Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
Knattspyrna:
Spackman
til Liverpool
Fré Bob Hennessy á Englandi.
NIGEL Spackman, hinn reyndi
miðjumaður Chelsea, var í gær
,flestum á óvart, seldur til
Liverpool fyrír 400.000 steríings-
pund.
Það var í fyrradag að Dalglish
hringdi í hann frá Liverpool og
bauö honum að koma og skoða
aðstæður. Kappinn sló til og skrif-
aði undir fjögurra ára samning
áður en hann hélt til baka til
London.
r Það var mikið í húfi fyrir Liver-
pool því í kvöld leika þeir við
Southampton í undanúrslitum
deildarbikarsins og margir eru á
sjúkralista hjá félaginu. Má þar
nefna Beglin, McDonald og Nicol
sem allir verða frá í nokkurn tíma.
Johnston og McMahon leika líkleg-
ast ekki með vegna smávægilegra
meiðsia og Paul Walsh verður í
leikbanni auk þess sem Aldridge
fær ekki að ieika í þessari keppni
þar sem hann hefur leikið með
Oxford í henni á þessu ári.
Spackmen kemur sér því ábyggi-
lega vel fyrir Liverpool í kvöld
-enda verður hann í byrjunarliðinu.
Ólögleg lyfjaneysla íVestur-Þýskalandi:
Flautað til leiks
Er bók Schumachers skot yfir markið?
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni í Vestur-Þýskalandi.
FLAUTAÐ til leiks (Anpfiff), bók Tonis Schumacher, markvarðar
Kölnarliðsins og vestur-þýska landsliðsins f knattspyrnu, hefur
vakið gífurlega mikla athygli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,
en þar greinir höfundur m. a. frá ólöglegri lyfjaneyslu þýskra
knattspyrnumanna. Áhrifamenn í þýsku knattspyrnunni segja
að hér sá um að ræða dýrkeypta augiýsingabrellu, sem eigi
við engin rök að styðjast, sé skot yfir markið, er verði þýskum
knattspyrnumönnum til hnjóðs og höfundi til skammar. Leik-
menn hafa skipst f tvo hópa, sumir gagnrýna bókina og hóta
málssókn, sóu þeir ásakaðir f bókinni, en aðrir segjast vita um
lyfjaneyslu knattspyrnumanna.
Toni Schumacher hefur alltaf
sagt sínar skoðanir og yfirleitt
haft efni á því sem lykilmaður
hjá Köln og þýska landsliðinu.
En hann hefur verið í lægð og
telja sumir að hann hafi ætlað á
tindinn á ný með útgáfu bókar-
innar.
Schumacher segist hafa tekið
hóstasaft blandað með ephedr-
ine, sem er örvandi og á bann-
lista, fyrir leik gegn Dortmund
árið 1984 og þaö hafi fleiri leik-
menn Kölnarliðsins gert. Þá hafi
ekkert gengið hjá liðinu, það var
í 16. sæti og hafði tapað síðustu
leikjum stórt, 6:2 fyrir Werder
Bremen og 5:1 fyrir Uerdingen.
En leikur Kölnar var allt annar
gegn Dortmund, leikmennirnir
voru óstöðvandi og liðið vann
6:1. Hann segir að margir leik-
menn hafi neytt örvandi lyfja og
geri enn, meövitandi eða ekki,
en þetta þurfi að stöðva og því
vilji hann segja frá málinu á hrein-
skilinn hátt og ásaki aðeins
sjálfan sig í bókinni. Læknar verði
að segja leikmönnum hvaða efni
séu í lyfjum, sem þeir fá, og eins
aukaverkunum.
Schumacher gagnrýnir Bec-
kenbauer landsliðsþjálfara, sem
hann er annars mjög hrifinn af,
en segir að þjálfarinn verði að
viðurkenna eigin mistök. Becken-
bauer hefur valið Schumacher í
næsta landsliðshóp, en lét að
því liggja að markvörðurinn dytti
út.
Berti Vogts, aöstoðarmaður
Beckenbauers, segir óskiljanlegt
að svona reyndur leikmaður skuli
gefa út slíkar falskar yfirlýsingar,
sem sverti höfundinn mest.
Wofgang Overath, fyrrum leik-
maöur Kölnar og landsliðsins,
segist kæra Schumacher, sé
hann ásakaður í bókinni um að
hafa neytt óiöglegra lyfja og fleiri
leikmenn hafa tekið undir þau
orð.
Aðrir leikmenn hafa viður-
kennt að hafa neytt örvandi lyfja
og læknir eins liðs í Bundeslig-
unni segist hafa 100% sannanir
fyrir lyfjaneyslu.
Þýska knattspyrnusambandið
ætlar að kynna sér efni bókarinn-
ar áður en yfirlýsing um málið
verður gefin út og stjórn Kölnar-
liðsins hefur sett Schumacher í
leikbann á laugardaginn vegna
bókarinnar, en ákvörðun um
lengra bann getur oröið ofan á .
Morgunblaöiö/Einar Falur
• Gylfi Þorkelsson og félagar úr ÍBK eru úr leik í bikarnum.
Bikarkeppni KKÍ:
Meistararnir úr leik
ÍR-ingar unnu Hauka ífrábærum leik
ÍR er komið í fjögurra liða úrslit
í bikarkeppni KKÍ — í fyrsta skipti
síðan 1981, þegar Pétur Guð-
mundsson lék með liðinu. Efsta
lið 1. deildar vann úrvaisdeildarlið
Hauka, bikarmeistarana 1986,
97:84 í seinni leik liðanna, en
Haukar unnu fyrri leikinn 84:79.
Seinni leikurinn var frábær í einu
orði sagt. Þegar rúmar átta mínút-
ur voru liðnar af leiknum var
staðan 26:20 fyrir Hauka og hafði
Pálmar Sigurðsson skorað 16 stig
Haukanna. Var hreint óstöðvandi
og hitti nánast úr öllum færum.
Þá breytti ÍR í tígulvörn úr maður
á mann vörn, Bragi Reynisson tók
Pálmar úr umferð, sem skoraði
aðeins níu stig það sem eftir var
leiksins. Bragi átti auk þess stór-
leik í sókninni og skoraði 20 stig.
Haukar léku einnig tígulvörn til
að byrja með og reyndu að taka
Jón Orn Guðmundsson úr umferð,
sem skoraði 35 stig í fyrri leiknum,
IMjarðvfkingar sigruðu
örugglega í Keflavík
en hann skoraði samt 14 stig í
fyrri hálfleik.
Fyrri hálfleikur var frekar jafn,
en ÍR var yfir í hléi 45:44. Um miðj-
an seinni hálfleik var munurinn tíu
stig, mestur varð hann fimmtán
stig, en lokatölur urðu 97:84.
Stig ÍR: Jóhannes Sveinsson 24, Karl
Guðlaugsson 21, Bragi Reynisson 20, Jón
Örn Guðmundsson 17, Ragnar Torfason
14, Kristinn Jörundsson 1.
Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 27, Ólaf-
ur Rafnsson 12, Henning Henningsson
10, fvar Ásgrímsson 9, Ingimar Jónsson
8, Eyþór Árnason 6, Tryggvi Jónsson 4,
Bogi Hjálmtýsson 4, Einar Kristjánsson 3.
B-keppnin:
Danir lágu
- en það dugar þýskum varla
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni í Vestur-Þýskalandi.
DANIR töpuðu f gær, 17:23, fyrir
Vestur-Þjóðverjum í öðrum riðli
B-heimsmeistarakeppninnar sem
fram fer á Ítalíu. Sigur Þjóðverja
nægir þeim þó varla til sigurs í
riðlinum því Tékkar unnu Sviss-
lendinga með einu marki í gær
og eru með 7 stig á móti 6 stigum
Þjóðverja.
Danir leiddu fyrri hálfleikinn en
í þeim síðari virtist þrek Dana búið.
Þeir klúðruðu tveimur vítaksötum
í röð og auk þess var Skarup send-
ur í sturtu snemma í síðari hálfleik
og hafði það sitt að segja fyrir
varnarleikinn.
Þjóðverjar komust fljótlega yfir
og héldu því út leikinn og var sigur
þeirra aldrei í hættu.
Úrslit urðu annars þessi:
A-riðill:
Noregur- Ítalía 24:19(12:9)
Pólland- Frakkland 31:22(17:9)
Sovétríkinn - Rúmenía 30:22 (15:8)
B-riðill:
Búlgaría - Bandaríkin 21:19(10:6
Tékkóslóvakía-Sviss 20:19(11:7)
Þýskaland - Danmörk23:17 (11:12)
Bikarkeppni HSÍ:
Meistararnir
gegn KR-ingum
Afturelding/Haukar - Fram
KR - Vfklngur
ÍBV/KA - HK
KefUvfk.
NJARÐVÍKINGAR gerðu bikar-
draum Keflvíkinga að engu í
síðari leik liðanna í Keflavík f
gærkvöldi. Keflvíkingar sigruðu í
I fyrri leiknum með eins stigs mun
en f gær voru það Njarðvíkingar
sem fögnuðu í lokin. Loka staðan
varð 59:76. {leikhléi voru Keflvík-
ingar yfir 32:30.
Keflvíkingar byrjuðu betur og
leiddu fyrri hálfleik. Njarðvíkingar
komu svo ákveðnir til leiks í síðari
VALSMENN komust í gærkvöldi
f undanúrslftin i bikarkeppni
Körfuknattleikssambandsins.
Töpuðu þeir reyndar fyrir KR-
ingum með 83 stigum gegn 85
en þar sem þeir unnu fyrri leikinn
með 13 stiga mun, 68-55, unnu
þeir báða leiki liðanna 151-140
samanlagt.
Það var greinilegt að bæði liðin
ætluðu að leggja allt í sölurnar til
hálfleik og náðu fljótlega undirtök-
unum. Síðustu tíu mínúturnar urðu
svo hrein martröð fyrir Keflvíkinga,
þeir lentu í villu vandræðum og
mistu þá bræður Hrein og Gylfa
Þorkelssyni útaf með fimm villur.
Ekki bætti úr skák að hittni þeirra
var átakanlega léleg þessar mínút-
ur á meöan Njarðvíkingar hittu
næstum í hverju skoti.
Stig ÍBK: Gylfi Þorkelsson 14, Jón
Kr. Gíslaosn 14, Guðjón Skúlason
að komast í fjögurra liða úrslitin.
Leikurinn var spennandi og
skemmtilegur, mikill hraði og snið-
ugar fléttur, góðar sendingar og
fallegar körfur. Varnarleikurinn var
góður en hittni liðanna á köfium
misjöfn.
Nær allan tíman var leikurinn
hnífjafn og staðan 42-41 fyrir KR
í hálfleik. I seinni háifleik komust
Valsmenn í 56-48, en KR-ingar
8, Sigurður Ingimundarson 8,
Hreinn Þorkelsson 7, Óláfur Gott-
skálksson 5, Matti Ó. Stefánsson
2, Falur Harðarson 1
Stig UMFN: Valur Ingimundarson
19, Helgi Rafnsson 14, fsak Tóm-
asson 13, Jóhannes Kristbjörns-
son 13, Teitur Örlygsson 11,
Hreiðar Hreiðarsson 4, Kristinn
Einarsson 2.
BB
jöfnuðu og komust síðan í 80-73
þegar tvær mínútur voru eftir.
Pressuðu þeir stíft í þeirri von að
ná knettinum og geta aukið enn
við forskotiö en það tókst ekki.
Stig Vals: Sturla Örlygs 26, Torfi Magg
14, Einar Ólafs 13, Björn ZÖega 12, Tóm-
as Holton 12 og Leifur Gústafs 6.
Stig KR: Guðni Guðna 27, Ólafur Guð-
munds 23, Garöar Jóhanns 14, Matthías
Einars 9, Ástþór Ingason 5, Þorsteinn
Gunnars 5 og Guömundur Jóhanns 2.
BIKARMEISTARAR Víkings leika
gegn KR í 16-liða úrslitum bikar-
keppni HSÍ, en dregið var f
sjónvarpssal á mánudagskvöldið.
Eftirfarandi lið drógust annars
saman:
ÍH - Fylkir
Enn jafnt
WATFORD og Walsall gerðu
aftur jafntefli f gærkvöldi f bik-
arkeppninni og verða þvf að
leika að nýju á mánudaginn.
Leikurinn var framlengdur f
gær og lyktaði honum 4:4.
Valur - Grótta/ÍA
Ármann B - UBK
Reynir - Stjarnan
FH - Valur B
Þórvann
ÞÓR vann Tindastól f 1. deildinni
í körfubolta í gær með 109 stigum
gegn 81 eftir að staðan hafði
verið 53:42 í hálfleik.
ívar Webster skoraði 27 stig
fyrir Þór og Eiríkur Sigurðsson 21
en Eyjólfur Sverrisson skoraði 23
stig fyrir Tindastól.
Valsmenn í undanúrslit