Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Kartöflusúpa Maríusóley - Anemone coronaria „de Caen“. Maríusóley - Anemone coronaria Anemónur þær, sem oft ganga undir nafninu „franskar anemón- ur“ og valið hefur verið íslenska heitið Maríusóley, eru meðal okk- ar vinsælustu og harðgerðustu blómjurta. Hér á landi eru Maríu- sóleyjar ræktaðar sem garðjurtir og oftast nær einærar, enda eru hnýðin, sem flutt eru til landsins seinni hluta vetrar, tiltölulega ódýr og varla hægt að treysta því að þau blómstri nema á fyrsta ári, þó vitaskuld séu á því undan- tekningar. Erlendis eru jurtir þessar mikið ræktaðar til afskurð- ar í hverskyns skreytingar og bendir latneska heitið „coronaria“ til þess að þær hafi fyrrum verið notaðar í kransa og sveiga. Maríusóleyjar eru fallegar jurt- ir sem vissulega gleðja augað með margvíslegum litum og gerð blóma, en þau eru ýmist einfold (de Caen) eða hálffyllt (St. Brigid) og auk þess að vera fallegar eru þær afar harðgerðar, t.d. virðast þær þola sunnlensku rigninguna mörgum jurtum betur. Þá má einnig trelja þeim til ágætis hve lengi hausts þær lifa og bera blóm og það er ekki óalgengt að sjá þær skjóta fagurlitum kollunum óskemmdum upp úr snjóskafli fyrri hluta vetrar. Maríusóleyjar þurfa alllangan vaxtartima og til þess að þær geti náð að blómstra um mitt sumar þarf að „forrækta" þær, þ.e. leggja hnýðin í mold inni, t.d. um miðjan aprílmánuð og gróður- setja síðan úti um mánaðamót maí/júní. Einnig má „forrækta" þær í sólreit og skulu þær þá sett- ar niður strax og jörð er orðin þíð. Gott er að leggja hnýðin í bleyti í nokkra klukkutíma áður en þau eru lögð í moldina. Mörgum gengur erfíðlega að átta sig á því hvernig hnýðin eiga að snúa vegna þess að þau eru mjög óreglulega löguð, en lítið, dökkt ör eftir stilkinn er örugg- asta vísbendingin og varla er þörf á að taka það fram að örið á að snúa upp. Best er að sjá örið þeg- ar hnýðin hafa legið um stund í bleyti. Maríusóleyjar eru venjuleg- ast um 20-30 sm á hæð og njóta sín mjög vel í þyrpingum eða breiðum. Þær þrífast best í léttum, fijóum og djúpum jarðvegi og þurfa talsverðan raka. Blanda af mómold, rifnum mosa, garðmold og sandi hæfir þeim vel. I moldina má blanda litlu einu af beinamjöli eða blönduðum garðáburði og brennisteinssúru kalíi. Gildir það bæði um moldina í ílátin sem hnýðin eru lögð í og eins úti á vaxtarstað. Þungur, þéttur jarð- vegur getur orsakað rotnun hnýðanna. Hermann Lundholm Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir í flestum nágrannalöndum okk- ar eru búnar til kartöflusúpur og þykir hinn besti matur. Að öllum líkindum er kartöflusúpa ekki eins algengur matur hérlendis en það er vel þess virði að bæta henni á matseðil heimilisins. Frönsk kartöf lusúpa 750 gr hráar kartöflur 1— 2 laukar 2— 3 púrrur IV2 1 soð (eða grænmetisteningur og vatn) V2 1 mjólk salt 2 hvítlauksrif (eða hvítlauksduft) þurrkað oregano eða timian smjör ijómi graslaukur Hýðið tekið af kartöflum og lauk, skorið í litla bita ásamt púrru og soðið þar til meyrt í græn- metissoðinu. Grænmetið síðan stappað, sett í gegnum sigti eða í blandara, og sett aftur í pottinn ásamt mjólk. Suðan látin koma upp og súpan bragðbætt með salti og kryddi. Smjör og tjómi sett í Kartöflusúpa með beikoni súpuna um leið og borið er fram, graslauk stráð yfir. Kartöflusúpa með beikoni 600 gr kartöflur IV2 1 soð 1 laukur kryddjurtabúnt 1 púrra 20 gr smjör 2 msk. hveiti 1 dl mjólk 250 gr steikt beikon í bitum Hýðislausar kartöflurnar soðn- ar í hluta soðsins (eða súputening- ur og vatn) ásamt lauk og kryddjurtum. Kartöflurnar síðan marðar og því sem eftir er af soð- inu hrært saman við, jafnað með smjörbollu (smjör og hveiti). Súp- an látin sjóða í ca. 5 mín., soðnir púrruhringir settir í ef vill. Beik- onbitar bornir fram í skál með. Einföld kartöflusúpa 150 gr kartöflur 1 stór laukur V2 1 soð (teningur og vatn) Hýðislausar kartöflur og laukur skorin í þunnar sneiðar, brugðið í smjörlíki í potti, ekki látið brún- ast heldur aðeins verða meyrt. Soðinu síðan hellt yfir og súpan látin malla þar til þetta er orðið það samfellt að hægt er að hræra með vír-pískara. Súpan bragðbætt að smekk. Kartöf lusúpa með osti 500 gr kartöflur 2 púrrur lítil sellerírót 2 laukar salt, pipar 50 gr smjör eða smjörlíki U/2 1 soð (eða súputeningur og vatn) Fínt brytjuð púrra og laukur sett í smjör í potti, aðeins látið taka lit. Gróft rifnar kartöflur og sellerí sett út í ásamt heitu soðinu og látið malla í lokuðum potti þar til allt er orðið meyrt. Hrært kröft- uglega í til að súpan jafnist. Rifnum osti stráð yfir um leið og borið er fram. Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík: A-sveit Seljaskóla sigr- aði með yfirburðum SKÁK Karl Þorsteins Um helgina 27.-29. mars var haldin í Félagsheimili TR á Grensásvegi sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík. 30 sveitir mættu til leiks frá 21 skóla og keppendur voru alls á annað hundrað. Þetta er lang- fjölmennasta grunnskólakeppn- in til þessa og endurspeglar vel þá miklu grósku sem er í skáklífinu um þessar mundir. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og bar a-sveit Seljaskóla höfuð og herðar yfír andstæðinga sína og hlaut að lokum 34 vinninga af 36 mögu- legum. Það var einungis a-sveit Hagaskóla sem tókst að halda í sveitina í 4. umferð og krækti í 2 vinninga. Öðrum var á hinn bóginn ekki sýnd nein miskunn og fleiri vinningar fóru ekki til spillis hjá drengjunum. Sveitina skipuðu: Þröstur Ámason, Sig- urður Daði Sigfússon, Sæberg Sigurðsson og Kristinn Frið- riksson. Allt þrautreyndir kappar á skáksviðinu þrátt fyr- ir ungan aldur. íslandsmót grunnskóla verður væntanlega næsta viðfangsefni sveitarinnar nú í vor, en sigurvegarinn þar hlýtur rétt til þátttöku í Norður- landamóti grunnskólasveita, sem haldið verður í Finnlandi nú í sumar. Leikgleðin og keppnisharkan einkenndi keppnina rétt eins og oft áður hjá ungu kynslóðinni, og með lævíslegum svip var mörg gildran sett á svið fyrir andstæðinginn. A-sveit Haga- skóla tókst þar betur til en flestum andstæðingunum að forðast öll boð 0g bönn og hlaut annað sætið 0g 24 vinninga. Hannes H. Stefánsson sat þar í forsæti, en Þorsteinn Davíðs- son, Sigþór Sigþórsson og Ragnar Fjalar Sævarsson sátu þar einnig við stjórnvölinn og höluðu inn vinningana. A-sveit Ölduselsskóla kom í fótspor Hagaskóla, hlaut að lokum 23 vinninga og þriðja sætið. Sveit- ina skipuðu: Arnór Gauti Helgason, Rafn Jónsson, Magn- ús Kristinn Jónsson og Þórir Magnússon. Varamenn voru Jóhann Bragi Fjalldal og Kjart- an Jónsson. Röð skólanna varð annars þessi: 1. Seljaskóli a-sveit, 34 v. af 36 mögulegum. 2. Hagaskóli a-sveit, 24 v. 3. Ölduselsskóli a-sveit, 23 v. 4. Hvassaleitis- skóli, 21 v. 5. Seljaskóli b-sveit, 21 v. 6. Breiðholtsskóli a-sveit, 20 1/2 v. 7. Fellaskóli a-sveit 20 1/2 v. 8. Æfingaskóli KHÍ a-sveit, 20 1/2 v. 9. Foldaskóli 20 v. Sveitir annarra skóla hlutu færri vinninga. Taflfélag Reykjavíkur sá um alla framkvæmd og undirbún- ing mótsins í sameiningu við Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Skákstjórar voru þeir Olafur H. Ólafsson, Ólafur S. Ásgrímsson og Ríkharður Sveinsson. Margir af þeim drengjum er í mótinu tefldu hafa nú þegar skipað sér í röð fremstu skák- manna þjóðarinnar, 0g fjöldinn af efnilegum drengjum er hér í viðbót. Umhugsunartími var 30 mínútur á skák og sökum tímaskorts gafst ekki tími til að rita skákirnar meðan á keppni stóð. Þröstur Árnason gaf sér hins vegar tóm eftir keppnina að rifja upp eina sig- urskák sína sem háð var í síðustu umferð. Hvítt: Þröstur Árnason (Seljaskóla) Svart: Vigfús Eiríksson. (Réttarholtsskóla) Drottningarbragð 1. d4 - e6, 2. c4 - Rf6, 3. Rc3 - d5, 4. Bg5 - Be7, 5. e3 — 0-0, 6. Bd3 (Algengara er að sveifla riddaranum á f3 fyrst. Svartur gæti nú leikið 6. — dxc4, 7. Bxc4 — c5 með jafnri stöðu.) 6. - b6, 7. Rge2 - Bb7, 8. cxd5 — Rxd5, (8. — exd5 var betra). 9. Bxe7 — Dxe7, 10. e4 — Rxc3, 11. bxc3 — Rd7, 12. 0-0 — Hac8? (Hvítur hefur yfirburði í rými og nauðsynlegt var að leggja til atlögu strax á miðborðinu með 12. — c5) 13. Bc2 - Dg5?, 14. Dd3 - Rf6, 15. Rg3 - c5, 16. Hadl - h5, 17. f4! (Með einföldum og rökréttum leikjum hefur hvítur náð yfir- burðastöðu.) 17. — Dg6, 18. f5 - exf5, 19. Rxf5 - c4? (Tapar strax, en við hótuninni 20. Re7+ og 20. Rd6 var fátt hægt að gera.) 20. Re7+ — Kh7, 21. Rxg6 - cxd3, 22. Rxf8 - Hxf8, 23. Bxd3 - Rxe4? 24. Hdel - f5, 25. Bxe4 — Bxe4, 26. Hxe4 og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.