Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Analfabetismus regalis eftirÞorgeir Þorgeirsson Til er' að verða hugtak sem á íslensku mætti vei heita konung- legt ólæsi eða lestrarlag hinna skriftlærðu. Þetta hugtak byggir á tesu sem orðuð hefur verið svo: „Á miðöldum og framum nútíma var það ólæsi múgsins sem veitti ráðafólki aðstöðu til allrar túlkunar (sér í hag) á Guðs og manna lögum. Búast hefði mátt við að tæki þetta yrði fyrst sljótt og síðan ónothæft með almennri lestrarkunnáttu. En það er seigla í hefðbundnum valda- tækjum, sem kunnugt er. Margoft lifa þau af hinar róttækustu bylt- ingar . . .1 nútímanum er það ólæsi yfirvaldanna sem gildir. Almenn- ingur les nú einsog fara gerir og skilur margt af því sem hann les. Þá verða hinir skriftlærðu bara ólæsir á hvaðeina sem ekki kemur heim við hagsmuni ráðahópa og valdsfélaga. Þetta konunglega ólæsi (analfabetismus regalis) er af huglægum toga, það kemur að innan, stafar af sálarþörf og brengl- aðri sjálfsmynd. Þetta ólæsi er systir ofbeldishneigðarinnar." Líklega má þó frekar segja að lestrarlag hinna skriftlærðu hafi frá upphafi verið litað hagsmunum, því vissulega má fullyrða að dýrseðlið sé aldrei fjarri þegar hugað er að valdahlutföllum í ríki mannsins. En það er náttúrlega blæbrigðamunur einn hvort hið konunglega ólæsi er talið nýtilkomið eða hvort skilyrðin tilað sjá það eru nýtilkomin. Alt er þetta í samræmi við eðli spendýrsins. Homo sapiens heitir svo því eðli hans birtist í formi svokallaðra vits- muna, en vitsmunir eru bara umbúðir eðlisins og þess vegna einkum fólgnir i því að meta umbúð- ir hverskonar meir en inntak fyrir- bæranna. Það köllum við menningu því við erum eina dýrið í gjörvöllu náttúruverkinu sem haldið er þess- ari brenglun, og við köllum okkur menn. En menning rímar við þrenning einsog fóstra hans Steins sagði forðumdaga. Og því er rétt að fara varlega. Fyrir mörgum árum skrifaði ég lýríska smágrein í Morgunblaðið um fjarskalega ólýríst efni. Notkun líkinga í greininni vafðist eitthvað fyrir lögreglunni. Einungis þó þeim hluta sem ekki syngur í Lögreglu- kórnum. Hinir eru þaulvanir líking- um. Umboðsmaður lögreglunnar, frú Svala Thorlacius, hugðist síðan gelda þetta skrif mitt. Það er nú að vérða ein langdregnasta gelding- artilraun sem um getur. Og kanski mishepnuð að sama skapi. Ég hef skrifað margar miklu fallegri grein- ar í blöðin og þær hafa yfirleitt Grindavík: Arney KE fékk aðstoð kafara Grindavík ARNEY KE fékk netatrossu með drekanum í skrúf una út af Eldey á miðvikudaginn og óskaði eftir aðstoð við björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík. Áhöfnin á björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni fór ásamt Viðari Hjaltasyni, atvinnukafara og björg- unarsveitarmanni út í Arneynna en þá hafði Hópsnes GK dregið bátinn í var út af Sandvík austan Reykja- ness. Greiðlega gekk að losa netadraslið úr skrúfunni svo að ferð björgunarsveitarmannanna tók rétt rúman klukkutíma. Arneyjan kom síðan inn til Grindavíkur og landaði því sem komið var í lestina áður en óhappið vildi til. Kr.Ben.- verið gleymdar eftir 36—48 klukku- stundir frá birtingu. Fólk er enn að biðja mig um þessa lögreglu- málagrein í ljósriti, segist ekki geta án hennar verið. í framhaldi af aðgerðum frú Svölu hefur orðið mikið af rann- sóknum, skýrslum, vottorðum, dómþingum, kærum, gagnkærum og bréfum. Alt hefur það orðið mér tækifæri — miskærkomið að vísu — til að skoða prinsípið um analfabetismus regalis — hið konungborna, ódauð- lega, bjargfasta ólæsi þeirra skrift- lærðu. Háttstahdandi ljóngáfaðar per- sónur með frambærileg stúdents- próf, glimrandi erribættispróf og skrautleg sýslunarskjöl uppá vas- ann reyndust ólæsar á þessa lýrísku smágrein mína, ólæsar á lagagrein- ar um meðferð höfundskapar engu síðuren lagagreinar um starfsreglur síns eigin fags. Ráðherrar og ráðu- neytisstjórar, sem leitað var til, þingmenn og aðstoðarráðherrar, alt sem silkihúfum skartar hérlendis reyndist ólæst á hvern þann bókstaf sem ekki kom heim við þrengstu hagsmuni Kerfisins. Alt var það til sönnunar á tesunni góðu um hið konungborna ólæsi. Og dómur sakadómarans og endilöng dóms- forsenda hans varð samfeldur tignaróður til a.r.a. (analfabetismus regalis absolutus). Þannig varð dómsdagurinn í Sakadómi þarsem ég varð sekur um níð og spé um „ónafngreinda ótiltekna starfsmenn í lögregluliði Reykjavíkur" líka með vissum hætti sigurdagur félagsvísindanna. En gleði manns er margoft blandin beig. Nú höfðu tilraunadýrin að vísu gefið sig fram sjálf í þessa tíma- freku félagsvísindatilraun, aukin- heldur sem þau höfðu einatt knúið tilraunina áfram. Það er eðli slíkrar tilraunar þarsem tilraunadýrið hlýt- ur að vera æðra sett en vísindafúsk- arinn. í því-leynast margar hættur.- Mér er nú orðið það ljóst að spen- dýrseðlið verður ríkisleyndarmál um leið og það birtist í háttsett- um opinberum starfsmanni. Og trúlega harðbannað að gera tilraun- ir með ríkisleyndarmál í frístundum sínum. En sífeldlega hærra sett til- raunadýr knýja mig áfram, forvitn- in lætur mig aldrei nokkurntíma í friði og sjálf spennan í þessu öllu- saman gefur sterkustu eiturlyfjum lítið eftir. Áhugi minn á dýrinu í fyrirmönnum hérlendis verður smámsaman einsog hitasótt, ég ræð ekki lengur við þetta fremuren ég get stjórnað því hvort ég fæ Asíu- flensuna þegar hún gengur. Því ég er óbólusettur á félagsmálsviðinu. Það er nú farið að teygjast úr þessari greinargerð sem átti bara að vera inngangur að birtingu fjög- urra skjala. Þau eru það nýjasta sem við hefur borið í margnefndri félagsvísindakönnun minni á hinu konungborna' ólæsi. Og nú má segja að leikurinn fari að æsast. , Til leiks eru mætt ný tilraunadýr og knýja fast á með framhald leiks- ins. Fyrstu niðurstöður eru svo æsispennandi að mér þykir hlýta að setja þær fyrir almenningssjónir í dagblaði (og öðrum blöðum er frjálst að birta þetta líka ef það verður birt óstytt). Það er semsé Hæstiréttur íslands, hinir skrift- lærðustu allra skriftlærðra, sem lætur í sér heyra með voldugum og afgerandi hætti. Frekari útskýr- ingar verða þarflitlar, en ég bið nú Morgunblaðið (þarsem upphaf þessa máls var í lýrískri smágrein forðumdaga) að birta bréfaskipti mín við forseta réttarins og réttinn sjálfan. Ofar Hæstarétti situr eng- inn dómari hérlendis. Ekki nema almenningsálitið og framtíðin. En þesslags dót er vitaskuld Kerfinu óviðkomandi. En hér koma nú bréfin fjögur: Bréf frá forseta Hæstaréttar: Reykjavík, 16. febrúar 1987 Hr. Þorgeir Þorgeirsson, Bókhlöðustíg 6 B, Reykjavík. Hér með sendi ég yður ljósrit af bréfi Tómasar Gunnarssonar, hæstaréttarlögmanns, dags 13. þ.m., þar sem hann óskar eftir því - að verða leystur frá störfum verj- anda í hæstaréttarmálinu nr. 272/1986: Ákæruvaldið gegn Þor- geiri Þorgeirssyni. Hæstiréttur hefur ákveðið að verða við þessari ósk lögmannsins. Af því tilefni er yður gefinn kostur á að benda á annan hæstaréttarlögmann sem verjanda í ofangreindu máli. Bið ég yður að gera það skriflega til mín fyrir 5. mars 1987. Magnús Thoroddsen (sign) Svar til forseta Hæstaréttar: Reykjavík 4. mars, 1987 Til Magnúsar Thoroddsen, forseta Hæstaréttar, Hæstarétti við Lindargötu, 101 Reykjavík. Bréf yðar varðandi Hæstaréttar- mál nr. 272/1986 hefur borist mér ásamt ljósriti af bréfi Tómasar Gunnarssonar hrl. Sjónarmið lög- mannsins skil ég mætavel. Hann verður að hafa frjálsar hendur að verja starfsheiður sinn. Sjálfur var ég viðstaddur dómþing í þessu máli og fæ ekki séð hina minstu forsendu fyrir vítum á Tómas, og hvergi heldur að finna rökstuðning fyrir þessum skaðsamlegu ummæl- um dómarans í hans garð, hvorki í dómsforsendum né heldur ummæl- um dómarans við fjölmiðla eftir dóminn, enda sagði þá dómarinn eitt í dag og annað á morgun. Af þessu hlýt ég að draga þá ályktun að dómarinn sé með þessu einfald- lega að hegna lögmanninum fyrir að hafa varið mál mitt. Mér þykir vissulega miður að geta ekki kom- ist að neinni annari niðurstöðu, en af henni leiðir með einfaldri rök- færslu að ég get ekki þegið boð yðar um að velja mér annan lög- mann né heldur þegið aðstoð neins þess er þér kynnuð að velja mér til varnar að mér forspurðum. Það er í engu á lögmannastéttina hallað þó ég láti þess hér getið að traust- ari heiðursmann og kurteisari en Tómas Gunnarsson treysti ég mér ekki tilað finna í röðum hæstarétt- arlögmanna. Fleiri lögmenn vil ég ekki láta krenkja mín vegna og hef því ákveðið að verja mig sjálfur í Hæstaréttarmáli nr. 272/1986. Um leið og ég tilkynni yður þetta vildi ég mega festa á blað nokkur af þeim athugunarefnum sem ég tel mikilsvert að dómendur Hæstarétt- ar íhugi. 1. Forsendur málshöfðunar eru vafasamar. Endurrit úr fundargerð- arbók Lögreglufélags Reykjavíkur þarsem ályktað var annaðhvort um kæru eða beiðni um opinbera ran- sókn hefur ekki fengist lögð fram þráttfyrir óskir Sakadóms Reykjavíkur. 2. Upphaf „ransóknarinnar" er vafasamt. Einstakir lögreglumenn hafa bersýnilega unnið að meintri ransókn á málinu án fyrirmæla Ríkissaksóknara eða Ransóknar- lögreglu Ríkisins. 3. Niðurstaða þessarar „forran- sóknar" var birt í ríkisfjölmiðli (Sjónvarpi 13. desember 1983) þar- sem hún var notuð tilað afflytja og rangfæra forsendnrnar fyrir skrif- um mínum. Skjal sem þá var lesið er nú „glatað" að sögn þess sem las það upp. 4. Lokaðri lögreglustofnun var síðan falið að ransaka málið (eða halda ransókn áfram) ánþess mér eða fulltrúa mínum gæfist tækifæri tilað fylgjast með eða taka afstöðu til einstakra ransóknaraðgerða. 5. Við gerð ákæru eru gildandi höfundalög brotin með því að snið- ganga hugsun og heildarefni hinnar kærðu greinar, slíta lausar setning- ar, setningarhluta og einstök orð úr samhengi og raða brotunum saman í skuggaleg hugarfarstengsl sem höfundinum aldrei hafa komið til hugar. Með þessu móti hefur Saksóknari líka verið að fela máls- bætur sakbornings. Og það er ekki heldur í samræmi við lög um með- ferð opinberra mála. 6. Veila er það og í ákærunni að Morgunblaðið, sem birti á sínum tíma kæruefnið, skuli ekki vera ákært líka. Það væri eðlilegt í til- viki sem þessu, þarsem kært er fyrir brot á almennum hegningar- lögum. Túlka má slíkt sem tilraun ákæruvaldsins tilað veikja stöðu mína. 7. Ég gerði þær kröfur í málinu að Ríkissaksóknari og sakadómar- inn vikju sæti en þeir hindruðu það að hlutlausir aðilar fengju að meta tilefni þeirrar kröfugerðar. Um þetta hefur því enn sem komið er enginn fjallað nema þeir tveir sem óskað var að vikju sæti. 8. Þegar að því kom að málið yrði lagt í dóm rökstuddi Ríkissaksókn- ari ekki kröfur sínar og torveldaði þannig störf verjanda í málinu. Engu er líkara en dómarinn hafi tekið að sér flutning málsins fyrir hönd ákæruvaldsins á síðustu stig- um þess í héraði, enda slæðast inní dóminn stjórnarmið sem hvergi var að vikið í rekstri málsins, m.a. vitn- að þar í Hæstaréttardóm sem verjanda gafst ekki tilefni tilað tjá sig um fyren að héraðsdómi gengn- um. Eins má geta þess að við fyrstu þinghöld tjáði dómarinn mér beinlínis að hann færi þar með ákæruvaldið, þó ummæli hans í þá veru fengjust ekki bókuð né heldur aðfínslur mínar varðandi meinbugi á ákærunni (sem getið er í lið 5. hér að ofan). 9. Einsog vænta má eftir þvílík vinnubrögð er dómur Sakadóms einliða og beinlínis villandi í um- fj'öllun sinni um sakarefnið, þ.e.a.s skrif mín. Ekkert vikið að meginat- riðum hugsunar né markmiðum frametningar, né heldur reynt að setja orð og setningartætlur ákæru- skjalsins í rétt samhengi aftur. Mikilsverðir þættir ritverksins öld- ungis sniðgengnir. 10. I dómi Sakadóms er verjandi minn víttur harðlega án sýnilegs aðdraganda og honum aldrei gert viðvart um það að til mála kæmi að víta hann. 11. Sakadómarinn hefur látið fjöl- miðli í té rangar og villandi fréttir af málinu án þess að leiðrétta þær síðar. 12. Það er ósk mín að myndband af „Kastljósþætti" 13. desember 1983 verði skoðað af dómendum við málflutning minn eða áðuren hann fer fram. Einkanlega vil ég biðja dómarana að setja á sig niður- lag þáttarins. Þessi atriði mun ég setja í víðara samhengi og skýra nánar í vörn minni sem ég vænti að fá góðan fyrirvara tilað undirbúa. En lýk til- skrifinu með því að geta einkunar- orða sem ég þegar hef valið málflutningi mínum. Þau eru vita- skuld sótt til Nóbelsskáldsins okkar, tekin úr viðtali við hann í 3. tölu- blaði tímaritsins Storðar 1983 og hljóða svo: En ef rithöfundur vill koma í veg fyrir að menn l'ari sjálfum sér og öðrum að voða þá hlýtur hann að krítísera þá eftir því sem hann getur. Bíð ég svo nánari tilmæla yðar með lotningu, Þorgeir Þorgeirsson Annað bréf forseta Hæstaréttar: Reykjavík 9. mars 1987 Hr. Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur, Bókhlöðustíg 6 B, 101 Reykjavík. Ég hefí móttekið bréf yðar dag- sett 4. mars 1987. í bréfí þessu lýsið þér yfir því, að þér munið ekki benda á annan hæstaréttarlög- mann í stað Tómasar Gunnarsson- ar, hrl., til að taka að sér vörn í máli yðar, heldur hafið þér ákveðið að verja yður sjálfur. Samkvæmt 3. mgr. 179. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974 ber forseta Hæstaréttar að skipa ákærðum manni verjanda fyrir Hæstarétti. Af þessum sökum þykir mér rétt að veita yður frest til 20. þ.m. til að benda á hæstaréttarlög- mann sem verjanda í máli ákæru- valdsins á hendur yður. Ef þér gerið það eigi fyrir nefnt tímamark mun ég skipa yður verjanda án ábend- ingar af yðar hálfu. Magnús Thoroddsen (sign) Bréf til Hæstaréttar. Reykjavík, 11. mars 1987 Til HÆSTARÉTTAR ÍSLANDS, Arnarhvoli/Lindargötu, 101 Reykjavík. Heiðruðu dómarar. Eg vísa til bréfs forseta réttarins til mín 16. febrúar sl., svars míns 4. mars sl. og síðara bréfs réttarfor- setans til mín 9. mars sl. Það bréf verður ekki skilið á aðra leið en svo að hann synji mér um þau grund- vallarréttindi að mega tala máli mínu sjálfur í hæstaréttarmáli 272/1986, ákæruvaldið gegn Þor- geiri Þorgeirssyni. I því sambandi vitnar hann í 3. mgr. 179. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974. Tilað taka af öll tvímæli læt ég hér fylgja texta þessarar málsgreinar einsog hann stendur í mínu eintaki Lagasafns: „Nú er áfrýjun ráðin, og ritar ríkissaksóknari þá fyrirkall á dómsgerðir til ákærða eða ákærðu og annarra aðila þess efnis, að málinu sé stefnt til hæstaréttar, að það verði þar þingfest, svo fljótt sem kostur er, og aðili eða aðilar megi ekki vænta annars fyrirkalls. Síðan sendir ríkissaksóknari dómara dómsgerðir til birtingar á fyrir- kalli fyrir aðilum. Að lokinni birtingu endursendir dómari dómsgerðir til ríkissaksóknara, er svo afgreiðir þær til hæstarétt- ar. Skipar þá forseti dómsins verjanda eða verjendur með árit- un á dómsgerðir og sendir þær því næst til ríkissaksóknara." Sé þessi texti samhljóða því sem stendur í eintaki Hæstaréttar af Lagasafni hlýt ég að láta í ljós furðu mína á framhaldi bréfs réttarforset- ans. Þar stendur: „Af þessum sökum þykir mér rétt að veita yður frest til 20. þ.m. til að benda á hæstaréttar- lögmann sem verjanda í máli ákæruvaldsins á hendur yður. Ef þér gerið það eigi fyrir nefnt tímamark mun ég skipa yður verjanda án ábendingar af yðar hálfu." (leturbreyting mín) Málfræðilega séð má skilja loka- setninguna á þann veg að EG verði skipaður, ljóst virðist þó af öðru samhengi að MÉR verði skipaður verjandi. Og hef ég kosið að skilja málið svo. Ekki fæ ég séð að þessir úrslita- kostir forseta Hæstaréttar geti átt sér neina stoð í tilvitnaðri lagagrein sem á engan hátt bindur valkost hans við hæstaréttarlögmenn, enda mundi þess vissulega vera getið ef sakborningi væri undir þessum kringumstæðum meinað að tala máli sínu sjálfur. Vonandi þarf ég heldur ekki að nefna einstök dæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.