Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 47 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Líðandi kjörtímabil lagt í almannadóm: Kosningar 78 - kosningar 87 Tölur til íhugunar Með 109. löggjafarþingi íslendinga, sem nú er að baki, lýkur merku kjörtímabili, sem sett hefur ferskari svip á þjóðfélagið. Máske ber þar hæst sá árangur, sem náðst hefur í hjöðnun verð- bólgu og jafnvægi og stöðugleika í atvinnu- og efnahagslifi, vegna hagstæðra ytri skilyrða, festu i stjórnarstefnu og allgóðs friðar á almennum vinnumarkaði. Hér á landi mun nú minnsta atvinnu- Ieysi i V-Evrópu. Þegar sigurvegarar þingkosn- inga 1978, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, gengu til stjórn- armyndunar með og ásamt Framsóknarflokki, er hafði for- ystu í ríkisstjórn sem var svo að setja „talin upp úr kjörkössunum" þetta ár, var verðbólga 35% - og þótti ærin. A fyrsta ársfjórðungi 1983 var verðbólgan hinsvegar komin upp í 130%, sem þá var Evrópumet, og stefndi hratt upp á við, án mótaðgerða. A kjörtímabili núverandi ríkis- stjórnar, 1983-1987, hefur tekizt að ná verðbólgu niður undir verð- lagsþróun viðreisnaráranna, í lægstu tveggja stafa tölur. Það eitt er umtalsverður árangur, sem mikilvægt er að varðveita vel, en er hinsvegar auðvelt að glutra niður. stjórnarinnar sem mmnstann. Af þessu tilefni hefur formaður Sjálfstæðisflokksins sett fram tvær spurningar, sem hér verða efnislega raktar: * 1) Ef hjöðnun verðbólgu og tilheyrandi stöðugleiki í efna- hagslífi á alfarið rætur í góðæri síðari hluta kjörtímabilsins, hvernig stendur þá á því að mesta óðaverðbólga íslandssögunnar spratt upp úr góðæri kringum 1980, góðæri sem var glutrað nið- ur? * 2) Ef skýra á árangurinn einvörðungu sem framlag sam- taka launafólks (sem hann vissu- lega er að hluta til), hvernig stendur þá á því að launþegasam- tökin lögðu ekki þetta úrslitalóð á vogarskálina meðan Alþýðu- bandalagið var öxull stjórnarsam- starfs 1978-1983? erlendar skuldir, sem hrönnuðust upp á verðbólguárunum, hafa heldur rénað; innlendur peninga- sparnaður, sem hrundi 1978-1983, hefur rétt úr kútnum; kaupmáttur heimilistekna hefur aukizt nokkuð sl. tvö ár, var t.d. 11% hærri að meðtali 1986 en 1985. Ríkisbúskapurinn er hinsvgar rekinn með allmiklum halla. Sá halli er réttlættur með því að þjóð- arsáttin hafi kostað ríkissjóð 1800 m.kr. 1986 og 3000 m.kr. 1987, bæði í lægri skatttekjum og hærri útgjöldum. Ríkissjóðshalli sé ill nauðsyn við ríkjandi aðstæður og tímabundið til að ná öðrum mikil- vægum efnahagsmarkmiðum. Þessi réttlæting er almennt viður- kennd, þótt heilbrigð íhaldssemi standi til þess að ríkisheimilið eigi ekki, fremur en önnur heimili, að eyða umfram tekjur. Við erum tvímælalaust á réttri leið frá verðbólgu til stöðugleika, frá höftum til aukins ffjálsræðis (útvarp, sjónvarp, gjaldeyrisregl- ur, o.fl.) og frá upplausn til ábyrgðar í þjóðarbúskapnum. Tímabil kreppu og góðæris Ríkisstjórn sú, sem nú situr, mætti fyrst kreppu, síðar góðæri. Víst hefur góðærið, sem og þjóð- arsátt á almennum vinnumarkaði, hjálpað stjórninni ríkulega við að ná þeim efnahagsmarkmiðum, sem að var stefnt. Stjómarand- staðan hefur og rembst eins og ijúpa við staur við að færa efna- hagsbatann alfarið annarsvegar á reikning góðæris en hinsvegar á reikning sáttfýsi og raunsæis for- ystu launþegasamtaka - í hugum almennings -, en gera hlut ríkis- Eftirtekja kjörtíma- bils Árangur sá, sem nú er í hendi, á rætur í þríhliða þjóðarsátt ríkis- valds og aðila vinnumarkaðar, sem m.a. var möguleg vegna við- bragða ríkisstjórnarinnar. Góð- ærið gerði síðan róðurinn að settum markmiðum léttari. Hjöðnun verðbólgu er ekki eini ávöxturinn á meiði stjórnarstefn- unnar og þjóðarsáttarinnar. Festa hefur ríkt í gengismálum í stað viðvarandi gengishmns krónunn- ar; viðskiptahalli, sem var ógn- vekjandi, hefur nær eyðst; Tölur til íhugunar Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag unnu sína stærstu kosningasigra árið 1978. Það ár var kjörfylgi Alþýðuflokks 22,0% og Alþýðubandalags 22,9%; sam- tals tæplega 45%. Framsóknarflokkurinn fékk 16,9% kjörfylgi þetta ár. En „spila má laglega úr litlum kortum". Hér var sá herzlumunur, sem skorti á vinstri meirihluta, tiltæk- ur, enda stjórnarforysta í boði. Ríkisstjórn þessarra þriggja flokka hélt út í 13 mánuði, hvellsprakk síðan. Formenn stjórnarflokkanna: Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson. - í skoðanakönnum DV fyrr í mánuðinum lýstu 31,8% þeirra, sem afstöðu tóku, stuðningi við rikisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, 30,3% stuðningi við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, 5,2% við ríkisstjórn Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Önnur stjórnarmynstur hlutu enn minna fylgi. Enn var kosið til þings 1979. Kjörfylgi Alþýðuflokks var 17,5%, Alþýðubandalags 19,7%, samtals 37,2%. Saxast hafði á limi A- flokka, sem héldu þó umtalsverðu fylgi. Alþýðubandalagið sat enda í ríkisstjórn samfellt 1978-1983. I kosningum 1983 harðnar enn á dalnum hjá A-flokkum. Kjör- fylgi Alþýðuflokks fer niður í 11,7% og Alþýðubandalags niður í 17,3%, samtals 29%, sem er mikið bakslag frá tæpum 45% 1978. Víkur nú sögunni til skoðana- könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands, sem unnin var fyrir Morgunblaðið 5.-12. marz sl. Könnunin sýnir hliðstæða en heldur minni uppsveiflu Alþýðu- flokks en 1978, eða 18% fylgi. Alþýðubandalagið situr hinsvegar enn í fylgiskreppu með 15,8% fylgi. Samtals fylgi A-flokka 33,8%. I könnun Hagvangs á sama tíma hefur Alþýðuflokkur 19,9% fylgi en Alþýðubandalag 13,9%. Samtala A-flokka er hins- vegar sú sama og hjá Félags- vísindastofnun, 33,8%. Athyglisvert er að í skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar nú er samanlagt fylgi Alþýðu- bandalags (15,8%) og Samtaka um Kvennalista (7,2%), samtals 23,0%, hérumbil hið og sama og fylgi Alþýðubandalagsins eins þegar það var mest 1978 (og eng- inn kvennalisti í kjöri) 22,9%. Samtala þessara flokka hjá Hag- vangi er og hin sama og hjá Félagsvísindastofnun, þó Kvenna- listi komi þar betur út en Al- þýðubandalag lakar. Samtals er fylgi Alþýðuflokks (18%), Alþýðubandalags (15,8%) og Kvennalista (7,2%), samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar (Morgunblaðsins) í byijun þessa mánaðar, 41,0% (Hagvangur 42,9%), nokkru minna en samanlagt fylgi A- flokka 1978 (44,9%) en heldur meira en 1979 (37,2%). Eftirleikur þessara tveggja kosninga er flest- um í fersku minni. 78 og- 87 „Sagan endurtekur sig“, segir máltækið. Þar með er ekki sagt að saga Alþingiskosninga 1978 undurtaki sig 1987, með sama eða hliðstæð- um eftirmála, hvað stjórnarmynd- un, stjórnarstefnu og framvindu ■í efnahags- og þjóðlífi varðar. Alþýðuflokkur, Álþýðubandalag og Samtök um kvennalista geta þó fengið hliðstæðan styrkleika á Alþingi í endaðann aprílmánuð næst koma.idi og 1978, ef kann- anir spá rétt í úrslit komandi kosninga. Kjósendur hafa hinsvegar síðasta orðið, 25. næsta mánaðar. Þá svara þeir spurningunni um það, hvers konar ríkisstjórn verð- ur talin upp úr kjörkössunum 1987. Það er mikil ábyrgð sem heyrir til þeim atkvæðum og al- mannadómi. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON CANADA DRY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.