2. vinningur: 10 róttir, kr. 1.161,-
792 41756+ 53381 63701+ 128077* 216865* 613805
3544 42435 54604* 63701+ 128377 216899 613820
4223 44479 55012 63707 128753* 218018*+ 639490*
4482 44922 55783 95827+ 128755* 220343 639522
4608 45035+ 56234* 97066 128758’ 220634*+ 640281
5685 45101*+ 57839 97309+ 129080* 220638*+ 658265
6469 45451* 59507+ 100283 129527* 220894 658267
8111 45565 59535+ 102833*+ 130274* 221056 658390
10838 47671* 59546+ 103855*+ 130414+ 221061** 658431
10856 46828** 59652 125085 130550*+ 221093 658433**
11042+ 48081* 60538 126003*+ 130697** 221106 658434
11048+ 48392 50789 126139+ 168011 221115 658447
11111*+ 49648 60852 126162 168945 563654 658700
11116+ 49864 61420 126172* 168992 563812 658754
11126+ 49870 61993 126183 188528 564913 660005
11127+ 50492 62249 126567* 201668* 564915 660074
13904 50465 62759 127051* 207240 574516 668989
14985 50528 62786 127052* 208207*+ 600844 * = 2/10
16132 50907 62795+ 127296* 213134 600845 ** = 4/10
18802+ 51480 63354 127816* 214289+ 600850*
41377 51768 63636+ 127872* 216214 613800
Kærufrestur er til mánudagsins 16. mars 1987 kl. 12.00 ó hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboösmönnum og á skrífstofunni
Reykjavlk. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina.
Handhatar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvlsa stofni eöa senda stofninn og tullar
upplýsingar um natn og helmillsfang tll Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests.
íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík