Morgunblaðið - 04.03.1987, Side 36

Morgunblaðið - 04.03.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 Stj órnarf rumvarp um fangelsi og fangavist: Vinnuhæli lögð niður Menn verða ekki settir inn vegna meðlagsskulda í FRUMVARPI til laga um fang- elsi og fangavist, sem dómsmála- ráðherra lagði fram á Alþingi í gær, er mörkuð ný stefna i fang- elsismálum. Vinnuhæli eru m.a. felld niður, sem sérstök tegund fangelsis. Samkvæmt þvi verður ekki heimilt að setja þá inn, sem skulda meðlag og barnalífeyri. I reynd hafa slíkir aðiiar ekki ve- rið vistaðir á vinnuhælum frá því upp úr 1970, en það er þó heim- ilt samkvæmt gildandi lögum. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að fangelsi verði af tvennu tagi: afplánunarfangelsi og gæsluvarð- haldsfangelsi. Hið fyrmefnda kemur í stað ríkisfangelsis, vinnu- hælis og unglingavinnuhælis samkvæmt núgildandi lögum. í frumvarpinu eru ákvæði um sérhæfða þjónustu, sem veita skal í fangelsum. Þar er um að ræða heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu og prestsþjónustu. Gert er ráð fyrir því, að Skilorðseftirlit ríkisins í núverandi mynd verði lagt niður, en sett á fót stofnun, er yfir- taki verkefni þess og hafi að auki með höndum félagslega þjónustu við fanga og núverandi skjólstæð- inga Skilorðseftirlitsins. Þá eru í fmmvarpinu ákvæði um ýmis grundvallarréttindi fanga, sem ekki hafa verið lögfest áður. MMAGI Úr upptökusal Stöðvar 2. Er erlent efni stöðvarinnar of mikið í hlutfalli við innlent? Endurskoðun útvarpslaga haf in: Menmngarsjóður úrvarps- stöðva verði lagður niður 10% auglýsingatekna sjónvarpsstöðva renni milli- liðalaust í innlenda dagskrárgerð SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, sagði á Alþingi í gær, að hann myndi leggja það til við nefnd, sem fa- lið hefur verið að endurskoða útvarpslögin, að ákvæði um menningarsjóð útvarpsstöðva falli á brott. í stað þess verði gert um það samkomulag milli menntamálaráðuneytis og sjón- varpsstöðva, að 10% af auglýsin- gatekjum hverrar stöðvar fari til innlendrar dagskrárgerðar viðkomandi stöðvar. Ráðherra lét þessi ummæli falla í tilefni fyrirspurnar frá Ástu Ragn- heiði Jóhannesdóttur, varaþing- manni Framsóknarflokksins, um erlent dagskrárefni íslenskra sjón- varpsstöðva. I máli Ástu Ragn- heiðar kom fram, að könnun á efni íslenskra sjónvarpsstöðva á tímabil- inu 28. nóv. til 18. des. s.l. hefði leitt í ljós að 47% efnis ríkissjón- varpsins væri innlent en 13,5% efnis Stöðvar 2. Hæsta hlutfall innlends efnis hjá ríkissjónvarpinu á þessum tíma hefði verið 74% en 34% hjá Stöð 2. Lægsta hlutfall innlends efnis hjá Stöð 2 hefði verið 3,3%. Þá sagði þingmaðurinn, að 70% af erlendu efni ríkissjónvarpsins væri engilsaxneskt (með ensku tali) en 100% af erlendu efni Stöðvar 2. Hún spurði, hvort þetta væri ekki of einhæft. Getur þetta ekki haft áhrif á málþroska og hugsun ólæsra barna? spurði hún. Þingmað- urinn minnti á ákvæði útvaipslaga, þar sem segir að útvarpstöðvar skuli stuðla að almennri menningar- þróun og efla íslenska tungu. Hún taldi, að upplýsingamar um hlut- fall hins erlenda efnis sýndu að við þetta væri ekki staðið. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, sagði, að í lögum væru engar heimildir til þess að hafa afskipti af dagskrágerð útvarpstöðva eða mæla fyrir um hlutföll innlends og erlends efnis. Hins vegar kvaðst hann vilja beita sér fyrir aukinni innlendri dagskrár- gerð með þeirri breytingu á gildandi útvaipslögum, að menningarsjóður útvarpstöðva verði lagður niður og stöðvarnar ráðstafi sjálfar milliliða- laust 10% af auglýsingatekjum sínum til innlendrar dagskrárgerð- ar. Hann sagðist hafa skipað nefnd til að endurskoða útvarpslögin og hefði henni m.a. verið falið að vinna að þessari breytingu. Ákvæði um menningarsjóð útvarpsstöðva yrðu hins vegar ekki felld brott fyrr en lokið væri heildarskoðun útvarp- slaganna. Varnarliðsframkvæmdir næstu tvö, þrjú árin: Kostnaður við framkvæmd- ir tæpir 60 milljónir dala Skýrsla um utanríkismál Árleg skýrsla Matthíasar Á Mathiesen, utanríkisráðherra, til Alþingis um utanríkismál var lögð fram á Alþingi í gær. Skýrsl- an er í sjö meginköflum, auk inngangs: 1) Inngangur (stefnu- yfirlýsing ríkisstjórnar), 2) Einstök alþjóðamál (afvopnun og ráðstefna um öryggi Evrópu), 3) Alþjóðstofnanir og svæðasam- vinna (Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið, Evrópur- áðið, Norðurlandasamvinna), 4) Málefni fjarlægra heimshluta, 5) Utanríkisviðskipti, 6) Þróunar- samvinna, 7) Oryggis og varnar- mál (Varnarmálaskrifstofa, ríkisstofnanir á varnarsvæðum, varnarliðið, verklegar fram- kvæmdir), 8) Hafréttarmál. í kaflanum nýjar framkvæmdir á vegum vamarliðsins er talað um l)yg,K>nKu 300 fermetra húsnæðis fyrir skrifstofu varnarliðsins, 400 fermetra félagsheimili, 550 fer- metra húsnæði fyrir fjármála- og bókhaldsdeild flughersins, vega- gerð, bifreiðastæði og fráveitur fyrir 250 íbúða hverfí, 250 íbúðir, verkstæði við flugskýli, tvær varar- afstöðvar við byggingu kafbátaeft- irlitsins, framhaldsframkvæmdir við flughlað, akstursbrautir og flug- vallarveg vegna nýju flugstöðvar- innar og viðgerð á eldri aksturs- brautum. Kostnaður við ofangreindar framkvæmdir greiðist af Banda- ríkjamönnum, nema viðgerð á eldri akstursbrautum, sem Atlantshafs- bandalagið greiðir. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um 59 milljónir dollara, en endanlegt verð miðast við samningsgerð sjóhersins við ís- lenzka aðalverktaka. Framkvæmdir þessar, sem heimilaðar vóru 1987, taka 2 - 3 ár, og skriður kemst væntanlega á þær upp úr miðju sumri. íslenzkir aðalverktakar hafa og fengið nokkur stór viðhaldsverk- efni við vegi, bifreiðaverkstæði, flugvallarbrautir, vatnsdreifikerfí og viðhald á möstrum. Áætlaður kostnaður er um 11 milljónir dala. Áætlað er að fyrirtækið annist framkvæmdir, nýframkvæmdir og viðhald, árið 1987 fyrir u.þ.b. 56 milljónir dala. í fyrirspumartímanum á Alþingi í gær var einnig fjallað um framtíð Rásar 2. Menntamálaráðherra sagði, að ákvæði um starfrækslu hennar væri að fínna í útvarpslög- unum og í samræmi við það yrði unnið. Hann kvað nú standa yfir endurskoðun á dagskrárstefnu Rás- ar 2, en fyrirhugað væri að styrkja hana sem auglýsingamiðil í sam- keppni við einkastöðvarnar. Við umræðurnar upplýsti Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, að halli á rekstri Ríkisútvarpsins hefði numið 150 milljónum króna á síðasta ári. Það er nokkru hærri upphæð en áður hefur komið fram. Hún gagn- rýndi harðlega, að stofnunin hefði verið svipt tekjum af aðflutnings- gjöldum viðtækja og sagði að ýmsir forystumenn Ríkisútvarpsins, sem standa ættu vörð um stofnunina, hefðu brugðist. Þingsályktunartillaga: Vemdun fjölsóttra ferðamanna- staða í byggð o g óbyggðum „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að setja við- hlítandi reglur um um- gengni og akstur ferðamanna í byggðum og óbyggðum Islands. - Mark- mið þeirra reglna verði að koma í veg fyrir spjöll á náttúru landsins og veita fjölsóttum en viðkvæmum ferðamannastöðum á há- lendinu fullnægjandi vernd, m.a. með bættri dvalaraðstöðu og ítölu ef þurfa þykir. Jafnramt verði kveðið skýrar en nú á um viðurlög við spjöllum á sér- stæðum náttúruminjum og töku og útflutningi sjald- gæfra jurta og steinateg- unda sem hér finnast“. Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar sem fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks flytja: Gunnar G. Schram, Guðmundur H. Garðarsson, Eggert Haukdal og Kristín S. Kvaran. I greinargerð er lýst vax- andi áhyggjum vegna örtraðar og landspjalla sem stafa af ört vaxandi ásókn ferðafólks, inn- lends og erlends, á viðkvæm svæði í byggðum og óbyggð- um landsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.