Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 t Eiginmaður minn og faðir okkar, GÍSLI ANDRÉSSON, Hélsi f Kjós, lést af slysförum sunnudaginn 1. mars. Jarðsungið verður frá Hallgrímskirkju í Reykjavík mánudaginn 9. mars kl. 13.30. Ingibjörg Jónsdóttir og börn. t Eiginkona mín, móðir og dóttir okkar, GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR, Hraunhóli 7, Nesjahreppi, andaðist í kvennadeild Landspítalans mánudaginn 2. mars 1987. Kveðjuathöfn fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 5. mars nk. kl. 11.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag íslands. Ásmundur Gfslason og börn, Inga Valborg Einarsdóttir, Sveinn K. Sveinsson. t Maðurinn minn og faðir okkar, HÖRÐUR MARKAN pípulagningameistari, Sörlaskjóli 66, andaðist í Vífilsstaðaspítala 2. mars 1987. Málfríður Jörgensen og börn hins látna. t Eiginkona mín og móðir okkar ÁSDÍS PÉTURSDÓTTIR, Víðimel 63, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. mars 1987 kl. 13.30. Ólafur Þorgrimsson, Erna Guðrún Ólafsdóttir, Kjartan Reynir Ólafsson. t Útföreiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, afa og langafa AÐALSTEINS ÞORGEIRSSONAR, Markholti 15, Mosfellssveit, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 6. mars kl. 15.00. Jarð- sett verður í Lágafellskirkjugarði. Þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. Svanlaug Þorsteinsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttlr, Þorgerður Aðalsteinsdóttir, ísafold Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson, Helga Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Birgir Aðalsteinsson, Svanlaug Aðalsteinsdóttir, barnabörn og Hólmfríður Guðjónsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Jón Björnsson, Kristján Hauksson, Kristin Egilsdóttir, Ásbjörn Þorleifsson, Ásthildur Skjaldardóttir, Brynjar Viggósson, barnabarnabörn. t Útför móður okkar, ELÍNAR SNORRADÓTTUR WELDING, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. mars kl. 15.00. Sigriður Sigurðardóttir, Snorri W. Sigurðsson, Guðbjörg M. Sigurðardóttir. t Eginimaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GÚSTAF A. ÓLAFSSON, hæstaréttarlögmaður, frá Stóra-Skógi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 4. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Ágústa Sveinsdóttir, Sigríður Gústafsdóttir, Skúli Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Kristín Sigurðardóttir, Gústaf A. Gústafsson, Björg Hauksdóttir og barnabörn. Hafsteinn Jóns- son bílamálari Fæddur 4. ágúst 1917 Dáinn 23. febrúar 1987 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guði þerri tregatárin stríð. (V. Briem) I dag, miðvikudaginn 4. mars, kveðjum við að sinni elskulegan föður okkar, Hafstein Jónsson bíla- málara. Hann háði langa baráttu við erf- iðan sjúkdóm en nú er þeirri orustu lokið með sigri svefnsins eilífa. Það var hamingja hans í baráttunni að geta dvalið á heimili sínu þar til yfir lauk. Þar var hann í faðmi ástúðar, hjá þeirri konu sem hann hafði ungur eignast og var alla tíð stoð hans og styrkur, enda með afbrigðum góð kona og sterk í mótlætinu. Faðir okkar var ekki maður fjöld- ans. Hann var maður hógvær og dulur og komu þeir eiginleikar hans best fram í því stríði sem hann háði. Aldrei kom frá honum kvörtun eða mögl vegna erfiðleika eða kvala, þetta var hans kross og hann bar hann með sínu jafnaðargeði því þessi kross var honum ætlaður. Hann var maður fáorður en gagn- orður þegar hann taldi sig knúinn til og þá tjáði hann sig á þá lund að tekið var eftir. Bókelskur var hann alla sína ævi, las mikið og hafði stálminni á allt sem hann las og taldi markvert. Helst undi hann sér við lestur ferða- og ævisagna og hafði þá oftast landakort sér við hlið því hann vildi geta fylgt sögu- manni eftir um þær slóðir sem frá var sagt. Enda var unun að ferðast með honum, því okkur er til efs að margur hafi kunnað betur sögu lands og þjóðar í fortíð og nútíð en hann. Allur gróður var honum und- ur og stórmerki. Hann hafði unun af fallegum blómum og með þeim skreytti hann heimili sitt alla tlð. í veiðiferðum sem hann hafði mikið yndi af gekk hann oftast um og skoðaði jurtir þær sem þar uxu, dáðist t.d. af litlum veiídulegum steinbijótum sem stóðu einir og sér í eyðilegu umhverfi án alls skjóls, báru þar blóm og fræ og héldu áfram að lifa. Þetta var honum opinberun um kraft lífsins og mátt almættisins. En nú er þessi elskulegi maður horfinn í bili, því öll eigum við eftir að hittast hinumegin við móðuna miklu. Eftir situr tregi og tár en gegnum þau sjáum við mynd af manni sem ekki var bara góður faðir heldur einnig góður félagi og vinur. Guð blessi hann og varðveiti og hafi hann þökk fyrir allt sem hann veitti okkur á meðan á sam- fylgdinni stóð. Elsku mamma, hafðu ævarandi þökk fyrir þá ást og umhyggju sem þú veittir föður okkar I helstríði hans sem og endranær. Guð styrki þig í harmi þínum og sorg. Kveðja frá börnum Er ég frétti af andláti Hafsteins Jónssonar bílamálara kom fyrst í huga minn „þar fór góður félagi og einn af frumhetjum félagsins". Allir sem til hans þekktu geta tekið undir að traustur og ábyrgur var hann. Fyrstu kynni mín af Hafsteini voru þegar ég gekk í Félag bílamál- ara 1976. Hann var mjög félags- lyndur maður og þegar ég seinna meir fór sjálfur að sinna störfum í félaginu naut ég aðstoðar hans og leiðbeininga. Talandi dæmi um hversu ötull hann var í félagsmálum er fundargerðarbók félagsins. Hafsteinn var einn þeirra sem börðust hvað mest fyrir stofnun Minning: * GústafA. Olafsson hæstaréttarlögmaður Fæddur 20. júní 1905 Dáinn 24. febrúar 1987 Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Þriðjudaginn 24. febrúar sl. lést á Landspítalanum föðurbróðir minn, Gústaf Adólf Ólafsson, hæstaréttarlögmaður. Gústaf fæd- dist 20. júní 1905 að Stóra-Skógi í Dalasýslu. Hann var yngstur fjórt- án barna hjónanna Guðbjargar Þorvarðardóttur og Ólafs Jóhannes- sonar. Tólf þeirra komust til fullorð- insára en eru nú öll látin nema fóstursystir þeirra, Kristín Krist- varðardóttir. Gústaf fór ungur að heiman til náms í Gagnfræðaskólann á Akur- eyri og síðan í Menntaskólann í Reykjavík, þar sem hann lauk stúd- entsprófi árið 1928. Lögfræðiprófi lauk hann frá Háskóla Islands árið 1933. Gústi var kvæntur Ágústu Sveinsdóttur og eignuðust þau þrjú böm. Elst er Sigríður, sem gift er Skúla Guðmundssyni og eiga þau tvo syni. Næstur í röðinni er Ólaf- ur, kvæntur Kristínu Sigurðardótt- ur og eiga þau tvö böm. Yngstur er svo Gústaf, sem kvæntur er Björgu Hauksdóttur og eiga þau tvær dætur. Gústi og Gústa voru samrýnd hjón og áttu þau fallegt heimili sem alltaf var jafngott að koma á. Minnist ég sérstaklega jólaboðanna sem vom árlegir viðburðir hjá þeim, og var þá oft glatt á hjalla þar sem fjölskyldan var öll saman komin. Þau ferðuðust mikið, bæði innan lands og utan og ávallt var þá munað eftir að kaupa eitthvað fal- legt handa litlu frænku, ekki síður en handa sínum eigin bömum. Hann var ólatur að fara með okkur í bíltúra, lengri eða skemmri, og var þá ekki verið að sussa á krakk- ana, þó sungið væri hátt. Sumarið 1964 fór ég ásamt for- eldrum mínum með Gústu og Gústa í ógleymanlegt sumarfrí til Dan- merkur. Þegar þangað kom fannst Gústa nauðsynlegt að sjá og skoða meira svo hann fór inn á næstu ferðaskrifstofu og keypti ferð til Vínarborgar. Alltaf var Gústi glaður og kátur og var gaman að vera í návist hans, þó hin síðari ár hafi hann átt við vanheilsu að stríða. í þessum veik- indum hefur kona hans reynst honum einstaklega vel eins og ávallt fyrr. Um leið og ég þakka frænda mínum allar ánægjustundirnar, vottum við þér, Gústa mín, og fjöl- skyldu þinni, okkar innilegustu samúð. Hrafnhildur Valdimarsdóttir Félags bílamálara. Hann var fyrsti formaður félagsins og var það í átta ár. Er hann lét af formanns- embættinu var ekki þar með settur punktur því hann hélt áfram að styðja og styrkja þetta litla félag með ráðum og dáð. Hann var í trún- aðarmannaráði og hinum ýmsu nefndum og sinnti ýmsum málum meðan heilsa entist. Má segja að hann hafi lagt meira af mörkum til félagsins en flestir aðrir því þrír synir hans fetuðu I fótspor hans og eru I iðninni. Hafsteinn var einn þeirra er Fé- lag bílamálara gerði að heiðurs- félaga 1981, þá var hann búinn að starfa óslitið í þágu félagsins og búa í haginn fyrir okkur í 25 ár. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur að þakka fyrir fórn- fúst og óeigingjamt starf og sendum eiginkonu hans og fjöl- skyldu dýpstu samúðarkverðjur. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V.Briem) F.h. Félags bílamálara Hermann Jóhannesson Fundum okkar Gústafs bar fyrst saman árið 1964. Á þeim tíma bénti ýmislegt til þess að ég myndi tengj- ast fjölskyldunni, sem og varð skömmu síðar með formlegum hætti. Ég man glöggt okkar allra fyrstu kynni, þegar ég feiminn strákurinn var kynntur fyrir tilvon- andi tengdaforeldrum mínum, Gústafi A. Ólafssyni og Ágústu Sveinsdóttur, í Mávahlíðinni, og til að draga úr vandræðalegheitunum hafði verið stillt svo til að við sett- umst strax að tafli og gátum þannig virt hvor annan fyrir okkur í laumi. Ég, leitandi eftir því hvort þessi virti borgari væri nema svo sem í meðallagi hrifinn af sendingu þess- ari inn I fjölskylduna, og hann ef til vill að íhuga hvaða mann ég hefði að geyma. Við áttum síðar eftir að tefla margar skákirnar, en þessi er mér minnisstæðust og hún varð fyrsta litla atvikið sem lagði grunninn að sívaxandi vinskap okk- ar gegnum árin. Mér finnst þægilegt að minnast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.