Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987
Könnun DV á fylgi stjórnmálaflokkanna:
Borgaraflokkurjafn
'stór Alþýðuflokki
ALBERT Guðmundsson og flokkur hans, Borgaraflokkurinn, fengu
mikið fylgi í skoðanakönnunum sem DV og Stöð 2 hafa látíð gera.
Könnun DV nær til landsins alls og samkvæmt henni mun Borgara-
flokkurinn fá 11 þingmenn í næstu kosningum, eða jafn marga og
Alþýðuflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 19 þingmenn. Þess
ber að geta að nú verða 63 þingmenn kjörnir, í stað 60 áður.
Könnun Stöðvar 2, sem unnin
er af SKÁÍS, nær til Reykjavíkur
og Reykjaness og samkvæmt henni
~^iengi Borgaraflokkurinn 28% at-
kvæða í Reykjavík, eða §órum
prósentustigum meira en Sjálfstæð-
isflokkurinn. Alþýðuflokkurinn
fengi um 13% og bætti lítillega við
sig frá síðustu kosningum, Fram-
sóknarflokkur fengi rúm 4%, en
hann hafði tæplega 10% í Reykjavík
í síðustu kosningum. Þá tapar Al-
þýðubandalag einnig fylgi og fengi
um 15% í stað 19% í síðustu kosn-
ingum. Sá flokkur sem bætir mestu
við sig er Kvennalistinn, sem fengi
nú um 14%, en hafði áður rúmlega
8%.
Miðað við niðurstöður könnunar
Stöðvar 2 fengi Borgaraflokkurinn
4 þingmenn kjöma í Reykjavík, án
þess að tillit sé tekið til uppbótar-
þingsæta, Sjálfstæðisflokkurinn
fengi einnig 4 þingmenn, Alþýðu-
bandalagið 2, Kvennalistinn 2 og
Alþýðuflokkurinn einnig 2. Ef svo
færi yrði formaður Alþýðuflokksins,
Jón Baldvin Hannibalsson, ekki
lqördæmakjörinn og næði líklega
ekki inn sem uppbótaþingmaður og
sama gildir um efsta mann Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík,
Guðmund G. Þórarinsson. Flokkur
mannsins og Bandalag jafnaðar-
manna hafa lítið fylgi samkvæmt
könnun þessari.
Í Reykjaneskjördæmi hefur
Borgaraflokkurinn svipað fylgi og
Sjálfstæðisflokkurinn, um 24%. Þá
fengi Alþýðuflokkurinn um 17% og
bætti nokkru við sig, Framsóknar-
flokkurinn fengi rúm 5% og tapaði
helming fylgis síns, sem hefði það
í för með sér að Steingrímur Her-
mannsson, formaður flokksins,
næði tæpast kjöri. Þá bætir Al-
þýðubandalagið nokkru við sig og
fengi rúmlega 16% atkvæða,
Kvennalistinn fengi einnig viðbót
og hlyti 9% atkvæða, en Bandalag
jafnaðarmanna og Flokkur manns-
ins fengju óverulegt fylgi. Sam-
kvæmt þessu fengju Sjálfstæðis-
flokkur og Borgaraflokkur tvo
kjördæmakjöma þingmenn á
Reykjanesi, Alþýðuflokkur og Al-
þýðubandalag sömuleiðis, en
Kvennalisti fengi einn þingmann.
DV gerði um helgina könnun á
fylgi flokkanna og nær hún til
landsins alls. Samkvæmt henni
bætir Alþýðuflokkurinn við sig 5
þingmönnum, hafði 6 en fær 11 og
hlýtur 11,2% atkvæða. Framsókn-
arflokkur tapar 5 mönnum, hafði
14 en fær 9 og hlýtur því 9% at-
kvæða og Bandalagjafnaðarmanna
fær engan þingmann með 0,2% at-
kvæða en hafði 4 menn áður.
Sjálfstæðisflokkur fær 19,7% at-
kvæða og tapar 4 mönnum, fær 19
í stað 23. Alþýðubandalag fær 8,2%
atkvæða og 8 þingmenn kjöma í
stað 10, Samtök um kvennalista
bæta við sig 2 mönnum og fá 5
með 5,3% atkvæða og loks fær
Borgaraflokkurinn 11 þingmenn.
Hlutur Borgaraflokksins af at-
kvæðamagni er 11,3%. Þá fær
Þjóðarflokkurinn 0,2%, Stefán Val-
geirsson 0,7% og Flokkur mannsins
0,5%. Stór hluti aðspurðra kvaðst
ekki vera búinn að ákveða hvaða
flokkur fengi atkvæði, eða 28,8%
og 5% neituðu að svara.
Ef aðeins em teknir þeir sem
tóku afstöðu í könnun DV hefur
Alþýðuflokkur 16,9% fylgi, Fram-
sóknarflokkur 13,6%, Bandalag
jafnaðarmanna 0,3%, Sjálfstæðis-
flokkur 29,8%, Alþýðubandalag
12,3%, Samtök um kvennalista
8,1%, Flokkur mannsins 0,8 %,
Stefán Valgeirsson 1,0%, Þjóðar-
flokkurinn 0,3% og Borgaraflokkur-
inn 17,1%.
Niðurstöður em svipaðar í
Reykjavík og í könnuninni sem Stöð
2 íét vinna hvað varðar D og S-
lista. Sjálfstæðisflokkurinn fengi
27,3% og Borgaraflokkurinn 26,6%,
sem þýðir að hvor flokkur fengi 4
þingmenn. Þá er aðeins litið til kjör-
dæmakjörinna þingmanna, en ekki
jöfnunarþingsæta og er það sama
reikningsaðferð og hjá Stöð 2. DV
segir hins vegar Alþýðuflokkinn fá
3 þingmenn í Reykjavík, en Stöð 2
spáir flokknum 2 mönnum. Þá seg-
ir DV Alþýðubandalagið fá 2
þingmenn og Kvennalista einn, en
Stöð 2 spáði konunum 2 mönnum
í Reykjavík. í báðum könnunum er
niðurstaðan sú að Framsóknar-
flokkurinn nái ekki inn manni í
Reykjavík, þó jöfnunarsæti komi
þar til greina.
Veldur okkur
von brigðum
og áhyggjum
- seg’ir Þor-
steinn Pálsson
„ÞESSI vísbending veldur okkur
að sjálfsögðu vonbrigðum og
kannski öllu fremur áhyggjum.
Eg hafði að visu gert mér grein
fyrir því, að þessi nýi flokkur
fengi nokkurt fylgi í fyrstu skoð-
anakönnunum að minnsta kosti
ff.og ræddi það á flokkráðsfundi
Sjálfstæðisflokksins á sunnudag.
Megin niðurstaðan í þessu nú er
sú, að fari þetta eftir, sýnist mér
að það þurfi að minnsta kosti
þijá flokka til að mynda starf-
hæfa ríkisstjórn. Verði Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki með í
myndun ríkisstjórnar vegna
fylgistaps, þarf að minnsta kosti
fjóra flokka til að mynda stjóm,“
sagði Þorsteinn Pálsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, er
Morgunblaðið innti hann álits á
fylgi Borgaraflokksins í skoð-
anakönnunum.
„Eg óttast að með þessu sé veru-
legulega dregið úr líkum á því, að
jiér skapist nægileg festa í stjóm-
málum og það auki líkumar á því
að sá góði árangur, sem við höfum
náð, varðveitist ekki. Umfram allt
held ég, hvað sem líður ölduróti
síðustu daga, að mestu máli skipti,
þegar kosningaslagurinn er afstað-
inn og alvara lífsins tekur við, að
hér verði möguleiki á að mynda
ríkisstjóm, sem er líkleg til þess
að veita áframhaldandi festu og
öryggi í stjómarháttum og varð-
veita það jafnvægi í efnahagsmál-
um, sem við höfum náð.“
Hveijar telur þú líkur á stjómar-
samstarfl Sjálfstæðisflokksins og
Borgarflokksins að loknum kosn-
ingum?
- „Ég hef oft sinnis svarað spurn-
ingum af þessu tagi. Sjálfstæðis-
flokkurinn útilokar auðvitað engan
möguleika á myndun ríkisstjómar.
Það, sem hins vegar ræður úrslitum
eftir kosningar, er styrkleiki flokka
og málefnaleg samstaða. Því veik-
ari, sem Sjálfstæðisflokkurinn er,
þeim mun minni líkur eru á því að
hann verði burðarás í nýrri ríkis-
stjórn. Andstæðingar okkar gera
sér grein fyrir því, en þessir tveir
þættir, styrkleiki flokka og mál-
efnaleg samstaða ráða auðvitað
jhvernig ríkisstjóm verður mynduð.
Við höfum ekki fram að þessu úti-
lokað neinn möguleika og breytum
ekki þeirri afstöðu, þó þetta hafi
komið upp.“
Samkvæmt skoðanakönnum DV
fá Sjálfstæðisflokkurinn og Borgar-
flokkurinn samtals 30 þingmenn.
Telur þú það benda til hægri sveiflu
í íslenzkum stjómmálum?
„Ýmsir úr Sjálfstæðisflokknum
hafa gengið til liðs við Borgarflokk-
inn, en þar er líka fólk, sem kemur
úr öðmm áttum. Því áttar maður
sig ekki alveg á því, hvar hann
stendur. Þar er líka fólk og fram-
bjóðendur, sem hafa rætt nauðsyn
þess að mynda flokk hægra megin
við Sjálfstæðisflokkinn. Eg held því
að mjög erfitt sé að átta sig á því
hvar í hinu pólitíska litrófí Borgara-
flokkurinn á heima. Ég held því að
þetta sé einhvers konar sveifla af
örðu tagi en til hægri," sagði Þor-
steinn Pálsson.
Stefnubreyt-
ing frá ný
frjálshyg'gju-
til mýkri sam-
skipta manna
-segir Albert
Guðmundsson
„ÉG ER afskaplega ánægður
með þessar niðurstöður og þakk-
látur fólkinu fyrir að sýna okkur
þetta traust og samstöðu," sagði
Albert Guðmundsson, efsti mað-
ur á lista Borgaraflokksins í
Reykjavík, er leitað var álits hans
á niðurstöðum þeirra skoðana-
kannana sem birtar hafa verið
undanfarna daga.
Albert sagði að sér sýndist þetta
benda til að fólkið hafí beðið eftir
einhveijum breytingum, en benti á
að þetta væm skoðanakannanir en
ekki kosningar. „Við verðum að
vona að þessi meðbyr endist fram
jrfír kosningar og lengur," sagði
Albert. Hann sagði að niðurstöðum-
ar hefðu komið sér á óvart. „Ég
vissi að ólgan var fyrir hendi, en
mér kom þó á óvart hvað fólkið tók
strax vel við okkur.“
Albert sagði að niðurstöðumar
sýndu að fólkið væri orðið þreytt á
því flokksræði sem grafíð hefði um
sig í gömlu flokkunum. Það vildi
hafa meiri áhrif á starf stjóm-
málaflokkanna og þjóðfélagið allt.
„Stjómmálaflokkamir em ekki eign
neinna manna og ég held að þetta
sé ákveðin viðurkenning á því þjón-
ustustarfí sem ég hef rekið frá því
ég fór út í pólitík," sagði Albert.
Aðspurður um hvort þessar skoð-
anakannanir sýndu að varanlegar
breytingar væm að eiga sér stað á
flokkakerfínu sagði Albert: „Þetta
getur þýtt ákveðna stefnubreyt-
ingu, frá nýfíjálshyggju til mýkri
samskipta manna, sem er meira í
átt við stefnu Sjálfstæðisflokksins,
eins og hún var.“
*
Aminning
fyrir alla
vinstri menn
- segirSvavar
Gestsson
„MÉR líst auðvitað illa á þessar
niðurstöður, sérstaklega það að
Sjálfstæðisflokkurinn gæti sam-
kvæmt þessu fengið 30 þing-
menn, það er Sjálfstæðisflokkur
Þorsteins Pálssonar og Alberts
Guðmundssonar samanlagt,"
sagði Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins.
Svavar sagði að könnun DV yrði
vonandi áminning fyrir alla vinstri
menn um að efla sterkara mótvægi
við íhaldið en áður hafí verið til hér
á landi og að sameinast um eitt
sterkt afl. „Ég á ekki von á að niður-
stöður kosninganna verði í þessum
dúr. Þessar kannanir em gerðar á
þeim tíma þegar fólk hefur þörf
fyrir að gera upp huga sinn gagn-
vart Þorsteini eða Albert, án tillits
til annars. En Þorsteinn og Albert
em sem kunnugt er ekki höfuðand-
stæður íslenskra stjórnmála, heldur
sérhyggjan annars vegar og félags-
hyggjan hins vegar, Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðubandalagið.
Kosningarnar nú munu verða þjóð-
aratkvæðagreiðsla um lífskjörin á
Islandi."
Fylgi
Alþýðuflokks-
ins stöðugt
- segir Jón Baldvin
Hannibalsson
„ÞESSAR niðurstöður eru stór-
merkar,“ sagði Jón Baldvin
Hannibaisson, formaður Alþýðu-
flokksins.
Jón Baldvin sagði að samkvæmt
könnun SKÁIS hafí allt verið í
kaldakoli hjá Alþýðuflokknum í
Reykjavík. „Könnun DV sýnir hins
vegar að Alþýðuflokkurinn bætir
við sig fylgi í Reykjavík, fer úr
16,1% í 18% og fylgi hans er stöð-
ugt um land allt,“ sagði formaður-
inn. „Stofnun Borgaraflokksins er
staðfesting á því að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur klofnað, enda
tapar hann mestu fylgi til hins nýja
flokks. Forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins útskýra fylgistapið með
því að fólk sé á valdi tilfinninga og
muni leita aftur til heimahúsa síðar
þegar rennur af því. Þetta er mis-
skilningur, því stjómmál fjalla um
fólk og fólk hefur tilfínningar. Það
vekur líka athygli að konurnar em
ósnortnar jafnvel þótt grátið sé til
þeirra í beinni útsendingu. Er það
svo að karlmenn sveiflist á valdi
tilfinninga á meðan konurnar eru
fulltrúar tilfinningalausrar rök-
hugsunar? Ég spái því að þessi
klofningur leiði til þess að munurinn
á fylgi Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks í næstu kosningum verði
minni en menn órar fyrir nú.“
Metnar eftir
málefnum
- segir Kristín
Halldórsdóttir
„VIÐ Kvennalistakonur erum að
sjálfsögðu mjög ánægðar með
okkar útkomu í þessum könnun-
um og teljum hana sýna að við
erum metnar eftir málefnum,“
sagði Kristín Halldórsdóttir,
þingmaður Samtaka um Kvenna-
lista.
„Borgaraflokkurinn er stofnaður
á allt öðmm forsendum en Kvenna-
listinn og við reiknuðum aldrei með
að hann breytti nokkm um fylgi
okkar," sagði Kristín. „Við byggjum
á málefnum, en Borgaraflokkurinn
á ágreiningi um persónur. Ég held
að konur bregðist ekki við valdatog-
streitu með samúð og aukið fylgi
okkar byggist á því að fólk hefur
kynnt sér stefnu okkar. Við höfum
orðið varar við það á fundum með
kjósendum að við eigum enn fullt
erindi í íslenskum stjómmálum."
Mörgum þyk-
ir illa farið
með Albert
- segir Steingrímur
Hermannsson
„MÉR líst ekki vel á stöðuna, en
þessar kannanir eru gerðar á
meðan tilfinningar rísa sem hæst
og sýna því ekki lokaniðurstöð-
una,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, formaður Framsókn-
arflokksins.
Steingrímur sagði að það gæti
vel farið svo áð Borgaraflokkurinn
fengi meira fylgi en menn grunaði
í upphafí. „Þá eru komnir tveir
ftjálshyggjuflokkar og ég held að
Sjálfstæðisflokkurinn tapi mestu
fylgi til hins nýja flokks. Að vísu
gæti Framsóknarflokkurinn einnig
misst fylgi af tilfínningaástæðum,
því mér heyrist á mörgum sem þeim
þyki illa farið með Albert. Borgara-
flokkurinn virðist einnig seilast inn
í raðir annarra flokka. Ég tel hins
vegar að þegar farið verður að
fjalla meira um málefni í kosninga-
baráttunni þá breytist fylgi flok-
kanna aftur.“
Steingrímur sagðist lítið mark
taka á skoðanakönnun SKÁIS, en
þar eru niðurstöður á þá leið á hann
nái tæpast kjöri í Reykjaneskjör-
dæmi. „Ég hef ekki mestar
áhyggjur af því, heldur þeirri
sundrungu sem nú er í íslenskum
stjórnmálum. Það verður erfítt að
stjórna landinu með þessu áfram-
haldi."
Framboð Borg-
araf lokksins á
Vestfjörðum;
Dæmt óiög-
legt af yfir-
kjörstjórn
YFIRKJÖRSTJÓRN Vest-
fjarðakjördæmis úrskurðaði
framboðslista Borgaraflokks-
ins á Vestfjörðum ógildan
síðastliðinn laugardag á þeim
forsendum að ekki fylgdi næg-
ur fjöldi meðmælenda fyrir lok
framboðsfrests, sem rann út á
miðnætti á föstudagskvöld.
Borgaraflokkurinn kærði þann
úrskurð til landskjörstjórnar,
sem kom saman vegna þessa
máls í gær. Formaður lands-
kjörstjórnar, Benedikt Blönd-
al, sagði að úrskurður
kjörstjórnarinnar á Vestfjörð-
um hefði verið ræddur á
fundinum auk þess sem farið
hefði verið yfir aðra framboðs-
lista. Niðurstaða lægi hins
vegar ekki fyrir.
Pétur Kr. Hafstein, formaður
yfirkjörstjórnar Vestfjarðaum-
dæmis, sagði að alls hefðu nöfn
sex meðmælenda fylgt framboðs-
lista Borgaraflokksins á Vest-
fjörðum, en lágmarksfjöldi
meðmælenda utan Reykjavíkur-
umdæmis væru 50 meðmælend-
ur. „Eftir miðnættið bárust fjöldi
skeyta og meðmælendabréfa, en
það skipti ekki máli þar sem
framboðsfrestur rann út á mið-
nætti," sagði Pétur.
Helena Albertsdóttir sagði að
kæra væri eðlilegur gangur mála
þegar ekki væri rétt að staðið í
slíkum málum. „Við fengum öll
tilskilin gögn og þar með 51
meðmælanda. Af þeim voru níu
taldir á kjörskrá annars staðar.
Inn á Patreksfirði lágu nöfn 22
meðmælenda sem ekki var hægt
að ná í vegna veðurs og reyndar
sitja þar ennþá. Hinsvegar var
sent skeyti til að staðfesta þau
nöfn og það ber að gefa frest við
slíkar aðstæður," sagði Helena.