Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 49 vildi trúa því iengi vel. Eftir erfíða uppskurði reis hún þó upp jafn hugrökk, róleg og dugleg sem fyrr og átti friðsæl jól í faðmi fyölskyld- unnar austur á Seyðisfírði, en síðan tók_ lokabaráttan við. Ó, það er svo margt að minnast á frá mörgum góðum stundum! Hve þessi 14 ár virðast nú skammur tími, frá því við kynnt- umst fyrst. Um leið og ég kveð Siggu hinstu kveðju, á ég ekki til nógu sterk orð til að þakka fyrir allar þær eftirmir.nilegu sólskins- stundir sem við áttum saman. En minningamar um brosið fallega og glaðvær hláturinn muna ylja okkur um alla framtíð. Hún lifði með sannri reisn og stráði gleði og hlýju í kringum sig, hvar sem hún fór. Hafi hún hjartans þökk fyrir allt og allt og hvíli hún í Guðs friði. Elsku Eiríkur litli, Kiddi, Lóa og Eiríkur, ég bið algóðan Guð að gefa ykkur sérstaklega þann styrk og þá hugarró sem þarf, til að lifa við þennan mikla harm. Því hvemig getum við, jarðneskar vemr, skiiið svo grimm örlög, þegar við vitum ekki hver tilgangurinn er með þessu lífí og dauða? Ykkur öllum sem stóðuð hugrökk og sterk eins og klettar og veittuð þá hjálp sem hún þurfti, andlega sem líkamlega, vil ég þakka það sem þið kennduð mér. Sú lífsreynsla var mér dýrmæt og ógleymanleg. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Sigurðardóttir „Dáinn, horfínn!" - Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifír. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) I dag kveðjum við kæra vinkonu og starfsfélaga, Sigríði Eiríksdótt- ur, er lést á heimili sínu þann 11. mars síðastliðinn. Við kynntumst Siggu, eins og hún var kölluð í daglegu tali, er hún hóf störf hér við Landsbanka íslands í Ólafsvík þann 4. septem- ber 1984. Sigga var ætíð dagfarsprúð, blíð og þægileg. Alltaf var hún svo létt í spori, jafnt sem skapi. Allt sem hún tók sér fyrir hendur leysti hún af þeirri' kostgæfni og samvisku- semi sem voru henni svo eiginleg. Ekkert verkefni lét hún frá sér fara fyrr en hún var búin að fullvissa sig um að betur yrði ekki gert. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Siggu og starfa með henni. Skarðið er stórt sem hoggið var í okkar hóp við fráfall hennar og erfítt verður að fylla upp í það. Við munum sakna hennar sárt. Kiddi og Eiríkur, kæru vinir. Megi góður Guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Öðrum aðstand- endum sendum við samúðarkveðjur. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftamjóð, og mjalihvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Samstarífsfólk í Lands- banka íslands, Ólafsvík. Vegna þess að: ídfesa ítíé k', ' V. er með innbyggðum herði **W er því létt að þrífa POLYTEX hefur sérlega fallega áferð 1 . þekur algjörlega í 2-3 umferðum \ / PDIYTf* plastmauminO DiiivtcV HULTIIT PLASTMALNING PuvaHt í tísku -nyja Fæst í öllum helstu málningarverslunum (siöfrD Efnaverksmiðjan Sjöfn Akureyri. Sími 96-21400 TywANi ™ ^ _£ r>Pin í ha r, iu SPENNANDI FERÐAMANNASTAÐIR, SEM BJÓÐA UPPÁ ÓTÆMANDI MÖGULEIKA TIL SKEMMTUNAR OG ÞÆGINDA í FRAMANDI UMHVERFI. ÍSLENSKIR FARARSTJÓRAR VERÐ FRÁ KR. 41.800 TIL TYRKLAINIDS í 3 VIKUR VERÐ FRÁ KR. 33.700 TIL TÚNIS í 2 VIKUR FERÐASKRIFSTOFAN TJARNARGÖTU 10 SÍMI 28633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.