Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Nýr búvörusamningur til fjögurra ára: Jafnvægi í framleiðslu, eftirspum og birgðasöfnun verði komið á 1992 - segir Jón Helgason, landbúnaðarráðherra Jón Helgason kynntí hina nýju samninga fyrir blaða- mönnum í gær og er þar meðal annars gert ráð fyrir að auka mjólkurframleiðslu um 2%. Mjólkurdrykkir vorú því sjálfsagðir á borðum ráðherra í gær UNDIRRITAÐUR var í gær nýr búvörusamningur milii ríkisstjórnar- innar og Stéttarsambands bænda um það magn mjólkur- og sauð- fjárafurða, sem bændum verður tryggt fullt verð fyrir. Samningurinn gildir fyrir fjögur verðlagsár, frá 1. september 1988 til 31. ágúst 1992. Aður hafa tveir búvörusamningar verið gerðir sem hvor um sig tók til tveggja ára. Framleiðsla sauðfjárafurða verð- ur sú sama öll árin og nú er, 11.000 tonn á ári, sem svarar til 7 millj- arða króna á ári. Gert er ráð fyrir að auka mjólkurframleiðslu úr 102 millj. lítra í 103 millj. lítra árið 1988 og síðan í 104 millj. lítra næstu þrjú verðlagsár, 1989 til 1992. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, sagði er hann kynnti nýja samninginn á blaðamannafundi í gær að gert væri ráð fyrir að kom- ið yrði jafnvægi í framleiðslu, eftirspum og birgðasöfnun í lok samningstímabilsins. „Við höfum gert þennan samning á grundvelli búvörulaganna frá 1985 og sérstak- lega tekið tillit til framleiðslu, > markaðar og birgðastöðu í landinu. Reynt hefur verið að meta árangur- inn síðan þá og hvort þörf sé á að ganga lengra. Bændur hafa talið nauðsynlegt að fá samninga nokkuð langt fram í tímann og með þeirri breytingu sem Alþingi gerði á bú- vörulögunum fyrir skemmstu, var gerlegt að semja um búvörumagn til svo langs tíma.“ Við samningsgerðina voru eink- um þrjú meginatriði lögð til grundvallar: Lögð var áhersla á > jafnvægi á milli framboðs og eftir- spumar mjólkur- og sauðfjárafurða og að koma birgðastöðunni í eðli- legt horf. Einnig að nýttir verði samhliða möguleikar til útrýmingar riðuveiki úr sauðfé í landinu. í þriðja lagi var áhersla lögð á að nýta lög- bundið útflutningsbótafé það skipulega, að unnt verði að láta fjár- muni Framleiðnisjóðs landbúnaðar- ins eingöngu renna til búhátta- breytinga og eflingar nýrra búgreina í landinu. Ráðherra sagði að samningurinn fæli það í sér að fjármunir Fram- leiðnisjóðs myndu ganga að nær öllu leyti til búháttabreytinga og atvinnuuppbyggingar í sveitum og að uppbyggingarskeiðið verði lengt um tvö ár. Af andvirði búvörufram- leiðslunnar renna 4% áfram til Framleiðnisjóðs til uppbyggingar nýrra búhátta. Útflutningsbætur verða 5%. Samningurinn byggist á ákveð- inni áætlun um búvöruneyslu innanlands og nýtingu útflutnings- markaða. Vaxi neysla umsaminna búvara innanlands, njóta bændur þess að ákveðnum hluta í auknu rými til framleiðslu. Jón sagði að stuðlað yrði að minnkun birgða mjólkur- og sauðfjárafurða. Þannig er gert ráð fyrir að í lok samningstí- mans séu birgðir komnar í eðlilegt BÍLAUMBOÐIÐ Ingvar Helgason hf. hefur að undan- íþróttafólk í Árbænum: Leiðrétting í frétt sem birtist í Morgunblað- inu í gær um íþróttafólk í Árbænum sem ætlaði að hlaupa með sementspoka frá Akranesi til Reykjavíkur var sagt að hlaupið færi fram 20. og 21. mars. Þetta er rangt, hlaupið fer ekki fram fyrr en 3. og 4. apríl nk. Það eru félagar úr íþrótta- klúbb sem nefnist „Vanda sig“ í Arbænum sem standa fyrir þessu hlaupi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. förnu bryddað upp á nýjung- um í sýningarsal fyrirtækisins að Melavöllum við Rauðagerði og fengið hljóðfæraleikara til liðs við sig til að skemmta sýningargestum. Þar stendur nú yfir sýning á Nissan Sunny. Þeir feðgar Jónas Þórir Dag- bjartsson og Jónas Þórir Jónas- son hafa leikið saman á fiðlu og skemmtara undanfarnar tvær helgar og munu þeir halda upp- teknum hætti um þessa helgi. Opið er laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14.00 til 17.00. Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði að í ráði væri að fá fleira iistafólk til að leysa þá feðga af. horf, það er 16 millj. lítra mjólkur og jafngildi liðlega eins mánaðar sölu kindakjöts í stað eins árs nú. Gert er ráð fyrir samkvæmt samningnum að útflutningur kinda- kjöts muni minnka niður í 1.900 tonn á samningstímabilinu og út- flutningur mjólkurafurða niður í 2 milljónir lítra. Með samkomulaginu eru gerðar nokkrar bókanir. Meðal annars munu aðilar beita sér fyrir því að' sá umþóttunartími, sem landbúnað- urinn til búháttabreytinga og hagræðingar í framleiðslu og vinnslu mjólkur og kindakjöts, nýt- ist á búrekstraraðstöðu á öllum jörðum á landinu og áætlun um endurskipulagningu vinnslu- og dreifíngarstöðva. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Borgarstjórn Reykjavíkur: Samningur við Heilsugæsl- una í Alftamýri samþykktur Jónas Þórir Dagbjartsson leikur hér ljúft lag fyrir einn gestinn og eins og sjá má á myndinni hlaut Jónas meiri athygli en bUl ársins Hljóðfæraleik- ur á bílasýningu BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudag samning tU eins og hálfs árs við Heilsugæsluna um rekstur heilsugæslustöðvar í Álftamýri. Þessi stöð tók til starfa siðasta sumar og var þá gerður bráðabirgðasamningur tU áramóta. Sá samningur var síðan framlengdur um einn mán- uð en samningurinn, sem nú var samþykktur, gildir frá 1. febrúar sl. Nokkrar deilur urðu á fundin- um um þennan samning og þá sér í lagi um það rekstarform sem er á stöðinni. Katrín Fjeldsted (S), formaður heilbrigðisráðs, sagði hér vera um heilsugæslu að ræða að forminu til en rekstrarformið væri nokkuð ann- að en hingað til hefði tíðkast. Þeir læknar sem ynnu við stöðina væru ábyrgir fyrir rekstrinum og sæju um heilsuvemdina en Reykjavíkur- borg bæri enn ábyrgð á heilsu- vemdinni þar sem ekki væri lagaheimild til annars. Kostnaður við stöðina skiptist á milli borgar, ríkis og sjúkrasam- lagsins og þegar kostnaðarhlutur borgarinnar í sjúkrasamlaginu væri tekinn með í myndina sagði Katrín borgina líklega greiða um 40-50% af kostnaði við stöðina. Sagði hún stöðina í Álftamýri virðast vera ódýrari í rekstri en aðrar stöðvar í borginni miðað við fjölda lækna á stöð. Bjarni P. Magnússon (A) sagð- ist líta á þetta sem tilraun og ekki geta séð að með þessum samningi væri verið að slaka á hvað varðar öryggi og þjónustu gagnvart borg- arbúum og í einnig yrði í þessu sambandi að taka tillit til hagsmuna skattgreiðenda. Hann gæti ekki séð að þetta yrði á nokkum hátt dýrara fyrir þá. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði það hafa vafíst fyrir sér í borgarráði hvort hún ætti að greiða þessum samningi atkvæði sitt eða sitja hjá. Hún hefði ákveðið að greiða atkvæði gegn samningnum og hefði það ekki veið kostnaðar- hliðin sem hefði ráðið úrslitum þar um heldur „sú hætta að verið væri að opna glufu fyrir einkavæðingu". Ingibjörg Sólrún sagðist ekki geta sætt sig við þetta rekstarform en væri ekki í vafa um faglega hæfni þeirra er að þessu stæðu. Hún sagð- ist telja samkeppni „dýra og almennt til leiðinda". Það væri sam- vinnan sem skipti máli en ekki samkeppnin. Arni Sigfússon (S) sagðist vera sannfærður um að samkeppni væri af hinu góða, það væri einokun sem væri af hinu illa hvort sem hún væri á vegum opinberra eða einka- aðila. Því þyrfti að byggja upp samkeppniskerfí í borgarrekstrin- um. Páll Gíslason (S) sagði einka- væðingu hafa verið í heislugæslu i Reykjavík síðan í ómunatíð. Þetta væri því ekkert nýtt, einungis væri um að ræða framhald á þeirri þróun sem verið hefði. Alltaf væri hætta á því að kerfi staðni og því mikil þörf á að reynd yrðu ný rekstrar- form til að fá samanburð á verði og gæðum. Sigrún Magnúsdóttir (F) sagð- ist vera hrædd við það einkavæðing- arfordæmi sem þama væri verið að skapa. Hún væri hrædd um að Reykjavíkurborg myndi missa yfír- sýn yfir heilsugæsluna í Reylq'avík ef farið yrðj út á þessa braut. Kristín Ólafsdóttir (Abl) sagð- ist vera sannfærð um að útreikning- ar Katrínar stæðust ekki, hún teldi sig sjá nú þegar að Reylq'avíkur- borg myndi greiða meira í þessa stöð en aðrar stöðvar. Hún væri viss um að samkeppnin yrði ekki hagstæðari fyrir borgarsjóð. Lýst eftir vitni aö árekstri ÁREKSTUR varð á Miklatorgi föstudaginn 13. febrúar síðastlið- inn, en þá rákust saman bifreið- irnar X-1582 og R-23639. Önnur bifreiðin var vörubifreið og mun hún hafa ekið utan í fólksbíl, en ökumaður vörubílsins bar síðar við að hafa ekki orðið áreksturs- ins var. Kvaðst hann hafa ekið áfram og stöðvað á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu og þar hafi einhver ökumaður kom- ið og sagt að hann hafi ekið utaní bifreið á Miklatorgi. Vörubif- reiðarstjórinn fór ekki til baka heldur lét lögregluna á Selfossi vita. Vegna þessa máls er öku- maðurinn, sem sagði vörubif- reiðastjóranum frá árekstrinum, svo og hugsanleg fleiri vitni að atburðinum, beðinn um að hafa samband við slysarannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík. Finnskar bókmenntir kynntar í Norræna húsinu í DAG kl. 16 verður síðasta norr- æna bókmenntakynningin á þessu vori i Norræna húsinu og verða að þessu sinni kynntar finnskar bækur. Dagskráin hefst með því að finnski sendikennar- inn, Timo Karlsson, gerir grein fyrir helstu bókum sem komu út í Finnlandi á síðasta ári. Hann talar á íslensku. Að erindi hans loknu ræðir gestur Norræna hússins, Annika Idström um verk sín. Annika Idström fæddist í Hels- inki árið 1947 og ólst upp við að tala jöfnum höndum finnsku og sænsku, en hefur skrifað allar bæk- ur sínar á fínnsku. Bækur hennar hafa verið þýddar á öll norðurlanda- málin nema íslensku. Nýjasta bók hennar „Veljeni Se- bastian" (Bróðir minn Sebastian) sem kom út 1985 var lögð fram til bókemenntaverðlauna Norðurland- aráðs 1987. í sögum sínum fæst Annika Idström við samskipti innan fjölskyldunnar, drauma og drau- móra kvenna og lýsir leit að ástinni í ástlausum heimi. Helstu verk Anniku Idström eru „Sinitaivas“ (Himimnblár) 1980, „Isáni rakkaani" (Pabbi minn, ástin mín) og „Bróðir minn Sebastian", sem fyrr var nefnd. Dagskráin hefst kl. 16 í Norræna húsinu og eru allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.