Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 34

Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Júgóslavía: Ekkert lát á verkfölhmum Belgrað. Reuter. IIM 10.000 manns eru nú í verk- falli í Montenegro eða Svartfjall- alandi í Júgóslavíu og virðist ekkert lát ætla að verða á ólg- unni í landinu. Tanjug-fréttastofan júgóslavn- eska sagði í gær, að verkafólk á 20 vinnustöðum væri nú í verkfalli í Svartfjallalandi og væri ástæðan alls staðar sú sama, lækkandi laun á tímum óðaverðbólgu. Sagt var, að 600 verkamenn hefðu t.d. lagt niður vinnu í byggingarfyrirtæki í Titograd, höfuðborg héraðsins, og höfðu þeir þá ekki ferigið launin sín greidd í þijá mánuði. Verðbólga í Júgóslavíu er um 100% og í febrúar gripu stjórnvöld til launastöðvunar í þeirri von, að með því tækist að ná tökum á efna- hagsvandanum. Hafa verkföll verið tíð í landinu síðan enda þýða þessar aðgerðir í raun launalækkun. Lág- markslaun í landinu eru 50.000 dinarar og samvarar það tæplega 4000 ísl. kr. Indland: Hryðjuverkamenn PLO þar í felum? Nýju Delhi, Reuter. FJÓRIR skæruliðar Palestínu- manna, sem eru grunaðir um að vera félagar í samtökum þeim, sem rændu bandarískri farþega- vél á lcið til Pakistan í fyrra, hafa verið á laun í Indlandi síðan. Frá þessu sagði indverska frétta- stofan í morgun, fimmtudag. Fréttastofan kvaðst hafa þetta eftir ábyrgum stjórnarerindareka- heimildum sem ekki yrðu nafn- greindar að sinni. í fréttinni sagði að mennirnir tilheyrðu Abu Nidal hópnum, sem sagði skilið við PLO fyrir röskum tíu árum. Fyrr hafði verið sagt frá því að frétzt hefði af fímm hryðjuverkamönnum úr þessum hópi, sem hefðu komið til Indlands með fölsk skilríki í fyrra. Pan American vélinni var rænt þann S.september 1986 og tuttugu manns létu lífið þegar pakistanskir öryggisverðir gerðu árás á hana. Auk þess er Abu Nidal hópurinn talinn ábyrgur fyrir aðskiljanlegum hryðjuverkum, víða um heim, meðal annars árásir á flugstöðvarnir í Róm og Vínarborg fyrir tveimur ái-um. Þá dóu 20 manns og tugir særðust. Ekki kemur fram í fréttinni, hvort einhveijar aðgerðir eru í und- irbúningi um að koma höndum yfir hiyðjuverkamennina, ef rétt er að þeir hafist við í Indlandi. Sprungiir í stéli DC-10 Long Beach, AP. DOUGLAS-flugvélaverksmiðj- urnar hafa ráðlagt flugfélögum að láta fara fram sérstaka skoð- un á breiðþotum af gerðinni Evrópubandalagið: Ottast hækkandi lyfjaverð Briissel, Reuter. VERÐ á lyfjum kann að hækka verulega i sumum að- ildarlöndum Evrópubanda- lagsins (EB), ef áætlanir um eftirlit með lyfjaverði innan bandalagsins verða sam- þykktar. Var þessu haldið fram að helztu neytendasam- tökum EB í gær. Samtök þessi (BEUC) telja, að áform Framkvæmdaráðs EB geti leitt til þess, að verð á lyfj- um, sem nú er mismunandi frá einu aðildarlandi EB til annars, geti átt eftir að hækka til jafns við lyf í Bretlandi. Þar er lyfja- verð mjög hátt. Áform framkvæmdaráðsins miða að því að verðmismunurinn hverfi og að dregið verði úr opinberu eftirliti með verðlagn- ingu lyfja. DC-10 til að kanna hvort sprungur kunni að leynast í stéli þeirra. Douglas sendi út viðvörun eftir að sprungur fundust í stéli þriggja flugvéla af gerðinni DC-10 í eigu svissneska flugfélagsins Swissair. Aðeins þarf þó að skoða þotur, sem hefur verið flogið í yfir 40 þúsund flugstundir eða hafa meira en 10 þúsund lendingar að baki. Viðvörunin nær til 199 þotna af gerðinni DC-10 í eigu 47 flugfé- laga, en það er innan við helming- ur flugvéla af þessari tegund. Lögðu verksmiðjurnar áherzlu á að skoðun flugvélanna yrði lokið fyrir næstu helgi til þess að geri megi ráðstafanir áður en sprung- ur, sem hugsanlega kynnu að leynast í þotunum, yrðu hættulega stórar. Gapandi hvoftar mannætukrókódíls í Ástralíu. Reutxír Mannætukrókódíl- um fjölgar í Astralíu Sydney, Reuter. Mannætukrókódílum í Ástralíu, sem voru friðaðir fyrir tuttugu árum vegna þess að þeir voru í útrýmingarhættu, hefur fjölgað mikið í hitabeltisám og votlendi á norðurslóðum álfunnar. Undan- farna fimmtán mánuði hafa krókódilarnir orðið a.m.k. átta manns að bana og embættismenn segja að um fleiri fórnarlömb gæti verið að ræða. Menn í ferðamannaþjónustu telja aftur á móti að þeir gætu laðað að ferðamenn, sem haldnir eru ævintýraþrá. Bandarísk kona að nafni Ginger Fay Meadows varð krókódíl að bráð þegar hún var að synda í afskekktri á í norð-vesturhluta Ástrálíu fyrir skemmstu. Tveimur vikum áður varð bandarískur ferðamannahópur vitni að því þegar krókódíll greip ástralskan veiðimann milli skolta sér og drap hann í þjóðgarði á norðurslóðum. Ástríalíubúar segja að krókódíl- arnir séu einfaldlega hluti af vistkerfinu og embættismenn, sem hafa umsjón með villtu dýr- alífi, segja að ekki komi til greina að hefja linnuleisar veiðar á krókódílunum þrátt fyrir að Me- adows hafi beðið bana. Hættulegustu krókódílar í Ástralíu lifa í söltu vatni og kalla innfæddir þá „salties". Þeir drepa og goyma fórnarlömb sín undir mjúkum árbakkanum dögum saman áður en þeir éta þau. Frumbyggjar Ástralíu, sem marg- ir hverjir tengja skriðdýrið trúar- brögðum sínum og greina sjaldan frá árásum þess, segja að krókódílarnir geti gleypt mann í heilu lagi. Mannætukrókódíllinn og ætt- ingi hans, sem lifir í ferskvatni og er ekki talinn hættulegur mönnum, voru í útrýmingarhættu vegna hinna eftirsóttu skinna þeirra. Árið 1969 var bannað að drepa þá. Síðan hefur krókódílun- um fjölgað hratt og er talið að þeir séu nú milli sextíu og sjötíu þúsund. Að sögn eftrlitsmanna hefur friðunin hleypt kjarki í mannætu- krókódílinn. Mörg karldýr hafa nú náð fullorðinsaldri og eru að marka sér yfirráðasvæði. Á því skeiði eru krókódílarnir hættuleg- astir. Embættismenn segja að lífshættir krókódílanna hafi ekki verið brotnir til mergjar og lítið um þá vitað. Erfitt sé að segja á hvaða svæðum er óhætt að at- hafna sig því ekki er vitað á hve stóru svæði þeir halda sig. Þá sé ekki hægt að merkja vatnasvæði, sem krókódílarnir flnnast á, með viðvörunarskiltum annars vegar vegna kostanaðar, hins vegar vegna víðfemi og almenningur komist ekki þangað nema á bát- um. Graeme Webb, ráðgjafi Nátt- úruverndarráðs norðursvæðanna, segir að krókódílarnir hafi ekki náð sama fjölda og rétt fyrir heimsstyijöldinna síðari. Talið er að þeir hafi þá verið um 250 þús- und. „Útrýming er fráleitur kostur,“ segir Webb. „Einu gildir hvort við fimm eða tíu krókódíla er að etja, við viljum ekki að fólk syndi þarna.“ Krókódílar, sem lifa í söltu vatni, þrífast við sjóinn og þar sem árósar teygja sig langt inn í land. „Fólk verður einfald- lega að gera sér grein fyrir hættunni, sem fylgir því að synda, þar sem flóðs og fjöru gætir," segir Webb. Hækka benzín til að mæta útgjöldum til varnarmála Stokkhólmi, Rcuter. SÆNSKA stjórnin ákvað í gær að hækka skatta á benzíni og olíu til húshitunar. Hækkunin tekur gildi 1. júlí nk. og er til- gangur hennar að fjármagna aukningu á útgjöldum til varn- Charter 77: Sovétmenn kalli herinn heim Vínarborg, Reuter. Mannréttindahópurinn Charter 77 skoraði í dag á Ieiðtoga Sov- étríkjanna Mikhail Gorbasjev, að kalia alla sovézka hermenn brott af tékknesku landi og það fyrr en síðar. Gorbasjev kemur í heim- sókn til Prag í næstu viku. Undir áskorunina skrifar tuttugu og einn forsvarsmanna Charter 77. Bréfið var birt í Vínarborg í morgun og sagði þar meðal annars: Með því að kalla hersveitirnar heim myndi Mikhail Gorbasjev sýna í verki að hann gerði sér grein fyrir þeim ómælanlega skaða sem innrás Sovéthetjanna á sínum tíma hafði í för með sér. í bréfinu er einnig bent á, að þar með sýndi leiðtoginn svo að ekki væri um villzt, að hon- um væri alvara með yfirlýsingum sínum um breytingar sem miðuðu að opnara þjóðfélagi. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum eru nú áttatíu þúsund sovézkir hermenn í Tékkóslóvakíu. Meðal þeirra sem skrifa undir er leikritahöfundurinn Vaclav Havel og fyrverandi utanríkisráðherra Jiri Hajek. armála. Nýlega ákvað ríkisstjórnin að auka hlutfall útgjalda til varnar- mála um 1,7% á ári næstu fimm árin. Til þess að mæta þeirri út- gjaldaaukningu ákvað stjórnin að hækka skatta á benzíni og olíu. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins hefur það í för með sér 13 aura hækkun, 80 ísl. aura, á líter, sem kostar að jafn- aði 4,21 krónu eftir hækkunina. Ráðuneytið sagði að olíufyrirtækin yrðu að bera sjálf hluta hækkunar- innar í stað þess að láta neytendur bera hana alla, þar sem þau myndu njóta þess á móti að ákveðið hefur verið að minnka þær benzínbirgð- ir, sem þeim er gert að halda öllum stundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.