Morgunblaðið - 21.03.1987, Side 13
13
+
urinn stefnir að því að ryðja
manninum úr vegi. Hann forðast
ekki einu sinni ofbeldi.
Hver er þá Sebastian? Hann er
nokkuð hulin og yfímáttúruleg
sögupersóna, sem gegnir hlutverki
sem einhvers konar alter ego
stráksins. Strákurinn sækist eftir
honum og Sebastian leysir loksins
vandamál stráksins á jákvæðan
hátt að því er virðist. En lesandinn
getur ekki verið viss um það, hvort
lausnin er raunveruleg eða hvort
hún er bara ímynd sem draumórar
stráksins hafa kallað fram.
Höfundur er finnskur sendikenn-
ari við Háskóla íslands.
onen. Ég hef alls ekkert stækkað
síðustu þijú árin.
— Víst stækkarðu. Ekki láta
þetta slá þig út af laginu Antti. Þú
ert eitthvað svo niðurdreginn þessa
dagana. Ef þú stækkar ekki nú,
stækkar þú næsta ár. Er það þetta
sem veldur þér áhyggjum?
Ég kinkaði kolli. Kennarinn
brosti, honum létti og lagaði hár-
hnútinn sinn.
— Veistu, að þegar ég var jafn-
gömul þér þorði ég ekki í skólann
út af því að ég var smámælt. 0g
nú er ég orðin kennari! Ég er alveg
hætt að hugsa um þetta enda tekur
enginn eftir þessu.
Eg ræskti mig. Þessu var ég
ósammála.
— Þessar áhyggjur þínar munu
sýnast smávægilegar þegar hinar
raunverulegu koma, en þeim hefur
þú sem betur fer ekki ennþá kynnst.
Farðu þá snöggvast út og hlauptu
nokkra hringí í kringum skólann,
þá gleymir þú áhyggjum þínum og
verður rjóður í kinnum. Flýttu þér,
bjallan hringir eftir fimm mínútur.
(Þýtt af Ásthildi Magnúsdóttur, Eddu
Pétursdóttur og Jakob Steensig.)
Stykkishólmur:
Mænt eftir
batnandi
vegnm
Stykkishólmi.
BÍLSTJÓRARNIR hér eru að
tala um erfiða vegi. Fyrir ofan
Hólminn er braut sem nýlega er
búið að opna, milli efri sneiðar
og Grundarfjarðar, svo liggur
brautin okkar upp í fjall frá
Gríshóli og út móana og kemur
í samband við fjallið og Grundar-
fjörð. Þessa braut þarf enn að
malbera vel því þegar búið er
að aka hana um skeið virðist slit-
lagið vera orðið erfitt og eins
og einn bílstjórinn sagði: „Við
ökum bara á hraungijótinu.“
Vonandi kemst þetta í lag því
þessi braut verður framtíðarbraut
þegar vegagerðin tekur til starfa í
vor, en það mætti nú bera betur
ofaní og þó okkur hér lengi eftir
betri vegum mjakast þetta og hverj-
um áfanga er fagnað.
Vertíðin er í gangi og flestir ef
ekki allir bátar á netum. Fiskurinn
er saltaður enda var hér erlent skip
að losa salt í vikunni.
- Árni
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987
Nýtt útiit:
Endurhönnuö yfirbygging, nýtískuleg og stíl-
hrein meö mjúkar útlínur, sem lækka vind-
stuðul bílsins aö mun.
Rúmbetrí — þægiiegrí:
Endurbætt sæti, aukiö farangursrými, minni
gólfhæö, stærri dyr, meira svigrúm fyrir
farþega, meira útsýni.
Betrí búnaöur:
Tæknilegar endurbætur á vélbúnaöi og
aflrás, íburöarmikil innrétting og klæöningar,
ríkulegur, staðlaöur búnaöur.
Verð frá kr. 558.000.
Sterkari — öruggarí:
Framhluti bílsins er sérstaklega hannaöur
og styrktur með tilliti til öryggis farþega og
ökumanns. Rammgerö yfirbygging og Y-laga
buröargrind mynda eina sterka heild, sem
þolir vel þaö álag sem mikill hlassþungi og
slæmir vegir skaþa.
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Simi 695500
VILTU LAGA LlNURNAR?
+