Morgunblaðið - 21.03.1987, Side 23
'
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987
23
þess að menn hafi varið sig sjálfir
fyrir réttinum, en þau eru mörg
einsog þér munuð vita gjör en ég.
Því vænti ég þess að rétturinn leið-
rétti þetta sem fyrst. Til öryggis
orða ég þá beiðni mína í fylsta sam-
ræmi við bókstaf laganna og nánar
svo: Ég fer nú þess á leit við dóm-
ara Hæstaréttar að þeir hlutist til
um það að forseti Hæstaréttar skipi
mig — Þorgeir Þorgeirsson, Bók-
hlöðustíg 6 B í Reykjavík; nnr.
9563—3005 — veijanda sjálfs mín
í hæstaréttarmáli 272/1986,
ákæruvaldið gegn Þorgeiri Þor-
geirssyni, því ég lít svo til að enginn
starfandi hæstaréttarlögmaður geti
með viðunandi hætti komið sjónar-
miðum mínum á framfæri við
réttinn. Skipun annars verjanda í
trássi við óskir mínar væri skýlaus
hefting á tjáningarfrelsi mínu og
færi því í bága við mikilsvert ákvæði
stjórnarskrár vorrar sem þér, dóm-
arar hins æðsta réttar, hafið raunar
meiri skyldur við en aðrir dauðlegir
menn.
Ég vænti að sjálfsögðu skjótrar
afgreiðslu á þessu erindi mínu og
kveð yður með lotningu,
Þorgeir Þorgeirsson
Að endingu læt ég hér fylgja
texta 49. greinar laga um Hæsta-
rétt íslands frá 21. júní 1973, nr.
73/1973.
„49. gr. Málsmeðferð hefur á
því, að stefna er lesin upp. Síðan
heldur áfrýjandi eða umboðs-
maður hans frumræðu sína og
les upp úr ágripi það sem máli
skiptir. Því næst talar stefndi,
eða gagnáfrýjandi, eða um-
boðsmenn þeirra, og lesa á
sama hátt úr ágripi. Eigi skal
aðili oftar tala en tvisvar. Er
aðili flytur eigi mál sjálfur, er
Hæstarétti rétt að leyfa honum
að koma fram stuttum athuga-
semdum, eftir að umboðsmaður
hans hefur lokið málflutningi.“
Minn alþýðlegi lestrarmáti segir
að þessi lagagrein taki af öll tvímæli
um stöðu málsaðila fyrir Hæsta-
rétti. Ljóst er að málsaðili getur
flutt mál sitt sjálfur, en umboðs-
maður má tala ef málsaðili felur
honum umboð sitt. Nú er það svo,
eðli málsins samkvæmt, að umboðs-
manni verður trauðla þrengt uppá
nokkum mann, nema undirskrift
umboðsins fáist þá með pyndingum
eða annarskonar nauðung. Vonandi
kemur ekki til þvílíkra aðgerða af
hálfu réttarins, enda virðist forseti
hans treysta því að hér nægi
prinsíp hins konungborna ólæsis
og trompi út bæði stjórnarskrá og
lögin um starfsreglu hans sjálfs.
Félagsvísindalega séð og í sam-
hengi við tesuna um lestrarlag
hinna skriftlærðu er hér mjög fróð-
leg niðurstaða á ferð.
Hvert fagnaðarefni þau vísindi
geta orðið hinum almenna þegni
landsins vildi ég mega láta þeim
sama þegni eftir að dæma. Og því
eru þessi fróðlegu plögg hér birt.
Með skyldugu þakklæti fyrir birt-
inguna.
Þorgeir Þorgeirsson er alþýðleg-
ur lögfræðigrúskari og rithöfund-
ur í Reykjavík.
lt tréverk í húsið...
...ogmeiratil
ELDHÚSINNRÉTTINGAR — BAÐINNRÉTTINGAR — FATASKÁPAR —
ÚTIHURÐIR — BÍLSKÚRSHURÐIR — SVALAHURÐIR — INNIHURÐIR
- ARNAR - LOFTAKLÆÐNINGAR OG MARGT FLEIRA.
SÝNUM AEG HEIMILISTÆKI.
BÚÐIN ÁRMÚLA 17
BYGGINGAWÓNUSTA SÍMI84585
TymMí
TÓÚíj T'
^ _£npm í oag mii i
SPENNANDl FERÐAMANNASTAÐIR, SEM BJÓÐA
UPPÁ ÓTÆMANDI MÖGULEIKA TIL SKEMMTUNAR
OG ÞÆGINDA ( FRAMANDI UMHVERFI.
(SLENSKIR FARARSTJÓRAR
VERÐ FRÁ KR. 41.800 TIL TYRKLANDS í 3 VIKUR
VERÐ FRÁ KR. 33.700 TIL TÚINIIS í 2 VIKUR
FERÐASKRIFSTOFAN
TJARNARGÖTU 10
SÍMI 28633
ÖRKIN/SÍA