Morgunblaðið - 21.03.1987, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987
ást er ...
ad njóta
straumkastsins
saman.
TM Reg. U.S. Pat OH.-all rights reserved
«1983 Los Angetes Times Syndicate
Drengur minn, þú ferð
strax aftur með vagninn,
skilar kettinum, en færð
hanasystur þínaaftur ...!
HÖGNI HREKKVlSI
Hagsmunavörslu fórnað
fyrir pólitískar deilur
Matthías Björnsson segir ekkert samband vera á milli hagsmuna
islenskra framhaldsskólanema og málefna Rómönsku Ameríku og
telur stjórn Félags framhaldsskólanema vera komna út á hála braut
þegar hún fer að skipta sér af þeim málum. Myndin er frá ársaf-
mæli byltingarinnar gegn Somoza í Nicaragua.
Það hefur löngum loðað við
námsmannahreyfingar að hags-
munavörslu námsmanna er fórnað
fyrir pólitískar deilur um efni sem
koma námsmönnum ekkert við.
Stúdentaráð Háskóla íslands er al-
þekkt dæmi um það. Annað dæmi
um þetta er Landsamband mennta-
og fjölbrautaskólanema, sem dó
drottni sínum meðal annars vegna
þess, að forráðamenn Landsam-
bandsins beittu kröftum sínum að
málefnum Afríku frekar en hags-
munum félagsmanna.
Það hefur vonandi farið fram hjá
fæstum að verkfall kennara er
gengið í garð. Hið nýstofnaða Félag
framhaldskólanema hefur af því til-
efni beitt sér fyrir aðgerðum til að
vekja athygli á málstað framhalds-
skólanema. Má þar sem dæmi nefna
undirskriftasöfnun í skólum þar
sem deiluaðilar hafa verið hvattir
til að ganga frá samningum sem
fyrst. Stjóm félagsins sendi einnig
frá sér ályktun þar sem tekin var
eindregin afstaða með kennurum
og launakröfum þeirra. Þama var
að mínu mati tekinn skakkur póll
í hæðina. Vissulega eru það hags-
munir nemenda að kennarar fái
næg laun til að haldast í störfum
sínum. Það er hinsvegar vafasamt
að það séu hagsmunir nemenda að
kennarar fái 50—60% hækkun
launa. Þama stillti stjóm Félags
framhaldsskóla nemendum upp,
öðmm megin í deilu, þar sem þeir
eru þolendur en ekki beinir þátttak-
endur. Að mínu mati er stjóm
félagsins ekki þess umkomin að
setjast í sæti kjaradóms og dæma
um hvað séu sanngjöm kennara-
Iaun.
Annað dæmi um þá hálu braut
sem Félag framhaldsskóla er komið
út á er þegar stjómin ákvað að
senda fulltrúa á ráðstefnu um mál-
efni E1 Salvador, sem E1 Salvador-
nefndin stóð fyrir. Óþarfí er að
fjölyrða neitt meira um það full-
komna sambandsleysi sem er á
milli hagsmuna íslenskra fram-
haldsskólanema og málefna
Rómönsku-Ameríku.
Félag framhaldsskóla var stofn-
að til að vera hagsmunavörður
framhaldsskólanema og til að vera
samstarfsvettvangur nemenda-
stjóma. Félagið hefur sannað gildi
sitt sem slíkt í vetur. Það eru því
ömurleg örlög að þetta ágæta félag
þurfi að rogast með pólitískan
stimpil inn í framtíðina.
Matthías Björnsson,
nemi i Kvennaskólanum
i Reykjavík.
Víkverji skrifar
Fyrir nálega einni og hálfri öld
lýsti víðförul frönsk ævintýra-
kona hinni illræmdu Lundúnaþoku
þannig að hún hefði þau áhrif á
borgarbúa að þeir væru ailir sem
einn með steingrá andlit og nánast
eins og lifandi lík. Víðförull íslend-
ingur sem átti erindi til Póllands
snemma í vetur seildist til sama
orðs þegar hann lýsti fyrir Víkvetja
landslaginu í iðnaðarhéraðinu sem
leið hans hafði legið um. Allt var
steingrátt, sagði hann, skítugt og
ömurlegt, kámugt einhvernveginn;
og átti þar við kófið sem helltist
yfír byggðina úr hundmðum eða
þó kannski fremur þúsundum bik-
svartra verksmiðjureykháfa.
XXX
Svipaðar sögur berast frá iðnrí-
kjum Vestur-Evrópu: deyjandi
skógar, sviðin jörð, óbætanlegar
fomar minjar að grotna niður í
baneitraðri skítgulri móðunni.
I Róm brugðu umferðarlögreglu-
menn á það ráð fyrir jólin að mæta
með gasgrímur til vinnunnar. Og
dómari nokkur komst uppá kant
við borgarstjórnina með því að hóta
því í römmustu alvöru að láta bægja
allri bílaumferð frá miðborginni ef
það mætti verða til þess að draga
úr menguninni. Hér í blaðinu hafa
líka verið frásagnir af því hvemig
þetta nútímafyrirbæri, þetta af-
sprengi iðnvæðingarinnar, virðist
óðum vera að gera nafntogaðar
borgir nánast óbyggilegar. Ástand-
ið í Mexíkóborg kvað vera hvað
verst: Þar koma dagar, þegar fólk
í þeim hverfum þar sem stybban
er mest, helst varla við fyrir henni
ísland fer nefnilega senn hvað
líður að verða einn af örfáum skik-
um í jarðríki þar sem íbúarnir
komast bærilega af án þess að eitra
sjálft loftið sem þeir anda að sér.
Utlendingar sem hingað rekast í
fyrsta skipti bytja enda gjarnan á
því að teyga að sér hreina loftið
eins og þeir væm komnir í svalandi
heilsulind. Þegar við emm að bölva
veðráttunni, og sér í lagi bannsett-
um umhleypingunum, mættum við
muna þetta. Ómengað loft er orðið
munaður sem margur meginlands-
búinn þekkir ekki nema af afspum.
x x x
U* r því við emm komin útí veðr-
ið er ekki úr vegi að geta þess,
sem margir vita að vísu, að þegar
grannar okkar Bretar til dæmis og
frændur okkar Skandinavar em
hreint að farast úr kulda eins og á
dögunum, þá er það að nokkm leyti
þeim sjálfum að kenna. Þeir stjóma
ekki veðurfarinu, satt er það, en
þeir stjóma því þó fjandakornið
hvemig híbýli þeir reisa sér. Þar
emm við Islendingar sýnu forsjálli.
Sá Víkvetjinn, sem hefur orðið í
dag, hefur gist í íbúð í fjölbýlishúsi
í Osló — og það nýju að heita —
þar sem frágangurinn var þannig
á dymnum út á svalirnar að nærri
var fíngurgengt á milli dyrastafsins
og múrverksins. Það kváðu vera
stillurnar á þessum slóðum sem
valda því að menn sætta sig við
svona fúsk; svo hljóta bygginga-
reglugerðir líka að vera eitthvað
bágbornar og/eða eftirlitið.
xxx
Aftur á móti hefur Víkveiji fyr-
ir satt að kuldinn sé óvíða
kaldari en hjá okkur ef svo mætti
segja. Því veldur rokið sem er eins
og olía á frostið. Sovétmaður sagði
Víkverja til dæmis einhverju sinni
að honum hefði aldrei orðið eins
kalt og á íslandi. Honum fannst
vetrarnæðingurinn í henni
Reykjavík stómm verri en frost-
hörkurnar í Moskvu.
Þó að þetta hafí orðið veður-
spjall öðmm þræði, hefur höfundur
leitt hjá sér að fara út í áhlaupið
sem hefur verið að plaga okkur
síðustu dagana. Það er búið að
skrifa alveg nóg og skrafa um það.
Og þetta megum við bara hafa. Það
er eins og landvættunum finnist
þær þurfa að minna okkur á það
annað slagið að það var varla af
eintómum ólánshætti sem Hrafna-
Flóki tók uppá því að kalla eyjuna
okkar ísland.